Tíminn - 13.02.1983, Síða 2
2
ffróímm
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983.
Einskonar tilbrigði af þjóðarrétti
Filipseyja, með íslensku ívafi:
KÖKOS-
POTTUR
■ Umsjónarmaöur Eldhússkróksins
þekkir af margfaldri reynslu, mikla
matargerðarsnilld Þóreyjar Einarsdótt-
ur, blaðamanns á Vikunni og fannst því
ekkert sjálfsagðara en plata hana vin-
konu sína til þess að matreiða einn af
listaréttunum, svo að lesendur Eidhúss-
króksins mættu læra af henni. Þórey var
reiðubúin að verða okkur að liði, og því
var það eitt kvöldið sem Tímamenn
sóttu hana, eiginmann hennar Smára
Þórarinsson og son þeirra Örvar heim í
Hlíðarnar.
Þórey segist ætla að bjóða okkur upp
á einskonar varíant af þjóðarrétti Filipps-
eyja, sem sé þó með íslensku ívafi, sem
eigi rætur að rekja til hugarfylgsna
Þóreyjar. „Ég fékk þessa hugmynd,“
segir Þórey, þegar ég fékk að sitja eitt
kvöld á námskeiði sem eigandinn í
Manila gekkst fyrir, en það var námskeið
í austurlenskri matargerð. Þá fékk ég að
prufa rétt sem er þjóðarréttur á Filipseyj-
um, en þar var uppistaðan í réttinum
svínakjöt í karrý og kókos. Síðan hefur
rétturinn sem ég ætla að bjóða upp á
núna, þróast í huganum á mér, og ég
geri nú ráð fyrir að hann sé ekki ýkja
líkur þeim rétti sem ég fékk á námskeið-
inu, en þó eru undirstöðuatriðin þau
sömu.“
Kókospottur
Uppskriftin að kókospottinum hennar
Þóreyjar ásamt leiðbeiningum, er þá
svohljóðandi: „Rétturinn dugar handa
fjórum til fimm.
Eitt kíló svínakjöt, gott að nota svín-
abuff, eða yfirleitt beinlaust svínakjöt.
Olía til að steikja úr
1 bolli hveiti
1 msk karrý
2 msk kúmen
2 lárviðarlauf
nokkrir negulnaglar
lítil dós niðursoðnir tómatar
2 laukar, 2 hvítlauksrif, 1 paprika
50 grömm kókosrjómi (fæst í SS í
Austurveri)
Kjötið er skorið í bita, því velt uppúr
karrý og hveiti, og síðan steikt í olíunni.
Þá er það sett í pott, saltað og vatn látið
fljóta yfir kjötið og látið sjóða við vægan
hita í 30 til 45 mínútur. Á meðan kjötið
er að sjóða er laukurinn saxaður niður,
■ Þórey undirbýr Kókospottinn góða. Timamynd - Árni.
hvítlaukurinn einnig og paprikan, og í smjöri, þar til það verður hvítglært. Þá
það steikt saman á pönnu við vægan hita sett til hliðar og geymt. Þessu næst er
kúmen, lárviðarlauf og negulnaglar sett
út í kjötpottinn, og látið sjóða í hálftíma
í viðbót, ávallt við lágan hita. Þessu næst
er lauk-hvítlauks, paprikublandan sett
út í og að síðustu kókosrjóminn.
Rétturinn er látinn sjóða í 5 til 10
mínútur eftir þetta.
Ef sósan reynist of þunn, þegar suðan
er búin, þá má bæta restinni af hveitinu
og karrýinu út í, eða þykkja hana bara
með venjulegum hveitijafningi.
Með þessu ber ég fram ristað kókos-
mjöl, soðin hrísgrjón og Mangó Chutn-
ey. Eins held ég að það geti verið gott
að bera fram í litlum skálum rúsínur,
niðurskorin epli og fleira, sem gæti farið
vel með svínakjöti í karrý. Ég mæli með
góðu, fremur þurru rauðvíni með þess-
um rétti.“
Það þarf ekki að orðlengja það, að
snilldarkokknum Þóreyju brást ekki
bogalistin að þessu sinni frekar en
endranær. Kókospotturinn er afar ljúf-
fengur réttur, bragðmikill, en þó ekki
um of. Kryddið í honum situr ekki eftir
og kitlar bragðlaukana fram eftir kvöldi.
Umsjónarmaður Eldhússkróksins hefur
aldrei fengið svínakjöt matreitt á þennan
máta, en varð svo hrifin af aðferðinni að
hún er ákveðin í að reyna sjálf.
Þórey var ekki á því að leyfa
kryddbragðinu góða að vera alltof lengi
í munnum gestanna, svo hún bar fram
hinn ljúffengasta drykk, sem ber nafnið
Grand Marnier-kaffi. Þessi drykkur, er
afskaplega góður, og fer vel á að drekka
hann að lokinni svo góðri máltíð. Það
sem til þarf í hann eru 3 cl af líkjörnum
góða, Grand Marnier, sjóðandi heitt og
sterkt kaffi, og þeyttan rjóma. í einu
orði sagt, hinn ljúfasti drykkur, og
fyrirgefi mér nú allir bindindispostular,
en mér til afsökunar hefi ég það, að ekki
er ráðlagt, að mæla með nema einum
slíkum drykk, að lokinni máltíð!
Drykkjarhornið
— tveir
ljúffengir
eftir
Björn
Vif il Þor-
leifsson
■ Það er hann Björn Vífill Þorleifsson,
framleiðslumaður í Þjóðleikhúskjallar-
anum, sem ætlar að fylla drvkkjarhornið
að þessu sinni. Björn Vífill hefur tekið
þátt í fjölda keppna og unnið til fjölda
verðlauna. Drykkirnir sem hann býður
uppá að þessu sinni eru báðir verðlauna-
drykkir. Hann ætlar að bjóða upp á
long-drink og sætan kokktail.
Oui, longdrink, scm fékk gullverðlaun í
Cannes1981
3 cl vodki
2 cl Royal mint
1 cl Creme de Banana
dash (skvetta) sítrónusafi
Þetta hristist, og að því loknu fvllist upp
með greip og sítrónusneið og kirsuber
er sett á barminn.
íslandsmeistarakoktaill 1982, Hringur
Þessi sæti koktáill, sem Björn Vífill
nefnir Hring, fékk 1. verðlaun á
íslandsmeistaramótinu síðasta ár, og
hann fékk einnig 4. verðlaun á heims-
meistaramótinu sem haldið var í október
sl. í Algarve, í Portúgal.
Uppskriftin er svohljóðandi:
2 cl Southern Comfort
1 cl Parfait Amore
Vi cl Creme de Banana
2 1h. cl rjómi
Kokkteillinn er hristur, og skreytingin
er súkkulaðispænir, auk þess sem hring-
ur er skorinn útúr appelsínuberki og
lagður ofan á súkkulaðispænina. Björn
Vífill sagði að þessi drykkur væri einkar
Ijúffengur og hans væri gjarnan neytt að
lokinni góðri máltíð.
OC HRIMCUR
Osfa-
fondue
smakk-
ast vel
á dimm-
um
vetrar-
kvöldum
■ Fátt er notalegra á dimmum vetrar-
kvöldum. en að hreiðra um sig í
notalegri stofu með góðum vinum. og
snæða saman fondue. Olíufondue og
ostafondue er hvorttveggja herramanns-
matur, ef rétt er að staðið. Það er ágætis
hugmynd, fyrst fyrstu tvær ostakynning-
arnar voru um rjóma- og gráðost að
gefa hér eina fondueuppskrift, þar sem
báðar þessar ostategundir eru notaðar.
Gráða- og
rjómaostfondue
200 g gráðaostur
200 g rjómaostur (má vera bræddur
ostur)
1 'Æ dl hvítvín
Vt dl mjólk
1 msk smjör
'Á tsk pipar
Vs tsk múskat
Bræðið ostinn í hvítvíni og mjólk, við
vægan hita. Hrærið stöðugt í, þar til
hræran er mjúk og kekkjalaus. Bætið
smjörinu í og hrærið. Kryddið þegar
smjörið hefur blandast hrærunni. Setjið
í fondue-pott og berið fram með léttrist-
uðum brauðteningum.