Morgunblaðið - 08.09.2017, Page 23

Morgunblaðið - 08.09.2017, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 ✝ Halldóra Katr-ín Guðjónsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 10. október 1931. Hún lést 30. ágúst 2017 á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut. Foreldrar Hall- dóru voru Guðjón Jónsson frá Haf- þórsstöðum í Norð- urárdal í Borgarfirði, f. 10. nóvember 1895, d. 12. október 1972, og Björg Ólafsdóttir, f. 5. apríl 1902 í Reykjavík, d. 30. júní 1978. Systkini Halldóru: Ásta Sigríður, f. 1928, d. 2009, Kristín Margrét, f. 1930, d. 2016, Ólafur Hafþór, f. 1932, d. 2010, Hólmfríður, f. 1937, d. 2015, og Ingibjörg, f. 1940. Halldóra giftist 10. nóvember 1955 Herði Þórhallssyni, f. 19. mars 1932, d. 12. ágúst 2008. Foreldrar hans voru Þórhallur Þorgeirsson frá Stöðlakoti í Fljótshlíð, f. 26. janúar 1901, d. 25. júní 1982, og Guðbjörg Svafa Björnsdóttir frá Rauðnefsstöð- um á Rangárvöllum, f. 22. febr- úar 1911, d. 28. febrúar 2000. Börn Halldóru og Harðar eru: 1) Elín Birna, f. 17. maí 1955, d. 15. október 2014, maki Adolf 1996. 3) Guðbjörg Svafa, f. 27. júní 1959. 4) Þórhallur Guðjón, f. 25. júní 1962, maki Brynja Björk Rögnvaldsdóttir, f. 15. desember 1963. Börn þeirra eru a) Ingibjörg Erla, f. 1. apríl 1992, í sambúð með Helga Reyni Jónssyni, f. 20. maí 1990, og b) Hörður, f. 15. janúar 1999. Halldóra ólst upp í Vestur- bænum, að Öldugötu 47 og Brekkustíg 16. Árið 1942 flutti fjölskyldan að Jaðri við Sund- laugarveg, sem síðar varð Brúnavegur 1, þar byrjuðu Hörður og Halldóra að búa. Síð- ar stofnuðu þau og héldu heim- ili á Brúnavegi 5. Árið 2011 flutti Halldóra að Sléttuvegi 31 og bjó þar þegar hún lést. Hún gekk í Miðbæjarbarnaskólann, Ingimarsskóla og Laugarnes- skóla. Halldóra starfaði sem unglingur í „gúanói“ og síðar í Málmbræðslu Ámunda Sigurðs- sonar í Skipholti. Eftir að börn- in komust á legg vann hún nokkur ár í Laugalækjarskóla við ræstingar. Hún vann nokkur ár í eldhúsi BP, síðar Olís í Laugarnesi í Reykjavík. Síðar vann hún á Dalbraut, dagvistun aldraðra, og í eldhúsi og fata- hengi Alþingis til ársins 2002. Áhugamál hennar var alla tíð að sníða, hanna og sauma, sem og ýmis önnur handavinna. Útför Halldóru fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík, Háteigsvegi 56, í dag, 8. september 2017, klukk- an 15. Ársæll Gunn- steinsson, f. 23. apríl 1954. Börn þeirra eru a) Björn Kristinn, f. 4. sept- ember 1974, kvænt- ur Guðrúnu Önnu Númadóttur, f. 24. apríl 1969, og b) Jó- hann Karl, f. 16. maí 1981, í sambúð með Bjarneyju Láru Sævarsdóttur, f. 18. október 1979. Jóhann og Bjarney eiga bæði eitt barn úr fyrri samböndum og eiga eitt barn saman. 2) Katrín Úrsúla, f. 17. apríl 1958, maki Guðni B. Guðnason, f. 10. nóvember 1953. Dóttir Guðna er Ingigerður Jenný, f. 22. apríl 1977, og á hún tvö börn. Börn Katrínar og Guðna eru a) Úrsúla Ögn, f. 8. júlí 1982, gift Steingrími Jó- hannessyni, f. 18. desember 1979, og eiga þau fjögur börn, b) Guðni Svavar, f. 18. desember 1984, og á hann einn son, c) Sig- urður Gísli, f. 22. febrúar 1991, í sambúð með Hrafnhildi Ingu Axelsdóttur, f. 20. ágúst 1991, d) Halldóra Katrín, f. 1. desember 1993, í sambúð með Kristjáni Karli Ingólfssyni, f. 13. júlí 1994 og eiga þau saman einn son og e) Drífa Björg, f. 11. september