Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mér fannst einstaklega gaman að vinna við
gerð myndarinnar og fagna því hverju tæki-
færi sem ég fæ til að ræða hana við áhorf-
endur,“ segir danski leikarinn Claes Bang um
The Square í leikstjórn Svíans Rubens Östl-
und sem frumsýnd var í Bíó Paradís um liðna
helgi. Af því tilefni kom Bang í örstutta heim-
sókn til Íslands og sat fyrir svörum að sýningu
lokinni.
The Square var frumsýnd á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes í maí, þar sem hún hreppti
Gullpálmann, og sýnd á kvikmyndahátíðinni í
Toronto í gær. Í framhaldinu verður hún sýnd
á San Sebastián-kvikmyndahátíðinni á Spáni, í
Ungverjalandi, Póllandi, Úkraínu, Noregi,
Bandaríkjunum, Belgíu, Frakklandi, Argent-
ínu, Danmörku, Bretlandi og víðar.
„Þegar ég ræddi við framleiðandann um
daginn sagði hann búið að selja sýningarrétt-
inn til allra landa heims nema Mongólíu,“ segir
Bang, sem verður á ferð og flugi næstu mánuði
til að kynna myndina. „Þessi mynd er flottasti
útstillingargluggi sem ég hef lent í og besta
nafnspjald sem ég gæti hafa fengið upp í hend-
urnar. Ég reyni því eðlilega að nýta mér þenn-
an sýnileika sem best ég get og vona að það
skili mér fleiri spennandi hlutverkum,“ segir
Bang, sem þegar hefur tekið þátt í fjölda leik-
prufa. „Það er enn ekkert fast í hendi en ég
geri mér góðar vonir. Mér berst að jafnaði eitt
handrit á dag sem ég er beðinn um að skoða.“
Áttu þér einhver draumahlutverk?
„Nei. Ég gæti reyndar mjög vel hugsað mér
að leika Macbeth eftir Shakespeare, enda text-
inn stórkostlegur og hlutverkið spennandi. Ég
hef ekki leikið marga vonda karla, svona
skuggalegar og siðblindar týpur. Ég gæti
hugsað mér fleiri slík hlutverk, því þau eru svo
safarík fyrir leikara. Mig dreymir reyndar
fremur um að vinna með ákveðnu fólki en um
tiltekin hlutverk. Toppurinn væri að vinna með
David Lynch því hann hefur skapað nokkrar af
bestu myndum kvikmyndasögunnar. Ég gæti
líka hugsað mér að vinna með Michael Han-
eke, enda frábær leikstjóri.“
Oft að niðurlotum kominn
En aftur að The Square. Þurftir þú að hugsa
þig tvisvar um þegar þér bauðst hlutverk sýn-
ingarstjórans Christians í myndinni?
„Nei, engan veginn. Ruben tók sér mjög
langan tíma í að velja rétta leikarann í aðal-
hlutverkið og prófaði ýmsa þekkta leikara. Ég
var búinn að setja mig mjög vel inn í hlutverkið
og myndina þegar hann loksins sagði mér að
ég hefði orðið fyrir valinu. Þá var ég orðinn svo
spenntur fyrir verkefninu að ég hefði tekið að
mér að gera það launalaust ef þess hefði þurft.
Það má líkja þessu hlutverki við að keyra Rolls
Royce leikbransans. Þarna gafst mér tækifæri
til að vinna mikið og af fullum ákafa.“
Talandi um mikla vinnu þá er Östlund fræg-
ur fyrir langar og margar tökur. Hvernig
reynsla var það?
„Myndin var tekin á 75 dögum og ég mætti í
73 tökudaga. Ruben vinnur allt öðruvísi en aðr-
ir leikstjórar sem ég hef unnið með. Hann er
aðeins upptekin af hverri og einni senu hverju
sinni. Hann vinnur aldrei með fortíð persóna
eða framtíð. Við ræddum því aldrei um per-
sónu Christians, bakgrunn hans eða tilfinn-
ingar. Það er eins og Ruben reyni markvisst að
þreyta leikara sína með þessum löngu tökum
til þess að þeir hætti að leika eða ofhugsa hlut-
ina og fari þess í stað að lifa atburðina. Ég var
oft á tíðum alveg að niðurlotum kominn þegar
Ruben var loks ánægður með árangurinn.“
Hvers konar karakter er Christian?
„Hann hefur háleit markmið, sem birtist í
vali hans á þeim listaverkum sem sýnd eru í
safninu þar sem hann er sýningarstjóri. Á
sama tíma gerir hann hluti í prívatlífi sínu sem
eru í hrópandi mótsögn við þá hugmyndafræði
sem hann gefur sig út fyrir að fylgja. Hann er
ekki vond manneskja – þvert á móti, því hann
vill öllum vel. Hann hagar sér hins vegar eins
og kjáni og tekur vondar ákvarðanir sem gera
honum býsna erfitt fyrir.“
Hvaða senu fannst þér erfiðast að leika?
