Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017
ina, tugi þúsunda muna frá 150 ára
tímabili, aukist og jafnvel komi í ljós
gripir sem ekki var vitað um og hafa
ýmist ekki verið skráðir eða ekki
skráðir á fullnægjandi hátt. Þá skap-
ast ný þekking um ástand muna og
varðveislukröfur við tilfærslurnar.
Áfram í Vesturvör
Gripir í vörslu Þjóðminjasafnsins
eru nú um 120 þúsund talsins af marg-
víslegu tagi, jarðfundnir munir, list-
gripir úr kirkjum s.s altaristöflur, lík-
neski, altarisbúnaður, höklar. Þar er
búnaður daglegs lífs, heimilisáhöld,
rúmábreiður, margs konar fatnaður,
húsbúnaður og húsgögn. Einnig út-
skornir gripir, rúmfjalir, kistlar,
drykkjarhorn og silfurgripir. Þar eru
einnig skrifleg gögn um þjóðhætti
sem safnað hefur verið skipulega í
meira en hálfa öld.
Fyrir um hálfum öðrum áratug
eignaðist Þjóðminjasafnið stórt
geymsluhús við Vesturvör í Kópavogi
þar sem megnið af safngripunum hef-
ur verið. Myndasafn Þjóðminjasafns-
ins verður þar áfram til húsa, en stöð-
ugt fjölgar þeim myndasöfnum sem
þar eru varðveitt. Þá mun húsasafnið
geyma þar timbur, ýmsa gripi og við-
haldsvörur. Aftur á móti lætur safnið
frá sér geymslurými sem það hafði á
Seltjarnarnesi og við Dugguvog í
Reykjavík.
Ýmsir safngripir sem áður voru í
geymslum Þjóðminjasafnsins, m.a.
fornbílar og tækniminjar, hafa verið
fengnir söfnum utan Reykjavíkur til
varðveislu og sýningar, og er slík
dreifing talin beggja hagur. En stöð-
ugt streyma að aðrir gripir til varð-
veislu. Fyrirferðarmestir eru þeir
sem koma upp úr jörðinni við forn-
leifauppgreftri, enda er lagaskylda að
skila safninu öllu sem fornleifarann-
sóknir leiða í ljós. Þetta eru fjöl-
breyttir hlutir, mannabein og dýra,
jurtaleifar og jarðvegssýni, og mann-
gerðir gripir af margvíslegu tagi. Í
sérstöku geymslurými fyrir jarð-
fundna muni á Tjarnarvöllum verða
tugir þúsunda slíkra gripa og sýna og
fæst af því mun nokkru sinni rata á
sýningar, en eru mikilvæg gögn við
vísindarannsóknir og til þekking-
arsköpunar. Á Tjarnarvöllum mun
enn fremur öll sýningagerð Þjóð-
minjasafnsins fara fram; í rúmgóðum
sal þar verða sýningarhugmyndir
mótaðar og gengið frá sýningar-
hlutum sem síðan verða fluttir full-
búnir á sýningarstaði, hvort sem er í
Þjóðminjasafnshúsinu við Suðurgötu
eða annars staðar.
Almenningur getur kynnt sér safn-
gripi Þjóðminjasafnsins, jafnt þá sem
eru á sýningum og í geymslum, á net-
inu. Vefurinn sarpur.is geymir upp-
lýsingar, texta og ljósmyndir um safn-
kostinn þar og í öðrum menningar-
sögulegum söfnum.
Þáttaskil í varðveislu þjóðminja
Nýtt varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafnsins Búnaður líkist helst hátæknisjúkrahúsi
Þjóðminjar Rúmt er um safngripi í hinu nýja geymslurými Þjóðminjasafnsins, en rýmið er nýtt til hins ýtrasta.
Stundum þarf lyftara ef skoða á einstaka gripi. Tilhögunin á að tryggja varðveislu gripanna til langrar framtíðar.
Stjórnendur Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasviðs (t.v.), stýrir varðveislu-
málum á Tjarnarvöllum í nánu samráði við Margréti þjóðminjavörð.
Munir Dyraumgjörðin gamla úr Al-
þingishúsinu er meðal safngripa.
Forvarsla Fullkomið forvörsluverkstæði verður á
staðnum. Þar geta sjálfstæðir forverðir einnig unnið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fornleifar Sérstakt rými er fyrir jarðfundna forngripi,
sem fjölgað hefur gífurlega á undanförnum árum.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Ég segi stundum í gamni að þetta
sé hátæknisjúkrahús fyrir þjóðminj-
ar,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður um nýtt varðveislu-
og rannsóknarsetur Þjóðminjasafns
Íslands í rúmgóðri byggingu, tæpir
4.300 fermetrar að stærð, á þremur
hæðum á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði.
Óhætt mun að segja að þetta húsnæði
marki ekki minni þáttaskil í aðbúnaði
og starfi safnsins en sýningarhúsið við
Suðurgötu þegar það var opnað eftir
viðamiklar endurbætur haustið 2004.
Samlíkingin við hátæknisjúkrahús
blasir við þegar gengið er um húsið í
fylgd Margrétar og Lilju Árnadóttur,
sviðsstjóra munasviðs; hér er háþróað-
ur tæknibúnaður sem gætir þess að
safngripir njóti þeirra varðveisluskil-
yrða sem „heilsa“ þeirra, þ.e. ástand og
aldur, krefst. Það getur verið mjög
mismunandi hve viðkvæmir einstakir
safngripir eru fyrir hita og raka; sums
staðar þarf frystirými, annars staðar
kæligeymslu, en alls staðar þarf að
gæta þess að loftið sem leikur um grip-
ina henti. Þá eru hér ýmis efni og rann-
sóknartæki sem við þekkjum af
sjúkrahúsum, m.a. röntgenmyndavél,
sérbúnir skápar fyrir sýni, margs kon-
ar tæki önnur og síðan skjalageymslur.
Framtíðarhús
Í nýja húsinu á Tjarnarvöllum starfa
nú um 10 starfsmenn, en þeim á eftir
að fjölga og síðan verða hér að stað-
aldri sjálfstætt starfandi fræðimenn og
forverðir, háskólanemendur og aðrir
þeir sem hentar nálægð við safngrip-
ina við rannsóknir, útgáfu og sýninga-
gerð.
Margrét segir að mörg ár séu síðan
Þjóðminjasafnið fór að leggja áherslu á
framtíðarhús fyrir safngripina. Skrið-
ur komst á málið í tengslum við 150 ára
afmæli safnsins og forsætisráðuneytið
greiddi mjög götu þess meðan það
hafði með safnið að gera. Að loknu út-
boði þar sem mjög stífar kröfur voru
gerðar um allan búnað og öryggi var í
janúar í fyrra undirritaður samningur
um langtímaleigu hússins við fast-
eignafélagið Regin. Endurbætur á
húsnæðinu hafa staðið yfir síðan og
jafnframt flutningar sem kalla á um-
fangsmikið og flókið skipulag. Þessa
dagana eru iðnaðarmenn að leggja síð-
ustu hönd á rými fyrir textíla, en það
verður á jarðhæð hússins. Arkitekta-
stofan ArkÞing sá um alla hönnun inn-
andyra í samráði við starfsfólk Þjóð-
minjasafnsins og Framkvæmdasýslu
ríkisins.
Lilja Árnadóttur segir að þótt flutn-
ingarnir haldi starfsfólki uppteknu
lengi hafi umrótið líka gildi að því leyti
að yfirsýn starfsfólksins yfir safneign-
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2