Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 5

Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 5
hættir í bransanura eða hafa flust erlendis þar sem þeir fá borgað fyrir þá vinnu sem innt er af hendi. Þá klóra framleiðendurnir sér í hausnum og skilja ekkert í því af hverju ekki eru fleiri sem enst hafa í bransanum hér. Ástæðan er afar einföld: Launin/Verktakagreiðslurnar eru skammarlega lágar. Það endist enginn í því til lengdar að vinna 72 tíma vikur í 2-3 mánuði í senn og lepja dauðann úr skel þess á milli. Þetta sh'tur öllum út á sál og líkama. Erlendis er borgað fyrir reynslu fólks, vinnutíma þess og ábyrgðina sem það tekst á hendur. Þar er líka borgað það vel að þú getur tekið þér langt frí eftir svona törn og slappað af án nokkurra peningavandræða. Þar er það afar óhagstætt fyrir framleiðandann að láta fólkið vinna langa daga því að katipið margfaldast ansi fljótt ef að út í það er farið. Það er ekki gert nerna í neyðartilfellum, ef að verið er að mynda einhverja einstæða atburði, ef verið er að taka á tökustöðum fjarri útgerðarstað framleiðanda, leikari þarf að losna eða eitthvað því um líkt. Hérlendis er þetta farið að nálgast hefð að farið sé yflr tímarammann sem samið var um í upphafi. Það er undantekning ef látið er svo Ktið að spyrja hvort fólkið sé til í að leggja það á sig að vinna ákveðnar stöður eru hærra launaðar en aðrar. Ein af viðmiðunum virðist vera sú að kvenmenn innan geirans sætti sig við lægri laun en karlmennirnir og þá er gengið á lagið. Önnur viðmiðun virðist vera sú að fyrst að ákveðnar stöður sætti sig við ákveðin laun sé ekki hægt að borga öðrum stöðum hærri laun en þeim. Þetta hefur í för með sér að siirn launin ná ekki lögbundnum lágmarkslaunum á íslandi og þó eru þau lág. Dærni urn þetta fylgja hér á eftir. Þetta er hlutur sem að þarf að kippa í lag ef hægt á að vera að rnanna allar stöður íslenskra kvikmynda með fagmönnum í framtíðinni. Dæmi 1: í Frakklandi fylgir Skrifta Ljósameistara í launum. Ljósameistarinn er með 1,18% hærra kaup en hún. Ilérlendis er Ljósameistarinn með 93,9% hærra kaup en Skrifta. Þetta dæmi er tekið úr nýlegri íslenskri mynd. Dæmi 2: í annarri íslenskri mynd sem var nýlega frumsýnd er Hljóðmaður rneð 33,33% hærra kaup en Ljósameistari. í Frakklandi væri hann með 68,2% hærri laun en Ljósameistarinn. Dæmi 3: I nýlegri ísfenskri mynd er Leikmuna- meistari með 75,47% af kaupi Ljósameistara. í DAGGREIÐSLUR Greiðsla pr. dag með VSK 12.450 kr. Greiðsla pr. dag mínus VSK 10.000 kr. Greiðsla pr. dag mínus VSK og launatengd gjöld 6.540 kr. MÁNAÐARGREIÐSLUR Mánuður er 4,34 vikur. 12 tíma dagar, 6 daga vikunnar=312,48 stundir Grunnlaun=40 stundir á viku x 4,34 vikur =173,6 stundir 312,48 stundir mínus 173,6 stundir = 138,88 yfirvinnustundir Heildargeiðsla fyrir mánuð (6 dagar x 12 tímar x 4,34 vikur) 324.198 kr. Heildargreiðsla fyrir rnánuð mínus VSK 260.400 kr. Grunnlaun pr. mánuð mínus VSK og launatengd gjöld 71.292 kr. TÍMAKAUP Tímakaup í dagvinnu 411 kr. Tímakaup í yfirvinnu 740 kr. FRÁDRÁTTUR FRÁ REIKNINGSUPPHÆÐ Heildargreiðsla / Reikningsupphæð 324.198 kr. Frádráttur frá reikningsupphæð (Launatengd gjöld + allir skattar) 197.988 kr. Þar af launatengd gjöld 89.838 kr. í vasa eftir 312,48 stunda mán. Pers. afsl. = 22.360 kr. Skatthlutf. = 39,02% 126.210 