Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg. Aðalfundur NES 2018 verður haldinn fimmtudaginn 3. maí í Íþróttaakademíunni við Krossmóa kl. 18.00. Tillögur að lagabreytingum verða lagðar fram á aðalfundi, þær eru að finna á fésbókarsíðu félagsins: Íþróttafélagið Nes. Vakin er athygli á að það vantar fólk í stjórn Nes sem er grundvöllur fyrir rekstri Nes, svo sérstaklega er auglýst eftir áhugasömu fólki svo íþróttaiðkun fatlaðra á svæðinu geti verið til fyrirmyndar. Allir velkomnir. Stjórn Nes AÐALFUNDUR Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings? Námskeið fyrir áhugasama verður haldið í Reykjavík laugardaginn 28. apríl Einstaklingur, sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, á rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar. Um ólaunað starf er að ræða, en tilfallandi kostnaður er greiddur. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að gerast persónulegur talsmaður er að sækja fræðslu um innihald og áherslur í starfinu. Námskeið fyrir persónulega talsmenn verður haldið í Veislumiðstöðinni, Borgartúni 6 Reykjavík, laugardaginn 28. apríl og stendur frá kl. 9 til 16. Þeir sem hyggjast sækja námskeiðið hafi samband við Elínborgu Þrastardóttur í síma 858 1798, eða með því að senda póst á netfangið elinborg@rett.vel.is fyrir 24. apríl. Réttindavakt velferðarráðuneytisins Harlem Globetrotters koma til Reykjanesbæjar Hið heimsfræga sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters er væntanlegt til Íslands í maí og mun liðið vera með tvær sýningar, eina í Laugardalshöll Reykjavík og eina í TM Höllinni í Reykjanesbæ en þetta er í sjötta sinn sem liðið setur upp sýningu hér á Íslandi. Harlem Globetrotters er elsta fjöl- skyldusýning i heimi. Fyrsta liðið var myndað árið 1926 og upp frá því hefur hópurinn ferðast til 122 landa og komið fram á yfir 25.000 sýningum. Núverandi sýning einkennist af sam- keppni liðsins við annað sýningarlið, hina svonefndu Washington Gene- rals. Liðsmenn Harlem Globetrotters munu sýna snilli sína með ótrúlegum uppákomum þar sem gleðin verður fyrst og fremst við völd. Sýningar liðsins hafa verið vinsælar hér á landi og oftar en ekki hafa færri komist að en vilja. Miðasala fer fram á tix.is. ÁGÚST KRISTINN OG EYÞÓR TÓKU ÞÁTT Í STERKUM TAEKWONDO-MÓTUM Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Eyþór Jónsson iðkendur frá Taekwondo- deild Keflavíkur tóku þátt í stórmótum í Túnis sem fram fóru þann 6.–12. apríl sl. Ágúst Kristinn keppti á úrtökumóti fyrir Ólympíuleika æskunnar, ásamt því að taka þátt í heimsmeistarmóti unglinga og Eyþór keppti einn- ig á því móti. Úrtökumót fyrir Ólympíuleika æskunnar er fyrir íþróttamenn sem eru sextán og sautján ára á þessu ári og fara leikarnir fram á fjögurra ára fresti, líkt og Ólympíuleikarnir. Á heimsmeistaramóti unglinga eru keppendur 15–17 ára og er þetta með stærstu mótum í Taekwondo í heiminum og alls keppa 950 lands- liðskeppendur frá 120 löndum þar. Ágúst Kristinn keppti í -48 kg flokki en þar tóku 42 keppendur þátt. Ágúst sigraði fyrsta andstæðing sinn frá Argentínu örugglega 27-8. Næsti bar- dagi Ágústs var við sterkan keppanda frá Suður-Kóreu og sá bardagi endaði með tapi 30-13, Ágúst