Morgunblaðið - 08.09.2017, Side 29

Morgunblaðið - 08.09.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert hæfileikaríkur nemandi í mannlegu eðli, og það gefur þér brodd í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Komdu skjöl- um í röð og reglu hvort sem um er að ræða reikninga eða bréfaskriftir. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu á varðbergi gagnvart öllum til- raunum til þess að draga úr áhrifum þínum. Fólk leggur eyrun við þegar þú talar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ýmislegt á seyði í kring um þig og skiptir ákaflega miklu máli, að þú getir greint kjarnann frá hisminu. Lausnir á öðrum vandamálum gætu þó skotið upp kollinum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hver er ríkur? Það er sá sem nýtur þess sem hann á. Gerðu hvað þú getur til að vekja athygli yfirmanna þinna á verkum þín- um. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þér finnist allt vera að fara úr böndunum skaltu ekki örvænta því útlitið er ekki eins slæmt og þér sýnist. Farðu þér hægt því tíminn vinnur með þér og ryður öll- um hindrunum úr vegi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þig kann að langa að spreyta þig á nýrri aðferð í samskiptum þínum við börn í dag. Að vera nálægt einhverjum hjartfólgnum spillir ekki fyrir í daglega amstrinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samskipti þín við maka þinn og nána vini eru eitthvað stirð í dag. Fólk er eitthvað svo ófyrirsjáanlegt núna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að þú sért þar sem þig langar til þess að vera. Reyndu að gefa þeim sem skipta mestu máli nauðsynlegan tíma og sýndu vænt- umþykju. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fólki finnst gaman að færa þér gjafir – kannski af því að þú ert svo vinalegur. Líttu á þær sem óhjákvæmilegar krossgötur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki hika við að taka frumkvæðið hvað varðar vinnuna og samskipti við yf- irmenn. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú geislar af krafti og ert tilbúinn til að hefjast handa hvort sem er í starfi eða einkalífi. En með smávegis fyrirhöfn er vel hægt að lífga upp á dvínandi ást. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er hætt við að þú bregðist of harkalega við hlutunum. Allt sem þú gerir ánægjunnar vegna getur á undarlegan hátt fært þér peninga. Hugur og hjarta, bundið mál“ erljóðabók eftir Ólaf Runólfsson frá Berustöðum í Holtum, sem út kom vorið 2012. Tildrögin voru þau, að Ólafur hafði veikst hast- arlega um áramótin 1995-96 og heimilislæknirinn sent hann rak- leiðis upp á Borgarspítala. Hann greindist með stíflaðar kransæðar og auk þess var kominn örvefur í hjartað. Í sjálfan hjartaskurðinn fór hann hálfu ári síðar. Til þess að stytta sér stundir á spítalanum fór hann að setja saman vísur um það sem fyrir augu bar. Það var kveikj- an að ljóðabókinni. Fyrsti kaflinn heitir „Á spítala“. Hann er vel kveðinn, oft hnyttinn og söguþráðurinn á köflum spenn- andi. Vísurnar eru 154 svo að ég get rétt gripið niður á stöku stað. Pálmi var slappur við innritun, sá tvöfalt en svo hresstist hann: Enn ég reyni að æfa mig, ekki er við það banginn. Ef ég kemst á stiga-stig stunda ég tröppuganginn. Ólafur er kominn í nærfötin: Vaxtarlagið virðist skrítið, við þeim fötum segi stopp. Hólk-vítt mitti, hálsmál lítið, hentar ekki mínum kropp. Að arka um ganga er mér tamt