Með söknuð í hjarta kveð ég þig, elsku amma, eitt er þó víst að minningarnar munu ylja mér um hjartarætur. Amma var mikill fagurkeri fram í fingurgóma og dáðist að fallegum flíkum og fylgihlutum. Ég byrjaði ung að máta hæla- skóna hennar en lakkskórnir voru í miklu uppáhaldi. Alltaf þegar einhver mætti í nýju dressi til hennar þurfti hún að fá að skoða það gaumgæfilega og taka efnið og saumaskapinn út. Amma passaði ávallt upp á að maður fengi nóg að borða, hvort sem það var súpa í hádeginu, kex í kaffitímanum eða veislumatur fyrir fjölskylduna. Svo bakaði hún líka heimsins bestu kókos- köku. Amma var alltaf að hugsa um velferð annarra. Gjarnan ef eitt- hvað bjátaði á hafði hún miklar áhyggjur af líðan manns. Amma fylgdist grannt með hvernig öllum gekk í leik og starfi. Hún var sannur aðdáandi og mætti á hvern viðburðinn á fætur öðrum þar sem maður kom fram. Húmorinn var aldrei langt undan og undi amma sér vel í góðum félagsskap. Síðustu ár hefur það verið fastur liður hjá okkur pabba að skreyta jólatréð hennar en það hefur orðið órjúfanlegur hluti af jólahefðinni og því heldur und- arlegt að hugsa til þess að þeirri hefð þurfi nú að breyta. Mikið er ég þakklát fyrir allar minningarnar sem ég á, hvort sem það var í veislum, á Brúna- veginum með ykkur afa, á Sléttuveginum, eða í útilegu saman. Nú þarf ég að kveðja þig í hinsta skipti en ég veit að afi bíð- ur og tekur á móti þér með opn- um örmum. Ingibjörg Erla Þórhalls- dóttir. Í dag kveðjum við ömmu Hall- dóru, hún var hlý, rólynd og hug- ulsöm eldri kona sem bar alltaf hag annarra fyrir brjósti og því fundum við í hennar nærfjöl- skyldu ríkulega fyrir. Það gat verið í formi samveru, gjafa, áhuga um hagi manns og vilji til að bæta ef hægt væri á einn eða annan hátt. Hún var fjölskyldu- manneskja og svo sannarlega miðpunkturinn í sinni nánustu fjölskyldu. Hún sá til þess að fjölskyldan hefði ríkuleg tæki- færi til að hittast við hinar ýmsu samkomur, bæði sumar og vetur, það var alltaf lagt upp með að sem flestir í fjölskyldunni tækju þátt. Má þar nefna samveru á að- fangadagskvöld, matarboð um áramót, boð á jólaball og í Bjarg- arkaffi í Kirkjubæ, safnaðar- heimili Óháða safnaðarins. Einn- ig var það árlegur viðburður að fjölskyldan hittist á Jónsmessu- hátíð Trésmiðafélagsins að Stóra-Hofi í Árnessýslu. Þá var boðið upp á heitt kakó og smurt brauð þegar skriðið var úr svefn- pokanum á morgnana. Hún gerði mikið til að fylgjast með hvað væri að gerast hjá hin- um ýmsu fjölskyldumeðlimum og var dugleg að nota fjarskipta- miðla samtímans. Ég bý í Dan- mörku með mína fjölskyldu og hún heimsótti okkur þangað, síð- ast fyrir ári síðan og var alltaf að undirbúa sig fyrir næstu heim- sókn. Í síðustu viku spjallaði ég við hana stuttlega á Skype. Ég heyrði reglulega frá henni á Skype og þá gátum við spjallað heillengi. Stundum hringdi hún á meðan ég var í miðri elda- mennsku og þá stillti ég bara GSM símanum (myndavélinni) upp svo hún gæti fylgst með framganginum og svo ræddum við um daginn og veginn eða eldamennskuna á meðan ég klár- aði að elda. Sem barn gisti ég oft hjá henni og afa og þá var alltaf í hádeginu boðið upp á súpu og grillaðar samlokur. Á kvöldin fyrir háttatíma var boðið upp á kvöldkaffi og spjall. Meðan á dvölinni stóð fékk ég að gera til- raunir bæði í