„Það er senan þar sem Christian situr fyrir
svörum á blaðamannafundi og þarf að svara
fyrir mistök í starfi. Um 80 blaðamenn spyrja
hann spjörum úr,“ segir Bang og rifjar upp að
tökurnar hafi tekið tvo daga. „Okkur Ruben
lenti illa saman og mig langaði hreinlega til að
berja hann. Hann vildi nefnilega að Christian
ætti erfitt með að svara spurningunum og liði
þess vegna mjög illa í aðstæðunum. Mér fannst
spurningarnar hins vegar allt of auðveldar og
fannst ótrúverðugt að Christian gæti ekki auð-
veldlega svarað þeim. Á endanum virkaði sen-
an mjög vel, sem helgast sennilega af því að
mér tókst að beina minni persónulegu gremju
og reiði inn í aðstæðurnar.“
Rífast um notaðan smokk
En hvaða sena var skemmtilegust?
„Tvímælalaust kynlífssenan með Elisabeth
Moss sem endar á því að við förum að rífast um
notaðan smokk. Það reyndist mjög erfitt að ná
senunni réttri, sem helgast af því að aðstæð-
urnar eru hreinlega svo fjarstæðukenndar að
það var erfitt að fara ekki bara að hlæja,“ segir
Bang, sem ber Moss afar vel söguna.
„Hún kom inn í verkefnið þegar tíu tökudag-
ar voru eftir. Á þeim tíma vorum við öll orðin
býsna þreytt en þá kom hún eins og ferskur
andblær með gleði sína og orku.“
Gagnrýnendur sem skrifað hafa um mynd-
ina lýsa henni sem blöndu af satíru og hefndar-
mynd. Hún er meinfyndin en fær um leið hæg-
lega hárin til að rísa enda aðstæður persóna oft
á tíðum býsna vandræðalegar.
„Þessi upptalning lýsir myndinni býsna vel.
Ruben reynir ekki bara að skemmta áhorf-
endum heldur draga upp mynd af erfiðum
vandamálum þar sem ekki er til nein góð lausn,
aðeins tvær vondar. The Square er háðsádeila
bæði á listheiminn og lífshætti Vesturlanda-
búa, ekki síst Norðurlandabúa.
Við búum við allsnægtir og teljum okkur
með háum sköttum geta tryggt að enginn falli
gegnum öryggisnet velferðarkerfisins. Á sama
tíma bíður stór hópur flóttafólks við landa-
mærin sem við veljum að hunsa. Það er ekkert
skrýtið við það að horfa í hina áttina, því það
væri óyfirstíganlegt verkefni að eiga að axla og
leysa öll vandamál heimsins. Ég held að mynd-
in dragi upp raunsanna mynd af ástandi
heimsins nú um stundir án þess að vera mór-
ölsk eða fordæmandi,“ segir Bang og tekur
fram að slík nálgun leiði vonandi til þess að
áhorfendur íhugi myndina að áhorfi loknu.
Sem fyrr segir stoppaði Bang stutt á Íslandi
að þessu sinni því hann er upptekinn við æfing-
ar á leikritinu The City eftir breska leikskáldið
Martin Crimp í leikstjórn Peters Dupont
Weiss sem frumsýnt verður hjá Odense Teater
28. september. „Ég kýs að vinna jöfnum hönd-
um á leiksviðinu og hvíta tjaldinu. Mér er sama
hvort verkefni er stórt eða lítið, aðalatriðið er
að það sé spennandi. Ég hafnaði því ýmsu til að
geta tekið þátt í verki Crimp vegna þess að
mér fannst þetta áhugavert hlutverk og spenn-
andi uppfærsla.“
Morgunblaðið/Eggert
Gull „Þessi mynd er flottasti útstillingargluggi sem ég hef lent í og besta nafnspjald sem ég
gæti hafa fengið,“ segir Claes Bang um The Square sem vann Gullpálmann í Cannes í vor.
Langar að leika fleiri vonda karla
Claes Bang segir The Square vera háðsádeilu bæði á listheiminn og lífshætti Vesturlandabúa
Hann segir Ruben Östlund markvisst þreyta leikara sína svo þeir neyðist til að lifa í augnablikinu
Ruben Östlund hefur feng-ist við kvikmyndagerðum nokkurt skeið og meðhverri mynd verður sí-
fellt ljósara að hann hefur allt til
brunns að bera til að teljast kvik-
myndahöfundur eða „auteur-
leikstjóri“. Nú hefur hann þar að
auki hlotið stærstu viðurkenningu
kvikmyndaheimsins, Gullpálmann,
fyrir nýjustu mynd sína The
Square.
