Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 8
Veldu þægindi fyrir þig og
fjölskylduna. Þú færð Citroën Grand
C4 Picasso 7 sæta á frábæru verði
eða frá 3.490.000 kr.
Citroën Grand C4 Picasso er rúmgóður 7 sæta fjölskyldubíll, þar sem öll sætin í miðju-
röðinni eru jafn stór og á sleðum. Með Isofix festingum getur þú jafnvel komið fyrir 3
barnabílsstólum í sömu sætaröð. Öftustu sætin eru einnig stök og fellanleg niður í gólf
sem bíður uppá mikinn sveigjanleika.
CITROËN ÞÆGINDI
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
CITROËN GRAND C4 PICASSO
citroen.is
KOMDU OG MÁTAÐU
CITROËN GRAND C4 PICASSO!
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 8
Sími 515 7040
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
Tækni Facebook baðst í gær afsök
unar á því að hafa geymt mynd
bönd sem notendur höfðu sett inn
og síðan valið að eyða. New York
Magazine fjallaði fyrst um málið
fyrir helgi í kjölfar þess að Face
booknotandi hlóð niður Facebook
skjalasafni sínu og sá þar mynd
bönd sem hann hafði fyrir löngu
valið að eyða.
Upplýsingafulltrúi Facebook
sagði í samtali við TechCrunch í
gær að galli ylli vandanum. „Við
komumst að því að galli kæmi í veg
fyrir að myndböndum yrði eytt.
Við erum nú að eyða myndbönd
unum og biðjumst afsökunar á þeim
óþægindum sem þetta kann að hafa
valdið.“
Auðvelt er að komast að því hvað
Facebook veit um notanda. Hægt
er að fara í stillingar og þar smella
á „Hlaða niður afriti af Facebook
gögnum þínum“. Eftir nokkrar
mínútur fær notandi tilkynningu
og er þá hægt að hlaða skjalasafninu
niður.
Meðhöndlun Facebook á per
sónuupplýsingum hefur verið mikið
í sviðsljósinu undanfarið. Allt frá því
að upp komst um umfang starfsemi
greiningarfyrirtækisins Cambridge
Analytica. Nýtti fyrirtækið per
sónuupplýsingar Facebooknotenda
til þess að hafa óeðlileg áhrif á lýð
ræðisferlið í fjölda ríkja.
Umfjöllunin vakti hörð viðbrögð
Tims Cook, forstjóra Apple. Í við
tali við MSNBC, sem brot var sýnt
úr í síðustu viku, sagði forstjórinn
að Apple hefði vel getað halað inn
milljarða á því að græða á persónu
upplýsingum. „Við völdum að gera
það ekki. Við ætlum ekki að stunda
viðskipti með persónulegar upp
lýsingar. Friðhelgi einkalífsins telst
að okkar mati til mannréttinda.“
Mark Zuckerberg, forstjóri
Facebook, svaraði þessu á annan í
páskum. Sagði hann það ósatt að
Facebook væri sama um notendur
sína. „Það er mikilvægt að við
þjáumst ekki af Stokkhólmsheil
kenninu og leyfum fyrirtækjum,
sem gera sitt besta til þess að rukka
sem mest, ekki að sannfæra ykkur
um að þessum fyrirtækjum sé meira
annt um ykkur. Það er fáránlegt.“
– þea
Enn þjarmað að Facebook
Eru gömul myndbönd frá þér enn á vefþjónum Facebook? Nordicphotos/GEtty
Við ætlum ekki að
stunda viðskipti
með persónulegar upplýs-
ingar.
Tim Cook, forstjóri Apple
PakisTan Nafn pakistanska stjórn
málaflokksins Milli Muslim League
(MML) var í fyrrinótt ritað á lista
Bandaríkjamanna yfir erlend hryðju
verkasamtök. Forsprakkar MML voru
jafnframt settir á lista yfir þekkta
hryðjuverkamenn. Flokkurinn er
sagður útibú hryðjuverkasamtakanna
LashkareTaiba en þau samtök hafa
verið á sama lista um nokkurt skeið.
Þingkosningar fara fram í Pakistan
í júlí á þessu ári. Hefur MML hug á
því að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Í
október ógilti hæstiréttur úrskurð
landskjörstjórnar um að MML fengi
ekki leyfi til framboðs vegna meintra
tengsla við hryðjuverkasamtök.
Annan í páskum var MML svo gert að
skila inn nauðsynlegum eyðublöðum
til þess að hægt væri að skrá flokkinn
formlega, að því er India Times greinir
frá.
Utanríkisráðuneytið bandaríska
sagði í yfirlýsingu í gær að MML væru
leppsamtök, stofnuð til þess að sleppa
við þvingunaraðgerðir. Um væri að
ræða ofbeldisfullu hryðjuverkasam
tökin LashkareTaiba þótt nafnið
væri ekki hið sama.
MMLliðar brugðust illa við ákvörð
un Bandaríkjamanna.
„Við höfnum þessari tilraun Banda
ríkjamanna til að grafa undan pakist
önsku fullveldi. Við erum friðsam
legur stjórnmálaflokkur sem starfar
eftir ákvæðum pakistönsku stjórnar
skrárinnar,“ sagði Tabish Qayyum,
upplýsingafulltrúi MML, á Twitter og
bætti við að um áróður og lygar væri
að ræða.
Ljóst er að MML ætlar sér stóra hluti
í þingkosningum júlímánaðar og fái
flokkurinn að bjóða sig fram þrátt
fyrir hryðjuverkasamtakaorðsporið
er ljóst að málflutningur hans mun
setja svip sinn á kosningabaráttuna.
Flokkurinn hefur hins vegar ekki
mælst í skoðanakönnunum hingað
til, enda ekki formlega kominn í
framboð. Þó sýna nýlegar skoðana
kannanir að rúm tuttugu prósent
hyggjast ekki kjósa þrjá stærstu flokka
Pakistans.
Kosningarnar verða þær fyrstu
frá því Nawaz Sharif forsætisráð
herra sagði af sér eftir að hæstiréttur
úrskurði hann sekan í máli sem kom
upp eftir leka Panamaskjalanna svo
kölluðu. thorgnyr@frettabladid.is
Hryðjuverkasamtök stefna á þingsæti
Bandaríkin setja pakistanskan stjórnmálaarm hryðjuverkasamtaka sem drápu á annað hundrað í Mumbai á hryðjuverkasamtakalist-
ann. Flokkurinn, Milli Muslim League, hyggur á framboð í fyrsta sinn. Forsprakkinn, Hafiz Saeed, er einn eftirlýstasti maður heims.
Sterk tengsl flokksins við hryðjuverkasamtök
MML er nátengdur hinum illræmda
Hafiz Saeed. Er hann sagður pólit-
ískur armur „góðgerðarsamtaka“
Saeed, Jamaat-ud Dawa. Saeed er
svo sjálfur forsprakki hryðjuverka-
samtakanna Lashkar-e-Taiba.
Samtökin eru meðal annars sögð
bera ábyrgð á hryðjuverkaárásunum
á Mumbai árið 2008. Gerðu þá tíu
meðlimir samtakanna tólf skot- og
sprengjuárásir á fjórum dögum. Að
minnsta kosti 166 fórust í árásunum
og rúmlega 600 særðust.
Bandaríkin settu tíu milljónir dala
til höfuðs Saeed árið 2012. Hins
vegar hafa pakistönsk stjórnvöld
lítið vilja hafa afskipti af manninum.
Saeed var í stofufangelsi lungann úr
síðasta ári en var sleppt í nóvember.
Hann hefur þó aldrei þurft að svara
fyrir hryðjuverkin, sem hann neitar
reyndar ábyrgð á.
Saeed hefur undanfarna mánuði
fengið að athafna sig í heima-
landinu án afskipta stjórnvalda.
Hefur hann haldið baráttufundi og
verið í forgrunni kosningabaráttu
MML, að því er pakistanskir fjöl-
miðlar greina frá. Myndir af honum
hafa prýtt bæklinga og plaköt MML
og er Saeed sagður njóta nokkurs
stuðnings í heimalandinu.
Á meðal þeirra skoðana sem
Saeed heldur á lofti er það að
heilagt stríð um Kasmír-hérað sé
skylda íslamskra stjórnvalda. Hefur
hann verið kenndur við öfgaíslam
og mikla andstöðu við Indland.
hafiz saeed á baráttufundi á Kasmír-deginum í febrúar. Nordicphotos/AFp
Miðað við skoðanir og
fyrri verk Saeeds er pólitísk-
ur metnaður hans áhyggju-
efni enda eru 130 kjarnorku-
sprengjur í vopnabúri
Pakistans.
4 . a P r í l 2 0 1 8 M i Ð V i k U D a G U r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a Ð i Ð
0
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
9
-5
B
4
8
1
F
5
9
-5
A
0
C
1
F
5
9
-5
8
D
0
1
F
5
9
-5
7
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K