Fréttablaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 9
Guðmundur Steingrímsson BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 * V ið m ið un ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri . Bú na ðu r b íls á m yn d er fr áb ru gð in n au gl ýs tu v er ði E N N E M M / S ÍA / N M 8 7 1 1 1 N is s a n J u k e 5 x 2 0 a lm e n n m a rs TÖFFARINN Í FJÖLSKYLDUNNI NISSAN JUKE ACENTA SJÁLFSKIPTUR / 117 HESTÖFL / EYÐSLA 6,0 L/100 KM* 3.350.000 KR. Einu sinni var veröldin þann­ig að það fól í sér mjög sterka pólitíska afstöðu að ákveða á hvaða bensínstöð ætti að stoppa á leið um Hvalfjörð. Ef maður stoppaði í Botns­ skála var maður fylgismaður Sjálfstæðis­ flokksins. Ef maður stoppaði á Þyrli var maður hliðhollur Framsóknarflokknum. Ef maður keypti bensínið á Ferstiklu var maður kommúnisti. Á fleiri sviðum fól daglegt hátterni í sér pólitíska afstöðu. Það skipti vitaskuld máli hvaða dagblöð fólk las. Víða skipti máli í hvaða bakaríi fólk keypti sæta­ brauð. Ekki tóku sjallar í mál að borða kommasnúð eða öfugt. Hveitið var póli­ tískt. Lífið hlýtur að hafa verið erfitt fyrir óákveðna, sem svitnuðu ábyggilega mjög á efri vör á degi hverjum við að taka rétt­ ar pólitískar innkaupaákvarðanir. Breytt veröld Nú hefur veröldin breyst. Það eru komin göng undir Hvalfjörð og bensín­ stöðvarnar þar mega muna sinn fífil fegurri. Ég held að ákaflega fáir spái í flokkapólitíska merkingu hveitis eða dísilolíu. Pólitík er auðvitað samt víða, sumir fjölmiðlar eru pólitískari en aðrir og viðskiptalífið eins og það er. Hallar til hægri. Ég held að mér sé óhætt að segja að veröldin hafa í öllu falli breyst þannig að ef ung manneskja myndi taka ákvarð­ anir um innkaup hinna hversdagslegu hluta á grundvelli hollustu við stjórn­ málaflokk yrði hún álitin spes. Staðreyndin er þessi: Stjórnmálaflokk­ ar skiptu þjóðinni í fylkingar einu sinni. Þeir skipta fáum í fylkingar núna. Þeir eru tímaskekkja. Upplýsingar flæða yfir mann og möguleikinn til að setja sig inn í einstök mál er orðinn svo ævintýralega miklu meiri. Möguleikinn til að kynnast sjónarmiðum einstaklinga er orðinn miklu meiri. Stjórnmálaflokkar, oft með sína löngu sögu, með sína svörtu sauði og dökku hliðar, flækjast fyrir þeirri löngun manns að fá að taka afstöðu á beinan og upplýstan hátt til manna og málefna. Eitt grín, einn hlátur Ímyndum okkur að grínistar væru með svona flokka. „Hlæið til framtíðar með Mið­Íslandi!“ „Steypustöðin er rétta grínið fyrir þig!“ Sjáið Ara Eldjárn! Ekki fíla Steinda! Vissulega getur smekkur fólks verið mismunandi en hvers vegna í ósköpunum skyldi maður hafa svo ákveðnar skoðanir á gríni að maður gengi í sérstakan grínflokk, styddi hann og neitaði að hlæja að öðru? Hvers vegna ekki að njóta allra lit­ anna? Er ekki Anna Svava fyndin líka, Pétur Jóhann, Tvíhöfði, Lolla og Sarah Silverman? Ég á í mjög miklum erfið­ leikum með að sætta mig við það, að þegar kemur að grunngerð samfélags­ ins, skoðunum á því hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það, gildi önnur lögmál en annars staðar í lífinu. Má ekki læka margt? Tilvist stjórnmálaflokka setur kjós­ endum óeðlilega afarkosti. Þeir njörva kjósendur niður í hólf sem eiga sér litla samsvörun í raunveruleikanum. Enda fer stuðningur við stjórnmálaflokka þverr­ andi. Stærsta bylting stjórnmálanna á undanförnum árum felst í hverfandi hollustu við flokka. Langflestir kjós­ endur ákveða sig rétt áður en þeir fara í kjörklefann. Í komandi kosningum í Reykjavík ætla vel á annan tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveitar­ stjórnarmálum. Löggjafarvaldið átti ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum um heilan helling. Besta gjöfin til kjósenda væri þó sú að gefa kjósendum frelsi til að velja úr öllum þessum hópum þá ein­ staklinga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir saman. Hin feiga hönd Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hlið­ sjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leið­ inda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspurs­ mál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokksholl­ ustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er. Þannig gera flokkar. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð. Sá flokkur var stofnaður í þeirri von að hægt væri að skapa stjórnmála­ flokk sem væri meira eins og opinn, afslappaður vettvangur, laus við þrúg­ andi kröfur, byggður á löngun fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan og óþvingaðan hátt. Það tók nokkur ár fyrir leiðindin – ill­ girni, deilur og ríg – að vinna fullnaðar­ sigur yfir fögrum hugsjónum og góðu fólki. Hvernig virka þá hinir flokkarnir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimtir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leikaraskap. Flokkar eru til óþurftar Tilvist stjórnmála- flokka setur kjósendum óeðlilega afarkosti. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 1 6 . A P R Í L 2 0 1 8 1 6 -0 4 -2 0 1 8 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 6 -5 E 8 4 1 F 7 6 -5 D 4 8 1 F 7 6 -5 C 0 C 1 F 7 6 -5 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.