Tíminn - 13.02.1983, Page 12
12___________
starfskynning
SUNNUDAGUR U. FEBRÚAR 1983.
Ragnhildur Fjelsteð
Garðar Ingi Olafsson
Guðbjörg Helga Erlingsdóttir
Rætt við fimm unglinga um samræmdu prófin:
Jóhann Þ. Jóhannsson
■ Jónína B. Birgisdóttir
Tímamyndir: Árni.
„FINNST FARANLEGT AD
HAFA EINNIG VORPRÓF”
■ Þau Jónas Þór Þorvaldsson og Sif
Sigfúsdóttir, nemendur í 9. bekk Hóla-
brekkuskóla, voru í starfskynningu á
Helgar-Tímanum í síðustu viku. Þau
þreyttu samræmd próf fyrir skömmu og
fannst við hæfi að spyrja nokkur
skólasystkini sín um álit á þessum
prófum.
Þau lögðu fimm spurningar fyrir
krakkana. Fyrsta spurningin var: Hvern-
ig gekk þér í samræmdu prófunum og
viltu giska á hvað þú fékkst? Önnur
spurningin var: Telur þú eðlilegt að hafa
prófin svo snemma árinu eða hefur þú
aðra uppástungu? Þriðja spurningin var:
lélurðu að rétt sé að fella inn í
samræmdu prófin verklegar greinar og
þa hverjar? Fjórða spurningin var: Hvað
hyggstu fyrir næsta vetur og hvaða starf
gætir þú hugsað þér í framtíðinni?
Fimmta og síðasta spurningin var: Nú
þegar prófin er yfirstaðin, heldurðu þá
að þú komir til með að slaka á fram að
vorprófum?
Fyrsta hittu þau fyrir Guðbjörgu
Helgu Erlingsdóltir. Mér gekk ágætlega
og ég hugsa að ég fái fjögur C. Ég tel
eðlilegt að hafa prófin á þessum tíma árs
og mér finnst rétt að bæta inn í
verklegum greinum, eins og t.d. handa-
vinnu. Ég býst við að fara í Fjölbrautar-
skólann í Breiðholti næsta vetur, og ég
gæti hugsað mér að starfa í framtíðinni
eitthvað í sambandi við sjúkrahús. Ég
ætla að reyna að halda mér við námið
næstu vikurnar elida þótt samræmdu
prófin séu að baki.“
Jóhann Þ. Jóhannsson sagði: Mér
gekk vel í prófunum og vonast til að fá
þrjú B og eitt A. Mér finnst að það ætti
að hafa samræmd próf á þeim tíma sem
vorprófin eru núna og sleppa þá bara
alveg vorprófum. Mér finnst ekki rétt að
fella inn í samræmdu prófin verklegar
greinar. Næsta vetur langar mig í M.R.,
en ég veit ekki um framtíðarstarf. Ég
hugsa að ég slaki örugglega á fyrst um
sinn.“
Ragnhildur Fjelsteð sagði: „Mér gekk
ágætlega. Ég vonast til að fá eitt A, tvö
B og eitt C. Mér finnst að prófin mættu
vera á vorin. Ég sé ekki ástæðu til að
bæta inn í samræmdu prófin verklegum
greinum. Á næsta ári langar mig til að
komast í Verslunarskólann, annars er
allt óákveðið varðandi framtíðarstarf
mitt. Ég ætla mér ekkert að slaka á enda
þótt samræmdu prófin séu búin.
Gurðar Ingi Ólafsson sagði að sér
hefði bara gengið vel. „Ég býst við að
fá tvö A og tvö B („Joke of the year“
bætti hann við). En ég vildi færa prófin
fram á vor. Verklegar greinar finnst mér
ekki viðeigandi á samræmdum prófum.
Ég hygg á nám í húsasmíð.og gæti vel
hugsað mér að verða húsasmiður í
framtíðinni. Ég ætla mér alls ekki að
slaka á þótt prófin séu yfirstaðin.“
Jónína B. Birgisdóttir sagði: „Mér
gekk ágætlega. Um að gera að vera nógu
bjartsýn og ég giska á að ég fái tvö A og
tvö B. Eg tel prófin núna vera á ágætum
tíma, en mér finnst fáránlegt að hafa
einnig vorpróf. Verklegar greinar vil ég
ekki hafa með. Ég ætla mér að fara á
heilsugæslubraut í Fjölbrautarskólanum
í Breiðholti og gæti hugsað mér að starfa
sem sjúkraliði í framtíðinni. Ég slaka
sennilega eitthvað á í náminu, en reyni
svo að halda áfram af krafti."
Islenskir ungtemplarar:
Alþjóðamót haldið á
Islandi á næsta ári
Mætli fella niður samræmd
próf í ensku og dönsku
— Rætt við Áslaugu Brynjólfs-
dóttur, fræðslnstjóra
aðeins fámennur hópur nemenda sem
tók landsprófið. en allir nemendur í 9.
bckk taka aítur á móti samræmd róf
núna.“
Hvers vegna eru einkunnir á sam-
ræmdum prófum gefnar í bókstöfunum
A-E, en ekki í tölum eins og algengast
hefur verið?
„Fyrir því er einföld ástæða. Hún er
sú að samræmdum prófum er fyrst og
frentst ætlað að skipta nemendum í
hópa. Minna rnáli skiptir hvaða ein-
kunnir þeir hafa nákvæmlega fengið í
tölustöfum."
Er það ákveðið fyrirfram hvernig
cinkunnir skiptast?