endaði í þret- tánda sæti sem dugði ekki til þátt- töku í Ólympíumótinu en tíu efstu í hverjum flokki komast inn á leikana. Tveimur dögum eftir úrtökumótið á Ólympíuleikana tók Ágúst þátt í heimsmeistaramótinu en fyrsti mót- herji hans þar var frá Mongolíu og var bardaginn jafn frá byrjun og kepp- endur skiptust á að ná forystunni. Ágúst tapaði þeim bardaga gegn áköfum andstæðingi 20-29. Eyþór keppti í -68 kg flokki og var fyrsti andstæðingur hans frá Ind- landi en Eyþór vann þann bardaga örugglega 35-15. Næst mætti hann keppanda frá Papúa Nýju Gíneu og tapaði Eyþór þeim bardaga naumlega 17-14 eftir góða baráttu. „Allir keppendur koma heim reynsl- unni ríkari og geta enn betur undir- búið sig fyrir komandi keppnir,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, þjálfari þeirra. LIÐ ÍSLANDS: Eyþór Jónsson - 68 Leo Speight -73 Ágúst Kristinn Eðvarðsson -48 Chago Rodriguez Segur - þjálfari Helgi Rafn Guðmundsson - þjálfari Sveinn Speight - foreldri og ljós- myndari Myndir: Sveinn Speight Ægir Már og Daníel Íslandsmeistarar í júdó Ægir Már Baldvinsson og Daníel Árnason frá júdódeild UMFN urðu Íslandsmeistarar í júdó á Íslands- meistaramóti yngri í júdó sem fram fór sl. helgi. Ægir keppti í -66 kg flokki 18-20 ára og keppti hann sjö viðureignir á mótinu, en hann vann allar sínar viðureignir. Daníel Dagur gerði slíkt hið sama og vann allar sínar viðureignir í -55 kg flokki 15-17 ára. Daníel keppti einnig í aldurs- og þyngdarflokk upp fyrir sig -55kg 18-20 ára og varð annar í þeim flokki eftir spennandi úrslita- viðureign, Daníel keppti samtals tíu viðureignir á mótinu. Sveit Njarðvíkur 15–17ára, var skipuð þeim Daníel Degi Árnasyni, Gunnari Erni Guðmundssyni, Borgari Unn- birni Ólafssyni, Ingólfi Rögnvalds- syni og Gabríel Orra Karlssyni, varð í þriðja sæti í liðakeppninni. Gunnar Örn handleggsbrotnaði í fyrstu viðureign og var á brattan að sækja eftir það fyrir lið Njarð- víkinga. Aldrei í sögu júdódeildar- innar hafa svo mörg lið tekið þátt í sveitakeppninni og var þetta var einn besti árangur UMFN í sveitakeppni frá stofnun deildarinnar. Frá vinstri Daníel, Ingólfur, Gabríel, Borgar, Gunnar vantar á myndina. Frábær árangur á júdómóti Íslandsmót yngri iðkenda í júdó fór fram þann þann 14. apríl sl. Júdó- deildir Grindavíkur og Þrótti Vogum sendu iðkendur til keppni og stóðu þeir sig með stakri prýði en nokkrir iðkendur komust á pall þar sem þeir nældu sér í gull, silfur eða brons. „Ég er gríðarlega stoltur af hópnum mínum og ég hef fylst með þessum krökkum vaxa úr grasi en ég hef þjálfað þau í sex ár og sumir iðkendur hafa verið hjá mér öll sex árin“, segir þjálfari hópsins, Arnar Már Jónsson. Verðlaunahafar mótsins: UMFG: Dr. U13 -55 kg: 2. sæti: Snorri Helgason 3. sæti: Arnar Öfjörð Dr. U13 -66 kg: 1. sæti: Björn Guðmundsson Dr. U13 -46 kg: 7. sæti Kent Mazowiecki Dr. U15 -46 kg: 1. sæti Hjörtur Klemensson St. U18 -70 kg: 4. sæti Olivia Mazowecka Dr. U18 -50 kg: 2. sæti: Adam Latowski 4. sæti: Róbert Latowski Dr. U21 -90kg: 2. sæti Aron Arnarsson UMFÞ: U13 -46 kg: sæti: Patrekur Unnarsson 5. sæti: Samúel Pétursson Dr. U13 -66 3. sæti: Jökull Harðarson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.