Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 20

Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 ✝ Gunnar Bern-hard fæddist á Akureyri 2. apríl 1930. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 2. september 2017. Foreldrar hans voru Guðjón Bern- harðsson, f. 11.7. 1901, d. 7.2. 1978, frá Hrauni á Ingj- aldssandi, gull- smíðameistari á Akureyri og síðar í Reykjavík, og Ragna Gunnarsdóttir, f. 29.8. 1905, d. 24.2. 1999, frá Þinganesi við Hornafjörð. Þau hjónin bjuggu fyrst á Akureyri þar sem Guðjón var mikill athafnamaður og gullsmiður. Þau fluttu til Reykjavíkur 1945 með Gunnar sem var einkabarn þeirra og bjuggu á Langholtsvegi 65 alla tíð. Guðjón starfaði ávallt við iðn sína, gull- og silfursmíði, bæði í Plútó Skipholti sem hann stofn- aði og á Langholtsvegi 65 og sóttu margir til þeirra hjóna. Gunnar kvæntist Sigríði Guð- mundsdóttur, f. 1. maí 1931, d. 10. júlí 2014, 29. desember 1951. Hún vann með honum alla tíð. Þau eignuðust fimm börn. 1) Ragna, f. 28.2. 1950, maki Rich- smíðameistari frá Pforzheim í Þýskalandi 1954 með skartgrip sem fékk hæstu einkunn og var til sýnis á sýningum erlendis. Til ársins 1962 helgaði hann sig iðn- inni við smíði á skartgripum, borðbúnaði og silfurmunum og liggur víða fjöldi gripa eftir hann. Hann vann við silfurverk- smiðjuna Plútó í Skipholti ásamt föður sínum og sá til þess að setja upp nútíma vélabúnað við smíðina, tæknibúnað sem hann kynntist í Þýskalandi. Árið 1957 stofnaði hann ásamt Sigríði og foreldrum Silfurbúðina og var hún í rekstri innan fjölskyldunn- ar til ársins 2000. Árið 1962 stofnaði hann Honda-umboðið og hóf að flytja inn Honda-mót- orhjól og skellinöðrur og mark- aði upphaf mótorhjólamenn- ingar á Íslandi. Fyrstu árin sinnti hann þessu samhliða starfi sínu sem gullsmiður. Honda-umboðið efldist og varð fjölbreyttara og í kjölfarið var nafninu breytt í Bernhard ehf. og er nú rekið af fjölskyldu Gunnars. Gunnar var traustur og einstakur hagleiksmaður, hag- yrtur og listrænn með mörg áhugamál og gætti þess ávallt að efla atgervi sitt hvern dag. Útför Gunnars fer fram frá Langholtskirkju í dag, 8. sept- ember 2017, kl. 15. ard Gould, f. 16.7. 1949. Dætur þeirra eru Emma Louise og Katrin Jane. 2) Guðmundur Geir, f. 22.5. 1952, maki Ingibjörg Snorra- dóttir, f. 30.8. 1951. Synir þeirra eru Guðjón Geir og Heimir Ingi. Fyrr átti Guðmundur Geir dótturina Sól- veigu og soninn Einar Gunnar og Ingibjörg átti fyrr soninn Dag. 3) Gylfi, f. 13.6. 1955, maki Dóra Bjarnadóttir, f. 27.5. 1957. Synir þeirra eru Bjarni Már, Atli og Egill. 4) Edda Gunnarsdóttir, f. 19.8. 1957, maki Sveinn Ásgeir Baldursson, f. 21.7. 1956. Börn þeirra eru Hildur, Ragna og Sævar. 5) Gunnar Gunnarsson, f. 16.9. 1965, maki Bergljót Ylfa Pétursdóttir, f. 24.2. 1965. Synir þeirra eru Gunnar Friðrik, Alex Freyr og Pétur Fannar. Afkom- endur Gunnars og Sigríðar eru núna fimmtíu talsins. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1951. Hann fór fljótt að starfa með föður sínum við gull- og silfursmíði enda listrænn mjög. Hann lauk prófi sem gull- Elsku afi. Mikið sakna ég þess að geta ekki kíkt í göngutúr á Langó í kaffi. Amma var yfirleitt heima þegar ég mætti og svo komst þú inn stuttu seinna úr ein- um leiðangrinum en þeir byrjuðu yfirleitt snemma morguns. Árris- ull og einbeittur afi. Það voru verkefni að leysa alla daga, verk- efni til að efla atgervi þitt eins og þú kallaðir það. Litla svarta bókin í vasanum varð auðvitað að fylgja með og þú leiðréttir mig næstum þegar ég nefndi afmælisdaga strákanna minna. Varst auðvitað með þá á hreinu. Mér fannst gam- an að spjalla, rökræða og velta upp hlutunum með afa. Þú varst svo hjartahlýr, valdir orðin þín af kostgæfni og