Tíminn - 13.02.1983, Page 6

Tíminn - 13.02.1983, Page 6
6____________________ leigupennar í útlöndum SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983. ■ Þaö er meðal algengra fordóma gegn Svíum að þeir eigi engar bókmenntir. Jafnvel menntað fólk heldur stundum fram að þar sé ekki annað frægara en drykkjusvolinn Bellman fyrir fyllerísvís- ur og geðsjúkur kvennahatari, Strindberg, fyrir nokkur sadísk stofu- leikrit í borgaralegum stíl. í Stokk- hólmsbréfum í fyrrasumar sagði ég lítið eitt frá Strindbcrg. Hann cr einn af snjöllustu höfundum sem ég þekki til, þótt ég geti kannski skilið þá sem verða þreyttir á geðflækjunum sem mörg verka hans lýsa. En mér er enn sárara um Bellman. Ég ætla nú að segja lítið eitt frá honum og þeini jarðvegi sem hann óx í. Stórveldistími A stórveldistíma Svía, sem talinn er hafa staðið frá 1611-1718, höfðu þeir fyrst hinn fræga kóng Gústav 2. Adólf. Þeir unnu lönd sunnan Eystrasalts og höfðu þá þéttingsfast tak á siglingum þar. Gústav féll í frægum bardaga við Lútzen áriö 1632. Völd Svía á þessum tíma byggðust að talsverðu marki á því hve illa andstæðingum þeirra gekk að vinna hver með öðrum, en auk þess var verulegur fjörkippur í námagreftri Svía sem seldu nú járn suður um Evrópu. Á þessum tíma óx Stokkhólmur mjög. Stokkhólmur er aðeins rúmlega 700 ■ Stokk- hólmur árið 1693. Gamla Stan er hægra megin en eyj- an Söder í baksýn. Skipastiginn milli eyjanna (Slussen) var byggður árið 1640. Hæðin á myndinni er Maríuljallið. Bellman fæddist og ólst upp í Maríusókn á Söder. Vísnasöngur í 700 kram ára gömul borg. Á tímabilinu 800-1000 var Birka (Björkey) í Leginum helsti verslunarstaður víkinga í landinu. Mér skilst að ein skýringin á því að Birka hnignaði sé sú að land hafi risið og breytt siglingaleiðunum því þá hafi ekki lengur verið fært til suðurs út á sjó. Stokkhólm- ur var þá betur í sveit scttur. Bærinn stóð upphaflega aðeins á ey þeirri í mynni Lagarins, sem nú heitir Gamla Stan eða Staden mellan broarna. Bærinn óx hægt í fyrstu og e/ áætlð að þar hafi aðeins verið um 7000 manns um 1580, en öld síðar var hann kominn í 42.000. Það var að vísu ekki tiltakanlega stór höfuðborg stórveldis, en engu að síður var Stokkhólmur lang stærsti bær Svía. Rcyndar bjuggu innan við 10% lands- manna í bæjum allt fram unt miðja 10. öld. Á stórveldistímanum fóru Svíar að gefa gaum að fornsögu sinni og menningu. Gústav 2. taldi sig arftaka forngotncskra herforingja. Þjóðernis- hyggja þessa tíma kom fram í áhuga á norrænni goðafræði og í kenningum um að sænska eða fornsænska hafi verið móðurtunga allra tungumála. Þegar Jón Jónsson frá Rúgsstöðum í Eyjafirði ætlaði að sigla til náms í Kaupinhafn nálægt miðri öldinni vildi svo illa til að Danir og Svíar áttu í ófriði, og lögðu svenskarnir hald á Jón. Fluttu þcir hann hingað norður og fengu honum handrit og létu hann stunda fornfræði. Jón, sem tók sér nafnið Rúgmann, hefur án efa fengið í hendur handrit sem Svíar öfluðu sér á íslandi, fyrst í óþökk og svo í banni Dana. Fyrstu útlcndingar sem héldu fyrirlestra um íslenskar bókmenntir og sömdu íslenska orðabók voru Svíar. En skáldskapar- tíska þessarar aldar, barokkið, gerir að verkum að okkur þykir fátt frá þessum tíma læsilegt, jafnvel þótt norræna goðafræðin sem var þá í tísku hérlcndis standi okkur ögn nær