Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek í 60 ár stæðum til að sigla yfir til St. John. Glæsilegasta snekkja sem hingað hefur komið er án efa Octopus, í eigu milljarðamæringsins Paul Allen, annars stofnanda Microsoft. Til samanburðar við Wabi Sabi er Octopus 126 metra löng. Snekkjan kom hingað síðast sumarið 2015. Hún kom ekki að bryggju heldur lá við akkeri úti af Sæbraut. sisi@mbl.is og Bretlandi í sumar. Nú er áhöfnin að sigla henni yfir til St. John á Ný- fundnalandi og svo áfram til Flórída. Wabi Sabi kom til hafnar í Reykja- vík 24. ágúst sl. til að taka olíu og vistir. Að sögn Gísla sögðu eigend- urnir við áhöfnina að hún skyldi dvelja nokkra daga á Íslandi til að skoða sig um. Í áhöfn snekkjunnar eru 14 manns. Nú bíður hún eftir hagstæðum að- Ein glæsilegasta snekkja sem hefur komið hingað til lands liggur nú við Bótarbryggju í Gömlu höfninni í Reykjavík. Bótarbryggja liggur úti af Grandagarði, milli Slysavarnar- hússins og húss Sjávarklasans. Snekkjan heitir Wabi Sabi og er tæplega 500 brúttótonn. Ekki er vit- að hver er eigandi snekkjunnar en þegar hún kom til Írlands í sumar kom í fréttum þar að söngvarinn Elton John hefði verið um borð og hann væri eigandinn. Þær fréttir voru ekki staðfestar. Samkvæmt vefsíðu á netinu er Wabi Sabi auglýst til sölu. Uppsett verð er tæplega 26 milljón dollarar, jafnvirði um 2,7 milljarða íslenskra króna. Þar kemur fram að snekkjan hafi verið byggð í Bandaríkjunum árið 2011. Hún er 50 metrar að lengd og mesti ganghraði er 24 hnútar. Alls geta 18 farþegar dvalið um borð í einu, auk áhafnar. Innréttingar eru hinar glæsilegustu, af myndum að dæma. Fyrirtækið Atlantic Shipping hef- ur verið umboðsaðili snekkjunnar hér á landi. Að sögn Gísla Þrastar- sonar hjá Atlantic Shipping hefur snekkjan verið í Noregi, Danmörku Morgunblaðið/Eggert Í Reykjavíkurhöfn Wabi Sabi hefur legið við Bótarbryggju í Gömlu höfninni að undanförnu. Næst er það St. John. Snekkja Eltons Johns við Bótarbryggju?  Glæsisnekkja í Reykjavíkurhöfn  Metin á 2,7 milljarða Glæsileiki Það væsir ekki um farþegana um borð í Wabi Sabi af myndum að dæma. Allar innréttingar í snekkjunni dýru eru greinilega fyrsta flokks. Álag á starfsfólki í heilbrigðisþjón- ustu – málþing um heilsu og for- varnir var haldið á Hótel Natura í gær að frumkvæði dr. Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis sem starfar hjá fyrirtækinu Forvörnum ehf. „Ástæðan fyrir því að við völdum að sníða ráðstefnuna fyrir heil- brigðisstarfsmenn að þessu sinni var sú að við reynum að velja hópa sem eru undir álagi, eðlis starfs þeirra vegna. Heilbrigðisstarfs- menn eru hópur sem er alltaf undir miklu álagi. Aðrir hópar undir álagi eru t.d. kennarar og lög- reglumenn,“ segir Ólafur og vísar í reynslu af störfum sínum. Erlendir fyrirlesarar Tveir sænskir sérfræðingar, þær dr. Agneta Lindegård-Andersson og Susanne Elbin, sálfræðingur frá Institutet för stressmedicin í Gautaborg, voru á meðal fyrirles- ara. „Við erum mjög ánægð með þátt- tökuna í dag, en hérna eru mættir yfirmenn frá heilsugæslunni, mannauðsstjórar frá öldrunar- og hjúkrunardeildum, hjúkrunardeild- arstjórar og læknar úr heilbrigð- iskerfinu. Við veitum alltaf hvatn- ingarverðlaun og að þessu sinni afhentum við Kristínu Jóhönnu Þorbergsdóttur deildarstjóra, Þur- íði Jónsdóttur aðstoðardeildar- stjóra og Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni líknardeildar Landspít- alans í Kópavogi, viðurkenning- arskjalið „Mannauður 2017“ en þeim var jafnframt boðið frítt á ráðstefnuna, segir Ólafur. Verð- launin hlutu þær þar sem mann- auðsstefnan þeirra er mannleg og ódýr en áhrifamikil í senn. „Okkur langar að vera með fleiri ráðstefnur í framtíðinni,“ segir Ólafur og bætir við að málþingin séu hluti af forvarnarstarfi og geð- hjálp úti í samfélaginu. ernayr@mbl.is Fjalla um álag við heilbrigðisstörf  Málþing um heilsu og forvarnir Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir Hópurinn Frá vinstri eru Ólafur Þ. Ævarsson, Ragnheiður G. Guðna- dóttir, Þuríður Jónsdóttir og Kristín J. Þorbergsdóttir. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Stigvaxandi álag hefur verið á Heil- brigðisstofnun Suðurlands (HSU) síð- ustu ár. Kemur það aðallega til vegna aukins fjölda sjúklinga sem leita á bráðamóttökuna á Selfossi, en komum þangað fjölgaði um 34% frá 2014 til 2016. Á sama tíma hefur komum ósjúkratryggðra einstaklinga, sem að stórum hluta eru erlendir ferðamenn, fjölgað um 42%. Bráðamóttakan á Selfossi var opnuð árið 2011 og er eina bráðamóttakan á Suðurlandi, frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Fjárveitingar til stofnun- arinnar eru reiknaðar út frá íbúafjölda á svæðinu, en á Suðurlandi búa 27 þús- und manns. Aukna aðsókn á bráða- móttökuna má þó að mestu leyti rekja til aukins fjölda ferðamanna og þeirra sem dvelja í sumarhúsabyggðunum á svæðinu. Um 20 þúsund manns dvelja um lengri eða skemmri tíma í sum- arhúsum í nágrenni Selfoss. Þá hefur íbúum í eldri aldursflokkum fjölgað, með tilheyrandi langvinnum veikind- um. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, segir að starfsemi og þjónusta bráðamóttökunnar hafi fest sig í sessi síðastliðin sex ár og fólk á svæðinu sæki því orðið þjónustu þangað fremur en að aka til Reykjavíkur eins og áður tíðkaðist. „Árið 2014 voru komur á bráðamóttökuna á Selfossi um 8.500 en fóru upp í 11.400 árið 2016. Á þessu ári stefnir í að komufjöldi verði um 13.000,“ segir Herdís, en að jafnaði koma 32 sjúklingar á sólarhring á bráðamóttökuna en um 60 á mestu álagstímunum. Sjúklingar hverfa ekki Vöxturinn á HSU er langt umfram það sem gerist í öðrum heilbrigðisum- dæmum, en á sama tíma og komum þangað hefur fjölgað um 34% hefur fjölgunin á Norðurlandi verið 7%. Rekstrarfé á föstum fjárlögum dugar ekki fyrir mönnunarþörfinni sem fylgir viðlíka fjölgun. Nú er svo komið að HSU er komið yfir þær fjárveit- ingar sem það hefur. „Á daginn, kvöldin, nóttinni og um helgar höfum við eingöngu fjármagn til að manna með einum lækni og ein- um hjúkrunarfræðingi en nú dugar það ekki lengur til. Um síðustu áramót var bætt við mönnun á daginn og kvöldin og enn var bætt við nú fyrir sumarið. Þrátt fyrir það hefur verið mikið álag á starfsfólki okkar . Nú er svo komið að fjárveitingar duga ekki til reksturs bráðamóttöku,“ segir Herdís og bætir við að um 105 milljónir vanti inn í reksturinn fyrir bráðamóttökuna til að geta gert mjög vel í þjónustu við bráðveika og slasaða. „Í heildarsam- hengi alls kostnaðar í heilbrigðisþjón- ustu þarf ekki mikið viðbótarfjármagn. Við vísum engum sjúklingum frá en það er ljóst að þessi erindi sjúklinga hverfa ekki. Ef við ráðum ekki við um- fangið þarf að vísa sjúklingum áfram á Landspítala með tilheyrandi kostnaði og álagi þar, sem við gætum annars mjög vel sinnt hér.“ Herdís segir að fagfólk bíði eftir að komast til starfa á HSU og því óttist hún ekki mönnunarvanda ef til auka- fjármagns komi. Heilbrigðisráðherra hefur verið gert viðvart um áskoranirnar í rekstri HSU og segir Herdís málið komið í farveg. „Ég bind vonir við að þetta leysist hratt og vel. Hér var mikill skuldabaggi og með samhentu átaki okkar og stjórnvalda tókst að koma stofnuninni aftur á flot og því væri synd að lenda aftur í alvarlegum rekstrarerfiðleikum.“ Mikið álag á bráðamóttöku HSU  Heimsóknum hefur fjölgað um 34% á tveimur árum  Erlendum ferðamönnum sem sækja á bráða- móttökuna á Selfossi hefur fjölgað um 42%  Stofnunin komin fram úr fjárlögum vegna þessa HSU » Komum á bráðamóttökuna á Selfossi hefur fjölgað um 34% á tveggja ára tímabili. » Má rekja til fjölgunar ferða- manna og fjölda sumar- bústaðafólks á svæðinu. » Rúmar 100 milljónir króna vantar svo vel sé. Selfoss Margir leita til Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.