Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 11

Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 11
sem hefur almenna höfðan til viðkomandi markhópa, þætti sem ganga út á mikið af fræðandi staðreynduin. Það er mikið lagt upp úr því að þættirnir beri það ekki með sér hvaðan þeir koma - landafræðilega eða menningarlega - en andi hins engilsaxneska menningarheims er ríkjandi svona gegnumsneitt. í fljótu bragði mætti ætla að þáttagerð fyrir sérstöðvar væri einmitt það sem hentaði íslendingum alls ekki, fyrirtækin séu einfaldlega of smá. En það þarf alls ekki að vera, eins og dæmin sönnuðu úr Reykjavíkur- pitsinu. Enda eru sérstöðvarnar bæði margar og misstórar. ENDURNÝJUN HEIMILDARMYNDA Hinn markaðurinn er í rauninni hinn „hefðbundni" heimildarmyndamarkaður sem er stærri og skrautlegri en nokkru sinni fyrr. Þetta eru auðvitað „þjóðlegu" stöðvarnar í Evrópu, ríkissjónvarpsstöðvarnar og hinar rosknu og ráðsettu einkastöðvar. Þær leggja mikið af peningum í erlendar myndir og eru yfirleitt á höttunum eftir myndum sem eru óvenjulegar (ólíkar þeim sem eru gerðar heima fyrir) en hafa sammannlega skírskotun og eiga erindi inn í umræðuna sem er í gangi í landinu. Ef Steven Seidenberg túlkaði sjónarmið staðreyndamarkaðarins á Approaching the Doc þá var Iikka Vehkalahti hjá YLE fulltrúi hinna klassísku heimildarmynda-sjónarmiða eins og þau birtast í dag. Hann hefur markað sér mjög fókuseraða dagskrárstefnu, a.rn.k. í samanburði við aðra innkaupastjóra á messunni, með áherslu á þjóðfélagsmál og „human interest", einkum myndir sem snerta breytingar á gildismati, trú og siðferði í samtímanum. Hans viðhorf til heimildar- myndagerðar endurspeglast í rauninni í mörgum tilbrigðum í áðurnefndum viðtölum við fjármagnendur í DOX. Það er greinilegt að það hefur orðið mikil áherslubreyting í heimildarmyndagerð; fyrir 20 árum voru þær mjög markeraðar af kröfum sjónvarpsins um hlutlægni, en nú er miklu meira lagt upp úr persónulegri sýn leikstjórans. Áður voru heimildarmyndir einhverskonar ítarefni við fréttir, nú eru þær eitthvað allt annað en fréttir. Sá skilningur er ríkjandi að raunveruleikinn sé margfaldur í roðinu en ekki einn, eins og fréttir gjarnan halda fram, og að persónuleg túlkun og upplifun sé mikilvæg. Áherslan hefur færst frá viðteknum gildum og leitinni að samnefnurum og yfir á fjölbreytileika mannlífs, mismunandi lífsstíl, afdrif einstaklinga á umbrotatímum, sérstöðu hópa o.s.frv. AÐ SNARA: Þáttakendum á ráðstefnunni var ennfremur kennt listin að „pitsa“ eða „snara“ eins og sumir vilja kalla pað á móðurmálinu. KVIKMYNDASJÓÐUR HEFUR ALDREIVERIÐ STEFNUMOTANDI Verkefnin á Reykjavíkurpitsinu fannst mér halfast á staðreyndavænginn, eins og menn hér stjórnuðust helst af uppfræðsluhvöt. Sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að íslensk heimildarmyndagerð hefur alltaf verið ofurháð sjónvarpi; það var engin hefð fyrir í landinu þegar sjónvarp kom til sögunnar og þarafleiðandi ekkert mótvægi við forpokun sjónvarpsins. Kvikmyndasjóður hefur t.d. aldrei virkað sem stefnumótandi apparat. Á hinn bóginn bar norrænu innkaupastjórunum saman um að verkefnin í ár hefðu verið betri en í fyrra, það voru rnun fleiri sem áttu erindi ut fyrir landsteinana. ÞAÐERU ENGAR FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Heimildarmyndagerð á íslandi er nú við íslendingar hafa