Morgunblaðið - 08.09.2017, Page 24

Morgunblaðið - 08.09.2017, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 ✝ Jón Þór Jóns-son fæddist í Reykjavik 14. febr- úar 1934. Hann lést 29. ágúst 2017 á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk. Foreldrar Jóns Þórs voru Guðrún Jónsdóttir, f. 26. febrúar 1899, d. 9. október 1981, og Jón Þorgeirsson, f. 30. ágúst 1910, d. 30. mars 1954. Systkini Jóns Þórs eru Sig- urður Ágúst Hafsteinn og Lilja Erla, bæði látin. Hanne Skoge, hann á tvö börn og tvö fósturbörn. Barnabörnin eru 12 og barna- barnabörnin 15 talsins. Jón Þór hóf störf 17 ára gamall hjá Skóverksmiðjunni Þór sem framleiddi hágæða tískuvörur, hanska, veski og skó. Þar lauk hann skó- og hanskagerðarnámi og skógerð var hans sérgrein. Þar starfaði hann til ársins 1966 er hann tók við verslunarstjóra- starfi hjá skóversluninni Rímu í Austurstræti. Síðustu 15 starfs- árin var hann vaktstjóri hjá Skeljungi, þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri. Útför Jón Þórs fer fram frá Grensáskirkju í dag, 8. sept- ember 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Jón Þór kvæntist 11. júlí 1959 Helgu Karólínu Magnús- dóttur, f. 24. nóv- ember 1936. Börn þeirra eru: Guðrún, f. 15. febrúar 1955, gift Birni K. Magn- ússyni, þau eiga fjóra syni. Berglind, f. 14. nóvember 1962, gift Kristni Guðnasyni, þau eiga þrjú börn. Þórey, f. 25. ágúst 1968, gift Ásgeiri Ragn- arssyni, þau eiga þrjú börn. Jón Þór, f. 11. janúar 1970, kvæntur Ég kveð þig með söknuði, elsku pabbi. Ég hef ekki getað alltaf verið til staðar þar sem ég bý í Noregi. Þú varst mikill bílaunnandi og vildir alltaf vera á hreinum og vel bónuðum bíl. Við höfðum nú stundum orð á því að þú fær- ir í gegnum lakkið, svo mikið pússaðir þú bílinn. Þú hjálpaðir mér, þegar ég var 17 ára, að kaupa minn fyrsta bíl og fluttum við hann inn frá Þýskalandi. Þetta var BMW og ég man þegar þú varst að leggja mér lífsreglunar um að ég yrði að halda honum hreinum og fínum því það væri tvennt ólíkt að aka um á hreinum eða skítugum bíl. Ég hef haft það að leiðarljósi. Það var svo gaman þegar þið mamma komuð í heimsókn til Noregs og þú sast úti og horfðir á náttúrufegurðina í kringum húsið okkar. Þú elskaðir fjöll, tré og vötn og dáðist að fegurð. Þú málaðir mikið af myndum og voru þær allar í þeim anda. Þú lagðir líka mikið upp úr því að vera stundvís og heiðarlegur. Þakka þér fyrir öll árin okkar og hjálpina í gegnum árin. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þinn einkasonur, Jón Þór Jónsson. Pabbi var mikill orkubolti. Pabbi var mjög trúaður og kenndu hann og mamma okkur allar bænirnar, hann sat stund- um yfir okkur og lét okkur fara með þær til að athuga hvort við kynnum þær ekki örugglega. Hann var mjög stundvís maður. Þegar við áttum að mæta ein- hvers staðar þá vorum við mætt fimm mínútum fyrr svo við kæmum ekki of seint, svo biðum við úti í bíl þangað til rétti tím- inn var kominn. Hann lét aldrei bíða eftir sér. Hann var mikið snyrtimenni og var með allt á hreinu. Hann þreif bílinn mörg- um sinnum í viku. Hann var verslunarstjóri í skóbúðinni Rímu í mörg ár. Ég fékk að fara með honum á laugardögum í vinnuna, ég fékk að ryksuga og merkja lagerinn, hljóp