Fréttablaðið - 16.04.2018, Qupperneq 38
Elskulegur mágur minn
og frændi okkar,
Ívar Árnason
frá Skógarseli í Reykjadal,
síðast til heimilis á
Skógarbrekku, Húsavík,
lést fimmtudaginn 5. apríl.
Útför hans fer fram frá Einarsstaðakirkju
í Reykjadal þriðjudaginn 17. apríl kl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árni Bjarnason
Eyþór Árnason
Elín Sigurlaug Árnadóttir
Drífa Árnadóttir
Anna Sólveig Árnadóttir
Guðný Ragnarsdóttir
1887 Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistari ríkisins
frá 1920 til dauðadags, fæðist.
1915 Fyrsta skip Eimskipafélags Íslands, Gullfoss, kemur til
hafnar í Reykjavík.
1917 Vladimír Lenín kemur til Petrógrad í Rússlandi eftir
áralanga útlegð í Sviss.
1919 Mahatma Gandhi skipuleggur dag föstu til að mót-
mæla fjöldamorðum Breta á indverskum mótmælendum.
1943 Albert Hofmann uppgötvar LSD fyrir slysni.
1946 Sýrland hlýtur sjálfstæði.
1945 AA-samtökin á Íslandi eru stofnuð.
1957 Árbær er friðaður af bæjarráði Reykjavíkur.
2007 Fjöldamorðin í Tækniháskól-
anum í Virginíu í Bandaríkjunum.
Seung-Hui Cho myrðir 32.
2012 Réttarhöld yfir fjöldamorð-
ingjanum Anders Behring Breivik
hefjast í Osló.
Merkisatburðir
Þann 16. apríl fyrir 119 árum, eða
árið 1899, strandaði spítalaskipið
St. Paul við Meðalland í Vestur-
Skaftafellssýslu. St. Paul þótti með
eindæmum glæsilegt skip: þrímastra
seglskip með litla hjálparvél. Þetta
var þriðja vertíð St. Paul en frá því
það kom hingað til lands frá Le
Havre í Frakklandi hafði það hjálpað
fjölmörgum frönskum sjómönnum
í háska hér við land.
Tuttugu manna áhöfn St. Paul
lenti í miklum hremmingum um
páskahelgina árið 1899 þegar skipið
strandaði í óveðri, rétt handa við
ósa Kúðafljóts.
Ekkert manntjón varð en
bændur og búalið í Meðallandi
komu áhöfninni til bjargar. Skipið
var hins vegar pikkfast í sandinum
og saga þurfti stór gat á skrokk-
inn til að bjarga verðmætum. Þar
á meðal voru dýrmætir gripir
úr skipskapellunni. Mörg skip hafa
strandað í grennd við Meðalland og ekki
hefur alltaf gengið jafn vel að bjarga sjó-
farendum úr háska þar.
Munir úr St. Paul voru seldir á upp-
boði. Yfir 300 manns mættu til að taka
þátt í uppboðinu og stóð það í tvo daga.
Lágmarksboð í sjálft skipið var 800
krónur, en það fór á 150 krónur.
Þ ETTA G E R Ð I ST 1 6 . A P R Í L 1 8 9 9 :
St. Paul strandar við Meðalland
Kveðja frá Tunglinu
Á þessum degi fyrir 46 árum var Apollo 16 skotið á loft frá
Kanaveralhöfða í Flórída og voru þrír geimfarar um borð.
Appollo 16 lenti á Tunglinu fimm dögum síðar. Á mynd-
inni sést John W. Young ásamt lendingarfarinu LM-11.
20
manna áhöfn St. Paul lenti
í miklum hremmingum um
páskahelgina árið 1899 þegar
skipið strandaði í óveðri, rétt
handa við ósa Kúðafljóts.
Guðjón Samúelsson, arkitekt
og húsameistari ríkisins, átti
afmæli 16. apríl.
