Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 13
Í sigurvímu Lára (lengst til hægri) með Blossa og verðlaunaskjalið á sýningunni í Bretlandi, ásamt sýnandanum
Jan Willem Akerboom og Melanie Raymond, sem hefur fóstrað Blossa á Englandi undanfarið ár.
sé eðlileg. Hreyfing hundsins á gangi
og á hlaupum þarf líka að vera eðlileg
og falleg, sem nýtist honum í vinnu.
Tegundin sem Blossi er af þarf að
nýtast til að reka nautgripi og geta
farið sextíu kílómetra á dag. Dóm-
arinn sagði mér að margir hundar
hefðu ekki réttu hreyfinguna, væru
kannski of þungir í spori, en að hjá
Blossa væri þetta algjörlega kórrétt,
„hann líður um eins og hann hlaupi á
vatni,“ sagði hann. Blossi er líka ein-
staklega fríður, fallegur á litinn og
höfuðlagið fullkomið. En hann er
ekki nema tveggja ára og er enn að
þroskast, svo hann á fullt inni.“
Kemst ekki í stóru keppn-
irnar ef hann flyst til Íslands
Lára segist hafa leitað að hundi
af þessari tegund í fimm ár áður en
hún fann Blossa.
„Ég vildi kynbæta mína hunda
sem ég hef verið að rækta af þessari
tegund, Australian shepherd, og var
því alsæl þegar ég loksins fann hann
í Bandaríkjunum sem þriggja mán-
aða hvolp hjá ræktendunum Tom og
Jodi WanderWeele-Noble. Frank,
vinur minn og hundaræktandi sem
þar býr, þurfti að mæla með mér og
svo fór ég til Tennessee til að sækja
Blossa litla. Ég sýndi hann þar á
hvolpasýningu og hann komst á vinn-
ingspall. Síðan ákvað ég að skilja
hann eftir úti, sem var erfitt, en ef ég
færi með hann heim til Íslands kæm-
ist hann ekki í stóru keppnirnar til
útlanda, sem væri synd með svona
efnilegan hund. Stacy vinkona mín í
Bandaríkjunum tók að sér að geyma
hann fyrir mig fram að sex mánaða
aldri, en þá tók við honum atvinnu-
sýnandi og hann varð amerískur
meistari með honum aðeins tíu mán-
aða gamall.“
Elskaður og dáður og með-
höndlaður sem prins
Lára segist hafa þurft að hugsa
sig vel um eftir það hvort hún ætti að
taka Blossa heim til Íslands eða leyfa
honum að keppa meira á erlendri
grund.
„Melanie, vinkona mín og
hundaræktandi í Bretlandi, bað um
að fá hann og sýna hann, til að freista
þess að ná meistaratitli þar. Ég lét
það eftir henni, flaug til Bandaríkj-
anna til að sækja hundinn en sýndi
hann þar áður en ég fór úr landi og í
þeirri keppni lenti hann í fjórða sæti.
Síðan flaug ég með hann til Brussel á
Evrópusýningu og þar var hann val-
inn besti „junior“, rétt ársgamall. Ég
var rosalega ánægð með þann árang-
ur.“
Lára segir að Blossi hafi dvalið í
Bretlandi í heilt ár hjá Melanie, þar
sem allir fjölskyldumeðlimir elskuðu
Blossa.
„Hann var meðhöndlaður eins
og hver annar prins á heimilinu, þau
báru hann á höndum sér. Melanie
grét þegar hann sigraði um helgina.
Og nú hefur hún þurft að horfa á eft-
ir honum til Hollands, því hann er
farinn þangað til þjálfunar hjá besta
vini hennar, Jan William, sem er
hundaræktandi og sýnandi. Jan er
óskaplega hrifinn af Blossa og ég
ákvað að fresta því enn að taka hann
heim,“ segir Lára og bætir við að Jan
hafi verið sá sem sýndi hann til sig-
urs um liðna helgi.
„Jan hafði aldrei fyrr sýnt hund
af þessari tegund, svo þetta er eins
og hvort annað ævintýri fyrir hann.
Hann er ákveðinn í að fara með
Blossa á nokkrar sýningar í Evrópu
og ég er auðvitað spennt að fylgjast
með framhaldinu, hvernig Blossa
mínum á eftir að ganga.“
Fagur Ræktunarnafn Blossa er heilllangt, AKC Ch GB Kraft- brewd’s Blossi
at Heimsenda. Hér með Jan sýnanda sínum og T. Nagrecha dómara.
Efnilegur Lára sýndi Blossa á hvolpasýningu þar sem hann fékk verðlaun.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017
Boðið verður í bókmenntagöngu um
söguslóðir Tímaþjófsins eftir Stein-
unni Sigurðardóttur í dag, laugardag,
kl. 15. Gangan hefst við Borgarbóka-
safnið í Grófinni en lýkur í Þjóðleik-
húsinu, þar sem söguhetjan Alda
Ívarsen hefur aðsetur í uppfærslu
Þjóðleikhússins á Tímaþjófinum. Una
Þorleifsdóttir leikstjóri, Melkorka
Tekla Ólafsdóttir, höfundur leikgerð-
ar, og Nína Dögg Filippusdóttir, sem
fer með hlutverk Öldu í sýningunni,
taka á móti göngufólki með lestri og
spjalli. Hin vel ættaða og sjálfs-
örugga Alda Ívarsen, tungumála-
kennari við MR, sem ætíð hefur boðið
heiminum birginn, reynist varnarlaus
þegar ástin grípur hana, óvænt og
miskunnarlaust. Tímaþjófurinn er
skáldsaga um leynilegt ástar-
ævintýri, höfnun og missi, og sárs-
aukafullu þráhyggju. Gengið verður
um söguslóðir skáldsögunnar og áð í
Hólavallakirkjugarði, við Dómkirkj-
una og MR. Steinunn slæst í hópinn,
les úr verkinu og spjallar. Gönguna
leiðir starfsfólk Borgarbókasafns, all-
ir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Steinunn Sigurðardóttir slæst í hóp og les upp úr verki sínu
Bókmenntaganga á söguslóðum
Tímaþjófs og leikhúsheimsókn
Ljósmynd/Steve Lorenz
Þjóðleikhúsið Björn Hlynur og Nína Dögg í hlutverkum sínum í Tímaþjófinum.
Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is
Sorbact - Græn sáralækning
Klíniskar rannsóknir sýna
bata á sveppasýkingu*
hjá yfir 85% þátttakenda
*candida albicans
Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og
sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta
að fjölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar
á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur.
Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi.
Sveppasýkingar
- í húðfellingum -
Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð
Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst
og magafellingar. Engin krem eða duft.