niður í kjallara fyrir hann til að sækja skópörin sem hann vantaði, svo ég fékk ég að stimpla í kassann. Frá níu ára aldri var ég með honum alla páska, jól og allar helgar. Hann kenndi okkur að passa peningana okkar og lét okkur leggja þá inn, og sagði að það kæmi sá tími þegar við þyrftum að nota þá, þegar við yrðum eldri. Við systkinin vorum aldrei í skítugum skóm, hann sá um það að pússa þá og þegar tengda- synirnir komu í heimsókn þá var það hans fyrsta verk að at- huga hvort þeir væru ekki í burstuðum skóm. Við fórum mikið í ferðalög, bæði hér heima og í útlöndum. Við stunduðum skíði og fórum þá í Bláfjöll. Þegar við tókum sunnudagsrúntinn þá byrjuðum við í ísbúðinni í Laugardal það- an var rúnturinn tekinn vestur í bæ á Ægisíðuna. Ég man hvað ég var orðin þreytt á þessum hring, einu sinni hentum við Jón Þór bróðir rusli út um gluggann, hann sá það og stopp- aði út í kanti og lét okkur hlaupa til baka og til taka það upp, þannig var pabbi. Eftir það hentum við aldrei rusli á götur bæjarins. Pabbi dvaldi síðustu fimm árin á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Við heimsótt- um hann þar alla daga í fimm ár. Ég vil þakka þér, elsku pabbi, fyrir samfylgdina í gegn- um árin. Hvíldu í friði. Þín dótt- ir, Þórey. Ég vil minnast föður míns í nokkrum orðum en minningarn- ar eru ótæmandi og endalaust fallegar. Ég hef þó farið yfir þær fyrir hann undanfarið. Pabbi bar mikla virðingu fyr- ir móður sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur, og reyndist henni ein- staklega vel. Ekki var alltaf úr miklu að spila og oft þurfti að velta fyrir sér hverri krónu. Hann lærði fljótt að fara vel með það sem aflaðist og meta það. Þegar ég var lítið stelpuskott á Barónsborg þá sótti hann mig í hverju hádegi og fór með mig til móður sinnar niður á Lauga- veg 49 þar sem hún tók við pössun á nöfnu sinni þar til vinnu lauk. Til ferðarinnar fékk hann lánað hjól hjá vinnufélaga sínum, setti stelpuna á stöngina og hjólaði með hana á leiðar- enda og svo aftur til baka í vinnuna, já þannig var það í þá tíð. Pabbi og mamma eignuðust sína fyrstu íbúð 1955, fengu hana afhenta fokhelda og unnu sjálf við að klára hana og gera að heimili sínu. Þá fór pabbi yfir á Sprautuverkstæði Garðars eftir að vinnu í Skógerðinni lauk og sprautaði bíla fram á nótt því eiga varð fyrir framkvæmdum og ekki skulda neinum neitt. Og víxla? Nei, þá hefur hann aldrei tekið. Fyrsti bíll foreldranna var VW-bjalla og þeim þótti afar vænt um þann bíl, baksýnis- spegilinn varð að vera hárrétt stilltur og tveimur fingrum strokið yfir hann áður en ekið var af stað. Helgarbíltúrarnir hófust þá og var gjarnan ekið út fyrir borgina í átt að t.d. Hellisheiði, Þrengslum eða Garðskagavita svo eitthvað sé nefnt, þá tók mamma við stýrinu og pabbi hljóp langar vegalengdir, svo var bíllinn þrifinn og endað á ís- hring sem var hans uppáhald allt til hinstu stundar. Pabbi var mikið snyrtimenni og klæddist strax ungur maður ávallt fínum jakkafötum og skórnir voru alltaf stífburstaðir og til fyrirmyndar. Okkur systk- inunum var kennt að vera alltaf snyrtileg og sömu reglur giltu um skófatnaðinn. Hann bar mikla virðingu fyrir því sem hann eignaðist og fór vel með eigur sínar. Okkur