Tíminn - 13.02.1983, Page 8
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983.
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadottir, Ðjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjon Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir,
María Anná Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrlft á mánuði kr. 150.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Bann kvikmynda algert
undantekningaratriði
■ Menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, hefur mælt fyrir frumvarpi
til laga um bann við ofbeldiskvikmyndum, og hefur það vakið nokkrar
umræður eins og eðlilegt er. í framsöguræðu sinni með frumvarpinu
gerði menntamálaráðherra nánari grein fyrir markmiðum laganna,
og sagði þá m.a. um hugtakið ofbeldiskvikmynd, að þar væri átt við
kvikmyndir „sem sýna hrottalegt ofbeldi ofbeldisins vegna, myndir
sem eru bæði ólistrænar og viðurstyggilegar í alla staði. Og ég held
nú að það þurfi ekkert að vefjast fyrir mönnum við hvað er átt þegar
talað er um ofbeldiskvikmyndir. Hins vegar hlýt ég að viðurkenna
bað. oe nefna það, að allt kvikmyndabann er mjög vandmeðfarinn
hlutur. Það er ákaflega vandmeðfarið að taka upp „sensúr“ í lýðfrjálsu
landi eða ritskoðun, og á það vil ég leggja núkla áherslu, að auðvitað
verðum við að fara gætilega með þetta vald. En þó held ég að málið
sé ekki svona einfalt. Þrátt fyrir allt hefur það lengi verið viðurkennt,
að tjáningarfrelsið hefur sín takmörk og ég held að það sé viðurkennt
bæði lagalega og heimspekilega, að við verðum að gera ráð fyrir því,
að takmörk á tjáningarfrelsi séu fyrir hendi, enda hefur verið eftir
því farið. Við höfum í ýmsum tilfellum sett takmörk á tjáningarfrelsi
og þá ekki síst hvað varðar birtingu kvikmyndaefnis."
Menntamálaráðherra benti á, að í frumvarpinu kæmi fram að
„bannið nái ekki til kvikmynda, þar sem sýning ofbeldis telst eiga
rétt á sér vegna upplýsingagildis kvikmyndarinnar eða vegna listræns
gildis, þannig að áður en kvikmyndabanni yrði beitt á grundvelli þessa
frumvarps, ef að lögum verður, þá þarf að hyggja að tilgangi og
listrænu gildi myndarinnar. Þetta ákvæði er auðvitað fyrst og fremst
sett til þess að koma í veg fyrir þröngsýni og bókstafstrú í bcitingu
kvikmyndabanns eða túlkun á orðinu ofbeldiskvikmynd. Það á ekki
að vera hægt að beita þessu banni án íhugunar um tilgang myndarinnar
eða áhrif myndarinnar. Sem sagt, menn verða að hyggja vel að því,
hver tilgangur myndarinnar er, áður en slíku banni verður beitt, enda
verður að líta svo á, að allt bann af þessu tagi sé algert
undantekningaratriði, sem verður að fara varlega með“.
Undir þessi orð menntamálaráðherra skal tekið. Það er vissuléga
áhyggjuefni, hvaða áhrif óheftur innflutningur á ofbeldiskvikmynd-
um, sem framleiddar eru eingöngu í gróðaskyni, hefur á börn og
unglinga. En það þarf einnig að gæta þess vel, að aðgerðir til að
stemma stigu við innflutningi slíkrar kvikmyndaframleiðslu verði ekki
til þess að hindra í leiðinni sýningar á kvikmyndum, sem hafa
víðtækara gildi. Þar skiptir framkvæmdin auðvitað öllu máli, því
smekkur manna og skoðanir eru að sjálfsögðu ólíkar. Ef Kvikmynda-
eftirlitinu yrði veitt heimild til að banna kvikmyndir, þá yrði það að
vera, eins og menntamálaráðherra orðaði það, „algert undantekning-
aratriði", og þar þyrftu einnig að vera opnar leiðir til þess að álit
fleiri aðila kæmu til í þeim tilvikum, þar sem um vafa er að ræða.