oft á dag – og lengi. Eftir tafir tókst það samt að tröppuleyfi fengi. Ólafur lýsir rannsóknunum, nál- arstungum og myndatökum og við tók tveggja daga bið: Loks er tími til þess vannst tókst það allt með snilli. Endanlega eitthvað fannst eyrnanna á milli. Loksins kom að undirbúningi fyr- ir hjartaskurðinn, snyrting: Eg vil ræða um þau mál sem alveg leynt skal vera. Ekkert skraut né ytra prjál er nú leyft að bera. Á lágum bekk ég liggja má. Ljúf þar kona situr hjá. Af mér rakar öll mín strá allt frá höku að stórutá. Næmar hendur, natin kona, nettur fingur um mig strauk. Endilega vil ég vona að vaxi aftur það sem fauk. Æð var tekin úr fætinum: Fæti sundur fletta mátti, finna æðar hér. Varahluti væna átti, vel nú kom það sér. Fékk í hjartað fjórar æðar, fljótt það mína heilsu bæti. Skyldu það vera skálda-æðar sem skornar voru úr hægra fæti? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hugur og hjarta hagyrðings Í klípu „EF ÞAÐ VERÐUR RAUTT HÖFUM VIÐ EKKI EFNI Á ÞVÍ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VILDI ÓSKA ÞESS AÐ ÞÚ VÆRIR MEÐ HATT ÞEGAR ÞÚ ERT ÞARNA INNI. ÉG ER BÚIN AÐ LEITA AÐ ÞÉR ÚT UM ALLT.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að þið gætuð ekki lifað án hvort annars. ÉG ER AÐ ELDA MATINN! ARG! ÉG ER AÐ BRENNA MATINN! ÉG ER AÐ PANTA PÍTSU ÞÚ ÆTTIR AÐ ELDA OFTAR ÉG LÍKA! ÉG ER SÆRÐUR Á TUNGUNNI! ÞAÐ ER GOTT TIL AÐ HREINSA SÁR! HEY! ÞETTA ER GOTT VISKÍ! HEIMILISPRÓF SVÍN Víkverji lenti í ferðalögum á dög-unum. Við komuna í Leifsstöð velti Víkverji því fyrir sér hvort þar væri Íslandsmetið í álagningu nokk- uð fallið. Kannski er húsaleigan hærri en gengur og gerist. Í það minnsta eru vörurnar þar furðu dýrar. Víkverji hitti kunningja sinn sem var með tvo unglingssyni sína með sér. Þeir höfðu farið á staðinn Joe and the Juice og kostaði það um 5 þúsund krónur fyrir unglingana tvo. Þótti kunningjanum vel í lagt. x x x Fyrst Víkverji er byrjaður aðnöldra á annað borð þá fékk hann hálsríg í flugvélunum eins og gjarnan á síðustu árum. Víkverji veltir því fyrir sér hvort þeir sem framleiða og selja uppblásnu púð- ana fyrir hálsinn séu stórir hlut- hafar í flugfélögunum. Þess vegna séu sætin svo óheppileg fyrir höf- uðið. Á þetta við um nokkur flug- félög. Víkverji er hér um bil viss um að um nýlegt vandamál fyrir hann sé að ræða. Áður hafi verið auðveld- ara að halla höfði í vélunum. x x x Víkverji hélt til Finnlands eins ogsvo ótal margir Íslendingar gerðu. Í höfuðborginni Helsinki verður ekki annað sagt en að úrvalið þegar kemur að samgöngum sé talsvert. Fyrir utan lestarkerfið, sem var nokkuð aðgengilegt er einnig haldið úti sporvögnum. Yfir þeim er alltaf vissa sjarmi í mið- borgunum. En einnig sá Víkverji rútur sem gætu hafa verið í hlut- verki strætóa og nóg virtist vera af leigubílum. x x x Stuðningsmenn íslensku landslið-anna í fótbolta og körfubolta voru til fyrirmyndar í Finnlandi eft- ir því sem Víkverji best veit. Þannig er það oftast nær og vekur athygli erlendis en ýmiss konar leiðindamál geta fylgt stórum hópum stuðnings- manna á íþróttaleikjum. Körfu- boltaleikirnir fóru fram í glæsilegri íshokkíhöll. Þar var ekki einungis seldur bjór heldur einnig sterkt vín á myndarlegum bar í höllinni. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, miskunn hans var- ir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns (Sálm. 100:5)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.