systkinunum var t.d. kennt að ekki mætti standa og vega salt á þröskuld- unum, það ætti að stíga yfir þá svo dæmi sé tekið en alltaf var okkur leiðbeint á nærgætinn hátt. Hann var mikill fjölskyldu- maður og naut samvista við stórfjölskylduna. Hann var söngmaður góður, mikill nátt- úruunnandi, fjörmikill lækur og birkihríslur voru í miklu uppá- haldi. Farnar voru tjaldútilegur. Þá var tekin rúta t.d. á Laug- arvatn, tjaldið botnlaust, trésúl- ur, og útilegur stóðu kannski í tvær vikur og gerði þá gufubað- ið gamla og góða sitt gagn, hit- aði fjölskylduna upp fyrir nótt- ina. Ég þakka föður mínum elsku hans og góðmennsku í garð fjöl- skyldu okkar hjóna og bið hon- um Guðs blessunar og langar að enda á litlu versi sem hann kenndi okkur í æsku og við höf- um kennt börnum okkar og mun fylgja okkur um alla fram- tíð. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús gefðu mér eilíft ljós sem aldrei slökknar. (Höf. óþekktur) Þín dóttir, Guðrún. Við pabbi unnum nokkur ár saman í skóbúðinni Rímu. Það var góður skóli að vinna með þér. Við fórum saman á morgn- ana og var það mitt fyrsta verk hvern morgun að gera fínt fyrir daginn. Því þú vildir alltaf hafa allt hreint og fínt í kringum þig. Þú lagðir mikið upp úr því að ég myndi leggja fyrir til að eiga fyrir útborgun í minni fyrstu íbúð. Pabbi var alltaf tilbúinn að koma til að hjálpa okkur, það var alveg sama hvað það var. Þegar pabbi og mamma komu í heimsókn þá dáðist hann að út- sýninu því pabbi var mikill nátt- úrunnandi. Pabbi var flinkur að mála og málaði hann margar myndir. Elsku pabbi, takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur. Ég á þér margt að þakka fyrir alla góðvildina og öll þau góðu ráð sem þú gafst okkur. Það var alveg saman hvað bjátaði á – þú hafðir svörin. Ég kveð þig með söknuði. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Berglind. Í dag er elskulegur tengda- faðir minn Jón Þór kvaddur. Hans verður sárt saknað enda var hann einstakur öðlingur sem bar mikla umhyggju fyrir okkur öllum í fjölskyldunni. Ætíð boðinn og búinn að að- stoða ef á þurfti að halda og hjálpsemi var honum í blóð bor- in. Heilræðin sem hann gaf voru ætið vel ígrunduð og eitt þeirra „Stígðu hægt en ákveðið til jarðar“ minnisstætt öllum í fjöl- skyldunni, enda hans einkunn- arorð. Á yngri árum stundaði Jón Þór mikið útivist og fjallaferðir bæði að sumri og vetri. Hann minntist oft ferða þar sem hann hafði jafnvel komist í hann krappan og gaf okkur feðgum heilræði um hvernig útbúa skyldi sig í slíkar ferðir. Sér- staklega að hafa ætíð með sér aukalega lifrarpylsu, sviðasultu og blóðmör, þetta væru ómiss- andi hitagjafar ef á þyrfti að halda. Jón Þór var náttúruunnandi og drátthagur sem varð ef til vill kveikjan að því að hann fór að mála landslagsmyndir sem margar prýða heimili þeirra hjóna. Þau höfðu bæði yndi af ferðalögum og ferðuðust mikið bæði innanlands og utan. Jón Þór var mjög handlaginn og ótalin öll handtökin sem hann á við framkvæmdir hjá okkur hjónum. Ætíð mættur fyrstur til aðstoðar ef á þurfti að halda og sérstaklega var hann laginn með pensilinn og málningarrúlluna. Snyrtimennska var Jóni Þór í blóð borin og eitt af því sem bar að varast var að mæta ekki