Tíminn - 13.02.1983, Qupperneq 19

Tíminn - 13.02.1983, Qupperneq 19
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983. 19 bergmál KVENNA-, HVAÐ? ■ Síðasta helgi lofaði góðu fyrir áhuga- fólk um kvenréttindi og tónlist. Kvenna- djass í Félagsstofnun stúdenta og Konur í framlínu á Breiðvangi. Mér þótti því súrt í broti að komast ekki út á föstudagskvöldið en hugurinn var allan tímann í Félagsstofnun. Og þangað fór ég líka næsta kvöld. Nema hvað, sem ég mæti þarna albúin þess að komast nú í eitt skipti fyrir öll að raun um það hver sé munurinn á djass og kvennadjass sé ég ekki betur en tveir karlmenn standi uppi á sviðinu. annar spilandi á gítar en hinn á bassa. Jú, jú mikil ósköp, tvær konur voru þar líka en þó þær hafi verið atkvæðamiklar í þeim tónlistarflutningi sem þarna fór fram,og saxófónleikarinn reyndar frábærlega góð,cr heldur hæpið að kalla hljómsveitina kvennahljóm- sveit, og auglýsa hana sem slíka. Minnti þetta mig raunar örlítið á það þegar fagurlimaðar yngismeyjar eru í auglýs- ingaskyni myndaðar uppá bílhúddum í bikiníum og yfirstendur skrifað eitthvað á þessa leið: „Allt þetta fyrir aðcins 250 þúsund.“ Það runnu sem sagt á mig tvær grímur þarna um kvöldið sem hafði þær keðju- verkanir í för með sér að ég fór að stúdera Breiðvangsauglýsinguna betur. Að talningu lokinni komst ég að því að kynjahlutfallið á því kvennaframlínu- kvöldi yrði væntanlega, að leynigcsta- áhættuþættinum meðtöldum, nokkuð jafnt plús eða mínus ein(n) eða tveir/ tvær. Og aðaltrompið, rúsínan í pylsu- endanum og heiðursgestur kvöldsins enginn annar en karlmaður. En kannski hafa konur skipulagt þetta allt saman- hver veit! Og hugurinn hélt áfram að grafa í skot sín og ég minntist þess að íslenska hljómsveitin ætlar að halda tónleika undir yfirskriftinni: „Konur". Samt eru höfundar þeirra verka scm verða á efnisskránni í yfirgnæfandi meirihluta karlmenn. Einleikarar á þessum tón- leikum verða konur - hugsa sér! - en það getur þó hvorki talist neitt nýtt né merkilegt að konur spili annað slagið verk eftir karlmenn. Hætt er við að hugtakið konur - og þau fyrirbæri sem þeim eru eignuð. t.d. kvennalist - verði ansi innatómt og ófært um að skilgreina nokkurn skapaðan hlut verði það áfram notað á framangreindan hátt. Fyrir utan það að niaður verður svo þreyttur á því að heyra tönnslast á orðinu í tíma og ótínia að maður getur vart tekið sér það í munn lengur. Nema að Sinfóníuhljómsveit íslands sé kvennagrúppa af því að þar spila svo margar konur á fiðlur. og „reynsluheim kvenna" sé að finna í alþingishúsinu af því að þar sitja þrjár konur. Það hefur löngum þótt hagræðing að því að geta notað eitt orð eða hugtak til að tákna ákveðin fyrirbæri. Það er t.d. mjög gott að hafa einhverja hugmvnd um hvað „pípulagningamaður" táknar svo að maður fari ekki að leita út um allt að trésmið eða flugfreyju þegar gera þarf við vask eða rör heima hjá manni. Því þótti við hæfi að skeyta kvenna- framan við ákveðið framboð til þess að öllum væri Ijóst að þar væru á fcrð konur sem vildu beita sér fyrir málefnum sem einkum tengjast reynslu og aðstæðum kvenna. Og í nútímalegri bókmennta- umræðu eru bækur eftir konur nefndar kvennabókmenntir til aðgreiningar frá þeim bókmenntum sem skrifaðar eru af körlum. Það er nokkuð ljóst að við þurfum á þessu hugtaki að halda, a.m.k. á meðan