Tíminn - 13.02.1983, Qupperneq 10

Tíminn - 13.02.1983, Qupperneq 10
ÍO SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983. Fyrir tveimur öldum voru náttúruhamfarir nærri búnar að leggja fsland í eyði: FLYTJA ÁTTI ALLA ÍSLEND- INGA TIL JÓTLANDSHEIÐA Hugmyndin var rædd í fullri alvöru veturinn 1784-1785 n Fyrir Iveimur öldum, þegar Móðu - harðindi og óvenju mikið kuldaskeið gerðu óskunda hér á landi með þeim afleiðingum aö þúsundir íslendinga lét- usl og kvikfénaöur stráféll, komu í fullri alvöru til tals huginyndir um að flytja stóran hóp, jafnvel alla, íslendinga úr landi og til Jótlandsheiða. I’essar hug- myndir voru ræddar og rannsakaðar af embætlismönnum á íslandi og í Dan- mörku og um þær skrifaðar álitsgcrðir, jafnvel kannaður kostnaður sem slíkum mannflutningum fylgdi. Niðurstaðan vard sú að flutningar af þessu tagi væru óhagkvæmir og óæskilegirog af þeimvarð ekki. Það segir aftur á móti nokkra sögu um ástandið á íslandi á þessum tíma að slíkar hugmyndir skyldu vera ræddar af alvöru af forystumönnum þjóðarinnar. í nærri áratug, árin 1777-1786, ríkti hér á landi samfellt harðindaskeið. Hafís lagðist við strendur landsins og mikill kuldi olli grasbresti scm aftur bitnaði bæði á húsdýrum og mannfólki. Móðuharðindin í kjölfar Skafárelda juku á eymdina. Talið er á árunum 1783-1785 hafi 9238 fleiri menn dáið en svaraði tölu fæddra. Veturinn 1783- 1784, þegar harðindin urðu einna mest, féll rúmur helmingur alls nautpenings, 82% af sauðfé og 77% af hestum. Það er ekki út i hött að bcra þessar hörmungar á íslandi saman við hungurs- neyðir og náttúruhamíarir í löndum „þriðja heimsins" nú á dögum. íslensku hamfarirnar eru jafnvel enn hroðalegri cn þau tíðindi scm okjcur berast af og til sunnan úr heimi. Þcgar fréttir bárust til Danmerkur haustið 1783 um þá atburði sem höfðu orðið á íslandi vöktu þær þcgar mikla athygli. Efnt var til sam- skota meðal almennings og stjórnvöld sendu hingað til lands þá Levetzow kammerherra og Magnús Stcphensen til að kanna sem nánast/ástandið í landinu. Hugmyndin kviknar Við vitum ekki hvenær fyrst var hrcyft hugmyndinni um að flytja hina hart- lciknu íslendinga úr landi til að forða þeim frá frekari hörmungum, og ekki vitum við heldur hver eða hverjir viðruðu hana fyrst. Elsta varðveitta heintildin er bréf scm Jón Sveinsson Sýslumaður í Suður-Múla- sýslu skrifaði Rentukammcrinu í Kaup- Kort over de/L Egn. af VestreSkiptefielv SrSSEl. i fsla.ncL, Jom. cn. nijc 1 ' " s4ar 7iar m/nmr.i. oplagel,cJfrr cle iVíarc.t 178/1 paa S'fedcrnr Jclu giordc Dansk-e . nú7e ■ Uppdráttur Magnúsar Stephensen af upptökum Siðuelda og hraunflóðum þeim sem frá þeim runnu niður í byggðir í Vestur-Skaftafellssýslu. 27. mars 16dagar 12. apríl 4 vikur 10. maí 3 vikur 31. maí 2og3vikur 21. júní 12. júií 2. ágúst 2og3vikur 2og3vikur 2og3vikur 23. ágúst 2og3vikur 13. sept. 2og3vikur 5. okt. 3 vikur URVAL VIÐ AUSTURVÖLL SIMI 26900 umboðsmenn um allt land

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.