Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Vilja ekki annan eins vetur og í fyrra  Mikil mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar  108 stöðugildi vantaði í byrjun september  Leikskólastjórar vilja stytta þann tíma sem opið er, fækka vinnustundum starfsfólksins og minnka álag Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Leikskólastjórar á leikskólum Reykjavíkurborgar sendu í fyrradag bréf til formanns skóla- og frístunda- ráðs þar sem þeir leggja fram til- lögur um hvernig megi bregðast við þeirri manneklu sem er á leikskólum borgarinnar. Guðrún Jóna Thorarensen, leik- skólastjóri á leikskólanum Sólborg, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki sé hægt að fara í gegnum vet- urinn með sama hætti og þann síð- asta, en síðasta vetur vantaði að jafn- aði í 50 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Það segir Guðrún að hafi þýtt gríðarlegt álag á starfs- menn leikskólanna og að ítrekað hafi þurft að senda börn heim á miðjum degi vegna manneklu. Hún segir að í ágúst hafi einungis 24 einstaklingar ráðið sig til starfa á leikskólum borgarinnar, sem þýði að enn séu 108 stöðugildi ómönnuð. Það gefi ekki tilefni til bjartsýni. „Við vit- um að það er erfiðara að ráða í sept- ember heldur en í ágúst.“ Fjórþættar tillögur Leikskólastjórar leggja til að sá tími sem opið er verði styttur, leik- skólar verði opnir frá 7.45-16.30 í stað 7.30-17.00. Nokkur fjöldi leik- skóla borgarinnar hefur þegar tekið þennan tíma upp. „Þetta auðveldar okkur að manna vaktirnar. Það hefur gengið mjög brösuglega að fá fólk á fimm-vaktirnar,“ segir Guðrún. Þá vilja leikskólastjórar einnig stytta vinnutíma starfsfólks niður í 35 stundir, án þess þó að laun lækki, börnum á deildum verði fækkað án þess að dregið verði úr starfsmanna- haldi og að fjármagn verði tryggt til þess að bæta laun starfsmanna. Þessar þrjár tillögur miða að því að gera starfið meira aðlaðandi og minnka álagið á starfsmenn. Leita að lausnum Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður skóla- og frístundaráðs, segir borgaryfirvöld ekki ánægð með að skerða þurfi þjónustuna með styttri tíma sem opið er, en að hann hafi þó skilning á því. „Það er auðvitað skárra en að þurfa að senda börn alfarið heim,“ segir Skúli. Hann segir að bréf leikskóla- stjóra og önnur tengd mál verði tekin fyrir á fundi í dag. „Við leitum allra leiða til að leysa vandann,“ segir Skúli. Marta Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki ganga til lengdar að velta álaginu yf- ir á það starfsfólk sem sé til staðar. Þá þurfi að skoða hvort langvar- andi viðhaldsleysi skólanna sé rót þess að mannekla sé hlutfallslega meiri í Reykjavík en nágrannasveit- arfélögunum. „Við erum að tala um að það þurfi að gera starfsstaðina betri og eftirsóknarverðari.“ Morgunblaðið/Ómar Börn Leikskólarnir eru verulega undirmannaðir fyrir veturinn. Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur í fangageymslur lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu eftir að eldur kom upp í bílskúr í Skipholti í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn í mjög annarlegu ástandi, en ekki fengust í gærkvöldi upplýsingar um hvort hann hefði haft fasta búsetu í skúrn- um sem var innréttaður sem íbúð. Tilkynnt var um eldinn laust eftir klukkan 10 í gærmorgun og var þá óttast að sprenging hefði orðið í skúrnum. Af þeim sökum var slökkvilið með mikinn viðbúnað og voru nokkrir dælu- og sjúkrabílar sendir á vettvang auk lögreglu. Síðar kom í ljós að engin sprenging hefði orðið í skúrnum þótt eldur hafi verið þar talsverður. Maðurinn sem var handtekinn var fluttur til skoðunar á sjúkrahús það- an sem hann var svo sendur í fanga- geymslur lögreglu. Hann er ekki tal- inn alvarlega slasaður eftir brunann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn málsins. vilhjalmur@mbl.is Handtekinn eftir bruna  Eldur kom upp í bílskúr í Skipholti í Reykjavík Morgunblaðið/Eggert Bruni Lögregla og slökkvilið voru með talsverðan viðbúnað á staðnum. Jarðskjálftamæl- ar Íslenskra orkurannsókna á Norðurlandi greindu 6 stiga skjálfta um klukkan 03.40 að- faranótt sunnu- dags og átti hann uppruna sinn í Norður-Kóreu, en það er í sam- ræmi við fréttir af kjarnorkutilraun stjórnvalda í Pjongjang. Pálmi Erlendsson, jarðfræðingur hjá stofnuninni, segir að allir jarð- skjálftar sem eru um og yfir fimm stig séu mælanlegir á skjálftamæl- um um allan heim. „Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo flokka. Annars vegar rúmbylgjur, þ.e. P-bylgjur og S-bylgjur, og hins vegar yfirborðsbylgjur, sem halda sig að mestu á yfirborðinu og eru af- leiðing hinna fyrrnefndu. Mælar okkar á Norðurlandi greindu fyrst P-bylgjur frá sprengingunni, en þær ferðast meðal annars í gegnum möttulinn,“ segir Pálmi. Það tekur bylgjur frá sprenging- unni um það bil 10 mínútur að ferðast alla leið til Íslands og segir Pálmi mælingar stofnunarinnar í samræmi við það. vilhjalmur@mbl.is Tilraunin mældist hér á landi Pálmi Erlendsson  Fannst fyrir norðan Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsótti í gær Hlaðgerðarkot en þar hefur verið ráðist í nauðsynlegar endurbætur og ný- byggingu. Samhjálp keypti Hlaðgerðarkot árið 1974 af Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og hefur rekið þar meðferðarheimili allar götur síðan fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem hall- oka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélags- legra vandamála. Nýbygging og endurbætur á gömlu húsnæði eru því kær- komnar en landssöfnun fór fram í lok árs 2015 til að mæta kostnaði við framkvæmdirnar. vilhjalmur@mbl.is Ráðherra skoðar nýbyggingu Samhjálpar Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.