Það er mikilvægt að bægja ofbeldiskvikmyndum frá börnum og
unglingum, en það má hins vegar ekki verða til þess að takmarka
með óeðlilegum hætti kvikmyndaval landsmanna, og á því er sýnilega
fullur skilningur hjá menntamálaráðherra.
„Skáru borgarstjóra
niður úr snörunni”
Samningur ríkisins og borgarinnar um Keldnalandið var til umræðu
í borgarstjórninni á fimmtudaginn, og þar rakti Kristján Benedikts-
son, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gang málsins undanfarin ár
og svo nú síðustu vikurnar.
Kristján benti á, að skyndileg vending núverandi meirihluta
varðandi framkvæmdaröð aðalskipulagsins og landnotkun norðan
Grafarvogs, hefði leitt til þess, að borgin hafi þurft að fá hluta af
Keldnalandinu strax. „Segja má að teflt hafi verið á tæpasta vað“,
sagði hann. „Borgin var komin í sjálfheldu. Samningar urðu að takast
því annars var um engar lóðir að ræða næstu árin. Engum mun hafa
þótt fýsilegt að ná þessu landi með eignarnámi, enda hefði slíkt verið
óheyrilega dýrt fyrir borgina. Reykvíkingar geta því verið núverandi
menntamálaráðherra þakklátir. Hann stuðlaði mjög að lausn þessa
máls og sá vitanlega þá stöðu, sem þetta sveitarfélag var komið í
varðandi byggingarland eftir hinar hvatvíslegu ákvarðanir borgar-
stjórnarmeirihlutans á s.l. sumri. Vitanlega hefði ríkið getað notfært
sér þessa stöðu, sem upp var komin hjá borginni. Slík vinnubrögð
hefðu að mínum dómi verið óeðlileg og til vansa fyrir ríkið. í staðinn
skáru þeir borgarstjóra niður úr snörunni og gengu til samninga".
Það er rétt, sem Kristján segir, að Reykvíkingar geta verið
,menntamálaráðherra þakklátir fyrir að hafa sýnt skilning á þeim
vanda, sem borgarstjórnarmeirihlutinn hafði komið borginni í, og
gengið í að leysa málið.
-ESJ
ERU ÞINGMENN AÐ BREGÐAST
LYÐRÆÐISTRÚNAÐI
I KOSNINGARÉTTARMÁLINU?
■ Mér þykir ekki ólíklegt aö ýmsum fari eins og mér þessa
dagana, að þeir horfi með vaxandi hrolli á grautargerð
Alþingis, og þó heldur flokksformanna í svonefndu kjördæma-
máli, sem þó er rangnefni, því að ekki er ýjað að
kjördæmabreytingu, að þessu sinni. Hér er fjallað um
kosningaréttarmál. i Einhvers konar höfuðsóttargemlingur
virðist loks risinn á horleggi í höndum flokksformanna og
kallast „tillaga í kjördæmamálinu", og sýnir málbeitingin að
ekki er hirt um hvað snýr aftur eða fram á skepnunni - og er
víst hér um bil sama.
Alþingi tók þetta vonarbarn undir væng sinn snemma á
jólaföstu, og einhvern veginn æxlaðist það svo, að formenn
íslenskra stjórnmálaflokka tóku það í sameiginlegt fóstur sem
einhvers konar jólabarn sitt og ætluðu að veita því.,döngun
og mannsmót um hátíðarnar. En tíminn leið án þess að gengi
né ræki, og nú loks á lönguföstu er farið að grilla í eitthvert
óbermi, sem ekkert samkomulag er þó um.
Það er hins vegar enn óráðin lýðræðisgáta, hvers vegna
flokksformenn voru taldir öðrum sjálfkjömari til þess að móta
þennan leir sem fulltrúar kjósenda í landinu.
