Fréttablaðið - 16.04.2018, Page 6

Fréttablaðið - 16.04.2018, Page 6
í markaðsstarfi erlendis Nánari upplýsingar og skráning á www.islandsstofa.is Hvert er gildi vottana og upprunamerkja í markaðssetningu á íslenskum matvælum á erlendum mörkuðum? Kynnt verður greining á stöðu og tækifærum í notkun vottana og upprunamerkja og fjallað um reynslu matvælafyrirtækja. Opinn fundur 18. apríl kl. 10-12.30 á Icelandair hótel Reykjavík Natura SVEITARSTJÓRNIR Píratar telja sig hafa náð að fylgja stefnumálum sínum frá því í síðustu kosningum með því að stofna rafræna þjón- ustumiðstöð í borginni, festa emb- ætti umboðsmanns borgarbúa varanlega í sessi og endurskoða mannréttindastefnu borgarinnar. Píratar kynntu í gær framtíðarsýn sína á sveitarstjórnarstigi með yfir- ferð yfir stefnumál sín í Reykjavík frá árinu 2014. Halldór Auðar Svans- son, fulltrúi Pírata á sveitarstjórnar- stigi, tók saman uppgjörsskýrslu fyrir síðasta kjörtímabil og kynnti í gær helstu niðurstöður skýrslunnar. Píratar vildu að óháð stjórnsýslu- úttekt yrði gerð á því hvort spilling væri til staðar innan embættis- mannakerfis Reykjavíkurborgar og vildu bregðast við ef svo reyndist vera. Innri endurskoðun borgarinn- ar vinnur nú að mati á misferlisá- hættu innan borgarkerfisins. Sérstök áhersla er lögð á að vakta áhættusvið í starfsemi og stjórn- sýslu borgarinnar. Þá vildu Píratar efla fræðslu um þá valkosti sem bjóðast í hugbúnaðargeiranum, en ekki hefur verið unnið nægilega markvisst að því á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Píratar telja enn vera margt ógert í framkvæmd fjárhagsaðstoðar og annarrar þjónustu, en í skýrslunni segir að bæði starfsfólk Reykjavíkur og notendur kvarti undan of flóknu kerfi á innri vef borgarinnar. „Kall- að er bæði eftir aukinni rafrænni þjónustu og góðum mannlegum samskiptum.“ Píratar vildu einnig efla embætti umboðsmanns borgarbúa og að hlutverk þess yrði útvíkkað þannig að borgarar geti leitað þangað með beiðnir um úrbætur í málum og málaflokkum. Í skýrslunni kemur fram að það hafi gengið eftir. – bsp Píratar kynntu framtíðarsýn sína Oddvitar Pírata boðuðu til blaðamannafundar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SÝRLAND Fundum verður fram haldið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag til að ræða tillögu Bandaríkjamanna, Breta og Frakka að ályktun um aðgerðir vegna Sýr- lands og auka með því þrýsting á Rússa um að láta af stuðningi við Sýrlandsstjórn. Samkvæmt tillögunni yrði Alþjóðlega efnavopnastofnunin (OPCW) að skila skýrslu innan 30 daga um efnavopnabirgðir Sýr- landsstjórnar, sjúkraflutningar og öruggir flutningar hjálpargagna til Sýrlands yrðu tryggðir og gerð krafa um að stjórn Bashars Al-Assad gangi til friðarviðræðna í góðri trú og án allra skilyrða. Utanríkisráðherrar ríkja Evrópu- sambandsins hittast einnig í Brussel í dag og gert er ráð fyrir að þeir styðji ályktunardrög ríkjanna þriggja. Guðlaugur Þór Þórðarson og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittast í Stokkhólmi í dag, en þar er Guðlaugur Þór staddur til að taka þátt í jafnréttisþingi. Þótt flestir þjóðarleiðtogar Vest- urlanda hafi ýmist lýst stuðningi eða fullum skilningi á loftárásum Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi eru mjög skiptar skoð- anir um þær víða um heim og hafa almennir borgarar bæði í Bandaríkj- unum og víðar mótmælt á götum úti um helgina. Þingmenn í árásarríkjunum hafa einnig gagnrýnt að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna um árásirnar. Þá skiptast sérfræð- ingar í þjóðarétti á skoðunum um lögmæti árásanna. Af yfirlýsingum leiðtoga ríkjanna þriggja að dæma virðast árásirnar fyrst og fremst hafa haft pólitísk markmið; það er, að halda uppi trú- verðugleika ríkjanna, ekki síst gagn- vart leiðtogum Sýrlands og Rúss- lands, enda hafi línan verið löngu dregin í sandinn og Assad farið yfir þá línu með efnavopnaárásum á eigin borgara, eins og Macron Frakk- landsforseti lýsti í yfirlýsingu í kjöl- far árásanna. Um einangraða aðgerð var að ræða en ekki lið í röð aðgerða. Þannig var ekki um að ræða aðgerð til að rjúfa samgönguleiðir eða sam- skiptaleiðir eða aðra innviði. Val á skotmörkunum þremur virðist þannig ekki haft þann tilgang sér- staklega að hindra frekari efna- vopnaárásir heldur hafi verið valin skotmörk með tengingu við efna- vopnaframleiðslu. Breska stjórnin hefur þó, ein ríkisstjórnanna þriggja, vísað sér- staklega til mannúðarsjónarmiða í yfirlýsingu um lögmæti árásanna og vísar með því til þeirra viðhorfa að heimilt sé í undantekningartil- vikum að beita hervaldi í öðru ríki af knýjandi mannúðarástæðum. Þrátt fyrir að stofnsamþykktir Sameinuðu þjóðanna heimili ein- göngu hernaðaríhlutanir þvert á landamæri ef um sjálfsvörn er að ræða, hafa verið færð rök fyrir því að beita megi hervaldi af knýjandi mannúðarástæðum. Hernaðaríhlutun hefur nokkuð oft átt sér stað með þessum rökum, meðal annars í Persaflóastríðinu, í stríðinu á Balkanskaga, í Síerra Leóne og Líberíu svo dæmi séu tekin. Að mati Marcs Weller, prófessors í þjóðarétti við Camebridge-háskóla, myndu hvers kyns hernaðarað- gerðir innan landamæra annarra fullvalda ríkja af öðrum ástæðum alltaf þarfnast fyrirfram samþykkis Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að geta talist samræmast sam- þykktum SÞ, þar á meðal aðgerðir til að knýja önnur ríki til að virða alþjóðalög. adalheidur@frettabladid.is Þjóðarleiðtogar heims ræðast víða við í dag vegna Sýrlands Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í dag um tillögu að nýrri ályktun um Sýrland. Leiðtogar Evrópu- sambandsríkja funda sömuleiðis. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittast í Stokkhólmi. Þótt leiðtogar Vesturlanda sýni loftárásum skilning eru skiptar skoðanir meðal almennings og fræðimanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um helgina og hittist aftur í dag og ræðir drög að ályktun. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SPÁNN Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman á götum Barce- lona í gær til að krefjast þess að ráðamönnum í Katalóníu sé haldið í fangelsi fyrir þátt sinn í sjálfstæðis- baráttu héraðsins. Independent greinir frá því að mótmælendur hafi klæðst gulu og fyllt breiðstræti mið- borgarinnar. Þá héldu mótmælendur á gulum borðum og kröfðust þess að þing- mönnum og öðrum ráðamönnum yrði sleppt úr haldi. Átta þingmenn katalónsku heimastjórnarinnar bíða nú örlaga sinna eftir að hæsti- réttur Spánar fyrirskipaði fangelsun þeirra. Réttað verður yfir þeim á næstu misserum, einn þeirra er Jordi Sancez sem sóttist eftir því að verða forseti heimastjórnarinnar. Katalönsk stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði Katalóníu frá Spáni þann 27. október í fyrra. Síðan þá hefur ástandið á svæðinu verið nokkuð eldfimt. – bsp Þúsundir komu saman til að krefjast frelsis Frá mótmælunum í Barcelona. NORDICPHOTOS/GETTY Átta katalónskir þing- menn hafa verið fangelsaðir og bíða nú örlaga sinna. 1 6 . A P R Í L 2 0 1 8 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 4 -2 0 1 8 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 6 -7 2 4 4 1 F 7 6 -7 1 0 8 1 F 7 6 -6 F C C 1 F 7 6 -6 E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.