en sú suður- evrópska sem áður hafði ríkt. Frelsistími Þegar Karl 12. dó árið 1718 var einveldi kóngs afnumið hjá Svíum og er sagt að þá hefjist frelsistíminn sem stóð til 1772 þegar Gústav 3. tók sér einræðisvald að kalla má. Á frelsis- tímabilinu var konungsvaldið veikt og leyndarráðið réð mestu í reynd. í orði kveðnu var valdið í höndum þingsins og stéttanna fjögurra, sem þá voru taldar svo, en þar var aðeins um að ræða foíréttindastéttirnar. Eftir miðja öldina voru flokkadrættir miklir í landinu. Hattaflokkur hallaðist að Frökkum, og fylltu hann ýmsir aðalsmenn, háttsettir kontóristar og borgarar. Andstæð- ingarnir voru nefndir Húfur eða Nátthúf- ur og voru þeir hallir undir Rússa. Hattarnir náðu völdum og stóðu fyrir stríði gegn Rússum 1741-43 og gekk það illa. 1750-60 voru Hattar mjög öflugir, og varð jafnvel konungsvaldið að lúta þeim. Varstjórn þeirraum tímahálfgerð ógnarstjórn; stuðningsmönnum var hyglað gegndarlaust en andstæðingar ofsóttir. Embættasala og mútur voru alsiða. Stríðskostnaðurinn hafði leitt til verulegrar verðbólgu og gengisbreytinga sem náðu hámarki nokkru eftir 1760. Lá þá við hungursneyð í dreifbýlinu. 1765 náðu Húfurnar völdum og gengu hart fram gegn andstæðingum sínum. Um 1770 náðu Hattar stjórnartaumum svo aftur með því að gera bandalag við kónginn, en hann tók sér alræðisvald ár- ið 1773 með þegjandi samþykki valda- manna í Hattaflokknum. Evrópa var í kreppu um þetta leyti, og bergmál frá frönsku byltingunni barst til Svíþjóðar. Gústav kóngur var myrtur á dansleik árið 1792. í Stokkhólmi hafði verið komið á fót nokkrum iðnaði og var það einkum vefnaður. Naut sú starfsemi framlaga af opinberu fé skv. ráðum kaupauðgishag- fræðinga, og tollar komu í veg fyrir erlenda samkeppni. Varan var framleidd einkum til útflutnings. Árið 1757 var fólksfjöldi í Stokkhólmi orðinn 72.000 og fór bænum að hraka talsvert eftir það. Margt lagðist á eitt um að grafa undan hag Svía. Ófarir í stríðinu við Rússa, minni arður af koparnámi, ofvaxið embættismannakerfi og veikt fram- kvæmdavald voru meðal orsaka. Stuttu eftir 1760 voru niðurgreiðslur til iðnaðar- ins felldar niður að undirlagi kon- ungssinna og'varð það mikið áfall fyrir Stokkhólm. Nú tóku við erfið ár. Fátækt var mikil í borginni. Verkamenn og atvinnuleys- ingjar bjuggu í ömurlegum hreysum á Söder, lægri embættismenn sultu, skækjulifnaður. drykkjuskapur og mútur urðu hluti daglegs lífs. Erlendir erindrekar, einkum franskir og rússnesk- ir, mútuðu þingmönnum að vild. Barnaþrælkun viðgekkst í spunaverk- smiðjum, og ástand heilbrigðismála var hörmulegt. Barnadauði ogsóttdauði var afar tíður, enda var dauðahlutfallið í bænum milli fimm og tíu sinnum meira cn nú er. Stokkhólmur var sú borg álfunnar þar sem dánartalan var hæst. Hins vegar var nokkuð um að menn eignuðust auðæfi á skjótan hátt með gengisbraski. Menningarástand Það kemur líklega ekki á óvart að skemmtanaiðnaðurinn blómstraði mjög við þessar aðstæður. Menn létu hverjum degi nægja sína þjáningu og flúðu yfir í stundlega glaðværð öldurhúsa þegar ekki var von um endingarbetri ham- ingju. í Baggensgötu stóð halarófan af vændishúsum og vörusýni í gluggum. Sagt cr að því sem næst allar konur af lægri stigum hafi verið hjákonur efna- manna, og allir karlmenn reyndu að hafa eina slíka. Engu að síður