Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 8

Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 8
Svipfrœðin (fysíógnómí- an), þessi fornu útlits- vísindi, sem margir héldu að hefði verið þeytt í heild á ruslahaug hugmyndasögunnar áfyrri hluta 20. aldar með vísindalegum hœtti, ráða lögum og lofum í bíóheimum og sjónvarpi. Þar fundu þau sér lúmskan farveg oggeta því áfram haldið að rugla mannkynið í ríminu. Isvipfræði er leitast við að skýra samband milli líkamlegs útlits, ekki síst andlitsfalls, og andlegra eða sálfræðilegra einkenna eða sérkenna. Margbúið er að sýna fram á að slíkt samband er ekki jafn einfalt eða augljóst og margir vildu vera Iáta öldum saman (og sumir enn) og hefur því svipfræðin fallið í verðgildi. Vissulega eru sum líkamleg einkenni vísbending um gáfnafar eða skap, eins og augnlok mongólíta og augu skjaldkirtilssjúklinga. Ýmsir geðfatlaðir bera með svip eða höfuðlagi merki um ástand sitt. Svipfræðin felur hins vegar í sér grófar alhæfingarnar um að andlitsfall segi yfirleitt allt um persónuleikana. Margir spámenn komu fram á 19- og 20. öld sem reyndu að sanna svipfræðina með myndbirtingum. ftarlegri kannanir og samanburður felldu kenningar þeirra. Spámenn svipfræðinnar Líkamsbyggingarfræði sem stoðgrein svipfræði er þekkt frá tímum Grikkjans Hippókratesar (460-337 f. Kr.). Landi hans Aristóteles (384-322 f. Kr.) skrifaði elstu kerfisbundu framsetninguna um svipfræðina sem hefur varðveist og byggði hana á samanburði við skepnur. Hann gerði ráð fyrir því að fólk sem hefði eitthvert svipmót af hausapörtum dýra líktist þeim dýrum að innræti og eðli meira en annað fólk. Nemandi hans Þeófrastos hefur lengi skenunt fólld í riti sínu Manngerðir, sem íslendingar þekktu vel og þýddu fyrr á öldum, og prentuðu svo loksins á vegum Hins íslenska bókmenntafélags, með níðangurslega fyndnum skopmyndum af hallærislegu fólki, lýsingum á útliti þess og klassískum ósiðum. Fólk hefur jafnan haft mestan áhuga á neikvæðu manngerðunum, og hafi Þeófrastosi tekist að koma saman verki um hinar jákvæðu (eins og sagt var) hefur að minnsta kosti aldrei spurt til slíkrar bókar, hvorki úr hendi hans né annarra. Menn liafa í þessum efnum langmestan áhuga á bófum, geðsjúklingum og fötluðum. GIÆPONEÐA GÓÐMENNI?: „ítalinn Cesare Lombroso, sem var eins og aðrir á 19. öíd undir sterk- uni áhrifum af þróunarkenn- ingu Darwins, taldi höfuðkúpu- lögun geta verið vísbendingu um glœpaeðli. Sir Charles Gor- ing sýnili fram á 1913 að jafn margir breskri háskólastúd- entar og glœpamenn höfðu pessi einkenniWilliamA. Sheer í gangsteramyndinni Regeneration eftirRaoul Walsh. Skopteikningin Skopteikningin (karíkatúrinn) var fyrir daga bíómynda eitt sterkasta og vinsælasta kraftbirtingarform svipfræðinnar. Skopteiknarar ganga erinda þeirrar mannfyrirlitningar sem alltaf hefur birst í svipfræðinni. Þeir komast samt ekki í hálfkvisti við kvikmynda- framleiðendurna. Ein af áhrifamestu uppsprettum kvikmyndastíls er í skopteikningunni. Einföldunina og ýkjurnar erfir bíóið þaðan. Mannkynið var öldum saman búið að skilyrða til að meðtaka teiknimynda- stílinn. Súrrealismi Bosch var hlutlaus og hafði minni áhrif en áróðursmyndir Cranachs, sem hann teiknaði að fyrirsögn Marteins Lúthers, og sýndu skepnur skíta á kórónu páfans en hóruna frá Babýlon koma út úr endaþarmi hans. Skopteikningin á sér nær fullkomið þróunarstig í Svipfræðin (fýsíógnómían) er grunntónn og ráðandi afl í kvikmyndalistinni. Leikaradýrkunin er birtingarform hennar Myndlistarmaðurinn Albrecht Dúrer (1471-1528) lagði á sig það svipfræðilega verkefni að teikna feiknafjölda af tilbúnum andlitum, þar sem hann ýkti eða takmarkaði nef, hökur, eyru, enni, augabrúnir, varir, kjálka og höfuðlag. I samræmi við „magn vansköpunarinnar" skilgreindi hann síðan persónuleikana hvern um sig. Þetta eru kostulegar myndir, en út í hött. Herbert Spencer (1820-1903) var átrúnaðargoð sósíal-darwínista á 19- öld (það var hann en ekki Darwin sem mótaði hugtakið „the survival of the fittest"), en á okkar öld hefur Ernst Kretschmer verið liðtækastur að halda að fólki áþekkum hugmyndum. Kerfi Kretschmers frá þriðja áratugi 20. aldar snýst um samhengi skapgerðar og líkamsbyggingar, en hvorki rannsóknir hans né annarra fullnægja skilyrðum um nægar samsvaranir til að gera talist nothæfar í sálfræðilegum tilgangi. ftalinn Cesare Lombroso, sem var eins og aðrir á 19- öld undir sterkum áhrifum af þróunarkenningu Darwins, taldi höfuðkúpulögun geta verið vísbendingu um glæpaeðli. Sir Charles Goring sýndi fram á 1913 að jafn margir breskri háskólastúdentar og glæpamenn höfðu þessi einkenni. Hollingworth athugaði margar kannanir og komst að því að lítið samræmi var milli útlits og andlegra einkenna (1922). Paterson birti 1930 yfirlit um kannanir undanfarinna 40 ára og komst að sömu niðurstöðu. Dr. Helgi Pjeturss, jarðfræðingur og heimspekingur, unni kenningum Spencers og var að nokkru leyti fylgjandi þróunarkenningu Lamarcks um erfðir áunninna eiginleika. Hann túlkaði viðhorf margra til líffræði og sálfræði í upphafi 20. aldar, þegar hann taldi kynlífshræsni kristninnar hafa breytt útliti fólks til hins verra á íslandi: ... á tíundu öldinni hygg jeg að hjer hafi verið drengilegastir menn og vitrastir, og fríðastar konur. Hinir kristnu íslendingar komust ekki alveg til jafns við hina heiðnu forfeður sína og formceður. Kenning miðaldakirkjunnar beindist mjög að því að svívirða samfarir karls og konu, og eðlileg afleiðing af því var að fólkið ófríkkaði. EFTIR ÓLAF H. TORFASON vroTræoim fjöregg kvikmyndanna 8 Land&synzr

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.