eldhúsinu og á saumavélina. Eftir að ég eignaðist mín eigin börn þá fylgdist hún vel með hvernig þau hefðu það og hafði unun af að baka fyrir þau. Sonur minn hafði einmitt orð á því við dánarfregnina að hún hefði alltaf verið góð, aldrei skammað og svo auðvitað alltaf átt heimabakað muffins. Hún var alla tíð mikið fyrir handavinnu og ég hef grætt á því í formi þæfðra heimaprjón- aðra inniskóa á alla fjölskylduna og annars heimatilbúins fatnaðar þar sem frágangur og smáatriðin skiptu miklu máli og fékk maður þar hellings lærdóm. Á mínu heimili ríkir mikill söknuður og þrá til meiri samveru og við tek- ur vinna við að læra að lifa við það tómarúm sem eftir stendur, með öllu því sem hún hefur kennt okkur um samveru, náungakærleik og handavinnu með smáatriðin í lagi. Hvíl í friði, elsku amma og langamma. Ástarkveðja Úrsúla Ögn og fjölskylda. Nú er hún amma dáin og mik- ið sem við söknum hennar. Við heyrðum í henni daglega, stund- um oftar. Símasambandið var gott á milli okkar og nauðsynlegt þar sem við erum á Sauðárkróki og hún í Reykjavík, alltaf gaf hún sér góðan tíma í samtöl. Við ræddum allt milli himins og jarðar, á persónulegum nót- um sem og pólitík, hún hafði sterkar skoðanir á stjórnmála- mönnum og ráðamönnum þjóð- arinnar, enda kynntist hún has- arnum á Alþingi þegar hún var að vinna þar. Hún passaði alltaf upp á að vita hvað við værum að gera og fylgdist vel með öllu hjá okkur og öllum hinum í fjölskyldunni. Hún og hennar heimili var mið- stöðin, og við alltaf meira en vel- komin til hennar og alltaf var at- riði að fá að borða, spurði hvort við værum svöng, fengum súpu og brauð í hádeginu og alltaf voru til muffins, sem var ein af hennar sérgreinum. Hún og afi Hörður komu líka í heimsóknir til okkar á Krókinn, stundum með tjaldvagninn og gistu í honum í garðinum hjá okkur, einnig fórum við í útilegur saman, m.a. á Hrafnagil, sem er okkur sérstaklega minnisstæð útilega. Hún hvatti okkur og hrósaði, bað okkur alltaf um að fara var- lega og láta vita af okkur þegar við værum komin á áfangastað, tilkynningaskyldan einsog hún kallaði það. Það var ömmu mjög erfitt þegar mamma dó 2014, og ég veit að hún saknaði hennar mik- ið, samt var hún sterk og hélt vel utan um pabba og okkur bræður. Það var stutt í húmorinn, hún var skýr og skemmtileg, en lík- amleg heilsa hennar var á þrot- um. Við eigum óteljandi minn- ingar sem gott er að eiga í farteskinu. Það verður tómarúm að hafa ekki hana ömmu til að spjalla við. Hvíl í friði, elsku amma. Ástarkveðja Björn og Guðrún. Í dag kveð ég ömmu mína en við eigum margar góðar minn- ingar saman. Alltaf var gaman að koma til ömmu og allir alltaf velkomnir, hvort sem maður gerði boð á undan sér eða ekki. Hún tók manni opnum örmum og bauð manni brauð og muffins, aldrei var í boði að hafna kræsingun- um. Fáir voru jafn brosmildir og skemmtilegir og amma. Hún var lúmskt stríðin og tók jafnharðan undir ef byrjað var að bulla. Við spiluðum mikið saman á spil og kölluðum hvort annað ref í spilamennskunni. Ég vona að þú hittir afa sem fyrst og þið drífið ykkur saman á réttarball eins og þú talaðir um. Ég halla augunum aftur og þá sé ég þig í huganum, hvíldu í friði, elsku amma. Hörður Þórhallsson. Nú hefur enn eitt systkinið frá Jaðri kvatt þennan heim. Við vorum sex, elst var