Morgunblaðið - 08.09.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við erum í skýjunum, endahefur enginn hundur í eiguÍslendings áður unniðsvona stórt. Blossinn okk-
ar sló í gegn úti í Bretlandi á mjög
stórri sýningu í Birmingham um síð-
ustu helgi. Hann landaði titlinum
„Best in Show“, sem stendur fyrir
besti hundur sýningarinnar. Þetta er
risastór sigur því það tóku 8.600
hundar þátt í sýningunni,“ segir
Lára Birgisdóttir, eigandi fyrr-
nefnds Blossa, en hún og maður
hennar Björn Ólafsson rækta
Heimsendahunda. Lára segir að leið-
in að sigurvegarasætinu yfir allt
mótið sé löng, fyrst þurfi hundurinn
að vinna ýmsa flokka.
„Hvert og eitt hundakyn keppir
fyrst í sínum hring, eftir flokkum og
aldri, og Blossi vann í sínum flokki,
hunda af Australian shepherd-kyni,
en 66 hundar af því kyni voru skráð-
ir. Hann sigraði líka í flokki fjár-
hunda, flokki sem kallaður er Pastor-
al Group, og þar sigraði hann
fjörutíu aðra hunda.
Eftir þessa grisjun stóðu eftir
sex hundar, Terrier-hundur, fjár-
hundur, vinnuhundur, smáhundur,
veiðihundur og þefhundur, og Blossi
stóð að lokum uppi sem sigurvegari
þeirra. Hann er sannarlega orðinn
kóngurinn eftir þessa fræknu sigur-
för og hann er strax kominn á for-
síður í hundablöðunum úti í Eng-
landi.“
Útlit, bygging og hreyfing
Þegar Lára er spurð að því í
hverju sé keppt á þessum stóru sýn-
ingum, segir hún það bæði snúa að
byggingu hundsins og hreyfingu.
„Það er ákveðinn staðall fyrir
hvert og eitt hundakyn, hvernig það
á að líta út, og það er til varðveislu, til
dæmis svo Collie-hundur líti rétti-
lega út eins og Collie-hundur á að líta
út. Dómararnir læra þessa stand-
arda og ræktendur koma með dýrin
sín til dóms. Þá er farið yfir tennur,
augu, hlutföll líkamans og fleira, það
er gengið úr skugga um að byggingin
Hann líður um eins
og hann hlaupi á vatni
Hún leitaði í fimm ár að hundi af tegundinni Australian shepherd, og fann loks
þann sem hún vildi í hvolpi í Bandaríkjunum og gaf honum nafnið Blossi. Aðeins
tveggja ára er Blossi orðinn amerískur og enskur meistari, hefur unnið nokkra
„junior“-titla, og sæti í tegundahópum. Um síðustu helgi stóð hann uppi sem sigur-
vegari af 8.600 hundum á stórri sýningu í Bretlandi, var valinn „best in show“.
Krútt Lára með Blossa ungan, aðeins hvolpur en strax með fyrstu verðlaun.
Nú er lag fyrir fjölskyldufólk að
bregða sér á Kex hostel á sunnudag-
inn n.k 10. september þar sem boðið
er upp á heimilislega sunnudaga, en í
þetta sinn verður þar Rokkhátíð æsk-
unnar. Hátíðin sú er haldin í náinni
samvinnu við sjálfboðaliðasamtökin
Stelpur Rokka! líkt og í fyrra.
Stelpur rokka! eru samtök sem
starfa af femínískri hugsjón við að
efla stelpur, konur, trans- og kynseg-
in einstaklinga í gegnum tónlistar-
sköpun. Kjarninn í starfinu eru rokk-
sumarbúðirnar, þar sem þátttak-
endur læra á hljóðfæri, spila saman í
hljómsveit, kynnast farsælum tón-
listarkonum, fræðast um ýmsar hlið-
ar tónlistar og jafnréttisstarfs og
koma fram á lokatónleikum fyrir
framan fullan sal vina og fjölskyldu.
Í tilkynningu kemur fram að dag-
skrá Rokkhátíðar æskunnar á sunnu-
dag verði samansett af lifandi tón-
listaratriðum í bland við gagnvirka
fræðslu og vinnusmiðjur þar sem
krakkar fá m.a að fikta í hljóðfærum
sem búin eru til úr ávöxtum.
Dagskráin hefst klukkan 13 og
stendur til kl. 15:30, tónleikapró-
gramm verður í bókahorninu en
smiðjur og kynningar í innri sal. Tón-
leikadagskráin inniheldur hljómsveit-
irnar Chicken Darkness, Jens og
Smekkur úr rokkbúðum sumarsins
hjá Stelpur Rokka!, Áttan mætir og
hljómsveitin Gróa sem varð til í rokk-
búðum Stelpur Rokka! og spilar m.a.
