Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 20
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is
Gríðarlega mikið magn af fal-legu og rándýru efni safnast saman í hvert skipti sem við
búum til nýtt eintak af vöru á verk-
stæðinu hjá okkur. Við notumst
einungis við gegnheilan við og erum
því oft á tíðum með margfalt hærri
efniskostnað en margir aðrir og því
er sérlega mikilvægt fyrir okkur að
geta nýtt efnið til fulls,“ útskýrir
Ágústa Magnúsdóttir sem myndar
hönnunartvíeykið Agustav ásamt
manni sínum, Gústav Jóhannessyni.
Þau vöktu athygli á Hönnunar-
Mars fyrir nýja seríu af heimilis- og
lífsstílsvörum, sem gengur út á að
þaulnýta allt sem til fellur á verk-
stæðinu. Línan ber viðeigandi nafn,
Afgangar.
„Undir þeirri línu eru einungis
vörur sem eru unnar úr afgöngum
og afskurði. Ef varan verður svo
nægilega vinsæl til að við þurfum
að skera niður heila planka til að
framleiða hana sérstaklega er hún
ekki afgangavara lengur heldur
partur af framleiðslunni og vara
sem sjálf þarf að geta af sér aðrar
afgangavörur,“ útskýrir Gústav. „Við
erum mjög upptekin af því að fram-
leiðslan sé sem umhverfisvænust
og til að koma til móts við þær
auðlindir sem við notum í fram-
leiðslunni okkar gróðursetjum við
tré fyrir hverja selda vöru. Okkur
finnst mikilvægt að minnka affall
frá fyrirtækinu og afgangalínan
er liður í því. Við höfum ekki efni
á því lengur að gera bara það sem
okkur sýnist. Heimurinn er kominn
á slíkan stað í dag að ef hann á að
vera heimili fyrir börnin okkar
þurfum við virkilega að fara að taka
okkur á, öll sem eitt. Það þýðir ekk-
ert að vera latur í þessum málum,“
segir Gústav.
Afgangalínan samanstendur
af mælipriki, standi undir penna
eða tannbursta, reglustikum og
hreyfanlegri merkistiku, ýmist úr
reyktri eik, eik, hnotu, mahóní,
hlyn eða beyki. Mæliprikin kalla
hönnuðirnir líka „fæðingarprik“
en þau eru skorin í fæðingar-
lengd barns og í þau grafin þyngd
barnsins, nafn og fæðingardagur.
„Þar með myndast einstaklega
persónuleg og falleg eign sem getur
fylgt einstaklingnum í gegnum
lífið,“ segir Ágústa. „Við höfum
meira að segja fengið pantanir fyrir
heilu fjölskyldurnar þar sem börnin
og foreldrarnir fá öll sitt mæliprik
sem verður svo hengt upp á vegg og
myndar fallegan skúlptúr.“
Þetta eru þó ekki fyrstu vör-
urnar sem unnar er úr afgöngum á
verkstæði Agustav. „Fyrsti bar-
stóllinn okkar varð til því við áttum
ferhyrndan klump af gegnheilli
eik sem okkur langaði að nýta og
úr varð handformuð barstólseta.
Kollarnir komu til lífs úr afskurði
af borðum sem við höfðum verið
að vinna,“ útskýrir Gústav og
segir ekki erfitt að finna afsagi og
afgöngum form eða notagildi.
„Það er hins vegar áskorun að
búa til vöru sem er fullhönnuð
og með endingargildi í huga. Við
sjáum engan tilgang í því að búa til
vöru sem mögulega endar í ruslinu
á næstu árum. Það kemur bara ekki
til greina.“
Á HönnunarMars frumsýndu þau
á annan tug nýrra vara og opnuðu
af því tilefni nýtt sýningarrými
að Funahöfða 3. Fram undan eru
sýningar erlendis.
„Næsta skref hjá okkur verður að
sýna á húsgagnasýningunni ICFF í
New York í maí. Við erum svo með
sýningu í Þýskalandi í kortunum
fyrir haustið en í millitíðinni ætlum
við að rjúka í einn viðskiptahraðal
sem er einnig í New York og sjá
hvert það leiðir okkur.“
Ekkert fer til spillis
Spýtukubbar, afgangar og afskurður verður hönnuðunum Gústav Jóhannessyni og Ágústu
Magnús dóttur að efnivið. Á HönnunarMars sýndu þau handunna vörulínu sem þau kalla Afganga.
Umhverfisvæn
hönnun og ger-
nýting á hráefni
er þeim Gústav
og Ágústu hug-
leikin. Hönnun
þeirra má sjá
að Funahöfða 3
og á vefsíðunni
Agustav.is
MYND/EYÞÓR
Mælistikur eða Fæðingarstikur eru meðal þess sem Gústav og Ágústa framleiða úr afgöngum. Stikurnar eru skornar í fæðingarlengd barns og þyngd þess, nafn og fæðingardagur svo grafin í.
FERÐABLAÐ
Veglegt sérblað Fréttablaðsins
um sólarlandaferðir kemur út 7. apríl nk.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512-5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fer st vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið s rblod@frettabladid.is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . A p R í L 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R
0
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
9
-5
1
6
8
1
F
5
9
-5
0
2
C
1
F
5
9
-4
E
F
0
1
F
5
9
-4
D
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K