Réttlæti handa flokkum
en ekki kjósendum
Þessi heilaga krossferð á hendur ranglætinu var hafin undir
þeim kjörorðum að „jafna vægi atkvæða", og var auðvitað
ekki vanþörf á, þar sem misvægið var orðið allt að því
fimmfalt. En ekki höfðu flokksformenn lengi um ruálið vélt
þegar í Ijós kom að allt snerist þar um „réttlæti" til handa
flokkum og þingmannafjölda. Að vísu má segja, að hér geti
verið um tvær hliðar á sama hlut að ræða, en þó ekki steyptar
í sama mót, en viðkunnanlegra hefði verið að fjalla um málið
af sjónarhóli kjósandans, því að þetta er nú einu sinni
lýðræðisrétturinn hans sem verið er að bögglast með, en ekki
þess sem kosinn er. Hans réttur er að ýmsu leyti annar
handleggur.
Svonefnt va:gi atkvæða er ekki heldur allur kosningaréttur
fólks í lýðræðisríki. Hann má jafna og auka að áhrifum með
ýmsum öðrum hætti. Það er ekki nóg að vægi hans sé jafnað
nokkurn veginn í kjördæmum, ef engin trygging er fyrir því,
að hann geti komist til skila og áhrifa við stjórn landsins nema
eftir ákveðnum og þröngum farvegum svonefndra stjórnmála-
flokka, en atkvæði eigi á hættu að falla ógild þúsundum saman
eftir sem áður, velji þau sér aðra farvegi til þess að senda
menn á þjóðþingið.
Samtrygging flokkanna
Það hafa stundum verið gerðar tilraunir til þess að bjóða
kjósendum aðra farvegi til þings en þrengstu flokksgil. Það
var til að mynda gert á sínum tíma með ákvæðum í
kosningalögum um að óánægðir flokksmenn gætu boðið fram
sérlista undir tvöföldum listabókstaf flokks síns. Þetta átti að
rýmka rétt kjósenda og kosningaréttinn og hefði getað haft
þau áhrif. En Adam var ekki lengi í Paradís. Áður en varði
höfðu stjórnmálaflokkarnir fallist í faðma um þá „réttarbót"
sér til handa að reka slagbrand fyrir þessar undankomudyr
kjósenda með því að setja í kosningalög að til slíks framboðs
þyrfti samþykki aðalstjórnar viðkomandi flokks - og það
samþykki hefur til þessa reynst vandfengið.
Undirbúningur að framboðum flokka fyrir næstu kosningar
sýnir gerla að ekki er vanþörf á að þessi leið sé greið, ef
kjósendur eiga að geta notið fulls kosningaréttar þegar þeir
eru óánægðir með mannval á listum eða telja meinbugi á
ákvörðun um framboð sem þeir geti ekki við unað. Þess hefur
ekki heyrst getið úr formannaviðræðunum að nokkrum hafi
komið til hugar að opna þessa leið kosningaréttarins að nýju
til meiri jafnaðar í vægi atkvæða.
Þessi sameiginlegi slagbrandur flokkanna gegn aukafram-
boðum hefur löngum verið talinn skilríkt dæmi um það
fyrirbæri sem kallast samtrygging flokkanna og lætur ekki að
sér hæða. Þegar að því kemur að tryggja þennan einkarétt
flokka á framgangi lýðræðisstjórnar í landinu þá fallast
hundurinn og kötturinn ætíð í faðma. Af sama toga er
órjúfandi samstaða stjórnmálaflokkanna um þau ákvæði
kosningalaga, að framboðslisti skuli þurfa að fá mann kjörinn
í kjördæmi til þess að atkvæðisréttur þeirra sem kusu hann
hafi nokkurt gildi, jafnvel þótt atkvæðamagnið í heild nægi
til tveggja eða þriggja þingmanna sé miðað við meðallal að
baki þingmanni.
Sú tillöguómynd, sem formennirnir hafa nú hysjað sam-
an án þess þó að vera sammála um hana, ber því líka vitni
að samtrygging flokkanna er enn í fullu gildi, því að við sam-
anburð á útdeilingu þingsæta eftir nýju hugntyndinni og
aðferðinni sem nú er í gildi kemur í ljós að enn erfiðara yrði
fyrir nýja framboðsaðila að koma þingmönnum að en nú er.