kr. aukalega. Það er nær því að framleiðendurnir líti á það sem sjálfsagðan hlut. Kvikmyndaverkamenn eru í sömu sporurn og ljósastandarnir í ljósabtlnum. Þeir eru teknir frarn þegar á þarf að halda og ekki spurðir eins né neins þar til að þeim er pakkað saman og hent inn í bíl að tökum loknum. Það er ekki eins og það gæti verið að kvikmyndaverkafólk gæti átt sér líf eftir vinnu og væri til dæmis búið að plana samverustund með fjölskyldu og vinurn. Líf eftir vinnu er hugtak sem fæstir í bransanum kannast við. Off er það þannig að farið er inn á næsta bar og sturtað í sig nokkrum bjórum til að keyra sig aðeins niður eftir 12-16 tíma vinnudag. Það er lífíð eftir vinnu hjá mörgum þessara vesalinga sem íslenska kvikmyndagerð hafa gert að lifibrauði sínu því að aðra skemmtun er óhægt uni vik að plana. Undanfarið hafa verið uppi þær raddir að auka eigi framlag ríkisins í Kvikmyndasjóð íslands. Forsvarsmenn framleiðenda ltafa komið frarn opinberlega í umræðuþáttum og lýst því yflr að fara verði varlega í að stækka sjóðinn. Það sé engum í hag að til dæmis tvöfalda framlag ríkisins á einu bretti og að sennilega yrðu ekki framleiddar betri rnyndir þrátt fyrir það. Það er ef til vill rétt - en kannski væri hægt að borga kvikmyndaverkamönnum skynsamlegri laun fyrir vikið. Því þegar framleiðendur hreykja sér af lágum framleiðslukostnaði íslenskra kvikmynda eru þeir um leið að lýsa yfir hversu lágt launaðir starfsmenn þeirra eru. Annað mál sem er í undarlega miklum ólestri eru launahlutföll innbyrðis. Erlendis er hægt að sjá út frá launum að tilteknar stöðum eru svo og svo mikið ltærra launaðar miðað við aðrar stöður og síðan aftur lægra launaðar en aðrar. Hér á landi hefur skapast einhver undarfeg goggunarröð sern virðist byggja á því að Frakklandi væri hann með 24,5% hærra kaup en Ljósameistarinn. Þess ber að geta að í undirbúningi er önnur grein sem verið er að skrifa unt hlutföll, launatölur og vinnuaðstöðu almennt hjá kvikmyndaverkafólki í Evrópu. Ætlunin er að fá hana birta í næsta tölublaði af Landi & sonum. Annar hlutur sern er í miklum ólestri í íslenskri kvikmyndagerð er hvíldartími. Það er sagt í upphafi myndar að alltaf fáist a.m.k. 11 tíma hvíld frá því að tökum lýkur þar til þær hefjist aftur. Gott og vel. Loforð standast þar til þau eru svikin. Ef ekki næst þessi hvíldartími í öðrum starfs-greinum ertu settur á tvöfaldan taxta daginn eftir. Hér er ekkert slíkt gert ef svona hlutur kemur fyrir. Allt miðar þetta að sama punkti. Á meðan launamál íslenskra kvikmynda- gerðamanna eru íþessum ólestri hafa framleiðendur ekkert aðhald. Þegar bytjað er að borga eftir taxta er sjálfkrafa aðhald komið. Það er engum framleið- anda í hag að píska mannskapinn áfram glórulaust, hvíldar- og svefnvana ef síðan þarf að borga honum yfirtíð fyrir þá vinnu sem innt er af hendi. Eina leiðin til að korna launamálum og vinnutíma í skynsamlegar skorður er að borga mannskapnum kaup fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi og eftir tímamagninu og hvenær sólarhringsins hann vinnur. Það er langt frá því að það sé gert í dag og þessi mál þurfa að komast í lag áður en um langt um líður ef íslenskar kvikmyndir eiga að vera gerðar á grundvelli fagmennsku á komandi árum. Það er allra hagur, framleiðendanna líka, að koma þessum máfum í