varst virkilega lúmskur húmoristi þar sem stutt var í grínið. „Hildur ekki hlaupa, það eyðileggur stoðkerfið“ og svo hallaðir þú undir flatt og brostir kíminn. Varst kannski ekkert að grínast neitt með þetta. Þér fannst miklu betra að ganga en hlaupa, ganga dalinn alla daga helst. Held það hafi verið hárrétt hjá þér enda varstu svo teinréttur og kraftmikill alla tíð, svona eins og amma Ragna. Ég var heppin að fá að vinna með ömmu og afa þegar ég var lít- il, heppin að geta kíkt á Langó með nýja úrið og sitja við eldhús- borðið og fylgjast með þér minnka það með stækkunarglerið í öðru auganu. Þú varst fyrirmynd í svo mörgu, þú og amma einstök sam- an og þið afköstuðuð ótrúlegustu hlutum saman. Úrklippurnar úr Time-blöðunum frá þér fannst mér bestar, þessar með klemmu og litlu miðunum þar sem útskýr- ingar fylgdu, einu sinni kom meira að segja grein um nýjustu naglalakkstískuna. Geri aðrir afar betur. Þú elskaðir smáatriðin og sýndir mér tæki sem ég vissi ekki að væru til. Sjálfvirkur dósaupp- takari, dósakremjari, minnsti þrí- fótur sem ég hef séð eða muln- ingsvél sem breytti trjábol í fyrirtaks áburð fyrir fallega garð- inn ykkar. Allt var til í Amerík- unni eða BjéJoð. Akureyrarferðin, þegar þið amma voruð á leið í Blána fyrir austan en stoppuðuð hjá okkur og gistuð. Þar fékk ég að heyra Ak- ureyrarsögurnar þínar og amma fyllti inn í því hún mundi allt. Í þessari ferð kynnti ég ykkur fyrir kúlusúkki og Óttar, eins árs, borð- aði heilan þorsk ef svo má að orði komast. Þú brostir þínu kímna brosi þegar við rifjuðum þetta upp. Ég fann kúlusúkkpoka úti í bílskúr afi, getur verið að þú hafir falið hann þar eða var það amma? Sögur af bílum, Höfn, Akureyri, uppvextinum og öllum ævintýrun- um. Vildi ég hefði skrifað allt nið- ur því þú hefur afkastað tíu bóka- bindum. Margir myndu láta eitt bindi duga. Ég veit þér fannst það spaugi- legt, sérstaklega þegar ég mætti með þriðja snittuspaðann, en ég hætti ekki að þræða antikbúðirn- ar og uppboðsvefina og held áfram að kaupa alla muni sem ég finn eftir þig og langafa og segja strákunum mínum sögurnar af ykkur ömmu. Ég, Dóri og strák- arnir mínir vorum heppin að kynnast þér og eiga þig að. Veit að amma tekur vel á móti þér. Elska þig, afi minn. Þín, Hildur. Elsku afi, það er sárt að kveðja þig en ég veit að amma tók vel á móti þér og þið eruð lögð af stað í enn eitt framandi ferðalagið. Ég geri ráð fyrir því að þú sért með allavega 18 vel pressaðar buxur með þér. Ég man ekki nákvæm- lega hversu margar buxur ég taldi þegar ég kíkti inn í skáp hjá þér þegar ég var lítil en ég man að þær voru allar alveg eins brotnar saman og allar jafn vel pressaðar. Alveg til fyrirmyndar. Ég minnist þess líka þegar ég saumaði púða með upphafsstöfun- um þínum í handmennt í grunn- skóla. Ég vandaði mig afskaplega mikið því þessi púði átti að vera afmælisgjöfin þín. Sá púði fékk svo að vera í aftursæti á galdra- bílnum þínum. Mér til mikillar gleði og hamingju. Ég gleymi heldur ekki þegar við vorum í Zü- rich öll saman í brúðkaupinu hjá Katie. Við vorum á matsölustað kvöldið fyrir brúðkaupið. Af ein- hverjum ástæðum fórum við öll að herma eftir dýrum. Þú sýndir okkur þarna leynda hæfileika. Þú tókst apadýrahljóðið eins og „inn- fæddur“. Þessi skrípalæti í okkur héldu svo áfram á leið okkar aftur á hótelið. Ég hló mig máttlausa þetta kvöld. Ég er heppin að hafa fengið þessar og fleiri minningar með þér og elsku ömmu. Þið eruð bæði fyrirmyndir sem ég horfi upp til. Ég hef tunglið til að horfa upp til eins og þið gerðuð þegar þú varst úti í námi. Ég mun svo hugsa sérstaklega til þín í hvert skipti sem ég fæ mér súkku- laðirúsínur. Þær eru hættulega góðar eins og þú veist. Ég á eftir að sakna