Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017
VINNINGASKRÁ
19. útdráttur 7. september 2017
41 7567 19328 31493 39740 51301 64014 73471
76 7706 19576 31613 39865 51451 64217 73584
537 7878 20494 31770 40119 51544 64254 73729
915 7882 20740 31818 40564 51840 64456 73737
1338 8155 20782 31882 41600 52099 64465 73776
1342 8540 20819 31910 42230 52126 64540 74313
1445 9366 21288 32007 42386 52359 64858 74402
1714 9437 21516 32083 42798 52418 64973 74630
1821 10139 22603 32188 42978 52449 65248 74636
1999 10264 23168 32296 43164 53569 65706 74670
2086 10596 23233 32541 43621 53777 65839 74728
2480 10761 23936 32841 43681 54488 65855 74776
2842 11208 24186 32920 43811 54504 65984 74941
2883 11349 24426 32988 43884 54554 66139 75621
2914 11550 24720 33050 44327 54999 66390 75629
3081 11730 24770 33115 44397 55225 66806 76176
3141 11923 24928 33307 44406 55527 67221 76312
3214 12817 25087 33418 44600 55718 67458 76619
3322 12860 25119 34285 44740 55765 68091 76808
3635 12995 25174 34436 44937 55949 68093 77055
3665 13004 25699 34512 45051 56291 68258 77136
3797 13917 26354 34815 45561 56497 69170 77393
3943 13918 27321 34852 45888 56601 69405 77422
4449 13940 27714 35307 46102 57182 69895 77425
4470 14172 28332 35824 46837 57252 70732 78375
4665 14372 28385 36732 47005 57640 71151 78439
5020 14683 28832 37050 47425 57648 71318 78549
5121 14691 28927 37509 47515 57986 71549 78572
5228 15053 28976 37661 48972 58109 71619 78762
5396 16454 29527 37677 49420 58457 71657 79184
5580 16533 29710 37973 49826 58723 71757 79980
5680 16718 29913 38317 49887 59082 71850
5825 16806 31269 38385 49924 60830 72228
6000 17927 31316 38896 50109 61390 72261
6574 18159 31400 39113 50461 61935 72481
6785 18416 31405 39330 50650 62517 72684
6848 18999 31437 39712 50823 63540 73042
1861 9850 26929 32773 47810 54181 64702 74874
3194 11571 27008 34088 48275 54540 64929 75296
3395 12139 27608 37858 48762 55598 65996 76205
3687 13394 27977 38478 49853 56231 67331 76207
3828 15335 28679 40096 50111 57374 67591 77025
4480 20789 28959 40544 51138 60092 67993 77693
5088 21446 29133 40625 51963 60413 68397 78055
6193 22873 29298 40938 52799 60789 68863 78466
6377 23991 29307 43020 52986 61901 72408 78715
6460 24829 30532 43348 53029 62558 72581
6570 25417 31515 43622 53423 64111 73557
7275 25508 32013 46175 53821 64213 74489
9182 25588 32411 47377 53991 64375 74581
Næstu útdrættir fara fram 14., 21. & 28. september 2017
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
42755 49671 67389 74983
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1166 15899 28087 32153 45623 56240
5028 21198 29693 36216 47262 56663
8846 24421 29903 36407 49421 73078
11357 28045 31784 39876 53288 79448
Íbúðar v inningur
Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur)
2 9 3 7 3
8. september 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 105.9 106.4 106.15
Sterlingspund 138.15 138.83 138.49
Kanadadalur 85.38 85.88 85.63
Dönsk króna 16.978 17.078 17.028
Norsk króna 13.592 13.672 13.632
Sænsk króna 13.296 13.374 13.335
Svissn. franki 110.92 111.54 111.23
Japanskt jen 0.9725 0.9781 0.9753
SDR 150.43 151.33 150.88
Evra 126.33 127.03 126.68
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.093
Hrávöruverð
Gull 1340.45 ($/únsa)
Ál 2069.0 ($/tonn) LME
Hráolía 53.16 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hvatningarverðlaun jafnréttismála
verða afhent í hátíðarsal Háskóla Ís-
lands 26. september nk. og þessa dag-
ana er óskað eftir tilnefningum.
Markmið verðlaunanna er að vekja
jákvæða athygli á fyrirtækjum sem
stuðlað hafa að jafnrétti á markvissan
hátt innan sinna fyrirtækja og jafn-
framt að hvetja önnur fyrirtæki til að
gera slíkt hið sama. Frestur til að
senda inn tilnefningar er til 19. sept-
ember.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur, hefur síðan hann
tók við forstjórastarfinu árið 2011
lagt mikla áherslu á jafnréttismál, en
Orkuveitan fékk Hvatningarverð-
launin árið 2015. Hann segir í samtali
við Morgunblaðið að á þeim tíma sem
hann tók við hafi miklar áskoranir
blasað við í rekstrinum, og hann hafi
ákveðið að setja jafnréttismálin á
dagskrá af festu strax í upphafi og
byrja á því að ná jöfnu hlutfalli kynja í
stjórnendateymi félagsins. Á þeim
tíma voru konur 24% stjórnenda en í
dag eru konur 51% stjórnenda. Bjarni
segir að jafnrétti sé eins og önnur
verkefni, þau þurfi að fremja, eins og
hann orðar það, ekki sé nóg að aðhyll-
ast jafnrétti. „Ég fullyrði að blandaðir
vinnustaðir eru betri, skemmtilegri
og betur reknir. Ákvarðanir eru ekki
teknar fyrirfram og tilkynntar á fund-
um heldur teknar við fundarborðið,“
segir Bjarni.
