Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 7

Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 7
MEÐ ÖLIUM TILTÆKUM RÁÐUM: Sumir kvikmyndagerðarmenn vita að þú þarft að vera tilbuinn til aðgera hvað sem er til að fáþínu fraingengt. Stanley Kubrick er hér að filina Dr. Strangelove. Starfsumhverfi kviUmynda- gerðarmanna íslenskum kvikmyndagerðarmönnum ætlar að reynast erfitt að bæta starfsumhverfi sitt einsog aðrar stéttir og tilraunir til að auka framlag í Kvikmyndasjóð bera sáralítinn árangur. Vandinn er enn og aftur pólitískt viljaleysi og líka pólitískt skilningsleysi, því hagkvæmni þess að stórauka framlög til kvikmyndagerðar á að vera augljós. En engin samtök kvikmyndagerðarmanna virðast vera að vinna í málinu einsog stendur. Þetta er patt-staða. Kvikmyndagerðarmönnum hefur allavega ekki tekist að vera nógu sannfærandi til að laða að almanna fé og það eru nokkrar megin ástæður fyrir því. EFTIR EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON Ifyrsta lagi er það ekki svo augljóst að aukið framlag sé hagkvæmt því kvikmyndagerð hefur ekki verið sett fram sem iðnaður fyrst og fremst, og það helst stóriðnaður. Tillögur um uppstokkun á íslenskum kvikmyndaiðnaði virðast líka þurfa að vera á barnamáli því hið opinbera hefur hvorki trú né þekkingu á íslenskum kvikmyndaiðnaði eða kvikmyndaiðnaði yfirleitt og mikilvægi hans. í öðru lagi er menningarpólitík sjóðsins kominn á eftirlaunaaldur og hún dugar ekki ein og sér (Þetta tengist líka 'iðnaðarrökunum'). Samkvæmt mati stjórnmálamanna, sem byggt er á vanþekkingu, hefttr sjóðurinn strangt til tekið nóg af peningum til að sinna menningarhlutverki sínu. í heildina flnnst þeim framlög til lista ásættanieg og þau halda ekki vöku fyrir þeim. í þriðja lagi virðist Kvikmyndasjóður ekki fylgjast með tímanum. Hann hefur enga stefnu, nema menningarpólitíkina, og því erfitt að sjá hvers vegna ætti að styrkja hann frekar. Og sjóðnum, líkt og menningarsjóði auk úthlutunarnefnda, hefur reynst erfitt að taka þátt í gagnrýnni umræðu um störf sín. Það að umsóknum sem ekki hljóta styrk er ekki svarað, eru t.d. ekki nútíma siðir. Fjöldi umsækjenda hefur lagt margra ára vinnu í undirbúning og bréflegt svar getur gefið umsækjanda mikilvægar upplýsingar, t.d. um hver stefna sjóðsins er, hvort handritið þurfi meiri eða minni vinnu, hvort það eigi 'sjéns' seinna o.s.frv. Þetta myndi líka gefa mjög gott tækifæri til umræðna um sjóðinn, vinnubrögð og gefa nauðsynlegt aðhald. Margt fleira hefur verið fundið sjóðnum til foráttu sl. ár, en sjóðurinn kvartar ævinlega undan stjórnvöldum og peningaleysi. Þetta hefur hinsvegar átt stóran þátt í því að svipta Kvikmyndasjóð virðingu og trausti og dregið úr þrótt og áhuga margra kvikmyndagerðarmanna til þjappa sér saman á bakvið sjóðinn, flnna leiðir til bæta afkomu hans og hafa jákvæð áhrif á starfsumhverfi sitt. Til hvers að reyna fá aukið fé í sjóð sem veit ekki hvað hann vill, hefur enga stefnu, og kann ekki nútíma vinnubrögð? Til hvers að auka styrki til svona sjóðs? Um hann er engin samstaða, hann hefur sundrað en ekki sameinað. Það er líka hætta á því að með þessum vinnnubrögðum, auk fltils fjármagns, fái sjóðurinn amatöríska áru gagnvart erlendum fjárfestum. BÍL Dæmi um misheppnaða tilraun til að fá aukið fé og skilning á stöðu greinarinnar er yfirlýsing frá Bandalagi íslenskra listamanna í júní 1996, um framtíðarsýn fyrir innlenda kvikmynda- gerð. Tillögur um kvikmyndamiðstöð, uppstökkun sjóða, nýja tekjuliði og fleira voru flestar ágætar. En BÍL leit ekki á kvikmyndagerð sem iðnað, heldur gaf sér óljósar menningariegar forsendur fyrir því hvað kvikmyndagerð er (og er þ.a.l. ekki hægt að tala mikið um þær), og virtist Ieggja hana að jöfnu við gallerístarfsemi og ljóðakvöld til að viðhalda tungunni og sjálfstæðinu. Verndun íslensks máls og heimspekirök um mikilvæga stöðu smáþjóða hafa verið góð og gild rök fyrir framlagi til lista, en kemur kvikmyndagerð ekki við á þessu stigi og hljómar einsog menningar- forræðishyggja. Formaður BÍL, Hjálmar H. Ragnarsson, sagði t.d. í útvarpi snemma á þessu ári að ef kvikmyndir yrðu gerðar á ensku hér á landi þá er hætt á að þróunin yrði að næst væri sjónvarpsefni gert á ensku, o.s.flv. Þetta er að gera mönnum upp skoðanir og er dæmi um hræðsluáróður sem hættir til, auk óljóss menningarsnakks, að flækja umræðuna og tefja fyrir heilbrigðri meðgöngu nýrra vaxtabrodda í