Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 6
Ársfundur Veðurstofu Íslands 2018 Tekist á við náttúruöflin Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn á Veðurstofunni að Bústaðavegi 7, fimmtudaginn 5. apríl 2018, kl. 9.00–11.00. Boðið er upp á morgunverð frá kl. 8.00. Dagskrá: Ávarp Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Spáð í framtíðina Árni Snorrason, forstjóri Náttúruvá: Mikilvægi hættu- og áhættumats Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri Úrvinnslu- og rannsóknarsviðs Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Öræfajökull: Þegar risi krælir á sér Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Matthew James Roberts, yfirverkefnisstjóri áhættumats Skaftárhlaup: Tengsl hættumats og skipulagsmála Davíð Egilson, fagstjóri á sviði vatnafræði Esther Hlíðar Jensen, sérfræðingur á sviði landupplýsingakerfa og aurburðarrannsókna Fundinum verður streymt. Nánari upplýsingar á vedur.is eða Facebook Veðurstofu Íslands. Fundargestir eru beðnir um að skrá þátttöku á netfangið skraning@vedur.is eða í síma 522 6000. Allir velkomnir. SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ í fyrstu skónum frá Biomecanics Stærðir: 18–24 Verð: 7.995 Margir litir Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. Fjölmiðlar Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfeng- isauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisaug- lýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsu- sjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til til- lögu nefndar um bætt rekstrarum- hverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsókn- ir annarra ríkja sýna að áfengisaug- lýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir. „Neysla áfengis hefur aukist gríð- arlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfeng- isauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóð- legum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengis- frumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því aftur- för frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum. „Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisaug- lýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndar- innar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Rík- isútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dóm- stólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýs- ingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skil- yrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að  bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“ mikael@frettabladid.is Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. Auglýsingabannið felur í sér mismunun gagnvart innlendum framleiðendum og fjölmiðlum, segir Ólafur. FréttAblAðið/Ernir Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda umhverFismál  „Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu,“ segir í frétt á vef sveitarfélagsins. Segir í fréttinni að það nýjasta í umhverfisvernd sé svokallað „plokk“ sem sé þegar fólk sam- eini skokk, gönguferðir eða hjóla- túra því að tína upp rusl á víða- vangi. „Oft safnast plast og annað rusl fyrir á opnum svæðum og í gróðri, einkum eftir vindasama vetur. Ruslhreinsun á vegum sveitar- félagsins fer ekki af stað af krafti fyrr en sumarstarfsfólk umhverf- isdeildar kemur til starfa í maí, og er framtak íbúa því kærkomið.“ Skila megi sorpi á gámasvæðið við Víkurheiði. – gar Árborg fagnar plokkurum rusl hirt við Ægisíðu. FréttAblAðið/Anton brink Fasteignamarkaður Íbúðir eru í byggingu í flestöllum sveitar- félögum á Vesturlandi og skortur á íbúðum mestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Þetta kemur fram í hagvísi Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi sem unninn var af Vífli Karlssyni, doktor í hagfræði við Háskólann á Akureyri. „Heilt yfir standa sveitarfélög á Vesturlandi sig nokkuð vel í að bjóða lóðir til íbúðabygginga þar sem tilbúnar lóðir eru á bilinu tvö til 39 prósent af fjölda íbúða í við- komandi sveitarfélögum. Í flestum tilvikum er þar um hreina fjölgun íbúa á íbúðamarkaði í viðkomandi sveitarfélagi að ræða,“ segir Vífill. Íbúðaverð hefur hækkað mikið á Íslandi síðustu árin og hefur Vesturland ekki farið varhluta af þeirri hækkun. Íbúðum á Vesturlandi hefur fjölgað um þriðjung frá árinu 1994 eða öllu minna en á Suðurnesjum, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæð- inu. Íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um helming, örlitlu minna á Suðurlandi en um rúmlega 80 prósent á Suðurnesjum. Síðastliðið haust, þegar könnun var gerð meðal sveitarfélaga á Vesturlandi, kom í ljós að 192 íbúðir voru í byggingu, flestar á Akranesi og í Borgarbyggð. Einn- ig voru margar lóðir tilbúnar fyrir byggingar í öðrum sveitarfélögum á svæðinu. – sa Íbúðir í byggingu um allt Vesturland 4 . a p r í l 2 0 1 8 m i ð v i k u D a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 9 -6 0 3 8 1 F 5 9 -5 E F C 1 F 5 9 -5 D C 0 1 F 5 9 -5 C 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.