Fréttablaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 10
Spá Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla 2018 Ítarlegri grein má lesa á Fréttablaðið.is PEPSI DEILDIN 2018 1. ? 2. ? 3. ? 4. ? 5. ? 6. ? 7. ? 8. ? 9. ? 10. ? 11. ? 12. Keflavík Fréttablaðið spáir því að nýliðar Keflavíkur stoppi stutt við í Pepsi- deildinni. Guðlaugur Baldursson kom Keflavík upp á sínu fyrsta tímabili með liðið. Keflvíkingar eru með nokkra unga og spennandi stráka í bland við sterka útlendinga. Þeir hafa hins vegar sama og ekkert styrkt sig í vetur og það gæti reynst þeim dýrkeypt í baráttunni í sumar. Keflavík hafnar í 12. sæti Nýju andlitin Fylgstu með Þessum Ísak Óli Ólafsson var lykilmaður í vörn Keflavíkur í fyrra og var valinn efnilegasti leikmaður Inkasso- deildarinnar. Leeds United reyndi að fá Ísak í sínar raðir í vetur. Aron Freyr Róbertsson Grindavík Bojan Stefán Ljubicic Fjölni Jonathan Faerber Reyni S. Tölfræði frá síðasta sumri Danski framherjinn Jeppe Hansen var marka- kóngur Inkasso-deildarinnar og mætir nú í Pepsi-deildina með þriðja liðinu. Hann skoraði 16 mörk í 37 deildar- leikjum fyrir Stjörnuna 2014-16 og lék svo hálft tímabil með KR þar sem lítið gekk. Hansen ber þyngstu byrðarnar í sóknarleik Keflavíkur og nýliðarnir treysta á mörk frá honum í sumar. Lykilmaðurinn í sumar Jeppe Hansen ENKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN HHHHH ❘ SÓKNIN HHHHH ❘ ÞJÁLFARINN HHHHH ❘ BREIDDIN HHHHH ❘ LIÐSSTYRKINGIN HHHHH ❘ GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL 2017 2. sæti (B-deild) ❘ 2016 3. sæti (B-deild) ❘ 2015 12. sæti ❘ 2014 8. sæti ❘ 2013 9. sæti ❘ 2012 9. sæti ❘ 19mörk skoruðu Danirnir Hansen og Rise samtals. 9 sinnum hélt Sindri Kristinn Ólafs- son hreinu, oftast allra. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 VERÐ FRÁ 2.702.000 K R. ÁN VSK 3.350.000 KR. MEÐ VSK CITROEN.IS CITROËN JUMPY MODUWORK - aukið flutningsrýmiNálægðarskynjarar að aftan Þrjár lengdir – allt að 4 metra flutningsrými FJÖLHÆFUR & STERKUR LENGDIN SKIPTIR MÁLIBAKKAÐU AF ÖRYGG I KOMDU & MÁTAÐU CITROËN JUMPY Í DAG! BJÓÐUM EINNIG REKSTRAR LEIGU FÓTBOLTI Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason minnti á sig í umræðunni um hvaða framherjar fara með landsliðinu til Rússlands um helgina er hann skoraði þrennu fyrir Helsingborg í sigri á Frej í Super ettan. Markakonungur Pepsi-deildar- innar á síðasta ári hefur byrjað tímabilið í Svíþjóð af krafti en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í öllum keppnum ásamt því að leggja upp tvö í fyrsta deildarleik Helsingborg en sænska deildin hófst á dögunum. Er þetta fyrsta ár Andra Rúnars í atvinnumennsku eftir félagsskipti frá Grindavík í vetur. Hefur nýtt tímann vel Andri Rúnar sem jafnaði markamet íslensku deildarinnar með Grinda- vík í fyrra tekur undir að fyrstu leikirnir hafi reynst draumi líkastir þegar Fréttablaðið heyrir í honum. Hafði hann háleit markmið þegar hann kom út en fimm mörk og tvær stoðsendingar voru framar vonum. „Ég get ekki verið annað en ánægður með fyrstu vikurnar hérna í Svíþjóð, tvær stoðsendingar og þrjú mörk í fyrstu tveimur leikj- unum í deildinni. Auðvitað hafði maður háleit markmið en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vonast eftir,“ segir Andri og bætir við: „Ég er í raun enn að koma sjálfum mér á óvart með hvað hægt er að bæta sig mikið á stuttum tíma. Hérna fæ ég svo tækifæri til að æfa aukalega og fæ góða hvíld á milli og það hjálpar manni að bæta sig sem fótboltamaður, ég hef nýtt tímann vel síðustu mánuði.