Opnað var fyrir umsóknir til náms í Lýðháskól-anum á Flateyri í gær en kennsla hefst þar í haust. Kennt verður á tveimur námsbrautum,
en hvor um sig tekur við að hámarki
20 nemendum. Annars vegar er um að
ræða námsleið sem byggir á að nýta þær
auðlindir sem til eru á svæðinu, í nátt-
úrunni, menningunni og samfélaginu
á Flateyri og í nærsveitum. Í náminu er
lögð áhersla á færni, þekkingu og verk-
efni sem miða að því að nemendur verði
færari í að ferðast um náttúruna, njóta
hennar og nýta sér auðlindir hennar á
öruggan og umhverfisvænan máta.
Hin námsleiðin byggir á sköpun, hug-
myndavinnu og útfærslu í hvers kyns
formum. Áhersla er lögð á að nemendur
þroskist sem skapandi einstaklingar og
að námi loknu hafi að þeir safnað sér
færni, verkfærum og tækni til að takast
á við krefjandi verkefni í framtíðinni.
Helena Jónsdóttir er framkvæmda-
stjóri Lýðháskólans á Flateyri. Hún segir
viðtökurnar hafa verið frábærar.
„Á Vestfjörðum hafa sveitarfélög,
stofnanir, ráðherrar og samfélagið allt
tekið höndum saman og stutt verkefnið
með ráðum og dáð,“ segir Helena. „Svo
er áhuginn sem verkefnið sjálft hefur
hlotið með ólíkindum. Við sjáum það
á Facebook-síðunni okkar að fólk er að
deila þessu út um allt. Það er verið að
ræða þetta í fermingarveislum og hvað-
eina.
Þetta er búið að vera í undirbúningi
lengi, en í raun og veru fórum við af stað
með þetta af alvöru í lok desember og
byrjun janúar.“
Kennsla á Flateyri hefst 19. septem-
ber og verða námskeiðin kennd í tveggja
vikna lotum. Allir sem orðnir eru 18 ára
við upphaf námsannar geta sótt um.
Helena segir markmið skólans vera
að bjóða upp á aðra nálgun í námi en
þá hefðbundnu. Áherslan er ekki á próf,
heldur að auðga reynslu ungs fólks svo
það eigi auðveldara með að finna sína
hillu í lífinu.
„Fegurðin í lýðháskólanum er að sjálf-
sögðu falin í víðum skírskotunum ólíkra
námsgreina,“ segir Helena. „En það er
líka mikil fegurð í því að fólk kemur
þarna saman á stað sem er oftast nokkuð
afskekktur. Flateyri er 160 manna sjávar-
þorp. Það er ekki ball á hverju kvöldi
þarna, og þú hleypur ekki út til að ná
þér í caffè latte þegar þér hentar.
Þarna neyðist fólk til að vera saman og
eitthvað töfrandi á sér stað. Það er ekki
síður lærdómur að læra að vera í kring-
um fólk á ólíkum aldri, af ólíkum upp-
runa og með ólík áhugasvið og auðvitað
ólíka færni í mannlegum samskiptum.“
kjartanh@frettabladid.is
Lýðháskólinn á Flateyri
opnar dyr sínar í haust
Í Lýðháskólanum á Flateyri verður sérstök áhersla lögð á að kynnast og læra á náttúru Vestfjarða. MYND/LÝÐHÁSKÓLINN Á FLATEYRI
Kennsla hefst í Lýðháskól-
anum á Flateyri í september.
Markmiðið með skólanum
er að hjálpa ungu fólki að
finna sína hillu í lífinu með
því bjóða upp á fjölbreytt
nám með víða skírskotun.
1 6 . A P R Í L 2 0 1 8 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
6
-0
4
-2
0
1
8
0
5
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
7
6
-4
A
C
4
1
F
7
6
-4
9
8
8
1
F
7
6
-4
8
4
C
1
F
7
6
-4
7
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K