var tekið hart á vændi ogvarrefsingin nauðungarvinna í spunaverksmiðju, einsog í Kaup- mannahöfn. Annar vottur um ör- væntingartilraunir til fjáröflunar eru happdrættin sent tíðkuðust og stóðu með miklum blóma. Dansleikir voru daglegt brauð og stundum voru grímubötl. Þá var stiginn menúett, og polki, sem var nýrri dans, var ekki síst vin.sæll irieðal alþýðu. Þá spiluðu mcnn lomber og cambíó, stundum peningaspil sem var ólöglegt. Keiluspil voru víða á krám og loks má nefna að mikið var sungið, oft undir borðum, eins og í Frakklandi. Drykkjuskapurinn var ógurlegur. Á þeim tíma er Stokkhólmsbúar voru 72.000 talsins voru krár þeirra liðlega 700, sem samsvarar eitthvað um 1.000 krám í Reykjavík nú. Þetta voru yfirleitt litlar knæpur. Til drykkjar var bjór (oft drukkinn heitur), vín og brennivín, en brennivínið var reyndar veikara en nú gerist og mikið af aukaefnum í því vegna þess að eimingunni var áfátt. Maður getur svosem trúað að eitthvað af eimingartækjunum hafi verið lélegt því þau voru mörg: ein tæki á hverja fimmtán Svía, að því er talið er, sem mundi samsvara svona 14.000 tækjum á íslandi í dag. Bretinn Paul Austin áætlar að á þessum tíma hafi Svíar drukkið fjörutíu sinnum meira af áfengum drykkjum en nú. Fleira gerðu menn sér til skemmtunar. Til dæmis var farið í skemmtiferðir út í sveit mcð nesti í körfu; þá var oft áfengi og gleðikona með í för. Efnaminna fólk lét sér duga að skreppa bara út á Djurgárden, en þar voru komnar krár þegar á 17. öld og eru þar enn. Talsverður hluti af félagslífinu fór fram innan Frímúrarareglunnar sem var öl'lug víða í Evrópu en óvíða eins og í Svíþjóð. í þessari reglu og öðrunt ámóta var lítið gert annað en að sukka, að manni skilst. Nefndu menn þar hver annan „bróður" og geri ég ráð fyrir að konur hafi ekki haft þar aðgang nema til að ganga urn beina og til að selja blíðu sína. Aðallinn og hirðin hneigðust mjög að franskri menningu; frönsku áhrifin mátti sjá í'byggingarlist, matargerð, fagurbók- menntum og víðar. Eitt leikhúsið hafði franskan leikflokk til að flytja franskar skopóperur, og áhorfendur spjölluðu saman á frönsku í hléinu. Þegar Gústav 3. lét setja upp óperu á sænsku í fyrsta sinn árið 1773 hló fína fólkið að henni. Má því segja að þjóðernisstefnan og dýrkun á sænskri tungu á 17. öld hafi að nokkru snúist í andstæðu sína á öldinni á eftir. 18. öldin var öld upplýsingar og klassísisma. í bókmenntunum ríktu fornbókmenntirnar eða réttara sagt skilningur klassísismans á þeim, og þar með voru gefnar fastar reglur um skáldskapinn sem smám saman urðu honum fjötur um fót. Á 17. öld var krafist sannferðugheita, gagns og gam- ans af skáldskap, og var ætlast til að menn stældu skáldskap fornaldar skv. franskri formúlu. Þessi viðhorf ríktu fram á 18. öld, og var lagt mikið upp úr því sem kallað var smekkur, hófsemi. Á seinni hluta 18. aldar fóru áhrif klassís- ismans að dvína, og sú hugsun kom upp að endanlegur hápunktur lista hafi kannski ekki verið í Grikklandi og Róm í fornöld, heldur sé nýrra afreka að vænta í listum; af þessu leiddi að menn fóru að efast um nauðsyn þess að stæla gömlu mennina. Hóras og hans máta. í Svíþjóð voru átökin milli framúrstefn- unnar og afturhaldsins hörð eins og víða. Sumum fannst fráleitt að allt í einu skyldi hætt að hafa fornu listina sem fyrirmynd