það. Og það fyrstu persónu. FJÁRMÖGNUNARKERFIÐ í LAMASESSI Norræna heimildar- og stuttmyndahátíðin Panorama verður haldin hér á næsta ári og það verður mun stærri viðburður enda „pitssvæðið" stærra: Öll Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. Reykjavíkurpitsið verður því ekki haldið næsta ár en vonandi árið 2000. Ef framhald verður á þá mætti að ósekju velja verkefni inn á pitsið eins og gert er á öllum öðrum pitsmessum. Fjöldi þátttakenda var fáránlega rnikill í þetta sinn og inni á milli verkefni sem áttu ekkert erindi. Það var ugglaust rétt að ltafa pitsmessuna opna meðan verið er að kynna hugmyndina en hún ætti að vera þrælkynnt nú. Það væri líka eðlilegast að krefjast þess að verkefnin hafi lágmarks- fjármögnun, t.d. 25% eins og tíðkast á öðrum pitsmessum; það er til dáh'tið mikils mælst að fjármagnendur korni alla leið hingað upp til að Heimildarmyndagerð á íslandi er nú við upphaf tímatals síns - árið núll var 1995, eins og allir vita, árið sem Kvikmyndasjóður veitti núll krónur til heimildarmyndagerðar. Eftirþá útreið getur leiðin varla legið neitt nema upp á við. IÐNAÐAR- 0G MENNINGARFASARNIR Kannski það sé fullmikil einföldun að tala um tvo markaði heimildarmynda. Það er frekar að þetta séu tveir pólar og breitt haf á milli. Flestar heimildarmyndir eru sjálfsagt damlandi í hafinu þarna á milli. Lengst úti á staðreyndavængnum eru það framleiðendurnir sem eru ríkjandi, rnenn sem hafa bolmagn til að reka stórar pródúsjónir í mörgurn löndum og halda uppi ákveðnum samræmdum gæðum. Yst á hinum vængnum eru leikstjórarnir ríkjandi, menn sem eru með sérstæða og persónulega sýn á hlutina og óvenjulegar sögur. Eða sem eru að gera tilraunir með ný „genre“ innan heimildarmyndagerðar og skera sig úr fyrir stíl eða nýstárlega frásagnartækni. upphaf tímatals síns - árið núll var 1995, eins og allir vita, árið sem Kvikmyndasjóður veitti núll krónur til heimildarmyndagerðar. Eftir þá útreið getur leiðin varla legið neitt nema upp á við. Heimurinn hefur verið að breytast íslenskum heimildargerðarmönnum í vil. Fyrir nokkrum árum var alltaf tekið mið af einhverju stöðluðu fréttamati; fyrst aldrei geriðst neitt fréttnæmt á íslandi þá væri tæpast grundvöllur fyrir því að gera hér heimildarmyndir, að minnsta kosti ekki heimildarmyndir sem ættu erindi í önnur lönd. Þetta viðhorf kom t.d. fram á Leysingum, ráðstefnu sem FK hélt um heimildarmyndir árið 1990. En nú er búið að henda stöðluðu fréttamati út um gluggann og fókusinn kominn annað. Fólk hefur ekki áliuga á fréttum frá íslandi, fólk hefur áhuga á að vita hvernig skoða eintóma munaðarleysingja. Þetta ætti ekki að vera óyfirstíganlegt vandamál því fyrir utan sjónvarpsstöðvarnar (og Námsgagna- stofnun) eru hér eigi færri en tveir sjóðir sem styrkja heimildarmyndagerð. Að vísu var það þannig með verkefnin í ár - 32 talsins - að ekkert þeirra var með styrk frá innlendum sjóði. Sem virkar mjög grunsamlegt. Hvar eru myndirnar sem þessir sjóðir eru að styrkja eða eru þeir hættir að styrkja heimildannyndir? Það er greinilega eitthvað alvarlegt sambandsleysi í gangi í fjármögnunarkerfinu og vonandi að það verði lagað áður en nýtt árþúsund gengur í garð. Afina Th. Rögnvaldsdóítir var gestur á Approaching the Doc þar sem hún skoðaði íslenska heimildar- myndagerðarmenn. uma&syrur n

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.