“ Andri fann fyrir pressu er hann kom út en hann heyrði strax ytra að búist var við því að hann yrði markakóngur. „Það var mikilvægt að ná að skora strax tvö mörk í bik- arnum og ég fann það líka þegar ég skoraði fyrsta m a r k i ð u m helgina að það létti á mér. Sjálfstraust- i ð k o m með því og ég finn mig betur með hverjum leik,“ segir Andri en veðbankar í Svíþjóð höfðu mikla trú á honum. „ S æ n s k i r ve ð b a n ka r settu mig sem langlíkleg- astan til að vera marka- hæstur fyrirfram og það skapaði smá pressu.“ Andra finnst jákvætt að leika undir þessari pressu. „Ég lærði það í fyrra að nýta mér þessa pressu til góðs, reyna að nota hana til að komast lengra. Að mínu mati er betra að hafa pressu á sér til að kalla fram það besta í manni.“ Líður vel í Svíþjóð Andri samdi við eitt af stærstu liðum Svíþjóðar en Helsingsborg er í Superettan-deildinni, næstefstu deildinni í Svíþjóð. Hann finnur fyrir miklum metn- aði hjá félaginu til að koma því aftur í fremstu röð og kann vel við lífið í Svíþjóð. „Það tók mig ekki nema nokkrar mínútur að sjá hversu stór klúbbur þetta var þegar ég skoðaði aðstæð- urnar í haust. Metnaðurinn er mikill hjá félaginu og það er búið að sækja leikmenn sem hafa gert það gott í efstu deild. Gæðin á æfingunum eru mikil og það tók mig 2-3 vikur að venjast hraðanum. Eftir það hef ég náð að komast betur í takt við hraðann á æfingunum og náð að bæta mig heilan helling síðan ég kom hing- að út til Svíþjóðar.“ Yrði draumur að fara á HM Andri Rúnar lék fyrstu landsleiki sína gegn Indó- nesíu í janúar og skoraði í þeim eitt mark. Hann dreymir um að komast á HM eins og alla aðra knatt- spyrnuleikmenn frá Íslandi. Hann segist þó ekki hugsa út í það dagsdaglega. „ Þ a ð e r n átt ú r u l e g a draumur allra að vera hluti af þessum hóp en ég reyni að hugsa ekki mikið út í hvort ég verði í hópnum. Ég stjórna ekki valinu, ég get bara stýrt því hvernig ég spila og hvort ég verði tilbúinn ef ég verð valinn.“ Andri kveðst að sjálfsögðu tilbúinn ef kallið kemur. „Ég verð tilbúinn ef kallið kemur en þetta er ekki mitt að ákveða. Lands- liðsþjálfararnir velja sterkasta hópinn hverju sinni og þeir taka ákvörðunina.“ kristinnpall@365.is Er ennþá að koma sjálfum mér á óvart Andri Rúnar Bjarnason byrjar tímabilið með Helsingborg af krafti en hann skoraði þrennu um helgina. Hefur hann skorað fimm mörk og lagt upp önnur tvö í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Honum fannst það mikill léttir að ná að brjóta ísinn snemma en sænskir veð- bankar töldu hann líklegan til að taka gullskóinn. Andra dreymir um sæti í HM-hópnum en segir að það sé ekki undir honum komið. Andri Rúnar í leik með Grinda- vík síðasta sumar. 1 6 . A P R Í L 2 0 1 8 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 6 -0 4 -2 0 1 8 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 6 -5 9 9 4 1 F 7 6 -5 8 5 8 1 F 7 6 -5 7 1 C 1 F 7 6 -5 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.