þín, elsku afi minn. Knúsaðu ömmu frá mér og fáðu ömmu til að knúsa þig frá mér. Þín, Ragna „litla“. Bogin silfurskeið á gnægta- borði eða skakkur gaffall á borði aldraðra borðfélaga fengu sömu meðferð í sístarfandi höndum mörkuðum af ævistarfi lista- manns. Þær hvíla nú á sænginni sem vefur yl um líkamann og hendurnar segja sögu Gunnars í glímu við góðmálma og farartæki. Komin er kveðjustund og um hugann fara minningar um besta vin minn frá 11 ára aldri frá því að Sigga systir mín og Gunnar gerð- ust lífsförunautar. Minningar um ferðalög okkar Gulla með Siggu og Gunnari í 60 ár. Aldrei brá skugga á þann vinskap. Ég ber hnýtta, þreytta hönd að vanga mínum og augnablik opnast móbrún augun og ef til vill er það óskhyggja að kímniglampa bregð- ur fyrir í þeim. Upphaf að nýrri og framandi ferð er framundan. Góða ferð til Siggu þinnar. Inga Ingibjörg Guðmundsdóttir. Gunnar Bernhard Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson ✝ Ólafur ÞórMagnússon fæddist 26. mars 1937 að Ketils- stöðum í Hvamms- hreppi. Hann lést á heimili sínu 25. ágúst 2017. Foreldrar hans voru Magnús Hall- dórsson bóndi á Ketilsstöðum, f. 7. júní 1904, d. 24. nóvember 1992, og Lára Björg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1903, d. 17. nóvember 1992. Systkini Ólafs eru: 1) Halldór Sverris Magnússon bifreið- arstjóri, f. 27. apríl 1930, d. 13. janúar 2013. Hann var giftur Brandísi Steingrímsdóttur, skildu, saman eiga þau tvö börn; a) Sigríði, f. 4. september 1954, maki Gunnlaugur Garð- arsson, f. 3. janúar 1950, saman eiga þau þrjú börn. b) Magnús, f. 11. október 1955, maki Helga Bragadóttir, f. 18. mars 1960, skildu, saman eiga þau tvær dætur. 2) Ingibjörg Sverris Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. mars 1932, d .25. júlí 2009, maki Erling Tómasson, f. 10. júní 1933, d. 11. apríl 2017. Saman áttu þau sex börn. 3) Steinunn Rannveig Magnúsdóttir hús- freyja, f. 29. júní 1942, maki Ragnar J. Ragnarsson, f. 30. júlí 1945, d. 9. apríl 2011. Saman áttu þau þrjú börn. 4) Katrín Lovísa Magnúsdóttir kennari, f. 29. mars 1944, maki Sigurgeir Jónsson, f. 26. júní 1942, saman eiga þau fjögur börn. Ólafur giftist Sigríði Möggu Steingrímsdóttur 1957, þau skildu 1961. Saman áttu þau börnin: 1) Jenný Björg, f. 21. febrúar 1957, maki Mario, f. 16. september 1953, skildu. Saman áttu þau tvo syni. 2) Svanur, f. 29. janúar 1959, maki Fjóla Bjarnadóttir, f. 24. júlí 1959, d. 7. október 2015, þau skildu. Saman áttu þau eina dóttur. Barnsmóðir Bergljót, f. 24. apríl 1966, saman eiga þau eina dóttur. 3) Kristín, f. 11. nóvember 1961, maki Sigmund- ur, f. 30. maí 1958. Saman eiga þau þrjú börn. Seinni eiginkona Ólafs var Steinunn Einarsdóttir, f. 19. júlí 1940, þau skildu. Þau eignuðust Katrínu, f. 10. desember 1968, maki Jeef, þau skildu. Saman áttu þau þrjú börn. Ólafur vann við hin ýmsu störf bæði í Dölunum og í Reykjavík en árið 1967 fluttust þau Steinunn til Ástralíu, þar sem hann starfaði sem vörubíl- stjóri mestan þann tíma. Árið 2010 fluttu þau aftur til Íslands. Útför Ólafs Þórs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 8. sept- ember 2017, klukkan 13. Þeim fækkar systkinunum frá Ketilsstöðum í Hvammssveit. Halldór er farinn, Inga og nú hef- ur Þór kvatt okkur. Þær systur Steinunn Rannveig og Katrín Lovísa eru einar eftir. Þegar ég, fyrir rúmum fimmtíu árum, hóf samband við yngstu systurina frá Ketilsstöðum fylgdi því að sjálf- sögðu að kynnast hinum syst- kinunum. Það reyndist ekki erfitt; þetta var bændafólk að vestan og alls ekki svo ólíkt mínum ætt- mennum þar sem einnig var bændafólk að finna. Ég átti ekki erfitt með að blanda geði við þetta fólk. Af þessum fimm systkinum kynntist ég Þór þó hvað minnst. Hann