í ób- urstuðum skóm. Þá fékk maður smá lexíu og þeim málum kippti hann snarlega í liðinn. Fallegt heimili þeirra hjóna ber einnig vitni um snyrtimennsku og smekkvísi. Handlagni og sköpunargáfa hans komu sér vel við störf hjá Skóverksmiðjunni Þór þar sem hann lauk námi í skó- og hanskagerð. Hjá skóverslunni Rímu var Jón Þór á heimavelli og fagmennskan í fyrirrúmi enda fáir með meiri þekkingu á herraskóm en hann. Áralöng reynsla hans af verslunarstörf- um kom síðan að góðum notum við störf hans hjá Skeljungi. Ótal minningar um samveru- stundir koma upp í hugann þeg- ar kemur að kveðjustund. Við vitum að Jóni Þór var hvíldin kær eftir erfið veikindi síðustu ár. Hvíldu í friði, kæri tengda- pabbi. Björn K. Magnússon. Elsku Jón Þór, það var alltaf gott að koma til ykkar hjóna. Þegar ég kynntist Þóreyju þá gisti ég mikið hjá ykkur. Þegar við Þórey ákváðum að gifta okk- ur þá kom ég til þín og bað um hönd hennar, og ég man alltaf það sem þú sagðir við mig. Þú færð hana Þóreyju mína ef þú ert alveg viss, því þú getur ekki skilað henni aftur. Ég verð þér ævinlega þakk- látur fyrir hana. Við fórum í ferðalag saman og var ferðinni heitið á Kirkjubæjarklaustur þar sem þið gistuð með okkur. Einnig fórum við með ykkur til Kaupmannahafnar ásamt for- eldrum mínum og áttum góðar stundir. Þegar við keyptum hús- ið okkar að Sæbóli þá varðstu fyrstur til að hringja og bjóða aðstoð við að mála. Ég vil þakka þér fyrir alla hjálpina og góðu stundirnar okkar í gegnum árin. Farðu í friði, elsku Jón Þór. Þinn tengdasonur, Ásgeir Ragnarsson. Það er með sárum söknuði sem ég kveð afa minn, Jón Þór. Hann var í mínum huga einstök fyrirmynd ungs drengs og síðar manns. Hann var góðhjartaður og blíður, sterkur og ákveðinn, listrænn, hjálpsamur og skiln- ingsríkur en umfram allt skemmtilegur. Það var alltaf gaman að vera með honum. Ég var svo heppinn þegar ég var lítill að fá að vera með honum í skóversluninni Rímu. Ég fékk að vera aðstoðarmaður, slá inn í kassann og taka við greiðslu. Hlaupa á lagerinn í kjallaranum þegar það vantaði stærri eða minni númer. Ef ég var sér- staklega heppinn gat ég fengið að hlaupa á pósthúsið með póst- kröfu eða til Gísla Ferdinands skósmiðs. Þetta var skemmti- legur tími og þar fékk ég, lík- lega 6-7, ára að fylgjast með afa mínum selja skó. Í Rímu kom afi fram við alla eins og vini sem hann hafði ekki séð lengi. Hann tók öllum fagnandi og ég held að fólki hafi þótt gott og gaman að koma til hans. Afi var sælkeri mikill en það besta sem hann vissi var gott sunnudagslæri með kartöflum, sósu og öllu tilheyrandi. Svo gott þótti honum lambalærið að verðgildi allra hluta var mælt í lambalærum. Ég held að ég hafi örugglega verið eina barnið í Árbæjarhverfinu sem notaðist við þá mælieiningu til að átta mig á því hvað hlutirnir kost- uðu. Afi var hins vegar ekki góður eða mikill kokkur þrátt fyrir að hann væri mikill matmaður og sælkeri. Þennan tíma sem ég fékk að vera með honum í búð- inni var annað hvort hálfhrært skyr eða volg pylsa í hádeg- ismat. Það gerði það að verkum að ég gat hvorki borðað pylsur né skyr fyrr en um tvítugt. Við þóttum mjög líkir og mér fannst það mjög gaman þegar fólk sagði að við værum ná- kvæmlega eins. Vafalítið