einhver munur er á konum og körlum, sérstaklcga hvað félagslcga aðstöðu varðar. En þótt félagslcga misréttinu verði útrýmt má jafnvel búast við því að einhver munur verði á kynjunum eftir sem áður og því ekki óvitlaust að eiga einhver skilgreiningarhugtök. Kvenna- hefur dugað okkur ágætlega hingað til sem forskeyti fyrir framan orð eins og menning, reynsl^list ogskóli þcgar þau orð hafa visað sérstaklega til kvenna. Þannig var t.d. Kvennaskólinn á Blönduósi ákaflega vinsæl menntast- ofnun meðal ungra kvenna á fyrri hluta þessarar aldar og áttu karlmenn ekki aðgang að honum. Og Kvennaathvarf, sem því miður hefur verið mikil þörf fyrir vegna ofbeldis á hcimiluni og annars staðar, er nú loks blessunarlcga komið á laggirnar fyrir atorku ýmissa kvenna og karla. Nafnið Kvennaathvarf skýrir sig held ég að mestu sjálft og cr mun þægilegra í notkun en margra orða skilgreining. Því miður er slíkt athvarf einungis til í Reykjavík en er örugglega nauðsynlegt í hverjum byggðarkjarna. Sérstaklega ber brýna nauðsyn til að fjölga þeim ef íslensk löggæsla verður ekki tekin til rækilegrar endurskoðunar og sá háttur hafðurá í framtíðinni aðslcppamönnum lausum daginn eftir að þeir misþyrma og næstum því myrða konur. eins og gert var í Reykjavík nú fyrirörfáum dögum. Slík vinnubrögð - og það viðhorf scm þau afhjúpa - eru blautur klútur í andlit kvenna, og í rauninni dænia þau konur í stofufangelsi stóran hluta sólarhrings- ins. Greinilegt er að svo augljós mannrétt- indi sem þau að geta gengið óhult um götur eru ekki hátt skrifuð. a.nt.k. ekki þegar konur eiga í hlut. Þetta sýnir að baráttan fvrir rétti kvenna á enn langt í land. I umræðu um málefni kvenna er kvennahugtakið nauösvnlegt. Þess vegna er bagalegt ef það verður notað á þann hátt að það glati mcrkingu sinni og svo oft að maður fái leið á því. Sbj Sonja B. Jónsdóttir, blaðakona, skrifar ÞREK- miðstöðin Dalshrauni 4, Hafnarfiröi Alhliöa íþróttamiöstöö meö fjölbreytta starf- semi. Viö bjóöum: i Fyrir börnin: litabækur, myndabækur, púsluspil, og kubbar JANEFONDA leikfimi mánudaga kl. 21.20, þriöju- daga kl. 9.15, miövikudaga kl. 21.20, fimmtudaga kl. 9.15. Kennari: Oddgerður Oddgeirsdóttir. Almenn kvennaleikfimi: mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 9.15. Kennari: Elísabet Brand. Mánudaga og miövikudaga kl. 18.10, 19.50 og 20.40. Kennari: Anna Karolína Vilhjálmsdóttir. Karlaleikfimi: þriöjudaga og fimmtudaga kl. 17.20, 19.00 og 20.40. Kennari: Heimir Bergsson. Salur til leigu: Ljósalampar, nudd, þolpróf, heitir pottar úti. Fjölbreyttar skokkleiðir merktar á korti. Aðgangur: Mánaöarkort, 12 tímakort, 10 tíma Ijósakort, 10 tíma nuddkort, stök skipti. Ódýrara á milli kl. 13 og 16 virka daga. • Ath. okkar lága verö og góöu þjónustu. • Þú borgar aöeins ffyrir þaö sem þú færö. • Frjáls komutími. Hver bíöur betur? Athugaðu málið I Þrekmiðstöðin Dalshrauni 4. Hafnarfiröi BÆNDURy BÍLA VERKSTÆÐ Þekking og reynsla Lryggir þjónustuna. Varahlutaverslun Fjölnisgötu 18. Akureyri Simi 96-21365 fog aðrir eigendur Land-Rover og Range-Rover bifreiða athugið! HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG BODDÝHLUTA í LAND-ROVER OG RANGE-ROVER, EINNIG VARAHLUTI í MITSUBISHI VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR - HEILDSALA - SMÁSALA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.