Morgunblaðið - 08.09.2017, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.09.2017, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 Perluhlið Perlan í Öskjuhlíð er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og setur mikinn svip á borgina. Nú er þar til húsa glæsileg náttúrusýning með manngerðum ísgöngum. Golli Brexit-viðræðurnar, úrsagnarviðræður Breta úr ESB, hafa ekki náð flugi. Tor- tryggni er mikil eftir að þriðju lotu af fimm í fyrsta áfanga er lokið. Hitanum í viðræðunum er líkt við kosninga- skjálfta. Yfirlýst mark- mið beggja er að tryggja gagnkvæm frjáls viðskipti. Leiðin að því er þyrnum stráð og óvild blossar upp í fjölmiðlum. ESB-þingið fól Belganum Guy Verhofstadt að koma fram fyrir sína hönd vegna Brexit. Hann ritaði grein í The Daily Telegraph fyrir viku til að svara William Hague, fyrrv. formanni breska Íhaldsflokks- ins og utanríkisráðherra, sem sagði að fulltrúar ESB sýndu Bretum dæmalausa þvermóðsku. Verhofstadt segir Hague fara með rangt mál þegar litið sé til þess hvernig farið hafi verið að duttl- ungum Breta í áranna rás innan ESB. Þeir séu utan evrusvæðisins en hýsi samt bankakerfi svæðisins. Þeir séu utan Schengen-samstarfs- ins en njóti þó aðgangs að gagna- grunnum samstarfsins. Þeir hafi frjálsar hendur þegar komi að sam- starfi á sviði dóms- og innanríkis- mála. Nú krefjist breskir íhaldsráð- herrar tollabandalags bara fyrir Breta þótt þeir hafi undir forystu Davids Camerons, flokksbróður síns, hafnað tillögu um að þeir fengju aukaaðild að ESB. Þeir vilji í raun njóta alls þess besta sem ESB hafi að bjóða án þess að taka á sig nokkrar skyldur. Brexit-fulltrúi ESB- þingsins segir að ekki hafi einu sinni náðst samkomulag um að- ferðafræðina í viðræð- unum. Bretar átti sig ekki enn á því að áður en lengra er haldið þurfi að ákveða hvernig staðið verði að fjár- hagslegu uppgjöri þeirra við ESB, hvern- ig réttur ESB-borgara í Bretlandi skuli tryggður og eyða vafa um landamæri milli Írska lýðveldisins og Norður-Írlands. Bretum hótað Í misheppnuðum aðildarviðræðum fulltrúa Íslands við ESB-menn var gengið fram stig af stigi. Viðræð- urnar sprungu af því að ekki var unnt að halda áfram með sjávar- útvegskaflann. ESB-menn vildu að undanþágulaus sjávarútvegsstefna sambandsins gilti. Krafan um það var augljós frá upphafi. Þó var látið í veðri vaka að snilld íslensku fulltrú- anna dygði til að losna undan sjávar- útvegsstefnunni. Eitt er að ESB-menn setji skilyrði við aðild að sambandinu. Annað að þeir setji þeim úrslitakosti sem vilja fara úr því. Núna segja ESB-menn að ekki verði rætt um fríverslun við Breta nema þeir samþykki að greiða allt að 100 milljörðum evra í „skiln- aðargjald“. Bretar hafna kröfunni sem ólögmætri og jafnvel kjánalegri. Þeir hafi hnekkt henni línu fyrir línu með lagarökum. ESB-menn beita nú hótunum um tímaskort til að knýja Breta til að samþykkja fjárkröfur sínar. Sam- þykki Bretar ekki kröfuna um „skilnaðargjaldið“ núna geti leið- togaráð 27 ESB-ríkja ekki ákveðið neitt um næsta áfanga Brexit- viðræðnanna á fundi sínum í októ- ber. Án ákvörðunar leiðtoganna dragist enn að ræða fríverslunar- samninginn, höfuðmál Breta. Tíminn líði hratt og 29. mars 2019 renni hann út með brottför Breta. Bretar lítillækkaðir Sama dag og ögrandi grein Ver- hofstadts í garð Breta birtist sagði Süddeutsche Zeitung í München að úrsagnarstefna ríkisstjórnar Ther- esu May, forsætisráðherra Breta, væri „glórulaus“. David Davis, aðal- samningamanni Breta, var lýst sem „einstaklega lötum“ enda vildi hann ekki vinna lengur en þrjá til fjóra daga í viku. Um Boris