Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 12
Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Keflavík - Valur 77-88 Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 22, Birna Valgerður Benónýsdóttir 17, Britt- anny Dinkins 12/14 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 8, Irena Sól Jónsdóttir 8. Valur: Aalyah Whiteside 39/15 fráköst, Hall- veig Jónsdóttir 13, Bergþóra Tómasdóttir 9, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Elín S. Hrafnkelsdóttir 6. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Val. Nýjast Domino’s-deild kvenna, undanúrslit Fram - ÍBV 32-27 Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Hildur Þorgeirsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 4, Þórey Stefánsdóttir 4, Elísabet Gunn- arsdóttir 2, Marthe Sördal 2,Sigurbjörg Jóhannsdóttir. 2.. ÍBV: Esther Óskarsdóttir 9, Sandra Erlings- dóttir 7, Greta Kavaliuskaite 4, Kristrún Hlynsdóttir 4, Sandra Sigurðardóttir 1, Asuncion Portero 1, Karólína Lárusdóttir 1. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Fram. Olís-deild kvenna, undanúrslit Juventus - Real Madrid 0-3 0-1 Cristiano Ronaldo (3.), 0-2 Ronaldo (64.), 0-3 Marcelo (72.). Sevilla - B. München 1-2 1-0 Pablo Sarabia (31.), 1-1 Jesus Navas (sjálfsmark, 37..), 1-2 Thiago (68.). Meistaradeild Evrópu, 8-liða úrslit, fyrri leikir Bikarmeistararnir í góðum málum eftir sigur í gær Einum leik frá úrslitunum Framkonur fagna hér þegar fimm marka sigur á ÍBV var í höfn í gær. Þær hafa titil að verja í úrslitakeppninni og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið. Framkonur halda til Eyja á fimmtudaginn og geta klárað einvígið þar. FRéttaBlaðið/antOn Handbolti Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari íslenska karla- landsliðsins í handbolta, tilkynnti í gær fjórar breytingar á leikmanna- hópnum sem fer til Noregs í Gull- bikarinn. Verða þetta fyrstu leikirnir undir stjórn Guðmundar eftir að hann tók við landsliðinu í þriðja sinn fyrr á árinu. Aron Rafn Eðvarðsson og Theódór Sigurbjörnsson úr ÍBV, Ýmir Örn Gíslason, Val, og nafn- arnir þrír, Ólafur Gústafsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson, verða ekki með liðinu.  Hefur Guðmundur kallað inn Selfyssingana Elvar Örn Jónsson og Teit Örn Einarsson ásamt Ágústi Birgissyni úr FH og Daníel Þór Inga- syni úr Haukum í þeirra stað. Ísland mætir heimaliði Noregs í fyrsta leik en ásamt Norðmönnum og Íslend- ingum eru lið Frakklands og Dan- merkur í riðlinum. – kpt Breytingar á Noregshópnum Guðmundur slær á létta strengi á æfingu í gær. FRéttaBlaðið/EyþóR Alls verða sjö nýliðar í íslenska landsliðshópnum í Noregi og eiga Selfyssingar þrjá þeirra. Fótbolti Seinustu ensku liðin í Meistaradeild Evrópu í vetur mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum þegar Liverpool tekur á móti Manchester City á Anfield. Sigurvegari einvígisins verður svo aðeins einu einvígi frá úrslitaleiknum á Ólympíu- vellinum í Kænugarði í lok maí. Seinni leikurinn fer fram á Etihad- vellinum á þriðjudaginn næsta en liðin eiga erfiða borgarslagi fram- undan í ensku úrvalsdeildinni um helgina gegn Everton og Man- chester United. Manchester City hefur aðeins einu sinni áður komist í undanúrslit Meistara- deildarinnar en þeir bláklæddu eru í dauðafæri á að end- urtaka leikinn. Eru þeir svo gott sem komnir með enska meistaratitilinn og geta því einbeitt sér að Meistaradeildinni á næstu vikum. Erfitt vígi Fyrir fram er Manchester City talið líklegri aðilinn enda nánast búið að tryggja sér enska meistaratitilinn undir lok mars. Þrátt fyrir það er sagan ekki hlið- holl Man chester City en á undanförnum á r u m h e f u r C i t y ekki sótt gull í greipar Liverpool. Eru tæp fimmtán ár liðin síðan Manchester City vann síðast á Anfield en þá skoraði franski framherjinn Nic olas Anelka í tví- gang til að taka stigin þrjú fyrir gestina, seinna markið í uppbótar- tíma fyrir framan Kop-stúkuna. Síðan þá hafa liðin mæst sextán sinnum, fimmtán sinnum í deild og einu sinni í deildabikar á Anfield og hefur Liverpool unnið ell- efu leiki en fimm sinn- um hefur orðið jafntefli. tólfta viðureign stjóranna Þetta verður í tólfta skiptið sem Pep Guardiola, knatt- s p y r n u s t j ó r i Manchester City, og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, leiða saman hesta sína. Mættust þeir með lið Dortmund og Bayern München áður en þeir komu yfir til Englands og tóku við núverandi liðum. Hingað til er Klopp með vinninginn, sex sigra gegn fimm sigrum Guardiola en leik liðanna á Etihad-vellinum í fyrra lauk með jafntefli, í fyrsta sinn í viðureign þessara stjóra. – kpt Sagan ekki hliðholl City Manchester City og Liverpool mætast á Anfield í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu Fimmtán ár eru síðan City vann síðast á Anfield. Kevin De Bruyne verður í lykilhlutverki hjá City í einvíginu. nORDiCPhOtOS/GEtty 4 . a p r í l 2 0 1 8 M i Ð V i K U d a G U r12 S p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð Sport 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 9 -4 2 9 8 1 F 5 9 -4 1 5 C 1 F 5 9 -4 0 2 0 1 F 5 9 -3 E E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.