Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 10

Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 10
Allt'fram á síðustu ár varpits talið til viðkvæmra einkamála, svona rétt eins og kynlíf. Það varpitsað bak við luktar dyr og menn voru aldrei mikið að segja fráþví eftirá hvaðfór nákvœmlega fram. En allt breyttistþetta meðpitsmessunni miklu íAmsterdam 1993 og nú er þetta orðið að opinberri athöfn þar sem pitsað er fyrir fullum sal afstarandi áhorfendum. Ogþvífylgir ekki svo lítið sálrænt álagfyrir aðila málsins. EVRÓPA SKREPPUR SAMAN Núna þegar pitsað er fyrir opnum tjöldum hafa menn vitaskuld orðið að taka sig mjög á í tækni. Kvikmyndagerðarmenn eiga nú að geta skilgreint verkefni sín og talað fyrir þeim („pitchað") frammi fyrir hópi fjármagnenda frá mörgum löndum og komið því frá sér sem þeir ætla að segja á 4 mínútum max. Fjármagnendur (innkaupa- og dagskrár- stjórar, stjórnendur sjóða) hafa orðið að læra að vera fljótir að koma rneð einhverjar greindarlegar athugasemdir og færa rök fyrir ákvörðunum sínum, þ.e. hvers vegna þeir æth að leggja peninga í viðkomandi verkefni eða hvers vegna ekki. í desemberhefti DOX tímaritsins eru smáviðtöl við alla helstu fjármagnendur heimildarmyndageirans í Evrópu.og þeir spurðir álits á pitsmessum. Viðbrögðin eru undantekningalaust jákvæð sem kemur ekki á óvart; þessar messur eru mjög skilvirk leið til að gefa mönnum yfirlit yfir mikinn fjölda verkefna á stuttum tíma og gefur þeim um leið tækifæri til að kynnast leikstjórum og framleiðendum hvaðanæva að. Pitsmessurnar - sem voru fyrst og fremst hugsaðar sem vettvangur fyrir „dialóg" milli heimildar- myndagerðarmanna og sjónvarpsstöðva - hafa í reynd haft víðtækari áhrif, þær hafa þjappað saman fjármagnendum og gert þá meðvitaðri um dagskrárstefnu sína og stöðu á markaðinum. Sem sést t.d. á því að innkaupastjórar norrænu ríkissjónvarps- stöðvanna (þ.e. danski, sænski og norski) eru nú byrjaðir að smeinast um að leggja peninga í verkefni sem þeir hafa áhuga á og geta þarafleiðandi lagt fram fjármagn sem einhverju máli skiptir fyrir gerð viðkomandi myndar. BRETAR BYRSTA SIG í fyrrnefndum DOX viðtölum er aðeins ein óánægjurödd og það er Nick Fraser frá BBC sem finnst óþarfi að vera að setja framleiðendur í gegnum þá eldraun sem pitsið er. Það sem skiptir mig öllu máh, segir Nick Fraser, er ferill leikstjórans - ekki performans framleiðandans á pitsmessum. Brussel er að eyða peningum í að kenna fólki að pitsa og í að þjálfa fólk í að kenna fólki að pitsa en það er ekki verið að eyða peningum í það sem raunverulega skiptir máli, þrumar Nick af síðum DOX, og það er að þjálfa upp nýja leikstjóra. Það er náttúrulega þannig með Breta að þeir setja sig aldrei úr færi að agnúast út í hugmyndir sem eru upprunnar í Brussel. Málið horfið nefnilega dálítið öðruvísi við kvikmyndagerðarmönnum. Það er til dæmis ljóst að leikstjóri með feril á ekki að þurfa mikið á pitsmessum að halda. Þær eru fremur fyrir byrjendur. Og góðu fréttirnar eru þær að það er eftirspurn eftir byrjendum, heimildarmyndamarkaðurinn er stór og hann er orðinn mjög fjölbreyttur og einhversstaðar verða sjónvarpsstöðvarnar að finna nýja menn. Það felst áhætta í því fyrir MESSA: Þór Elís Pálsson heldur sannfœrandi tölu yfir innkaupastjórum allnokkurra sjónvarpsstöðva og virðist sem góður rómur sé gerður að máli hans. 10 Land&syra/ sjónvarpsstöðvarnar að veðja á einhverja byrjendur og lítt þekkt fólk en þetta er eigi að síður það sem þær eru að gera í stórum stfl. INN í HRINGIÐUNA Það sern pitsmessurnar veita kvikmynda- gerðarmönnum er persónulegur aðgangur að fjármagnendum og mjög staðgóðar upplýsingar um markaðinn. Þetta tvennt er það sem íslendinga hefur tilfinnanlega skort hingað til og hafa þarafleiðandi verið í mjög lélegri aðstöðu til að afla fjár og koma myndum sínum á framfæri erlendis. Það má eiginlega segja að því nær sem dregur útjöðrum Evrópu þeim mun mikilvægari eru pitsmessurnar. Reykjavíkurpitsið (Approaching the Doc), sem var haldið í fyrsta sinn í fyrra og aftur nú í febrúar, er svona eins og htil sprengja sem er rúllað inn í einangrað samfélag íslenskra heimildargerðarmanna. Og enginn vafi að eitthvað þessu líkt þurfti nauðsynlega að gerast, bæði til að bæta aðstöðu heimildarmyndagerðar í landinu og til að tjasla upp á sjálfsímynd greinarinnar sem er í molum vegna einangrunar og margra og misvísandi skilaboða úr öllum áttum. Þór Elís Pálsson er einn tiltölulega fárra íslendinga sem hafa sótt pitsmessurnar í Amsterdam og hann stóð fyrir því að Reykjavíkurpitsið var haldið. Approaching the Doc var reyndar tveggja daga námskeið sem lauk með pitsmessu og það voru margir aðilar sem lögðu sitt af mörkum til að sfyðja fyrirtækið: Kvikmyndasjóður, Sjónvarpið, Stöð 2, Menntamálaráðuneytið, Útflutningsráð og Flugleiðir. Á námskeiðinu var kennt pits (hvað annað), auk þess sem ýmsir framleiðendur og sérfræðingar héldu fyrirlestra og unnu með fólki í hópum. Á pitsmessunni sjálfri komu fjármagnendurnir til skjalanna og uppistaðan í þeim hópi var hin sama og í fyrra, innkaupastjórar heimildarmynda hjá norrænu ríkissjónvarps- stöðvunum. AÐ SPILA Á MARKAÐINN Fyrirlesararnir á námskeiðinu fóru mjög svo ólíkar leiðir til að nálgast viðfangs-efnið en boðskapurinn var í megindráttum hinn sami: Menn þurfa fyrir það fyrsta að vita hverskonar mynd það er sem þeir vilja gera. Og þeir þurfa að þekkja markaðinn og gera myndir sínar þannig að þær passi inn í hann - þó ekki sé nema út af tímalengdum. Heimildarmyndamarkaðurinn er mun flóknari en bíómyndamarkaðurinn og kannski rétt að tala um tvo markaði. Steven Seidenberg túlkaði sjónarmið „staðreynda- markaðarins" á námskeiðinu; fyrirtæki hans Café Productions hefur framleitt gífurlegt magn efnis fyrir stóru gervihnattasér- stöðvarnar, t.d. Discovery Channel. Þessar stöðvar eru yfirþjóðlegar og nánast einvörðungu með langar þáttaraðir um efni

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.