kvikmyndaiðnaðinum. Tlllaga Það hefur aldrei vantað tillögur um breytt og bætt kerfi og fátt er þar nýtt undir sólinni. Við getum lnigsað okkur að hér væri Kvikmyndastofnun íslands, úthlutað úr kvikmyndasjóð á fjögurra mánaðar fresti og umsóknargögn væru aðeins handrit og synopsis. Uthlutunar- nefnd væri stærri til að geta sinnt um- sóknum allt árið um kring og nefndin hefði á sínum snærum dramatúrga, þar á meðal erlenda ef handrit berast á öðrum tungumálum. Nefndin myndi svara öllum umsóknum bréflega. Við getum líka hugsað okkur að sjóðurinn myndi veita áhættulán og styrki til undirbúnings og handritaslírifa (blandað kerfi), styrki til framleiðslu íslenskra mynda, og áhættulán til framleiðslu á kvikmyndum á erlendri tungu. Stofnunin byði upp á námskeið, lögfræðiþjónustu og ráðgjöf vegna dreifingaraðila, söluaðila (sales agents), erlendra sjóða, umboðs- skrifstofa, “bond” fyrirtækja, og fleira sem kann að henta íslenskri kvikmynda- gerð í dag. Heimildarmyndir, stuttmyndir og sjónvarpsefni væru undir sama þaki, en önnur úthlutunarnefnd og aðrar forsendur. Önnur vinnubrögð Takmarkið er meiri skilvirkni og sparnaður. Ef við gefum okkur fyrirkomulagið hér að ofan þá verður vinnan við umsóknir minni og dreifist á allt árið. Ekki veit ég hvers vegna það er enn farið fram á fjárhagsáætlanir, greiðsluáætlanir og annað í þeim dúr, því engin ætti að leggja í þá vinnu fyrr en mynd hefur raunhæfan möguleika til að fara jafnvel aðeins í undirbúning. Það er óraunhæft að ætlast til þess, og fyrir þessu fyrirkomulagi hafa aldrei verið nein haldbær rök. Ein úthlutun á ári er Iíka óhentugt því misjafnlega stendur á hjá fýrirtækjum. íslensk kvikmyndagerð -bíómyndir-, hefur þá sérstöðu í dag að hún skipuleggur sitt starfsár í kringum eina dagsetningu á meðan erlend fyrirtæki hafa meira svigrúm. Auk þess geta rnenn oft verið að sinna öðru á síðustu vikum fyrir þennan eina umsóknarfrest og lent í tímahraki. Ef veitt eru áhættulán til undirbúnings er hægt að fara sömu leið og MEDIA eða byggja á svipuðu kerfi og Lánasjóður ísl.námsmanna. Þar er annarsvegar að áhættulánið sé borgað með öllu á fyrsta tökudegi eða að lánið sé greitt í samræmi við tekjur fyrirtækisins á svo og svo löngu tímabili. Takmarkið er að auka veltu á undirbúningsstigi sem við þurfum svo mikið á að haltla. Það hlýtur að vera forgangsatriði svo kvikmyndagerð hætti að ýta ódýrum og ókláruðum handritum í vinnslu til þess að fá veltu. Ef vel heppnast gæti fjármagnsrennslið í þessum Iið orðið autómatískt innan fárra ára sem þýðir aukin styrk til framleiðslu. Nýjir markaðir Það er sjálfgefið að kvikmyndir á íslensku verði styrktar einsog nú. Að veita áhættulán til undirbúnings og framleiðslu kvikmynda á annarri tungu getur líka verið meiriháttar vaxtar- broddur. í fyrsta Iagi er sú þróun þegar hafln og því sterkari og móttækilegri sem við erum til að taka þátt í því, því meiri áltrif höfum við. Til dæmis að myndir séu teknar á íslandi. Hlutverk Kvikmynda- sjóðs eða tengdrar stofnunar er mikilvægt til að liafa umsjón með framgangi hugmyndarinnar, að hér sé skýr Iína á miDi íslenskrar og erlendrar framleiðslu sem lúta ólíkum lögmálum. Þátttaka Kvikmyndasjóðs er líka nauðsynleg, allavega á undirbúningsstigi, vegna þess að einkafé leitar eftir hámarks arði og reynir að taka sem minnsta áhættu. f öðru lagi, er íslenskt áhættulán í erlendum myndum hagkvæmasta leiðin til að auka sambönd, samskipti og samvinnu íslenskra kvikmynda- gerðamanna við erlenda koliega sína. Það væri búbót fyrir íslenskar myndir. í þriðja lagi er töluverð eftirspurn eftir kvikmyndum á alþjóðamarkaði. Sá markaður sem kallaður er 'non- commercial English speaking market' t.d., eða 'non-Hollywood' rnyndir á enslai, er mjög stór og fer stækkandi. Ef um hagnað íslenskra fyrirtækja sem útí þetta fara er að ræða, geta þau lagt útí meiri áiiættu við gerð mynda á ísiensf u. í fjórða lagi getur þetta stöðvað landflótta íslenskra kvikmynda- gerðarmanna, laðað að ungt hæfileika fólk sem leggur ekki útí ótrygga kvikmyndagerð og hvatt þá sem eru hættir til að leggja inn umsóknir í kvikmyndasjóð á ný. Af öllu framansögðu, þá er einsog nú er komið verið að byggja veggi en ekki brýr. Ég efast um að hugmyndir þeirra sem stofnuðu Kvikmyndasjóð og þeirra sem lögðu heimili sín og hús að veði til að leggja grunn að kvikmyndaiðnaði hafi verið í þá áttina. Laná&synir 7

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.