Fréttablaðið - 16.04.2018, Side 16

Fréttablaðið - 16.04.2018, Side 16
Mosaboltana má hengja upp á alla vegu. Þykkblöðungar eru afar hentugir því þeir þurfa ekki mikla vökvun en það er vel hægt að vera með burkna í kokedamabolta og hengja upp í röku umhverfi, til dæmis inni á baðherbergi, en svo þarf líka að vökva vel, dýfa boltanum í vatn og leyfa honum að svolgra í sig í hálftíma. Það er líka hægt að nota kókostrefjar í stað mosa ef fólk er ekki duglegt að vökva. Erna Aðalsteins- dóttir Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Kokedama er gömul, japönsk plöntugerðarlist og innan­hússkraut. Aðferðin þróaðist út frá bonsai sem er þó miklu tíma­ frekari aðferð meðan hægt er að gera nokkra kokedamabolta á einu kvöldi,“ útskýrir Erna Aðalsteins­ dóttir plöntufíkill, eins og hún kallar sig, og formaður Sígræna klúbbs Garðyrkjufélags Íslands. Blóm og pottaplöntur hafa notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum um skeið og í Facebook­ hópum eins og Stofublóm – inni­ blóm – pottablóm, sem hefur yfir 12.500 fylgjendur, skiptist fólk á ráðum og birtir myndir af blóm­ unum sínum. Erna segir kokedamaboltana bjóða upp á fjölbreytta möguleika á að prýða heimilið og með þeim megi til dæmis búa til hengigarða með mörgum, misstórum boltum og jafnvel raða mörgum plöntum í einn. „Það er hægt að nota hvaða plöntu sem er í boltana en sumar henta kannski betur en aðrar. Það fer eftir því hvar fólk ætlar sér að hafa boltann og hversu duglegt það er að muna eftir að vökva,“ segir Erna. „Þykkblöðungar eru afar hentugir því þeir þurfa ekki mikla vökvun en það er vel hægt að vera með burkna í kokedamabolta og hengja upp í röku umhverfi, til dæmis inni á baðherbergi, en svo þarf líka að vökva vel, dýfa boltanum í vatn og leyfa honum að svolgra í sig í hálftíma. Það er líka hægt að nota kókostrefjar í stað mosa ef fólk er ekki duglegt að vökva.“ Aðferðina segir Erna nokkuð einfalda, um ræturnar er mótaður bolti úr sérblönduðum jarðvegi, utan um hann fer mosi eða kókos­ trefjar og svo er vafið um boltann með bandi. Boltana er svo hægt að hengja upp á hvers konar máta. „Eins er sniðugt að nota kerta­ stjakana sem ekki eru notaðir yfir sumarið undir boltana eða sérstakar japanskar skálar, sem ætlaðar eru undir mosabolta. Boltarnir geta verið eins stórir og hver vill og hægt að vera með fleiri en eina plöntu í sama bolta. Svo má nota litrík bönd til að vefja þá með og hengja þá upp með litríkum borðum. Kokedamabolta er sérstaklega sniðugt að gera með krökkum. Krakkarnir geta drullu­ mallað og mótað utan um plönt­ urnar og foreldrarnir hjálpað þeim að vefja,“ segir Erna. Á miðvikudaginn fer fram námskeið í kokedamaboltagerð undir hand- leiðslu Ernu, milli klukkan 18 og 21, í sal í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1. Sjá nánar á Facebook- hópnum Álfagarðar. Hengigarðar prýða heimilið Hvaða tegund blóma sem er má nota í boltana. Þá þarf að vökva vel og til dæmis láta þá liggja í vatni dálitla stund. Hengigarðar njóta mikilla vinsælda og prýða heimilin. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Fimmtudaginn 26. apríl gefur Fréttablaðið út sérblaðið ÚTIVIST Í þessu glæsilega blaði verða skemmtileg viðtöl við allskonar fólk sem hefur smitast af útvistarbakteríunni. Fjallgöngur, hlaup, hjólreiðar eða skokk um göngustíga borgarinnar. Markmið blaðsins er grípa athygli allra þeirra sem stunda útivist af einhverju marki. Því til viðbótar verður ýmis gagnle ur og hvetjandi fróðleikur fyrir þá sem vilja fara af stað og stunda meiri útiveru og útvist. Nán ri upplýsi ar um auglýsingar og kynningarumfjallanir veitir Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5433 / olafurh@frettabladid.is Japanskir mosa- boltar eru vin- sælir í hengigarða og segir Erna Aðalsteinsdóttir lítið mál að búa þá til. Hvers konar plöntur megi nota í boltana og hengja upp á skemmtilegan máta. Erna heldur námskeið í mosa- boltagerð á mið- vikudag. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . A P R Í L 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 1 6 -0 4 -2 0 1 8 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 6 -6 8 6 4 1 F 7 6 -6 7 2 8 1 F 7 6 -6 5 E C 1 F 7 6 -6 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.