á Iceland Airwaves í ár.
Stelpur Rokka! verða með kynn-
ingu á starfi sínu og munu m.a. kenna
krökkum að gera sín eigin barmmerki
og ýmislegt fleira. Raftónlistarkonan
Kira Kira kennir trixin á bakvið raf-
tónlist og allir fá að fikta. DJ Silja
Glømmi verður með plötusnúða-
smiðju og Skema kynnir tækniundur
sem gefur krökkum kleift að búa til
tónlist.
Aðgangur á Rokkhátíð Æskunnar
kostar ekkert og krakkar á öllum
aldri eru velkomnir.
Morgunblaðið/Ómar
Stelpurokk Þessar stelpur í hljómveitinni Náhrútum rokkuðu árið 2013 að
loknum rokksumarbúðum, þjálfunarbúðum fyrir stelpur á aldrinum 12 til 16 ára.
Lifandi tónlist,
vinnusmiðjur
og fræðsla
Líf og fjör verður fyrir krakka á Rokkhátíð æskunnar n.k sunnudag á Kex hosteli
Áttan Ein þeirra hljómsveita sem ætl-
ar að mæta á hátíðina er Áttan.
Nú er lag að njóta góðrar stundar
með krílunum, en fjölskyldustund
Menningarhúsanna í Kópavogi verður
haldin í Salnum í Kópavogi á morgun,
laugardag, kl. 14. Þá verða á dagskrá
þátttökutónleikar fyrir alla fjölskyld-
una þar sem þekktar söngperlur
verða fluttar af Vísnagulls-bandinu.
Forsprakki þess er Helga Rut Guð-
mundsdóttir. Tónleikarnir miða við
börn á aldrinum 1-3 ára, í fylgd með
foreldrum, ömmum og öfum, syst-
kinum og öðrum fjölskyldu-
meðlimum, en gestir taka þátt í leik
og söng. Tónleikarnir eru ókeypis og
allir hjartanlega velkomnir.
Fyrir börn með foreldrum, ömmum, öfum og systkinum
Börn og fullorðnir syngja saman
Vísnagull Í fyrra var húsfyllir og mikið fjör á þátttökutónleikum í Salnum.
Fyrir 10 mánuðum fékk égnýjan titil. Móðir. Ég erennþá að venjast hon-um. Þetta er eitthvað
svo formlegt. Mamma er kannski
betri titill. Sérstaklega þegar son-
urinn er sjálfur farinn að segja
mamma. Þá fór ég sko að gráta,
og hef varla stoppað síðan. Ég er
vafalaust ekki að segja neinum
fréttir að lífið breytist allsvaka-
lega þegar móðurtitillinn bætist
við, en þannig er það bara.
„Ertu ekki örugglega að njóta?“
er spurning sem ég hef ítrekað
fengið síðustu mánuði og jú, það
hef ég svo sannarlega gert. Ég
hef notið þess að sofa í stuttum
lotum, sjá brjóstin mín í al-
gjörlega nýju ljósi (orðið mexí-
kanahattur hefur fengið
nýja merkingu á heim-
ilinu, heldur betur) og
fylgst með syninum
læra að halda haus,
brosa, sitja, skríða,
borða og standa upp
ásamt mörgu öðru.
Þessum hraða
þroska fylgir samt
að nú er heimilið
eins og stríðs-
völlur með hinum
ýmsu varnar-
veggjum. Sonur-
inn er farinn að
lemja sjónvarpið
eins og það sé hans
versti óvinur og það er
eins og hver matartími snúist um
að sulla meira á sig en í matar-
tímanum á undan.
Ég neita því þó ekki að það er
viss slökun að mæta í vinn-
una, fá sér kaffibolla og
drekka hann allan á með-
an hann er heitur. Það er
líka viss lúxus að borða
hádegismat með full-
orðnu fólki og spyrja það
annarra spurninga en:
„Hvað ertu stór?“
Mesti lúxusinn af
öllu er þó án efa að
fá að fara ein á kló-
settið! Í átta tíma á
dag, fimm daga vik-
unnar, nýt ég þess
nú að sturta niður og
þurfa ekki að passa í
leiðinni að litlar hendur
stingist ofan í klósett-
skálina. Er ekki lífið
dásamlegt?
»Það er líka viss lúxusað borða hádegismat
með fullorðnu fólki og
spyrja það annarra spurn-
inga en: „Hvað ertu stór?“
Heimur Erlu Maríu
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is