hefur „Eyjabrúnin“ skipt þar sköpum. Afi var íþróttamaður og vildi gjarnan að við barnabörnin stunduðum íþróttir okkur til heilsubótar. Hann hvatti mann áfram og lagði á það mikla áherslu að það þýddi ekki að gefast upp þótt hlutirnir tækj- ust ekki í fyrstu atrennu. Hjá honum lærði ég þrautseigju sem hefur skipt máli í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu. Hann var sérstaklega mikill sögumaður og hafði gaman af að segja okkur barnabörnunum sögur af sjálfum sér. Þær eru sumar lygilegar, eins og þegar hann lagði heila skipshöfn í sjó- manni. En allar vöktu þær drauma og þrá um að verða sterkur og hraustur eins og afi. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera barnabarn Jóns Þórs og fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig. Alla hjálpsem- ina, allan tímann sem hann gaf mér, allar sögurnar og öll góðu ráðin sem ég hef tileinkað mér. Það er erfitt að kveðja þig, elsku afi, en við stígum þau skref saman varlega en ákveðið. Mig langar að ljúka þessum fáu minningabrotum með tveim- ur seinustu línunum úr kvæðinu um rósina sem hann söng oft hástöfum fyrir okkur bræðurna og vafalítið fyrir alla aðra í fjöl- skyldunni líka. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Þinn afastrákur, Jón Gunnar Björnsson. Elsku afi. Okkur systkinin langar að þakka þér fyrir að vera sá mað- ur sem þú varst, sá maður sem leiðbeindi okkur í gegnum lífið í orðum og ljóðum, sem munu ávallt fylgja okkur um ókomna tíð. Það fyrsta sem kemur í huga okkar í minningu um þig, elsku afi, eru ljóðin, hlátrasköllin, list- in og breiða brosið þitt, þú hafð- ir líka einstakt auga fyrir fal- legum skóm og óspart hrósaðir manni fyrir að vera vel skóaður. Takk, afi, fyrir alla þá ástúð sem þú gafst okkur, þú varst ómetanlegur. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús gefðu mér eilíft ljós sem aldrei slökknar. (Höf. ók.) Þín þakklátu barnabörn, Helga Lind, Hera Björk og Kristinn Fannar. Jón Þór Jónsson Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR GEIR HALLDÓRSSON rafvirki, áður Fossvogsbletti 2a, Reykjavík, núna Öldugerði 11, Hvolsvelli, lést 30. ágúst á hjúkrunarheimilinu Lundi. Útförin fer fram í Grensáskirkju mánudaginn 11. september klukkan 13. Auður Fr. Halldórsdóttir Jens Sigurðsson Halldór Geir Jensson Birgitta Rut Birgisdóttir Sigurður Kristján Jensson Sigrún Elva Guðmundsdóttir Rúnar Smári Jensson Kristín Anna Thorlacius Jensdóttir Auður Ebba Thorlacius Jensdóttir og langafabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRU ÞORLEIFSDÓTTUR, Sóltúni 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun og samskipti. Halldóra M. Helgadóttir Þorbergur Atlason Hörður Óskar Helgason Sigrún Sigurðardóttir og barnabörn Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, VETURLIÐI ARNAR GUNNARSSON, Sundstræti 29, Ísafirði, sem lést föstudaginn 25. ágúst, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 9. september klukkan 14. Gunnar Veturliðason Valdís Friðriksdóttir Anna Gunnarsdóttir Friðrik Már Gunnarsson Anna Guðrún Auðunsdóttir Guðmundur H. Gunnarsson Bryndís Gunnarsdóttir Gunnar Örn Gunnarsson Solveig Guðmundsdóttir og systkinabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.