Myndir hans hafa mjög auð-
þekkjanlegan frásagnarstíl, þær eru
dramamyndir með kómískum undir-
tóni og kafa jafnan í hið óþægilega í
einstaklingnum og í samfélaginu
sem heild. Hann notar jafnan stíl-
hreinar leikmyndir, skandinavísk
innanhúshönnun er áberandi og
persónur klæðast smekklegum
klæðnaði upp á norræna vísu. Allt
er svolítið eins og klippt út úr Bo
bedre. Þessi fagurfræði skilar sér
einkar vel til áhorfenda, þar sem
Östlund er framúrskarandi fær í
innrömmun. Hann notast mikið við
kyrra ramma og sparar klippingar
þannig að manni líður líkt og maður
sé inni í rýminu með persónunum.
Allt hjálpar þetta til við að magna
upp spennuna og vandræðaleikann
sem gjarnan einkennir aðstæður í
myndunum.
The Square fjallar, líkt og myndin
Turist sem Östlund sendi frá sér
2014, um mann sem reynir að við-
halda yfirborðkenndri ímynd gagn-
vart samstarfsfólki, fjölskyldu og
vinum á meðan smátt og smátt er
flett ofan af því hversu undarleg og
tilviljunarkennd sú ímynd er.
Christian, túlkaður með glæsibrag
af Claes Bang, er sýningarstjóri hjá
stóru nútímalistasafni í Svíþjóð. Í
stórskemmtilegu upphafsatriði er
hann rændur síma sínum og veski.
Við fylgjum Christian eftir þar sem
hann gerir tilraun til að endur-
heimta eigur sínar á meðan hann
stendur í ströngu við að kynna nýj-
ustu sýningu safnsins. Sýningin ber
nafnið „The Square“ og er verk sem
deilir á skeytingarleysi nútíma
Vesturlandabúa gagnvart þeim sem
minna mega sín. Við kynningar-
herferðina nýtur safnið aðstoðar
kornungra og kolvitlausra markaðs-
fræðinga og endar herferðin, sem
og tilraun Christians til að góma
þjófinn, vægast sagt með ósköpum.
Það er þó undirtextinn sem skipt-
ir hvað mestu máli í myndinni,
fremur en atburðarásin sjálf. Mynd-
in er hlaðin lymskulegum og hnyttn-
um atriðum sem öll miða að því að
afhjúpa á einn eða annan hátt hve
fáránlegt samfélag manna er í raun
og veru. Ég leyfi mér að segja að
Östlund sé snillingur, í fullum skiln-
ingi þess orðs, í slíkri afhjúpum og
gæddur ótrúlegri næmni við að
koma auga á spaugileg augnablik
sem jafnframt innihalda heilmiklar
tilvistarlegar vangaveltur.
Að því sögðu er ekki laust við að
myndin sé ofhlaðin slíkum upplýs-
ingum. Það er líkt og hér eigi að
deila á allt sem bjátar á í heiminum í
einu. Myndin byrjar sem ádeila á
broddborgaralegt samfélag listunn-
enda á Norðurlöndum en ekki er
látið þar við sitja heldur reynt að af-
greiða fátækt og stéttskiptingu,
flóttamannavandann, muninn (eða
skort þar á) á milli listar og neyslu-
vöru, dýrslegt eðli mannskepnunnar
og loks pólitíska rétthugsun og fjöl-
miðlafár á tímum internetsins. Þetta
er síður en svo illa gert, oftast er
þetta gert með afar snjöllum hætti
en þetta er bara svo mikið! Svo mik-
ið að ég renni grun í að höfundur
myndarinnar hafi ofmetnast, færst
of mikið í fang. Í Turist var þessi
undirtexti sem einkennir myndir
Östlunds t.d. afmarkaðri og betur
afgreiddur. Sú mynd var raunar
slíkt afbragð að erfitt er að ætlast til
að leikstjórinn toppi sig aftur í
næstu mynd.
Því verður þó ekki neitað að The
Square er gríðarlega hressandi og
fyndin mynd, auk þess sem einstök
fagurfræði Östlunds lætur engan
ósnortinn. Myndin fléttar skarpri
þjóðfélagsgagnrýni inn í kolklikkaða
söguframvindu og ég skemmti mér
mjög vel, þótt stundum hafi mér
fundist þetta fullmikið af því góða.
„Litlir kassar – allir eins“
Snillingur „Ég leyfi mér að segja að Östlund sé snillingur, í fullum skilningi
þess orðs,“ segir í rýni. Elisabeth Moss og Claes Bang í hlutverkum sínum.
Bíó Paradís
The Square bbbbn
Leikstjórn og handrit: Ruben Östlund.
Kvikmyndataka: Fredrik Wenzel. Klipp-
ing: Jacob Secher Schulsinger. Aðal-
hlutverk: Claes Bang, Elisabeth Moss,
Terry Notary, Christopher Læssø. 142
mín. Svíþjóð, 2017.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR