Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 22
Fallegur garður er mikið augna- yndi. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Guðríður, eða Gurrý eins og fólk þekkir hana frá garð-yrkjuþáttum í sjónvarpinu, starfar sem forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Land- búnaðarháskóla Íslands. Hún er með BS-gráðu í líffræði og MPM frá HÍ og garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Hún er ekki óvön að halda fyrirlestra um garðyrkju í Landbúnaðarháskól- anum. „Ég ætla að fjalla almennt um garðyrkjustörf í garðinum okkar þegar vorar. Til dæmis hverju þarf að ljúka áður en plönturnar verða grænar, klippingar og hvað má gera þegar allt fer að lifna við í garð- inum. Hvað eigum við til dæmis að gera við mosann í grasinu? Síðan fjalla ég um áburðargjöf og viðhald á garðinum yfir sumarið. Hverju þarf maður að sinna til að garður- inn blómstri fallega allt sumarið. Garðyrkjuáhugi vex stöðugt Guðríður Helgadóttir fjallar um vorverkin í garðinum í Gerðubergi í kvöld með sérstakri áherslu á undirbúning matjurtaræktunar. Þá fer hún yfir það helsta til að garðurinn haldist fallegur í sumar. Það er skemmtilegt að rækta sitt eigið salat. Einnig verð ég með sérstaka áherslu á matjurtaræktun,“ svarar Gurrý þegar hún er spurð hvers konar erindi þetta verður sem hún ætlar að bjóða gestum. Hún bendir á að áhugi á mat- jurtarækt sé mjög mikill í dag. „Margir vilja vita hvaðan græn- metið kemur og hvernig á að fara að vilji maður rækta það sjálfur. Ég mun fjalla um forræktun og hvar sé hægt að kaupa forræktaðar jurtir. Sömuleiðis hvaða tími er bestur til að hefja þessa ræktun. Ætli megi ekki segja að ég fari vítt og breytt um sviðið. Fjalli um þessi helstu verkefni þótt ekki gefist tími til að kafa mjög djúpt í fræðin,“ segir hún. Gurrý segist sýna fólki myndir til fróðleiks og lofar að þetta verði áhugavert spjall. „Það er alltaf skemmtilegra að hafa fyrirlestra á léttum nótum,“ segir hún. Gurrý hefur ekki áður flutt fyrirlestra í Gerðubergi í Breið- holti en fyrirlesturinn hefst kl. 20 í kvöld og er ókeypis inn. „Vonandi hefur fólk tök á að mæta og hafa gagn og gaman af.“ Þegar hún er spurð hvað það sé sem brenni helst á fólki varðandi garðyrkju, svarar hún: „Það er mjög misjafnt, oft er það vandamál með mosa á meðan aðrir vilja vita allt um klippingar. Sumir velta fyrir sér áburðargjöf eða hvernig á að losna við snigla úr kálgörðum. Það koma upp alls konar spurningar.“ Gurrý segist finna fyrir sérstak- lega miklum áhuga á garðyrkju og matjurtarækt um þessar mundir. „Það er mikil ásókn í nám í garð- yrkju og allt frá hruni hefur fólk verið mjög áhugasamt um alls kyns ræktun. Landsmenn leggja mikla áherslu á garðrækt, bæði við heimili og sumarbústaði. Það hefur orðið einhvers konar garðyrkjuvakning í landinu. Þegar fólk missti vinnuna í hruninu fór það að rækta matjurtir til að spara innkaup. Í fyrstu voru margir sem höfðu ekki hugmynd um hvernig ætti að bera sig að við þá ræktun enda hafði fólk keypt sal- atið úti í búð. Á sama tíma fækkaði utanlandsferðum en í staðinn vildi fólk gera fallegt í garðinum sínum og njóta hans í sumarfríinu. Þar fyrir utan er ungt fólk í dag mjög með- vitað um umhverfismál, nærum- hverfið og mataræði. Þegar ég byrjaði í garðyrkju voru það aðeins sérvitrir lúðar í lopapeysum sem voru að róta í moldinni. Núna þykir flott að rækta sínar eigin matjurtir og það finnst mér alveg frábært.“ Gurrý hefur framleitt nýja garð- yrkjuþætti sem til stóð að sýna á RÚV með vorinu. „Ég fékk hins vegar þær fréttir um páskana að þættirnir færu sennilega ekki í loftið núna en ég er innilega að vona að sú ákvörðun verði endurskoðuð. Þetta hefur verið þakklátt efni og margir nefnt það við mig að þeim finnist gaman að sjá alla þá möguleika í görðum sem íslenskt veðurfar býður upp á. Síðan er hugmyndaflug garð- eiganda ótrúlegt þegar kemur að ræktun. Garðyrkju áhugi er alltaf að aukast og nú eru til dæmis potta- plöntur komnar aftur í tísku sem er mjög ánægjulegt,“ segir hún. Þegar ég byrjaði í garðyrkju voru aðeins sérvitrir lúðar í lopapeysum sem voru að róta í moldinni. Nú þykir flott að rækta garðinn. Guðríður Helgadóttir Fréttablaðið eykur þjónustu sína. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi stöðum víðsvegar um landið: mest lesna dagblað landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . A p R í L 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 9 -5 6 5 8 1 F 5 9 -5 5 1 C 1 F 5 9 -5 3 E 0 1 F 5 9 -5 2 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.