Ásta, Kiddý, Hædý, Haddó, Hófý, svo ég (Ibbý) og nú er ég ein eftir. Hædý hefur fengið hvíldina eftir ótal ferðir á sjúkrahús. Ég sakna hennar svo mikið. Það er erfitt að lýsa henni, hún var engu lík, stórglæsileg fram á síðasta dag, glysgjörn, pjöttuð og elegant. Í gamla daga bjuggum við fjöl- skyldan á Jaðri, síðan byggðu systkinin Brúnaveg 3 og 5 við hliðina á Jaðri og kölluðum við þetta Torfuna. Þegar ég bjó á Jaðri (Brúnavegi 1) og öll systk- inin á 3 og 5 var mikill sam- gangur þar á milli, það kom oft fyrir að ég passaði börnin hjá Hædý og Herði hér áður fyrr (nú eru þau öll saman fimmtíu ára og eldri). Það er ekki hægt að telja upp allar góðu stundirnar á Brúnó, það var mikill samgangur á Torfunni og oft glatt á hjalla. Við Hædý töluðum saman á hverju kvöldi alltaf um ellefu, mislengi, 52-57 mínútur. Það var rapport yfir daginn (aðallega um lögguþættina). Hún var ekkert á leiðinni að fara, hún var alltaf að spá í að sauma eitthvað eða prjóna þegar hún væri kominn heim, hún var svo vandvirk, það mátti ekki vera nokkur misfella á því sem hún gerði. Hér á árum áður þegar mín börn voru lítil sneið hún og hjálpaði mér að sauma dressin á þau og það var fyrsta flokks. Hún var með húmorinn í lagi fram á síðasta dag, stundum hringdi hún um hádegi og spurði hvort ég hefði heyrt hvað væri á matseðlinum í IKEA, þá þurft- um við endilega að skreppa eitt- hvað og það tók hálfan daginn og það var alltaf í leiðinni hjá okkur að kíkja í IKEA, annaðhvort í mat eða smurt brauð og tertu. Aldrei mátti ég borga því hún sagðist vera með það á hreinu hvað bensínlítrinn kostaði. Ef við vorum búnar að vera á flakki of lengi var endað á ís í Mörkinni. Það er hrikalega erfitt að sitja hér og skrifa minningargrein um Hædý, við áttum eftir að gera svo margt. Hún var alltaf að hugsa um aðra, aldrei um sjálfa sig. Hún lá inni á Lansa sárlasin, þá hringdi síminn. Hrönn náði í símann og sagði það er Hædý, það er eitthvað mikið í gangi hjá henni, þá var hún bara að athuga hvort ég væri lasin það hefði ver- ið svo dauft í mér hljóðið í gær- kvöldi. Ég sagði að það væri ekk- ert að mér nema óþekkt, þá sagði hún hættu að skrökva svona að mér stelpa. Ég votta fjölskyldunni innilega samúð. Ingibjörg systir. Ljósið á kerunum logar, lýsir upp dimman geim, æðrastu ekki, en áfram haltu, þú ert á leiðinni heim. (JH) Á kveðjustund Halldóru Katr- ínar frænku minnar (Hædu) blaktir íslenski fáninn í hlýrri golunni hér í Atlanta og við kertalogann hrannast upp minn- ingarnar frá Jaðarstorfunni, Brúnavegi 1-5. Hæda var táning- ur í stríðinu þegar fjölskyldan flutti af Öldugötunni, að Jaðri við Sundlaugaveg, sem þá var býli í sveit, í dag er það Brúnavegur 1. Afi og Amma á Jaðri vildu búa fjölskyldunni öruggt skjól, fjarri skarkala miðbæjarins og aðsetri hernámsliðsins. Langamma mín, Halldóra, sem Hæda var skírð í höfuðið á, hafði komið með afa Guðjón ungan til Reykjavíkur of- an úr Borgarfirði og gerðist vinnukona á Árbæ, sem í dag er Árbæjarsafn. Þar hófst vinskapur með systrunum á Árbæ sem leiddi til þess að fjölskyldan fékk sum- arbústaðarland, við ofanverðar Elliðaár, sem í dag er á Fylkis- svæðinu. Þar undu Hæda og systkinin sér á sumrin, en svo kom að því að herinn bankaði upp á, þeir þurftu að nota sum- arbústaðinn og hann sást ekki meir í fjölskyldunni. Hæda