Morgunblaðið - 08.09.2017, Page 18

Morgunblaðið - 08.09.2017, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ForvígismennKatalóníu hafa sett stefnuna á fullt sjálfstæði héraðsins frá Spáni. Boðað hefur verið til at- kvæðagreiðslu 1. október næst- komandi, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem katalónsk yfir- völd láta kjósa um þetta, því að áður var kosið haustið 2014. Sá er munurinn á þessum at- kvæðagreiðslum að hin fyrri var einungis sögð ráðgefandi og fór svo að aðskilnaðarsinnar unnu stórsigur, þar sem and- stæðingarnir sniðgengu kosn- inguna. Stjórnvöld á Spáni brugðust hart við og sóttu þá- verandi forseta héraðsins, Art- ur Mas, til saka fyrir stjórnar- skrárbrot. Að þessu sinni segja for- ráðamenn Katalóníu að þeir muni líta á niðurstöðuna sem bindandi fyrir héraðið. Hafi að- skilnaðarsinnar betur þýði það stofnun sjálfstæðs lýðveldis. Spænsk stjórnvöld hafa tekið þessu illa og hyggjast sækja leiðtoga héraðsins til saka, leggja hald á öll kjörgögn og reyna að fá kosninguna ógilta fyrirfram. Þó að meirihluti Katalóna hafi verið andsnú- inn sjálfstæði hafa sjálfstæðissinnar sótt hratt í sig veðrið, sem hlýtur að vera töluvert áhyggjuefni fyrir Spánverja. En hvers vegna er staðan svona? Stjórn- völd á Spáni verða að íhuga það hvernig þau geti aftur unnið íbúa héraðsins á sitt band. Þeir sem styðja aðskilnað hafa bent á að héraðið sé auð- ugt og leggi mikið til Spánar sem heildar, án þess að fá til baka það sem sanngjarnt gæti talist í stuðningi frá spænska ríkinu. Þá hafi Katalóníumenn ekki verið fyrirferðarmiklir í æðstu stöðum ríkisins, ólíkt til dæmis Skotum, sem reglulega hafa haft mikil ítök í bresku stjórnmálalífi. Þá hefur ekki bætt úr skák að spænsk stjórnvöld hafa lít- inn vilja sýnt til þess að koma til móts við þessar umkvart- anir. Skiljanlega ræður þar hræðsla við að með slíku myndu þeir ýta undir málstað aðskilnaðarsinnanna. Hugs- anlegt er þó að nokkur skref í átt til sátta myndu grafa undan frekari tilraunum í sjálfstæð- isátt. Sjálfstæðiskosning veldur úlfúð}Tekist á um Katalóníu Þeir, semgegnaábyrgð- arstörfum verða að vanda sig. Raunar er það svo að lang- flestir þeirra sem gegna lög- mætum störfum, hverju nafni sem nefnast, gegna ábyrgð- arstarfi í hinu flókna samfélagi nútímamanna. En til sumra eru þó gerðar meiri kröfur en annarra, enda leggja þeir sjálf- ir einatt mikla áherslu á mik- ilvægi starfa sinna og á hitt að verkum þeirra megi almennt treysta. Blaðamenn og frétta- skýrendur eru í hópi slíkra. Fyrir fáeinum dögum birti Ríkissjónvarpið sprengjufrétt frá Akureyri og dró ekki af sér. Þar sagði hvorki meira né minna í aðalfréttatíma þess, að „eigandi veitingastaðar á Ak- ureyri (væri) grunaður um vinnumansal. „Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mán- uði í laun og borði matar- afganga af veitingastaðnum.“ Var sagt frá því að eftirlits- menn frá Einingu Iðju hefðu farið á veitingastaðinn. Síðan sagði að í byrjun vikunnar hefði málið ekki verið komið inn á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra, „en hún hefur nú verið látin vita af mál- inu, ásamt man- salsteymi lögregl- unnar á höfuð- borgarsvæðinu.“ Það er ekki oft sem svo alvarleg glæpamál af þessum toga eru gerð að umtalsefni í aðalfrétta- tíma Ríkissjónvarpsins og þeir sem á hlýddu hafa eflaust tekið þetta trúanlegt (og þess má geta að mbl.is og Morgunblaðið voru þeirra á meðal). Í fyrradag upplýsti verka- lýðsfélagið Iðja svo að athugun þess hefði sýnt að allt hefði reynst í stakasta lagi. Frétta- stofa „RÚV“ birti um þetta litla og afar vandræðalega frétt. En það sem furðu sætti var að yfirmenn Fréttastof- unnar eða Ríkisútvarpsins upplýstu ekki um það hvort þeir eða stofnunin hefði beðið þá sem fyrir urðu afsökunar