Eigum kost á betra starfsfólki
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto
Alcan, sem fékk verðlaunin árið 2014,
segir aðspurð um gildi verðlaunanna,
að þau séu skemmtileg hvatning fyrir
félagið. „Þau eru mikilvæg til að vekja
athygli og leggja áherslu á þennan
grundvallarmálaflokk,“ segir Rann-
veig í samtali við Morgunblaðið. Hún
segir að enn sé margt óunnið á sviði
jafnréttismála innan íslenskra fyrir-
tækja, og framfarir hafi orðið hægar.
„Það er vandasamt að ná þessu fram,
jafnvel fyrir þá sem hafa áhuga og
vilja til að standa sig vel í jafnrétt-
ismálum.“
Rannveig segir að aukið jafnrétti
innan Rio Tinto Alcan þýði að fyrir-
tækið eigi kost á betra starfsfólki, og
hægt sé að velja úr fjölbreyttari hópi
umsækjanda sem allir eigi að hafa
vissu fyrir því að kynbundinn launa-
munur sé ekki til staðar. „Við náum
breiðari umræðu meðal starfsmanna
um ýmis mál og liðsheildin okkar
verður öflugri,“ segir Rannveig að
lokum
Fögnum öllum sigrum
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís-
landsbanka, sem fékk verðlaunin á
síðasta ári, segir að verðlaun sem
þessi hafi mikið gildi, og bankinn geri
mikið úr þeim. „Mér finnst að við eig-
um að fagna öllum sigrum eins og
þessum. Það að vinna svona verðlaun
er hvatning til að halda áfram á sömu
braut,“ segir Birna í samtali við
Morgunblaðið.
Hún segir að gripið hafi verið til
ýmissa aðgerða í bankanum til að
styðja konur og jafnrétti. „Ég vil fjöl-
breytni, karla og konur, yngri og
eldri, góða blöndu. Það er mjög mik-
ilvægt. Það er líka mikilvægt að ungir
karlmenn sem koma til starfa hjá
okkur líti ekki þannig á að þeir eigi
ekki bjarta framtíð fyrir sér hér.“
Birna segir að mikilvægt sé að
vinna gegn þeirri gömlu mýtu að kon-
ur sæki ekki um störf og komi sér
ekki á framfæri. „Við viljum tryggja
að þær sýni áhuga. Ef það er ekki
þannig þá þurfum við að styðja þær til
að þær komist þangað og vekja
áhuga.“ Hún segir að vilji sé allt sem
þurfi þegar komi að breytingum í fyr-
irtækjum. „Mörg fyrirtæki eru að
gera góða hluti og viðhorfið er að
breytast, en tölfræðin sýnir að enn
eru æðstu stjórnendur að langstærst-
um hluta karlmenn.“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra, segir að Hvatn-
ingarverðlaunin veki athygli á þeim
fyrirtækjum sem skara fram úr í jafn-
réttismálum. „Þau leiða til umræðu á
vinnustöðum og annars staðar sem
hollt er að taka reglulega. Vinnustaðir
með fjölbreyttari hóp starfsfólks eru
almennt sterkari en þeir sem eru ein-
hæfir. Það er því í mínum huga styrk-
leikamerki að hljóta þessi verðlaun.“
Vandasamt að
ná fram jafnrétti
Hvatning Birna Einarsdóttir veitir Hvatningarverðlaununum viðtöku í fyrra.
Skilyrði verðlauna
» Stefna fyrirtækis í jafnrétt-
ismálum hefur skýran tilgang
og markmið
» Jafnrétti hefur fest rætur og
sýnt er fram á varanleika
» Vakin er athygli á rekstr-
arlegum ávinningi af jafnrétti
» Jafnréttissýnin er hvetjandi
fyrir önnur fyrirtæki
» Sýnt er frumkvæði og ný-
sköpun sem stuðlar að auknu
jafnrétti kynjanna
Óska tilnefninga til Hvatningarverðlauna jafnréttismála
Kaupsamningur Frjálsrar fjölmiðl-
unar um kaup á nánast öllum eign-
um Pressunnar og tengdum fé-
lögum var ekki kynntur eigendum
meirihluta í félaginu fyrr en eftir að
hann var frágenginn, að þeirra
sögn. Greint var frá kaupum Sig-
urðar G. Guðjónssonar ásamt fjár-
festum í ViðskiptaMogganum í gær.
Kaupverðið mun hafa verið um 400
milljónir króna og rann beint til
greiðslu ógreiddra opinberra gjalda
í kjölfar gjaldþrotabeiðni Tollstjóra
á hendur Pressunni, móðurfélagi
DV, Vefpressunnar og fleiri fjöl-
miðla.
Dalurinn, félag í eigu Roberts
Wessman, forstjóra Alvogen, og
nokkurra samstarfsmanna hans, er
eigandi að 68% hlut í Pressunni. Í
tilkynningu sem forsvarmenn Dals-
ins sendu frá sér í gær kemur fram
að ekki sé ákveðið hvað verður um
þann eignarhlut, en í ljósi fyrr-
greindra viðskipta megi telja að
hluturinn hafi lítið verðmæti þar
sem eignir hafa verið seldar úr fé-
laginu.
Í yfirlýsingu Dalsins segir að ef
marka megi yfirlýsingar kaupanda
verði allar skuldir Pressunnar gerð-
ar upp og þá sérstaklega skuldir við
Tollstjóra og lífeyrisskuldbindingar
starfsmanna. Forsvarsmenn Dals-
ins fagni því ef það verði niðurstað-
an. Hins vegar séu þeir jafnfor-
vitnir og aðrir um það hverjir
standi á bak við kaupin.
Pressan seld án
aðkomu eigenda
Atvinna