Fréttablaðið - 04.04.2018, Síða 8

Fréttablaðið - 04.04.2018, Síða 8
Veldu þægindi fyrir þig og fjölskylduna. Þú færð Citroën Grand C4 Picasso 7 sæta á frábæru verði eða frá 3.490.000 kr. Citroën Grand C4 Picasso er rúmgóður 7 sæta fjölskyldubíll, þar sem öll sætin í miðju- röðinni eru jafn stór og á sleðum. Með Isofix festingum getur þú jafnvel komið fyrir 3 barnabílsstólum í sömu sætaröð. Öftustu sætin eru einnig stök og fellanleg niður í gólf sem bíður uppá mikinn sveigjanleika. CITROËN ÞÆGINDI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA CITROËN GRAND C4 PICASSO citroen.is KOMDU OG MÁTAÐU CITROËN GRAND C4 PICASSO! Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 8 Sími 515 7040 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Tækni Facebook baðst í gær afsök­ unar á því að hafa geymt mynd­ bönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. New York Magazine fjallaði fyrst um málið fyrir helgi í kjölfar þess að Face­ book­notandi hlóð niður Facebook­ skjalasafni sínu og sá þar mynd­ bönd sem hann hafði fyrir löngu valið að eyða. Upplýsingafulltrúi Facebook sagði í samtali við TechCrunch í gær að galli ylli vandanum. „Við komumst að því að galli kæmi í veg fyrir að myndböndum yrði eytt. Við erum nú að eyða myndbönd­ unum og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Auðvelt er að komast að því hvað Facebook veit um notanda. Hægt er að fara í stillingar og þar smella á „Hlaða niður afriti af Facebook­ gögnum þínum“. Eftir nokkrar mínútur fær notandi tilkynningu og er þá hægt að hlaða skjalasafninu niður. Meðhöndlun Facebook á per­ sónuupplýsingum hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Allt frá því að upp komst um umfang starfsemi greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Nýtti fyrirtækið per­ sónuupplýsingar Facebook­notenda til þess að hafa óeðlileg áhrif á lýð­ ræðisferlið í fjölda ríkja. Umfjöllunin vakti hörð viðbrögð Tims Cook, forstjóra Apple. Í við­ tali við MSNBC, sem brot var sýnt úr í síðustu viku, sagði forstjórinn að Apple hefði vel getað halað inn milljarða á því að græða á persónu­ upplýsingum. „Við völdum að gera það ekki. Við ætlum ekki að stunda viðskipti með persónulegar upp­ lýsingar. Friðhelgi einkalífsins telst að okkar mati til mannréttinda.“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, svaraði þessu á annan í páskum. Sagði hann það ósatt að Facebook væri sama um notendur sína. „Það er mikilvægt að við þjáumst ekki af Stokkhólmsheil­ kenninu og leyfum fyrirtækjum, sem gera sitt besta til þess að rukka sem mest, ekki að sannfæra ykkur um að þessum fyrirtækjum sé meira annt um ykkur. Það er fáránlegt.“ – þea Enn þjarmað að Facebook Eru gömul myndbönd frá þér enn á vefþjónum Facebook? Nordicphotos/GEtty Við ætlum ekki að stunda viðskipti með persónulegar upplýs- ingar. Tim Cook, forstjóri Apple PakisTan Nafn pakistanska stjórn­ málaflokksins Milli Muslim League (MML) var í fyrrinótt  ritað á lista Bandaríkjamanna yfir erlend hryðju­ verkasamtök. Forsprakkar MML voru jafnframt settir á lista yfir þekkta hryðjuverkamenn. Flokkurinn er sagður útibú hryðjuverkasamtakanna Lashkar­e­Taiba en þau samtök hafa verið á sama lista um nokkurt skeið. Þingkosningar fara fram í Pakistan í júlí á þessu ári. Hefur MML hug á því að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Í október  ógilti hæstiréttur úrskurð landskjörstjórnar um að MML fengi ekki leyfi til framboðs vegna meintra tengsla við hryðjuverkasamtök. Annan