Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 8. S E P T E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  211. tölublað  105. árgangur  RAKKINN BLOSSI SÓPAR AÐ SÉR VERÐLAUNUM FJÖLBREYTT EFNI UM BÖRN OG UPPELDI FER MEÐ AÐALHLUTVERK Í THE SQUARE 32 SÍÐNA SÉRBLAÐ LEIKARINN CLAES BANG 30ÁSTRALSKUR SMALI 12-13 lyfja.is Góð heilsa gulli betri Heilsutjútt 6.–17. september 30% AFSLÁT TUR Allt að af heils uvörum  Með sama áframhaldi verða ríf- lega 400 tonn flutt inn af osti í ár, eða meira magn en nokkru sinni. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var flutt inn um 90% meira magn en í fyrra. Erna Bjarnadóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir aukningu í toll- frjálsum kvótum á osti munu þrýsta á verðlækkanir. Þau áhrif geti farið að birtast þegar á næsta ári. Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda, segir innkomu Costco á markaðinn hafa ýtt undir innflutn- ing á osti. Bent hafi verið á að Costco kunni í einhverjum tilvikum að selja vörur undir kostnaðar- verði. baldura@mbl.is »14 Morgunblaðið/G. Rúnar Samkeppni Framboð af innfluttum osti hefur aukist mikið á síðustu árum. Innflutningur á osti nær tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra  Stjórnarandstaðan telur að inn- byrðis deilur á milli ríkisstjórnar- flokkanna muni setja svip sinn á störf Alþingis í vetur. Þetta kemur fram í samtölum Morgunblaðsins við Katrínu Jak- obsdóttur, formann VG, og Loga Má Einarsson, formann Samfylk- ingarinnar, í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn muni „verða grimmilega á tánum“ þegar byggðamál, atvinnumál, fiskeldi og samgöngumál verði til umfjöllunar á þinginu í vetur. »18 Búast við deilum á stjórnarheimilinu og tölvustýring á hita- og rakastigi, kæligeymsla og frystigeymsla, en safngripir þurfa mismunandi með- höndlun eftir aldri og gerð. Nýja húsnæðið markar ekki minni þátta- skil í aðbúnaði og rekstri Þjóð- minjasafnsins en sýningarhúsið við Suðurgötu þegar það var opnað eft- ir viðamiklar endurbætur haustið 2004. Í nýja húsinu er sérstakt rými fyrir gripi og sýni sem fornleifa- fræðingar afhenda safninu. Þá er í húsinu fullkomið forvörsluverk- stæði, aðstaða fyrir námsfólk og fræðimenn og til fundahalda. »10 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þjóðminjasafnið er um þessar mundir að taka í notkun rúmlega 4.300 fermetra húsnæði á Tjarnar- völlum 11 í Hafnarfirði. Þar verður varðveislu- og rannsóknasetur safnsins til frambúðar. Í húsinu verður allur þorri þeirra muna safnsins sem ekki eru á sýningum eða í samningsbundinni vörslu hjá öðrum söfnum. Myndasafnið verður þó áfram í Vesturvör í Kópavogi. Fullkominn búnaður er á staðnum Hátt til lofts og vítt til veggja Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðminjar Forverðirnir Sigríður Þorgeirsdóttir og Sandra Sif Einars- dóttir í nýjum geymslum safnsins, en Freyja Hlíðkvist er á lyftaranum.  Nýtt varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafnsins tekið í notkun Fellibylurinn Irma hefur valdið gríðarlegri eyði- leggingu í eyríkjum á Karíbahafi. Þessi mynd er tekin á eyjunni Saint Martin, þar sem um 95% húsa eyðilögðust. Fellibylurinn stefnir á Flórídaskaga Bandaríkjanna. Íbúum sums staðar næst strönd- um þar var gert að yfirgefa heimili sín. »17 AFP Irma skilur eftir sig slóð eyðileggingar Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Á þessu ári stefnir í að komur á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSU) verði 13.000 talsins, að sögn Herdísar Gunnarsdóttur, forstjóra HSU. Árið 2014 voru komurnar 8.500. Þessi mikla aukning skýrist eink- um af fjölgun ferðamanna og þeirra sem dvelja í sumarhúsabyggðum á svæðinu. Fjárveitingar ríkisins duga ekki lengur til reksturs bráðamót- tökunnar og segir Herdís að um 105 milljónir vanti inn í reksturinn til að hægt sé að gera mjög vel í þjónustu við bráðveika og slasaða. „Á daginn, kvöldin, næturnar og um helgar höfum við eingöngu fjár- magn til að manna með einum lækni og einum hjúkrunarfræðingi,“ segir Herdís, en bætt hefur verið í mönn- un bráðamóttökunnar umfram fjár- veitingar. Þrátt fyrir það er álagið á starfsfólk enn mjög mikið. „Ef við ráðum ekki við umfangið þarf að vísa sjúklingum áfram á Landspítala, með tilheyrandi kostn- aði og álagi þar, sem við gætum ann- ars mjög vel sinnt hér.“ Fjárveitingar duga ekki  Heimsóknum á bráðamóttöku á Selfossi hefur fjölgað um 34% á tveimur árum  Vöxturinn langt umfram önnur heilbrigðisumdæmi  Áskoranir í rekstri HSU HSU » Að jafnaði koma 32 sjúkling- ar á dag á bráðamóttöku HSU. » Hafa fjármagn fyrir einungis einn lækni og einn hjúkr- unarfræðing. MMikið álag á bráðamóttöku … »6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.