„Já það er gert. Við miðum við
ákveðna kúrfu og hlutfallið er þannig
að 7% nemenda fá A, 24% fá B, 38%
fá C. 24% fá D og 7% fá E.“
Getur komið til greina að leggja
niður samræmd próf?
„Já. hugmyndir unt að fella niður
samræmd próf í ensku og dönsku hafa
verið tii umræðu, og ég held að með
árunum fari samræmdum prófunt
fækkandi. í staðinn fyrir þau gætu þá
komið kannanir á námsgetu þegar
nemendur væru óundirbúnir, og svo
lokapróf í öllum greinum í skólunum,
þar sem kcnnararnir sjálfir gæfu ein-
kunnir og bæru ábyrgð á þeim."
Hvert er þitt eigið áiit á samræmdum
prófum?
„Það kæmi til greina að leggja niður
samræmd próf í ensku og dönsku, m.a.
vegna þess að nemendur standa mis-
jafnlega að vígi þar sem sumir hafa
íerðast til útlanda, og heyrt t.d. ensku
og dönsku talaða. en aðrir hafa ekki
átt þess kost. Hinir fyrrncfndu standa
þá auðvitað betur að vígi í hlustunar-
þáttum prófanna.
Eins er ég þeirrar skoðunar að smá
saman eigi að draga úr öðrum sam-
ræmdum prófum, og staðinn kæmu
kannanir yfir landið svo sjá mætti hvar
einstakir skólar stæðu í samanburði
við aðra. í þeim könnunum gætu
kennarar sjálfir gefið einkunnir."
Fræðslustjóri gat þess að lokum að
töluverðar umræður væru um þessi
mál, en vissulega væri erfitt að ná
samkomulagi um skiputag sem allir
væru fyllilega ánægðir með.
■ Sigurður Stefánsson í 9. hekk Snæ-
landsskóla, sem var í starfskynningu á
Helgar-Tínianum í síðustu viku, hefur
verið félagi í ungteniplarahreyiingunni í
eitt ár og kuus því að skrifa stutta frásögn
af henni.
Landssamtökin íslenskir ungtemplar-
ar voru stofnuð 24. apríl 1958. Núver-
andi formaður er Árni Einarsson. Innan
samtakanna eru fimrn ungtemplarafé-
lög: Hrönn, Hrollur, Trölli, Líf á
Vopnafirði og Depill í Hafnarfirði, en
starfsemi þess síðastnefnda hefur legið
niðri að mcstu leyti.
Starfsemi IUT er mjög fjölbreytt og
má skipta henni í þrjá flokka: 1.
Starfsemi innan félagsins 2. Fræðslu-
starfsemi. 3. Kynningarstarfscmi.
Eitt af baráttumálum samtakanna er
útrýming vímuefna í þjóðfélaginu.
Áfengisneysla er rótgróin í menningu
okkar, einkum í skemmtanalífinu, og
vilja samtökin vinna að því að brcyta
því ástandi. Þau reyna að sýna fram á
að áfengi cr ekki nauðsynlegt í félagslífi
eða á öðrum vettvangi.
Innan IUT er mjög blómleg útgáfu-
starfsemi: Gefið cr út málgagn samtak-
anna nokkrum sinnum á ári og fimm
sinnum á ári er gefið út innanfélagsblað.
Talsverð samskipti cru við Norður-
lönd og alhcimsmót eru haldin annað
hvert ár. Síðast var það haldið í Bergen
í Noregi 1982 og næst verður það á
íslandi 1984. Undirbúningur mótsins er
þegar hafinn.
Ungtemplarafélögin halda fundi
reglulega einu sinni í viku, eða aðra
hverja viku. Oft er farið í ferðalög
saman, og engar reglur gilda nema þær
að neyta ekki vímuefna.
Á þessu ári eru 25 ár liðin frá því að
Islenskir ungtemplarar hófu starfsemi
sína, og ungtemplarafélagið Hrönn á
einnig aldarfjórðungsafmæli. Stór hluti
af starfseminni fer fram í Galtalæk þar
sem er mjög góð aðstaða fyrir mótshöld.
Ungtemplarar halda bindindismót þar á
ári hverju í samvinnu við ýmsa aðila.
Þeir sem óska eftir frekari upplýsing-
um eða kynnum af samtökunum geta
komið á Eiríksgötu 5 eða hringt í síma
21618. Kjörorð okkar eru: Bindindi -
bræðralag - þjóðarheill.
■ Frá sumarmóti ungtemplara í Munaðamesi.
■ Samræmdum prófunt í 9. bekk
grunnskólans er nýverið lokið. Prófin
voru í t'slensku og stærðfræði, dönsku
og ensku. Þessi próf eru ýmist árlegur
höfuðverkur eða ánægjuefni nemenda
unt land allt. Þrír strákar í starfskynn-
ingu á Helgar-Tímanum, Bjarki
Gestsson, Hrannar Hrantiarsson og
Pétur Örn Sigurðsson, fóru á fund
Áslaugar Brynjólfsdóttur, fræðslu-
stjóra í Reykjavík, og spjölluðu við
hana um samræntdu próftn. Fvrst
spurðu þeir um ástæðuna fyrir því að
prófin eru haldin.
„Þessi próf koma í staðinn fyrir
landsprófið gantla. en engar reglur
giltu um það hverjir skyldu þreyta það
og hverjir ekki. Þess vegna var það
■ Áslaug Biynjóifsdóttir fræðslustj óri.