í páskum var MML svo gert að skila inn nauðsynlegum eyðublöðum til þess að hægt væri að skrá flokkinn formlega, að því er India Times greinir frá. Utanríkisráðuneytið bandaríska sagði í yfirlýsingu í gær að MML væru leppsamtök, stofnuð til þess að sleppa við þvingunaraðgerðir. Um væri að ræða ofbeldisfullu hryðjuverkasam­ tökin Lashkar­e­Taiba þótt nafnið væri ekki hið sama. MML­liðar brugðust illa við ákvörð­ un Bandaríkjamanna. „Við höfnum þessari tilraun Banda­ ríkjamanna til að grafa undan pakist­ önsku fullveldi. Við erum friðsam­ legur stjórnmálaflokkur sem starfar eftir ákvæðum pakistönsku stjórnar­ skrárinnar,“ sagði Tabish Qayyum, upplýsingafulltrúi MML, á Twitter og bætti við að um áróður og lygar væri að ræða. Ljóst er að MML ætlar sér stóra hluti í þingkosningum júlímánaðar og fái flokkurinn að bjóða sig fram þrátt fyrir hryðjuverkasamtakaorðsporið er ljóst að málflutningur hans mun setja svip sinn á kosningabaráttuna. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst í skoðanakönnunum hingað til, enda ekki formlega kominn í framboð. Þó sýna nýlegar skoðana­ kannanir að rúm tuttugu prósent hyggjast ekki kjósa þrjá stærstu flokka Pakistans. Kosningarnar verða þær fyrstu frá því Nawaz Sharif forsætisráð­ herra sagði af sér eftir að hæstiréttur úrskurði hann sekan í máli sem kom upp eftir leka Panama­skjalanna svo­ kölluðu. thorgnyr@frettabladid.is Hryðjuverkasamtök stefna á þingsæti Bandaríkin setja pakistanskan stjórnmálaarm hryðjuverkasamtaka sem drápu á annað hundrað í Mumbai á hryðjuverkasamtakalist- ann. Flokkurinn, Milli Muslim League, hyggur á framboð í fyrsta sinn. Forsprakkinn, Hafiz Saeed, er einn eftirlýstasti maður heims. Sterk tengsl flokksins við hryðjuverkasamtök MML er nátengdur hinum illræmda Hafiz Saeed. Er hann sagður pólit- ískur armur „góðgerðarsamtaka“ Saeed, Jamaat-ud Dawa. Saeed er svo sjálfur forsprakki hryðjuverka- samtakanna Lashkar-e-Taiba. Samtökin eru meðal annars sögð bera ábyrgð á hryðjuverkaárásunum á Mumbai árið 2008. Gerðu þá tíu meðlimir samtakanna tólf skot- og sprengjuárásir á fjórum dögum. Að minnsta kosti 166 fórust í árásunum og rúmlega 600 særðust. Bandaríkin settu tíu milljónir dala til höfuðs Saeed árið 2012. Hins vegar hafa pakistönsk stjórnvöld lítið vilja hafa afskipti af manninum. Saeed var í stofufangelsi lungann úr síðasta ári en var sleppt í nóvember. Hann hefur þó aldrei þurft að svara fyrir hryðjuverkin, sem hann neitar reyndar ábyrgð á. Saeed hefur undanfarna mánuði fengið að athafna sig í heima- landinu án afskipta stjórnvalda. Hefur hann haldið baráttufundi og verið í forgrunni kosningabaráttu MML, að því er pakistanskir fjöl- miðlar greina frá. Myndir af honum hafa prýtt bæklinga og plaköt MML og er Saeed sagður njóta nokkurs stuðnings í heimalandinu. Á meðal þeirra skoðana sem Saeed heldur á lofti er það að heilagt stríð um Kasmír-hérað sé skylda íslamskra stjórnvalda. Hefur hann verið kenndur við öfgaíslam og mikla andstöðu við Indland. hafiz saeed á baráttufundi á Kasmír-deginum í febrúar. Nordicphotos/AFp Miðað við skoðanir og fyrri verk Saeeds er pólitísk- ur metnaður hans áhyggju- efni enda eru 130 kjarnorku- sprengjur í vopnabúri Pakistans. 4 . a P r í l 2 0 1 8 M i Ð V i k U D a G U r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a Ð i Ð 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 9 -5 B 4 8 1 F 5 9 -5 A 0 C 1 F 5 9 -5 8 D 0 1 F 5 9 -5 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.