Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 26
Viðskiptastríð í vændum Óttast er að yfirvofandi viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína muni ekki aðeins skaða hagkerfi beggja ríka, heldur jafnframt draga úr hagvexti á heimsvísu. Stjórnvöld í Kína hafa brugðist við tollum Bandaríkjastjórnar á innflutt ál og stál með því að hækka tolla á fjölmargar bandarískar inn- flutningsvörur, svo sem svínakjöt og ávexti. Virði bandarísku varanna, sem tollarnir ná til, er metið á um þrjá milljarða dala. NORDICPHOTOS/GETTY Viðskiptaafgangur síðustu ára hefur verið okkur haldreipi í endurreisn efnahagslífsins. Slíkur afgangur bendir ekki bara til þess að við flytjum meira út en inn heldur líka að við spörum meira en við fjárfestum. Stóra spurningin er hvort sparnaðurinn dugi næstu árin til að mæta nauðsynlegri upp- byggingu. Ungir einstaklingar fjár- festa umfram sparnað, t.a.m. í hús- næði. Fyrirtæki í uppbyggingarfasa fjárfesta fyrir meira en sem nemur hagnaði. Og ungar þjóðir sem standa í uppbyggingu á nýjum atvinnu- greinum og eru með lága framleiðni ráðast gjarnan í fjárfestingar umfram þjóðar sparnað til að auka fram- leiðslugetu sína. Íslenski afgangurinn fer nú minnk- andi, og ekki útilokað að hann hverfi eða snúist í halla eftir nokkur ár, en viðskiptahalli er ekki slæmur ef hann skapast vegna aukinnar fjárfestingar í arðbærum verkefnum. Norðmenn voru með mikinn halla á viðskiptum við útlönd þegar þeir byrjuðu að bora í Norðursjó á áttunda áratugnum. Olíufjárfestingin var að mestu leyti fjármögnuð með erlendri skuldsetn- ingu, og sló fjármagnshallinn í 15% af landsframleiðslu þegar hæst lét. Þetta var mjög skynsamlegur viðskipta- og fjármagnshalli. Hagfræðilega séð er lítill munur á fjárfestingum í olíu- geiranum og annars slags fjárfestingu sem stuðlar að aukinni framleiðni og því ekkert athugavert við að hag- kerfi sé með viðskiptahalla, eða lítinn afgang, í uppbyggingarfasa. Viðskiptahalla fylgir fjármagns- halli – þ.e. hagkerfi „flytur inn“ meira fjármagn en það „flytur út“. Þannig eru tilkomin ferskustu hugrenninga- tengsl Íslendinga milli viðskiptahalla og mikillar skuldasöfnunar, enda við- skiptahallinn rúmlega 10% af lands- framleiðslu árin fyrir hrun. Það er þó ekki stærð fjármagnsinnflæðisins, og þar með hallans eða afgangsins, sem skiptir öllu máli heldur nýting fjármagnsins eins og norska dæmið sýnir. Vandamál Íslands í aðdraganda fjármálakreppunnar, sem og einnig Grikklands, Írlands og Spánar, var ekki hallinn sem slíkur heldur að svigrúmið sem skapaðist í efnahags- lífinu með fjármagnsinnflæðinu var að miklu leyti nýtt í neyslu og áhættusamar og misskynsamlegar skuldsettar fjárfestingar (ekki síst erlendis). Ein leið til að tryggja skynsam- legri og áhættuminni fjárfestingar er að stýra erlendu fjármagnsflæði í beina fjárfestingu eða eigið fé fyrir- tækja, frekar en í skuldapappíra (sér í lagi erlend bankalán). Slíkt fjármagn er síður kvikt og auðveldara er að skrifa niður þær skuldbindingar ef illa fer. Ágætt dæmi í þessu samhengi er ólík reynsla Grikklands og Búlgaríu í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Bæði lönd voru með mikinn viðskiptahalla í aðdraganda kreppunnar og mjög neikvæða erlenda stöðu. Búlgaría náði sér þó fljótt eftir harða en stutta niðursveiflu, ólíkt Grikklandi. Hér skipti sköpum að erlendar kröfur voru mestmegnis í formi beinnar fjárfestingar, en ekki ríkisskulda sem krefjast fastra vaxta- og höfuðstóls- greiðslna sama hvað á gengur. Samstaða virðist nú ríkja um mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf í íslenska hagkerfinu. Því mun fylgja aukinn innflutningur og aukið erlent innflæði fjármagns ef uppbyggingu er sinnt sem skyldi. Ungar þjóðir með ungar atvinnugreinar í uppbyggingar- fasa eiga að nýta sér þá hagkvæmni og þekkingu sem felst í innfluttum framleiðslutækjum (fjármagn, vörur og vinnuafl). Áhættusemi fjárfest- inga þarf alltaf að meta, en eðli fjár- mögnunarinnar skiptir sérstaklega máli fyrir hagkerfið í heild sinni í tilviki erlends fjármagns. Norðmenn juku skuldir sínar í uppbyggingu, enda höfðu þeir mikla hagsmuni af því að halda eignarhaldi á olíuinn- viðunum. Á móti kom að há arðsemi verkefnisins lá fyrir langt fram í tím- ann. Í tilvikum þar sem meiri óvissa er um langtíma arðsemi gæti borgað sig að bjóða erlendum aðilum frekar eignarhluti í undirliggjandi verkefni, og minnka þannig áhættuna. Norðmenn hafa sýnt og sannað að til er skynsamlegur viðskiptahalli og að erlend aðstoð við uppbyggingu á útflutningsgreinum getur marg- borgað sig. Undir réttum kringum- stæðum er minnkandi viðskipta- afgangur því styrkleikamerki, fremur en áhyggjuefni. Við spöruðum okkur út úr síðustu kreppu, en sparnaður umfram fjárfestingu getur líka verið áhyggjuefni ef slíkt ástand festist í sessi sem markmið í sjálfu sér, óháð fjárfestingarþörf hagkerfisins. Til varnar viðskiptahalla Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka Norðmenn hafa sýnt og sannað að til er skynsamlegur viðskiptahalli og að erlend aðstoð við uppbyggingu á útflutnings- greinum getur borgað sig. Skotsilfur Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka Samfélagsmiðlar reyna að safna sem flestum notendum og veita auglýsendum í kjölfarið aðgengi að þeim. Markmiðið er að hagnast á þeim persónuupplýsingum sem við veitum með notkun okkar en halda okkur ánægðum samtímis. Ef eitthvað verður til þess að draga úr vinsældum miðils hefur það að sjálf- sögðu áhrif á tekjumöguleika hans. Það mætti því telja eðlilegt að vegna Cambridge Analytica skandalsins á dögunum hafi hlutabréfaverð Facebook lækkað um 15 prósent. Snapchat var skráð á markað fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hluta- bréfaverðið sveiflast villt og galið og hreyfingar í hlutabréfaverði hafa oft verið tengdar við tilkynningar frá einstaka notendum í frægari kant- inum. Nýlegt dæmi er þegar söng- konan Rihanna gagnrýndi réttilega auglýsingu miðilsins, sem var hreint ótrúlega smekklaus. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um fjögur prósent samdægurs og sögðu fjöl- miðlar 80 milljarða króna þannig hafa horfið vegna ummæla stjörn- unnar. Svipaða sögu má segja af við- brögðum Kylie Jenner við uppfærslu forritsins þar sem hún gaf í skyn að allir væru hættir að snappa. Gengið lækkaði um sex prósent þann sama dag. Hversu þungt vega þó þessar frétt- ir þegar litið er á stóru myndina? Að meðaltali hækkar eða lækkar hluta- bréfaverð Snapchat um meira en fjögur prósent í hverri einustu viku, sem telst afar mikil verðbreyting og fréttnæm í sjálfu sér.  Tólf sinnum hefur verðið lækkað um meira en sex prósent og 16 sinnum hefur það hækkað um hið sama. Útboðsgengið í aðdraganda skráningar var 17 og undanfarið hálft ár hefur gengið verið öðrum hvorum megin við 15. Það er þrátt fyrir allar fréttirnar hærra en það var síðasta haust. Það er vissulega áhugavert að einstaklingar geti haft mikil áhrif á hlutabréfaverð með stöku tísti eða færslu á Instagram en getur verið að við séum stundum að lesa of mikið í verðbreytingar Snapchat? Er of mikið lesið í Snapchat? Stýrir alþjóðasviði Einar Páll Tómasson, sem hefur starfað hjá Icelandair um árabil, hefur verið ráðinn forstöðumaður alþjóðasviðs greiðslu- kortafyrirtækisins Borgunar. Tekur hann við starfinu af Finni Svein- björnssyni sem tók fyrr á árinu til starfa sem framkvæmdastjóri bankasviðs Fjármálaeftirlitsins. Einar Páll gegndi áður starfi for- stöðumanns markaðs- og viðskipta- þróunardeildar Icelandair en auk þess starfaði hann sem svæðis- stjóri flugfélagsins fyrir meginland Evrópu. Hann er ekki ókunnugur kortamarkaðinum en árin 1999 til 2005 var hann markaðsstjóri Mast- erCard á Íslandi. Til Stefnis Óðinn Árnason, sem hefur starfað sem sjóðsstjóri hjá Stapa lífeyris- sjóði, hefur verið ráðinn til sjóða- stýringarfyrirtækis- ins Stefnis þar sem hann mun starfa í hlutabréfateymi fyrirtækisins. Óðinn hefur starfað hjá Stapa frá árinu 2012 en þar áður starfaði hann meðal annars hjá Sparisjóðabanka Íslands, Íslenskum verðbréfum og Kaupþingi í Svíþjóð. Óðinn kemur til Stefnis í stað Tóm- asar Karls Aðalsteinssonar, en eins og greint var frá í Markaðinum í síðustu viku hefur sá síðarnefndi ráðið sig til Íslenskra fjárfesta þar sem hann mun stýra erlendum hlutabréfasjóðum verðbréfafyrirtækisins. Sat í lánanefnd Nokkra athygli vakti að Guðrún Johnsen væri á meðal um- sækjenda um embætti að- stoðarseðlabanka- stjóra. Eins og margir muna sat hún í stjórn Arion banka frá árinu 2010 þar til í desember í fyrra. Var hún um skeið varafor- maður stjórnar en auk þess sat hún í áhættunefnd í nokkur ár og tvívegis í lánanefnd. Fyrra skiptið var árið 2014, sama ár og bankinn ákvað að fjármagna kísilver United Silicon, og síðara skiptið árið 2017, sama ár og bankinn afskrifaði hátt í fimm milljarða vegna kísilversins. For- sætisráðherra hefur það væntanlega í huga við valið á eftirmanni Arnórs Sighvatssonar. 4 . a P r í l 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðuriNN 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 9 -6 5 2 8 1 F 5 9 -6 3 E C 1 F 5 9 -6 2 B 0 1 F 5 9 -6 1 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.