ákvað að flytja til Ástralíu skömmu eftir að við Katrín, systir hans, rugluðum saman okkar reytum og því voru samskiptin um margra ára skeið aðallega í formi jólakorta. En svo ákvað hann að flytja aftur heim á klakann og þá kynntumst við öllu nánar. Þór var afskaplega ákveðinn maður, sagði skoðanir sínar hispurslaust (eins og reyndar fleiri af systkinum hans). Ég kunni alltaf vel við það, þó svo að við værum ekki alltaf sammála um alla hluti. Hann sótti okkur heim til Eyja fyrir nokkrum árum; við fórum saman í ferð um Heimaey og ég veit að hann naut þessarar heimsóknar, ekki síst þess að hitta yngstu systur sína, milli þeirra ríkti ávallt kærleiks- ríkt samband. Við Katrín heim- sóttum hann oft í Hólabergið og áttum þar góðar stundir, þar sem liðnar stundir fyrir vestan voru rifjaðar upp og heimsmálin krufin til mergjar. Þær heimsóknir verða ekki fleiri hérna megin. Ég kveð þig, minn ágæti mágur, og við Katrín vottum börnum þínum og ástvinum öllum samúð okkar. Sigurgeir Jónsson. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Kæri Þór, æsku leikbróðir minn og vinur, er fallinn frá. Það bar brátt að enda maðurinn ekki alltaf lengi að snúa sér við. Þegar þú hafðir samband við mig eftir öll þessi ár, þar sem þú hafðir búið í annarri heimsálfu, þá var eins og árin yrðu að engu. Svo vel náðum við saman. Ég vil kveðja þig með fallegu ljóði: Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Þakka þér fyrir að hafa sam- band við mig eftir öll árin. Þakka þér fyrir að bjóða mér með þér vestur í Dali á æskustöðv- arnar. Þakka þér að fyrir allt of fáar en yndislegar samverustundir. Góða ferð, þú góði drengur. Sigurbirna frá Teigi. Ólafur Þór Magnússon Elsku Auður systir okkar kvaddi okkur alltof fljótt. Nú hrannast upp fallegar og ljúfar minningar. Við vorum átta systk- inin og oft glatt á hjalla. Auður var næstelst og lenti það oft á henni að hjálpa til. Hún var geð- góð og stutt í grínið hjá henni, hún gat verið stríðin og hló manna mest þegar henni tókst vel upp. Hún gaf mikið af sér og hafði mikinn áhuga á handverki af ýmsu tagi og mikil hannyrðakona sjálf og mjög vandvirk í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Fyrir síðustu jól gaf hún okkur fallega jólasveina sem hún hekl- aði og koma þeir til með að geyma minningu um hana um ókomin jól. Við vorum fimm syst- Auður Gunnur Halldórsdóttir ✝ Auður GunnurHalldórsdóttir fæddist 21. ágúst 1940. Hún lést 29. maí 2017. Útför hennar fór fram 8. júní 2017. urnar og það var ár- legur viðburður hjá okkur og mökum okkar að fara í tveggja til þriggja daga ferð saman um landið okkar á hverju sumri, alveg ógleymanlegar stundir. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja, alltaf hlað- borð. Heimili þeirra var snyrti- legt og fallegt, það var bara til ein Auður hún var mjög litaglöð og kunni að raða hlutum til að fegra heimilið svo ekki sé minnst á öll blómin hennar. Hún var mjög lík mömmu okk- ar að því leyti að hún var svo barngóð og ljúf, öll börn löðuðust að henni. Elsku Auður átti við veikindi að stríða um nokkurt skeið en ræddi það aldrei en spurði frekar hvernig aðrir hefðu það. Á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna bjuggu þau á Stóra- bergi í Hafnarfirði sem var langt að fara á þeim tíma og fannst börnunum okkar stórskemmti- legt að fara í heimsókn í sveitina til Auðar, þetta var ævintýra- heimur bæði innan dyra og utan, alveg ógleymanlegar minningar. Elsku Dóri og fjölskylda, missir ykkar er mikill, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Helga, Hugrún, Halla, Sigrún, Gunnar, Sævar og makar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Helga Halldórsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.