Johnson, utan- ríkisráðherra Breta, var sagt að embættismenn hans tækju hann „ekki alvarlega“ og í Hvíta húsinu gerðu „menn grín að honum“. Liam Fox alþjóðaviðskiptaráðherra var sagður mesti „léttavigtarmaðurinn“ í hópnum en almennt væri talað um ráðherrana þrjá sem „aðhláturs- efnið“. Þýskir blaðamenn undrast að David Davis hafi notað þau orð í fyrri viku að viðræðurnar gengju „ótrú- lega vel“, Bretar hljóti að lifa í blekk- ingu um að þeir njóti algjörrar sér- stöðu. Þeir geri allt til að tefja viðræðurnar með óbilgirni sinni. Í Þýskalandi fullyrða menn að elít- an innan ESB sæki styrk sinn í sér- þekkingu á öllum málavöxtum en breska elítan frá Oxford og Cam- bridge treysti hins vegar á eigin mælskulist. „Eitt af því sem henni er kærast er að leika sér með þjóðernis- legar blekkingar,“ segir í vikuritinu Der Freitag. Martröð Brusselmanna Í leiðara breska vikuritsins The Spectator sagði á dögunum að Bret- ar stæðu frammi fyrir ósamstiga ESB-kerfi og hópi samningamanna sem hefði aldrei tekist að gera frí- verslunarsamning við neitt af fimm helstu viðskiptaríkjum ESB. Breska stjórnin ætti að hundsa ESB- viðræðunefndina undir formennsku Barniers og snúa sér beint til ráða- manna einstakra ESB-ríkja. Í draumaheimi Barniers yrðu tafir á efnislegum viðræðum aðeins til að skaða Breta. Þegar hann segði „klukkuna tifa“ væri eins og fríversl- unarsamningur yrði aðeins til hags- bóta fyrir Breta. Þetta væri mikill misskilningur. Á árinu 2016 nam útflutningur Breta til annarra ESB-landa 240 milljörðum punda en innflutningur Breta frá sömu löndum nam 310 milljörðum. Það er því gífurlega mik- ið í húfi fyrir þá sem selja vöru og þjónustu í ESB-löndunum til Breta. Martröð Brusselmanna er að við- mælendur þeirra snúi sér til ráða- mannanna í Berlín og París. Stjórn- málamenn með lýðræðislegt umboð taki fram fyrir hendur á teknókröt- unum. Sjaldgæft er að þetta gerist nema þýskir eða franskir hagsmunir séu í húfi. Gagnkvæm óvissa Brusselmenn sýna Bretum hörku til að fæla aðra frá því að reyna úr- sögn úr ESB. Það var ekki fyrr en með Lissabon-sáttmálanum árið 2009 sem rétturinn til úrsagnar var viðurkenndur innan ESB. Að hann leiddi til stórvandræða á borð við þau sem nú hafa skapast er í raun stórundarlegt en staðreynd engu að síður. Óttist Brusselmenn að Þjóðverjar og Frakkar svipti þá umboðinu og taki það í eigin hendur er líkt á kom- ið með þeim og Theresu May, for- sætisráðherra Breta, sem hefur ekki heldur fullt vald á baklandi sínu. Meirihluti fyrir hörku gagnvart ESB er ekki á hendi í breska þinginu. Verkamannaflokkurinn kynnti á dögunum stefnu um sveigj- anleika og mýkt í viðræðunum. Stefnan útilokar ekki aðild að EFTA eða EES. David Davis segir þá leið ekki efsta á óskalista sínum. Þróun alþjóðamála og háspenna milli N-Kóreumanna og annarra þjóða hlýtur að lægja öldur í sam- skiptum Breta og ESB. Að setja á svið stórdeilur um „skilnaðargjald“ og óvissu um fríverslun í Evrópu vegna úrsagnar Breta úr ESB er ekki aðeins tímaskekkja heldur einn- ig dapurlegur vitnisburður um firr- ingu innan ESB. Sambandið stendur frammi fyrir kröfu sem reist er á lýðræðislegum vilja einnar aðildarþjóðarinnar. Að bregðast við henni með háði og spotti eða pólitískum leikbrögðum felur ekki annað í sér en yfirlæti sem hlýt- ur að gagnast harðlínumönnum í hópi viðmælandans. Eftir Björn Bjarnason »ESB-menn beita nú hótunum um tíma- skort til að knýja Breta til að samþykkja fjár- kröfur sínar. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Illt andrúmsloft í viðræðum fulltrúa Breta og ESB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.