á hinu óskiljanlega frumhlaupi, né var þar nefnt hvort veit- ingastaðnum hefðu verið boðn- ar eðlilegar bætur vegna hinn- ar röngu og forkastanlegu „frétta“árásar ríkisfréttamið- ils, sem var forráðamönnum staðarins til mikils álits- hnekkis. Er það virkilega svo að þessi fréttastofa, „sem starfar í þjóðarþágu,“ telji að engin mörk gildi um framgöngu sína? Mansalsfjallið tók jóðsótt og fæddist óásjáleg mús} Forkastanleg framganga F urðulegt að menn sem halda oft á stundum fram sjónarmiðum um áhrifaleysi smáþjóða innan bandalaga með stærri ríkjum séu að klappa þetta upp!“ Þannig komst stjórnmálafræðingurinn Úlfar Hauksson að orði í vikunni í opinni umræðu á Facebook sem snerist um það hvort Bretland kynni að ganga aftur í Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA), sem landið átti ríkan þátt í að stofna árið 1960 sem fríverzlunarvalkost við Efnahagsbandalag Evrópu, forvera Evrópu- sambandsins, þegar þeir segja skilið við sam- bandið. Spáði Úlfar því ennfremur að Bretar ættu aldrei eftir að „verða til friðs“ innan EFTA kæmi til þess að þeir færu þangað inn á nýjan leik. Ummælin eru nokkuð athyglisverð en þeim er greinilega beint að þeim sem ekki vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Sjálfur hefur Úlfar verið mikill stuðningsmaður inngöngu í sambandið í gegnum tíðina. Fæstir ef einhverjir þeirra sem vilja ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið hafa talað gegn því að Ísland eigi í alþjóðlegu samstarfi við önnur ríki. Eins og til að mynda innan Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Atlantshafs- bandalagsins (NATO) eða Evrópuráðsins svo dæmi séu tekin. Stuðningur við slíkt stendur svo sannarlega ekki og fellur með afstöðu fólks til sambandsins. Það er ástæða fyrir því að ekki er vilji til þess hjá mörg- um Íslendingum að ganga í Evrópusambandið í þessum efnum. Innan sambandsins sitja ríki ekki við sama borð óháð því hversu fjölmenn þau eru. Þar fer formlegt vægi ríkja einmitt fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því er á annan veg háttað til að mynda innan EFTA. Þar hef- ur hvert ríki eitt atkvæði óháð stærð. Það er hins vegar í samræmi við aðra rörsýn á Evrópusambandið hjá mörgum þeim sem vilja koma Íslandi inn í það að telja að sam- bandið sé upphaf og endir alls alþjóðlegs sam- starfs. Þetta er líka í samræmi við þann mál- flutning úr þeirri áttinni að þeir sem ekki vilja ganga í Evrópusambandið séu fyrir vikið ein- angrunarsinnar. Sjálfir vilja þeir einangra Ís- land í áhrifaleysi í gamaldags og hnignandi tollabandalagi sem unnið er leynt og ljóst að að breyta í eitt ríki. Það vill svo skemmtilega til að það er heill heimur fyrir utan Evrópusambandið. Flest ríki heimsins eru utan sambandsins (væntanlega einangruð ríki) og þar með talið þau ríki þar sem efnahagsleg uppsveifla hefur verið mest á liðnum árum. Á sama tíma stendur Evrópu- sambandið frammi fyrir efnahagslegri hnignun á næstu árum og áratugum í samanburði við árangur annarra. Nokkuð sem forystumenn sambandsins eru nú farnir að viðurkenna opinberlega. Það er alls ekki víst að Bretar gangi í EFTA eftir að þeir yfirgefa Evrópusambandið. En ljóst er að heimurinn hefur tekið þeim fagnandi eftir að þeir ákváðu að yfirgefa sam- bandið og verða á ný þjóð á meðal þjóða. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Rörsýn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Formenn VG og Samfylk-ingarinnar telja að næstaþing muni ekki síst ein-kennast af átökum á milli stjórnarflokkanna um mikilvæg mál og það muni setja sinn svip á þing- haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enn vissi VG ekki hvaða mál ríkisstjórnin myndi leggja áherslu á á komandi þingi. „Það hafa verið gríðarleg átök innan ríkisstjórnarinnar frá því í vor. Við eigum von á fjárlaga- frumvarpi þar sem ýmis mál sem skilin voru eftir í fjármálaáætluninni í vor í óvissu og uppnámi munu aftur dúkka upp, t.d. skattþrep ferðaþjón- ustunnar,“ sagði Katrín. Hún segir að hennar tilfinning sé sú að átökin á Alþingi í vetur verði ekki bara á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur á milli stjórnarflokkanna. „Ef við skoðum umræðurnar sem verið hafa í sumar er augljóst að það er djúpstæður ágreiningur milli stjórnarflokkanna, t.d. um gjaldmiðlamál, peninga- stefnuna og vanda sauðfjárbænda. Þar eru átök innan stjórnarinnar og líka á milli stjórnar og stjórnarand- stöðu. Við í VG erum mjög gagn- rýnin á tillögur landbúnaðarráð- herra,“ sagði Katrín. „Við í VG búumst við mestum átökum á milli okkar í VG og ríkis- stjórnarinnar í málum sem lúta að málefnum skólanna, heilbrigðisþjón- ustunnar og velferðarkerfisins, þar sem er auðvitað himinn og haf á milli okkar og þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin rekur,“ sagði formaður VG. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segir að veturinn leggist ágætlega í sig en hann telur að „þetta gæti orðið átakaþing, vegna þess að það er auðvitað ekki bara þetta hefðbundna karp milli stjórnar og stjórnarandstöðu um stefnu, en við höfum gert mjög mikla fyrirvara við stjórnarstefn- una, heldur á þetta þing eftir að ein- kennast af mjög miklum átökum milli einstakra stjórnarflokka,“ sagði Logi í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Við sáum auðvitað upptaktinn að því í vor að flokkarnir hafa ólíkar grundvallarhugmyndir í mjög mörg- um málum. Ég nefni gjaldmiðlamál, sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og fleira,“ sagði Logi. „Og ég held að við munum sjá þau átök á milli stjórnarflokka áfram á Alþingi í vetur. Þar fyrir utan mun það verða mjög sársaukafullt fyrir einhverja stjórnarþingmenn að fallast á þau fjárlög sem verða lögð fram. Hvort það nægi til þess að stjórnin springi eða ekki er ekki gott að segja til um,“ sagði hann. Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarflokksins, segir að þinghald næsta vetrar leggist ágætlega í sig en hann hafi ekki neina vissu fyrir því hvort um átaka- þing verði að ræða. „Mér hefur fundist, alveg frá því að ríkisstjórnin var mynduð og stjórnarsáttmálinn kynntur, að það sé ekki mikið í pípunum hjá þessari stjórn og hún sé ekki að gera neina stóra hluti. Þar af leiðandi verða varla mikil átök um stefnu ríkis- stjórnarinnar í þinginu. Hins vegar höfum við séð að í aðgerðar- leysi ríkis- stjórnarinnar felst auðvitað ákveðin stefna. Við sáum það hvernig mál í heilbrigðis- og menntakerfinu fengu að danka,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segir að stærstu málin á þinginu verði fjárlagagerðin og þar muni vanta fjármuni í heilbrigðis- og menntakerfið. „Við erum búin að vera í sjö ára hagsveiflu og eigum a.m.k. tvö til þrjú ár eftir þar. Þann tíma eigum við að nota til þess að byggja upp öflugra heilbrigðis- og menntakerfi,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir að Framsókn muni leggja áherslu á byggðamál, at- vinnumál, fiskeldi og samgöngur á þinginu í vetur. Sömuleiðis að raun- hæf lausn verði fundin á vanda sauð- fjárbænda. „Þar munum við verða grimmilega á tánum,“ segir hann. Hvað varðar fjárlögin telur hann að mest spennandi verði að sjá hvort hækkunin á skatti á ferða- þjónustuna verði að veruleika, en stjórnarmeirihlutinn hafi talað það niður í fjármálaáætluninni í vor án þess að koma með breytingartillögu. Átök stjórnarflokk- anna verði áberandi Morgunblaðið/Golli Alþingi Stjórnarandstaðan segir átök í ríkisstjórn verða áberandi í vetur. Katrín Jakobsdóttir Logi Már Einarsson Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.