fastari skorður, því þannig getur fólk haft tryggari tekjur af vinnu sinni og frantleiðendur geta gengið að fagfólki rneð reynslu til vinnu í myndum sínum. Kómedía Francois Valle, Kóngar um stund, hefur heim hinnar alþjóðlegu kvikmyndagerðar að háði og spotti. „Kóngar Sim snind" Fransmenn gera mynd um Pólverja sem Evera pekktur íslenskur yndaleikstjóri I^nýjasta hefti bandaríska kvikmyndatímaritsins Cineaste fjallar ritstjórinn Gaiy Crowdus um kvikmyndahátíðina í Montreal sem haldin var s.l. haust. Eftirfarandi umfjöllun hans um eina af myndum hátíðarinnar vakti athygh okkar: “Franska gamanmyndin Comtne des Kois (Kóngar um stund) er frábær hátíðarmynd sem gerir stólpagrín að hinni tilgerðarlegu náttúru slíkra viðburða og var kærkomin tilbreyting eftir heila viku af alvarlegum og efnismiklum myndum. Stéphane Freiss og Mariusz Pujszo eru Edek og Roman Kowalski, tveir pólskir bræður sem hafa ákveðið að snúa heim eftir átta mögur ár í París. Á flugvellinum kemur Roinan auga á bílstjóra limúsínu sem heldur á skilti sem á stendur “Hr. Nielsen”. Roman, sem er brögðóttur og vís, kynnir umsvifalaust bróður sinn sem Hr. Nielsen og þeir stökkva um borð í bílinn. Bræðurnir uppgötva síðan að Olaf Nielsen er hinn íslenski leikstjóri myndarinnar “Ilvítar nætur á ís” sem tekur þátt í alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Rheims. Þeim er ekið að lúxushóteli þar sem eru aðalstöðvar hátíðarinnar. Pólverjarnir ánalegu eru í fyrstu hálf órólegir yfir tilstandinu, enda öðru vanir, en taka gleði sína þegar í ljós kemur að þeir eru heiðursgestir hátíðarinnar sem greiða mun allan kostnað. Þeir eru fljótir að tileinka sér hinn íburðarmikla lffsstíl og ákveða að halda áfram að þykjast vera hinn íslenski auteur og túlkur hans. Ilefst þá hinn mesti gleði- leikur þar sem listræpulegar kvikmyndahátíðir, gáhilegir gagnrýnendur, ímyndarsjúkir hátíðastjórnendur, hégómagjarnir kvikmyndaframleiðendur, leikkonufylgjur þeirra og aðrir hrokagikkir úr kvikmyndabransanum, fá rækilega á baukinn. Edek slær í gegn á blaðamannafúndi, þar sem hann svarar öllum spurningum á pólslui (eftir að bróðir hans hefur fullvissað hann um enginn viti hvernig íslenska hljómi hvort eð er), jafnvel þó hann svari aðeins með einu orði ómarkvissri og heimspekilega upphafinni spurningu frá óhemju gáfulegum kvikmyndagagnrýnanda franska kvikmyndablaðsins Inner Screen. Eftir stórvel heppnaða frumsýningu myndar Nielsens, er hún tafin líkleg til að hreppa hinn eftirsóttu verðlaun hátíðarinnar “Gullna tappann” (þó að mynd hins ungverska Zoltan Ipsevic “Hin siðferðilega fjöldagröf veiti henni harða samkeppni). Ágæti myndanna fer þó fyrir lítið í hörðum deilum hinnar ósamlyndu dónmefndar, hvers meðlimir keppast um að móðga hvern annan. Safarík satíra bættist svo við utan myndar þegar leikstjórinn Francois Velle, sem kynnti myndina á Montreal-hátíðinni ásamt aðalleikurunum tveimur, tilkynnti með stolti að undirbúningur væri hafinn í Hollywood að endurgerð myndarinnar”. Spurningin sem eftir situr er auðvitað: hvað varð um Olaf Nielsen? Og kannski ekki síður: liver er sá mæti maður? Lesendur fá engin verðlaun fyrir rétt svör en hinsvegar eru bíóeigendur hér með hvattir til að fá þessa mynd hingað hið snarasta. Land&symr 5

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.