átti fimm systkini, fjór- ar systur og einn bróður, og þeg- ar landareign Jaðars í Laugar- dalnum var tekin eignarnámi af Reykjavíkurborg, þá fékk fjöl- skyldan byggingarlóð við hliðina á Jaðarshúsinu, Brúnaveg 3-5, í skaðabætur. Á þessari lóð byggðu svo fjögur systkinanna, og voru Hæda og Hörður með í þeim pakka, en Hörð, sem var listasmiður, hafði Hæda sótt á Selfoss. Jaðarstorfan varð brátt orðin að samfélagi stórfjölskyld- unnar, amma, afi, börn og barna- börn, sem öll nutu þess að hjálp- ast að við þau verkefni sem lífið var. Pabbarnir unnu á daginn, smíðuðu á kvöldin og um helgar, mömmurnar sáu um heimilin og börnin. Konurnar sem bjuggu á torf- unni hittust flesta daga, fengu sér kaffi, rettu, eða smávindil, ræddu uppeldið, skoðuðu móð- insblöð „BURDA“ með fatasnið- um sem hægt var að taka upp og sauma eftir, en á Jaðarstorfunni var mikið saumað, prjónað og eldað. Hæda var sísaumandi og ef maður átti gamlar tuskur fóru þær til hennar, og hún saumaði úr þeim úrvals flíkur og í seinni tíð bútasaumslistaverk. Prjóna- skapur var líka í miklu uppáhaldi og það er ekki langt síðan syst- urnar Hæda og Inga fóru í bæ- inn að leita að réttum blæ á garni sem vantaði. Í bakstrinum varð kanilkakan sérgrein Hædu, og í seinni tíð hefur hún bakað marga muffins ofan í fólkið sitt. Hæda frænka var róleg og yfirveguð kona sem tók áföllum lífsins af stóískri ró. Hún naut þess að vera í selskap og síðustu árin voru systurnar frá Jaðri, mamma Kristín, Halldóra, Hólmfríður og Ingibjörg dugleg- ar að hittast, njóta samverunnar, spila bingó og rifja upp gamla daga. Nú eru þær allar farnar nema Inga. Minningarnar eru það dýr- mætasta sem við eigum, þær geymast í huganum og ylja okk- ur um hjartarætur. Þessi ylur er hér í lofti og hugur okkar er hjá ættingjum þínum. Við biðjum góðan Guð og englana að gefa þeim styrk. Blessuð sé minning þín. Björg Ólafsdóttir (Stóra Björg). Halldóra Katrín Guðjónsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞORBJÖRG INGIBERGSDÓTTIR, Breiðuvík 35, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar 6. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 14. september klukkan 13. Sverrir Traustason Þrúður Karlsdóttir Guðmundur Theódórs Sigrún Edda Karlsdóttir Herdís Bjarney Karlsdóttir Ása Jóna Karlsdóttir Páll Fróðason Karl Ottó Karlsson Sigurósk Edda Jónsdóttir Sverrir Þór Karlsson Þóra Jónasdóttir Hafdís Sverrisdóttir Daníel Hafsteinsson Ingibjörg Sverrisdóttir Óskar Jósefsson Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir Matthias Einar Jónasson og fjölskyldur þeirra Okkar kæra GUÐRÚN SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR, Gússý á Stóra-Hamri, Eyjafjarðarsveit, lést á Kristnesspítala 4. september. Eyrún Eyþórsdóttir Jónas Finnbogason Auður Eyþórsdóttir Kristín Kristjánsdóttir Erna Jónasdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæri ÖRN SIGURÐSSON lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 2. september. Útförin fer fram í Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 14. september klukkan 11. Jelena Kuzminova Agni Freyr Arnarson Kuzminov Vera Arnardóttir Kuzminova Vilborg María Arnardóttir Kuzminova Sigurður Kristján Árnason Vilborg Vigfúsdóttir tengdaforeldrar, systkini og systkinabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.