Fréttablaðið - 16.04.2018, Side 8
Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Það er ekki
vita vonlaust
að bjarga
heiminum.
Það veit Atli
mætavel og
vonandi
verður hann
alltaf á þeirri
skoðun.
Sjálfboða-
liðar úr
Rauðakross-
deild Mos-
fellsbæjar
hafa unnið
ötullega að
móttöku
hópsins og
hjá bæjar-
félaginu
vinnur
starfsmaður
tímabundið
að verkefn-
inu.
Löngum hafa foreldrar lagt börnum sínum hinar ýmsu lífsreglur, bæði í stóru og smáu. Ein af þeim er að ganga vel um umhverfið. Kynslóðir hafa fengið þessa ábendingu, en eitthvað gleymist greinilega á vegferðinni í
gegnum lífið því það er nokkuð sama hvert er farið,
ruslið blasir við. Þetta gerist þrátt fyrir að það teljist
til almennra mannasiða að henda ekki frá sér rusli
og skilja eftir í umhverfinu. Almennir mannasiðir
eru kannski ekki svo almennir.
Þótt útlitið sé ekki fallegt og sóðaskapurinn blasi
við í alltof miklum mæli þá glittir samt í sólargeisla.
Þar er á ferð hópur fólks sem hefur ekki geð í sér til
að horfa upp á torg, stræti og náttúru fyllast af rusli.
Þetta röska fólk telur ekki eftir sér að ganga um og
tína upp ruslið sem náunginn fleygði frá sér í hugs-
unarleysi. Þarna er alls konar fólk á ferð og á öllum
aldri. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli en aðrir.
Það á til dæmis við um hinn unga Atla Svavarsson,
sem á dögunum hlaut Samfélagsverðlaun Frétta-
blaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þessi
ellefu ára gamli verðlaunahafi stofnaði fyrir rúmu ári
verkefni, sem nefnist hinu hugumstóra nafni, „Save
the world“ og snýst um að tína rusl úr umhverfinu.
„Það er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á
víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu.
Það er ekki það erfitt,“ segir Atli réttilega.
Í ljóði eftir Guðmund Böðvarsson stendur: „Ef
æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin/ er
ekkert í heiminum til sem bjargar því landi.“ Æskan
er ekki að bregðast landinu, eins og sést í verkum
hins unga Atla. Meðan fullorðnar sjóaðar sálir eru
margar hverjar orðnar fremur hertar í kaldlyndi
sínu og hafa fyrir löngu gefist upp á hugmyndinni
um að bjarga heimi sem virðist ekki vera viðbjarg-
andi þá lætur Atli hendur standa fram úr ermum.
Honum tekst á hverjum degi að gera umhverfið
fegurra. Það framtak hlýtur að vekja okkur til
umhugsunar um að ef allir leggja sitt litla lóð á
vogarskálar þá verður árangur um leið afar sjáan-
legur. Það er ekki vita vonlaust að bjarga heiminum.
Það veit Atli mætavel og vonandi verður hann alltaf
á þeirri skoðun.
Um allt land er fólk sem ann náttúrunni og situr
ekki aðgerðarlaust hjá heldur fer af stað til að tína
upp rusl og fylla poka og sekki. Einhvers staðar eru
þeir líka sóðarnir sem stöðugt menga umhverfið
með því að henda frá sér rusli. Þeir þurfa ekki að
bera ábyrgð á gjörðum sínum og sennilega hugsa
þeir ekkert sérstaklega um það að þeir séu að
skemma umhverfi sitt, hvað þá að þeir fyllist votti
af sektarkennd við tilhugsunina um að það komi í
annarra hlut að taka til eftir þá. Skilaboðin til þeirra
eru hins vegar skýr, þökk sé þeim fjölda lands-
manna sem ofbýður ástandið og reyna að grípa í
taumana með því að láta verkin tala.
Að bjarga
heiminum
19. mars sl. var merkisdagur í Mosfellsbæ þegar tíu
flóttamenn fluttu þangað, sex fullorðnir og fjögur börn.
Gerður hefur verið samningur á milli Mosfellsbæjar og
velferðarráðuneytisins um móttöku og stuðning við nýju
bæjarbúana.
