Tíminn - 13.02.1983, Side 24
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983.
Helgar-Tíminn heimsækir útvarpsmennina Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og
Einar Örn Stefánsson:
„VERKEFNIF
A AÐ
GLIMA
VIÐ AF
HUG”
„Ég held því statt og stöðugt fram að
ég sé Vestmannaeyingur", segir Einar,
„ég fæddist í Vestmannaeyjum og bjó
þar fyrsta hálfa mánuð ævi minar. Ég er
sonur Grétu Runólfsdóttur, Jóhanns-
sonar bátasmiðs í Eyjuin, en móðir mín
er nú starfsmaður Þjóðhagsstofnunar.
Föðurættin kemur frá Húsavík, faðir
minn var Stefán Guðjohnsen lögfræð-
ingur, en hann lést árið 1969.
Ég dvaldi oft í Vestmannaeyjum á
sumrin hjá afa og ömmu, fluttist svo
þangað 15 ára gamall, tók landspróf þar
en fór síðan í Menntaskólann að
Laugarvatni.
Það er hins vegar merkilegt, að þótt
ég sé hálfur Húsvíkingur hef ég aldrei
komið til Húsavíkur, en hef í hyggju að
fara þangað hálfum mánuöi áður en ég
dey!“
- Þú hefur þá ekki ferðasUnikið um
landið? (
„Nei, furðulega lítið, ég hef aldrei
komist norður, nema einu sinni til
Akureyrar. Það var um hávetur, í
nemendaskiptum, sem tíðkuðust milli
menntaskólanna. Sú ferð lagðist þó ekki
betur ímig en svo, að heimkominn iagði
ég til að nemendaskiptin yrðu lögð
niður. Það var og gert, enda vorum við
svo róttæk á Laugarvatni, en ekkert
nema borgaralegir hjassar eins og Davíð
Oddssonogfleiriíhinummenntaskólun- ■ Þau keyptu íbúðina tilbúna undir trcverk - Einar gerði hana íbúðarhæfa og passaði bömin á meðan Asta vann að þættinum „Út og suður“.
■ Um þessa helgi er Helgar-
Tíminn í heimsókn hjá hjónun-
um Ástu Ragnheiði Jóhannes-
dóttur útvarpsmanni og fram-
bjóðanda fyrir Framsóknar-
flokkinn í Reykjavík í næstu
alþingiskosningum, og Einari
Erni Stefánssyni fréttamanni hjá
útvarpinu. Þau búa í Breiðholt-
inu ásamt börnum sjnum, Rögnu
Björt níu ára og Ingva Snæ sex
ára, eins og fjölmargt annað
ungt barnafólk.
■ Ég kem upp í Flúðascl tíl Ástu
Ragnheiðar og Einars Arnar um hádeg-
isbil. Ástaerað gefa dóttursinni, Rögnu
Björt, og vinkonu hennar að borða. Ég
sest inn í eldhús til þeirra og fæ
langþráðan kaffibolla, þann fyrsta þann
daginn. Við hefjum „óformlegar um-
ræður", tölum m.a. um það hvað við
erum alltaf áhyggjufullar þegar dætur
okkar eru „að passa", vegna þess hve
það er ábyrgðarmikið starf að gæta
barna. Samter umönnun barna stór-
kostlega vanmetið starf. Skrýtið! Svo
kemur Einar Örn og sonurinn, Ingvi
Snær, skömmu síðar og við tökum upp
léttara hjal.
um, svo okkur þótti lítill akkur í þeim
samskiptum. Ég vona nú samt að
nemendaskiptin hafi verið tékin upp
aftur, þetta er ágætis tækifæri til að
komast til Akureyrar, sérstaklega ef
menn komast ekki þangað aftur".
Er hér var komið sögu var barið að
dyrum og inn steig Ijósmyndari Helgar-
Tímans, blautur og hrjáður eftir átökin
við ófærðina í Breiðholtinu. Ásta bauðst
til að draga af honum sokkaplöggin að
gömlum íslenskum sið...
„Ég hef eiginlega aldrei beðið þess
bætur að hafa verið á Laugarvatni,"
heldur Einar áfram og Ásta bætir við:
„Ég held að fólk hafi mjög gott af því
að fara á svona heimavistarskóla, maður
lærir að hugsa um sjálfan sig. Það kemur
fram í því að hann tckur fullan þátt í
heimilisstörfunum, sem ég efast um að
hann mundi gera ef hann hefði verið
heima hjá mömmu sinni öll mennta-
skólaárin."
Gaf út bekkjarblað
með Tomma í
Tomma-hamborgurum
„Já, maður lærði að hugsa um sjálfan
sig“, segir Einar, „en varð hálf sveita-
legur í staðinn. Laugarvatn er einungis
skólastaður og því að vissu leyti úr
tengslum við samfélagið, því að þarna
fer ekkert fram annað en skólastarí.
Maður varð voðalega einangraður þarna
og það myndaðist í rauninni séstakur
þjóðflokkur, maður hitti ekki annað
fólk en skólafólk og Iifði því dálítið í
eigin heimi. En á hinn bóginn er það
kostur að við lærðum að hugsa um okkur
sjálf, þrífa og allt sem því tilheyrir og
svo unnu ltka flestir fyrir sér í öllum
fríum og kostuðu þannig skólann
sjálfir."
- Hvernig var félagslífið?
„Það var býsna mikið félagslíf þarna,
enda var ekki komið sjónvarp, það var
fellt á hverju ári að fá sjónvarp. Ég var
þarna árin 1965-70 en það kom sjónvarp
skömmu síðar og mér skilst að þá hafi
dofnað yfir félagslífinu. Það var kannski
partur af róttækni okkar eða sveita-
mennsku að vilja ekki sjá sjónvarp.“
„Ég hef alltaf haldið því fram að
róttækni sé ákveðin tegund af íhalds-
semi“, segir Ásta og hlær, en Einari
þykir þessi athugasemd ekkert ofsalega
fyndin og heldur áfram.
„’68-bylgjan byrjaði fyrr í nýrri skól-
unum eins og ML og MH en í gömlu
skólunum og hún varð líka miklu minni
í MA og MR. Það var mikil pólitísk
umræða á Laugarvatni og sósíalistafélög
stofnuð en helst voru menn bara
anarkistar á þessum tíma."
- Varst þú kannski anarkisti?
„Ég vil nú ekki viðurkenna það, en
þegar fólk er að móta skoðanir sínar
sveiflast það oft öfganna á milli.
- Varstu eitthvað farinn að fást við
blaðamennsku á þcssum árum?
„Ég byrjaði á því að gefa út Heimilis-
fréttir í frumbernsku, stefndi sem sagt
alltaf að því að verða blaðamaður. Síðan
gaf ég fyrst út skólablað þegar ég var 11
ára ásamt Tómasi í Tomma-hamborgur-
um. Þetta var bekkjarblað og Tommi
hafði aðgang að sprittfjölritara sem
bauð upp á möguleika á fjórum mismun-
andi litum, þannig að við gátum haft
forsíðuna í fjórum litum og þótti heldur
glæsilegt. Tommi var framkvæmdastjóri
þessa blaðs og ég ritstjóri og það má
segja að þetta hafi verið upphafið að
framkvæmdaferli Tomma og blaða-
mannsferli mínum!
Blaðamennskan er einhver baktería
sem maður fær og ekki er auðvelt að
losna við, en reyndar var ég líka alltaf
að teikna og munaði minnstu að ég færi
í auglýsingateiknun eða arkitektúr. Það
varð þó ekkert úr því vegna þess að mér