og að skáldið og tjáning þess skyldi talið stærri pöstur í skáldskapnum heldur en náttúran og reglurnar. Thorild, einn af mönnum nýja tímans, skrifaði stuttu eftir 1780 um skáldsnill- inginn: „Hann hlítir ekki lögum heldur setur þau“. Á þessum tíma kemur Bellman fram. Belíman liflr Sólbjartan júlídag fyrir tæpum sex árum ráfaði ég einn míns liðs út í Hagagarðinn við Brunnsvíkina hér í Stokkhólmi og var að ieita að útisam- komu. í fyrstu hafði skemmtunin verið auglýst lítið eitt, en svo var allt borið til baka af yfirvöldunt. Var því um kennt að svo mikill drykkjuskapur og vandræði fylgdi samkomum þarna að ekki væri fært að halda slíku áfram; skyldu foreldrar halda börnurn sínum frá þessu svæði. Þetta var Bellmansdagurinn. Vegna banns yfirvalda átti ég nú ekki von á miklum mannfagnaði þarna en mætti þarna að hálfu leyti rekinn af löngun til að sjá Hagahöllina, rómaða fegurð Brunnsvíkurinnar og mikið sýn- ingar tjald úr kopar, sem stendur þarna í rjóðri eða dalverpi. En viti menn: í algeru trássi við yfirlýsingar hins opin- bera höfðu safnast þarna saman eitthvað yfir 20.000 manns og höfðu með sér eftirfarandi: dúka til að leggja á grasið, brauð með áleggi, ávexti, svalt hvítvín, kaffi á brúsa, gítara, fiðlur, júðahörpur, lykilhörpur, harmóníkur, munnhörpur, stöku lúður og svo bumbur. Og þar sem veður var með miklum ágætum, logn og fiðrildi á flögri, þá reyndist hægðarleikur fyrir 20.000 Svía að gera úr þessu ógleymanlegan Bellmansdag með dans og söng og hljóðfæraslátt beint frá hjartanu. Margir kunnu textana en allir kunnu lögin. Fleira var spilað en Bellman, t.d. vísur eftir Evert Taube, þjóðlög, dægurlög og svo spilamannalög - spelmanslátar - fyrir fiðlusamleik sem fellur vel inn í svona samkomur. Tónlistarmót eru haldin á sumri hverju víða um land, en Bellmansdagur í Hagagarðinum hlýtur að vera einn helsti hápunktur vertíðarinnar. Þama kynnast menn öðrum vísnasöngvurum eða fiðlungum; sá sem hefur í hendi sér hljóðfæri röltir frá einum hópi til annars og spreytir sig á samspili og eykur lagaforða sinn. Eitt þekktasta kvæði hans, sem ég man reyndar að hafa heyrt sungið af sjö ára börnum, er einmitt tengt garðinum þar sem Bellmansdagur skal haldinn hátíðlegur: Fjáriln vingad syns í Haga. Næst þegar ég var staddur í Stokk- hólmi á Bellmansdegi fór ég auðvitað aftur í Hagagarðinn til að syngja. Yfirvöld höfðu þá bannað samkomuna, mig minnir þeir hafi í þetta skipti borið við skorti á hreinlætistækjum og jafnvel á skemmtiatriðum. En 30.000 Svíar kærðu sig kollótta um það og mættu þama í blíðuna með hefðbundið nesti og sungu. Ófá skáld sænsk sömdu kvæði á seinnihluta 18. aldar og eru öll dauð í mínum huga önnur en Bellman. Lög hans eru ekki aðeins sungin í Svíþjóð heldur líka t.d. á íslandi. Bellman lifir. Pistlar Fredmans, aðalverk hans, sem kom út fyrir tæpum 200 árum síðan, eru merkilegt bókmenntaafrek. í samtíma hans var, eins og ég hef þegar lýst, nokkuð sviftivindasamt og mikil eymd, þar á meðal drykkjusýki. En sú eymd verður ekki skrifuð á reikning Bellmans. Hitt verður tafið honum til ágætis að hann náði áheyrn á slíkri tíð með djúpum skáldskap sínum. og er það til sannindamerkis um hve marga strengi hann hafði í hörpu sinni. Árni Sigurjónsson skrifar frá Stokkhólmi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.