Um þetta er vafalaust góð samstaða með flokksformönnum.
Um leið og þeir vinna réttlætisverkið á kjósendum tekst þeim
að hygla sjálfum sér svolítið, styrkja einkaréttarstöðu sína.
Hvað er lýðræðissiðgæði?
Alþingi setur margvísleg ákvæði um stjómsýslu, löggjöf og
þegnlega hegðun. Slíkar lagareglur eru auðvitað nauðsynlegar
í lýðræðisríki. En þær nægja alls ekki. Til viðbótar verður að
koma vakandi lýðræðissiðgæði - allra helst innan veggja
Alþingis. Annars verður lýðræðinu misboðið sýnkt og heilagt.
Hin furðulega lokaða umfjöllun Alþingis á kosningaréttar-
málinu núna vikum og mánuðum saman, svo og einokunarfull
tillögugerð' , er ömurlegur vitnisburður um skort á þessu
lýðræðissiðgæði. Undir því yfirskyni að verið sé að jafna
kosningarétt eru flokkshnútar reyrðir og hertir, flokkakerfið
víggirt sem best án þess að almenningur í landinu fái málið í
sínar hendur. Þingmenn virðast ekki láta sér nægja að þiggja
kosningu, heldur telja líka að þeir eigi að ráða því alfarið
hvernig þeir em kosnir. Þetta er svona í áttina að því að þeir
fái að kjósa sig sjálfir og einir á þing .
í þessum aðförum felst lýðræðisspilling, sljótt lýðræðissið-
gæði þar sem það ætti að vera bjartast. Sá þingmaður sem
vill stunda lýðræðissiðgæði verður að forðast að skammta
sjálfum sér forréttindahlut með afli þess trúnaðar sem
kjósandinn hefur falið honum. Lýðræðissiðgæði þingmanna
verður ekki tryggt með neinum lagagreinum, aðeins stutt, að
öðru leyti á kjósandinn þar allt undir trúnaði þingmannsins.
Að bregðast þeim óskráðu lögum og trúnaði er mesta ávirðing
þingmanns. Þessum lýðræðistrúnaði bmgðust þingmenn til að
mynda hrapallega þegar þeir ákváðu sjálfum sér kaup og kjör.
Þeir bregðast honum enn nú ef þeir vísa ekki kosningaréttar-
málinu umsvifalaust til þjóðarinnar.
Alþingismenn verða að muna, að umboðsrétturinn sem þeir
hafa þegið úr hendi kjósenda sinna er tvíhliða. Þeir eru
fulltrúar, og umboðsvald þeirra er ekki aðeins fólgið í því að
deila og drottna. Það er hvorki réttur þeirra né eina skylda
að ráða málum til lykta, setja lög og reglur um allt og alla.
Sú lýðræðisskylda þingmanns er ekki síður rík að sjá um að
mál komist óbundin til þjóðarinnar þegar það á við. Þessi
varðstaða um rétt þjóðarinnar er engu lítilvægari á þjóðþingi
lýðræðisríkis en tillögufrumkvæði og ákvarðanir.
Þetta á þó alveg sérstaklega við um þau mál sem snerta
kosningar, helgasta persónurétt þjóðarinnar, og umboð
þingmanna sjálfra. Með þvættingi kosnsingaréttarmálsins
fram og aftur og grautarlegri og takmarkaðri tillögugerð
umboðslausra flokks formanna í þessu máli hafa þingmenn
brugðist lýðræðistrúnaðinum við þjóðina - þeirri skyldu að
sjá um að hún fái þetta mál óspjallað í hendur svo sem henni
ber. Þingmönnum ber nú að lúta höfði og fela sínar tillögur,
en fá þjóðinni kosningaréttarmálið og álit stjórnarskrárnefnd-
ar til umhugsunar og umræðu án fyrirsagnar þeirra um
úrlausnir. Þegar þjóðin hefur sagt sitt kemur að þingmönnum.
Andrés Kristjánsson
Andrés í*rjip|
Kristjánsson
skrifar wfi