Landlaust fólk
Flóttafólkið er frá Úganda en kemur hingað úr flótta-
mannabúðum í Kenýa þar eð því var ekki vært í heima-
landi sínu. Því miður er það nöturleg staðreynd að enn
þarf fólk að sæta ofsóknum og grimmilegum refsingum
vegna kynhneigðar sinnar.
Tugir milljónir manna eru á flótta víða um heim af
ýmsum ástæðum. Stríðsátök, hörundslitur, trúarbrögð,
þjóðerni, stjórnmálaskoðanir og kynhneigð eru þar efst
á blaði. En óháð því hvaða orsakir búa hér að baki er
lífsreynsla og líðan flóttamanna ævinlega svipuð, þeir
lifa í stöðugum ótta við ofbeldi og ofsóknir og oft er þeim
nauðugur einn kostur að yfirgefa föðurland sitt og halda
landlausir út í óvissuna.
Aðeins lítill hluti flóttamanna heimsins fær úrlausn
sinna mála og það er beinlínis siðferðisleg skylda okkar
Íslendinga og margra annarra þjóða að hlaupa undir
bagga og veita flóttafólki skjól og sjálfsögð mannréttindi.
Þar skiptir sérhver einstaklingur miklu máli.
Velkomin í Mosfellsbæ!
Sjálfboðaliðar úr Rauðakrossdeild Mosfellsbæjar hafa
unnið ötullega að móttöku hópsins og hjá bæjarfélag-
inu vinnur starfsmaður tímabundið að verkefninu. Þar
er í mörg horn að líta: Útvega húsnæði, innanstokks-
muni, flíkur og leikföng. Einnig að hjálpa fólkinu til að
aðlagast sem fyrst nýjum aðstæðum, börnin hafa þegar
hafið skólanám og hin vilja byrja strax að vinna og fara á
íslenskunámskeið. Einn þeirra er Hakim sem segir í blaða-
viðtali: „Ég er með miklar væntingar um að þetta skref
eigi eftir að breyta lífi mínu. Ég ætla að eignast nýja vini og
vonandi öðlast nýtt líf á nýjum stað. Ég hlakka til að byrja
að læra íslensku og verða hamingjusamur á Íslandi.“
Ég býð þessa nýju Mosfellinga innilega velkomna í
bæinn.
Fólk á flótta
Bjarki
Bjarnason
forseti
bæjarstjórnar
Mosfellsbæjar
Stuðpúðar VG
Þótt því megi halda fram að
stjórnarsamstarf Vinstri grænna
með Sjálfstæðisflokki og Fram-
sóknarflokki sé stöðug upp-
spretta vandamála, ekki síst
núna vegna gerólíkrar afstöðu
annars vegar VG og hins vegar
Sjálfstæðisflokksins til Nató, má
segja að þau Rósa Björk Brynj-
ólfsdóttir og Andrés Ingi Jóns-
son séu hinn fullkomni böffer
milli stjórnarsamstarfsins og
óánægðra flokksfélaga. Þótt VG
virðist þannig stöðugt fara á svig
við yfirlýst stefnumál flokksins
koma Rósa og Andrés sífellt til
bjargar og rétta myndina. Þann-
ig getur flokkurinn bæði stillt
sér upp með Sjálfstæðisflokkn-
um en einnig með grunnstefnu
flokksins án þess þó að stjórnar-
samstarfinu verði teflt í voða.
Rósa reddar þessu
Enda þótt flokkurinn hafi það
formlega á stefnuskrá sinni að
íslensk stjórnvöld eigi „að hafna
hernaðaríhlutunum, beita sér
fyrir alþjóðlegum samningum
um frið og afvopnun sem og að
vinna gegn vopnaframleiðslu
og vígbúnaði“, þá er ekki viðlit
að komast í ríkisstjórn en halda
þessum áherslum til streitu. Þá
er gott að eiga hana Rósu að til
að standa á prinsippum flokks-
ins, fyrir hönd formannsins sem
neyðist til að leiða Natóríki með
Guðlaugi Þór.
adalheidur@frettabladid.is
1 6 . A P R Í L 2 0 1 8 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
6
-0
4
-2
0
1
8
0
5
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
7
6
-6
D
5
4
1
F
7
6
-6
C
1
8
1
F
7
6
-6
A
D
C
1
F
7
6
-6
9
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K