Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 36
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Ráðlagt að stunda endaþarmsmök 2. Laugarvörður í öðrum heimi 3. Bílskúrshurðin sprakk af 4. Ekkert sjötta stig til »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Einleikurinn Fjallkonan eftir leik- konuna Heru Fjord, sem var frum- sýndur á einleikjahátíðinni Act Alone 10. ágúst sl., verður fluttur í Tjarn- arbíói á sunnudaginn. Verkið fjallar um ævi Kristínar Dahlstedt veit- ingakonu sem fæddist árið 1876 í Botni í Dýrafirði. Kristín fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði um matseld og veitingarekstur en kom aftur til Íslands árið 1905 og rak eig- in veitinga- og gistiheimili í Reykjavík í hálfa öld, lengst af undir nafninu Fjallkonan á Laugaveginum. Hera Fjord flytur verkið auk þess að skrifa það en hún er langalang- ömmubarn Kristínar og hefur kynnt sér sögu hennar vel en leikstjóri verksins er Ragnheiður Harpa Leifs- dóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytur einleik um langalangömmu sína  Kvikmyndin Undir trénu eft- ir leikstjórann Hafstein Gunn- ar Sigurðsson var frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni í Fen- eyjum 31. ágúst og hefur hún hlotið jákvæð viðbrögð gagn- rýnenda, m.a. Hollywood Reporter sem ber lof á leikara myndarinnar og Screen International. Gagnrýnandi Morgunblaðsins er einnig hrifinn en gagnrýni hans má finna á bls. 33 í blaðinu í dag. Undir trénu vel tekið af gagnrýnendum Á laugardag Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið norðan- og austanlands. Austan 8-13 m/s og rigning sunnan til á landinu um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-13 m/s og rigning á austanverðu landinu, en hægari vindur annars staðar og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐUR Katrín Ómarsdóttir, sem tryggði KR áframhaldandi sæti í efstu deild kvenna í knattspyrnu með tveimur mörkum gegn Fylki í leik lið- anna í fyrrakvöld, segir að gríðarlegur munur sé á deildinni síðan hún lék síð- ast hér á landi fyrir níu árum. „Ungu stelpurnar eru orðnar svo tæknilega góðar og það eru afar margar hæfileikaríkar stelpur í öll- um liðum.“ »4 Gríðarlegur mun- ur á níu árum Keflavík tryggði sér í gærkvöld sæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á næsta ári með 3:0-sigri á Gróttu sem þar með er fallin niður í 2. deild. Fylk- ismenn unnu Þrótt R. 3:1 og eru þar með svo gott sem öruggir um sæti í Pepsi-deild, en sex stigum munar á liðunum þegar sex stig eru í pott- inum, auk þess sem markatala Fylkis er 16 mörkum betri en Þróttar. »2 Keflavík og Fylkir aftur í deild þeirra bestu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við lærðum margt af leik landsliðs- ins og það mun sjást á spilamennsku okkar í vetur hvort sá lærdómur hef- ur skilað sér alla leið,“ segir Árni Egilsson, einn liðsmanna körfubolta- liðsins Molduxa á Sauðárkróki, en hátt í 10 liðsmenn, ásamt mökum og börnum, voru meðal fjölmargra stuðningsmanna íslenska landsliðs- ins á Eurobasket í Finnlandi. Árni var nýlega kominn á Krókinn í gær, eftir langt flug frá Finnlandi, þegar Morgunblaðið náði tali af honum. Molduxar, ásamt fjölskyldum, voru vel á þriðja tuginn í Finnlandi, auk fjölmargra annarra áhuga- manna um körfubolta úr Skagafirði. Hópurinn sá alla leiki íslenska liðs- ins, líka þann síðasta gegn Finnum. Molduxar áttu ekki í vandræðum með að greina leik landsliðsins og hvernig leikmenn og þjálfarar ættu að leggja leikina upp. „Það voru margir spekingar á pöllunum sem leiðbeindu þeim sem minna vit hafa á körfubolta,“ segir Árni en þó að Ísland hafi tapað öllum leikjunum á mótinu þótti ferðin hafa heppnast vel. „Það var mikil stemning í ís- lenska hópnum. Markmiðið var að fara út til að hafa gam- an af þessu og hvetja okkar menn áfram,“ bætir Árni við. Molduxar hafa verið starf- andi frá árinu 1981 og margar kemp- ur leikið með liðinu sem áður gerðu garðinn frægan með Tindastóli eða öðrum körfuboltaliðum. Hafa þeir m.a. tekið þátt í bikarkeppni KKÍ, leikið í utandeildum og farið í keppnisferðir til útlanda. „Við stundum mjög öflugt unglingastarf svo klúbburinn deyi ekki út,“ segir Árni en Molduxar standa fyrir tveimur körfuboltamótum á ári á Sauðárkróki; um áramótin fyrir „bumbuboltalið“ heimamanna og að vori þar sem 15-20 lið af öllu landinu mæta, 30 ára leikmenn og eldri. Molduxar æfa körfubolta allt árið um kring en meira yfir veturinn, allt að þrisvar sinnum í viku. Liðsmenn eru að jafnaði 15-17 talsins. Næsta æfing er strax á morgun, laugardag. „Þeir sem sátu heima hafa skorað á okkur Finnlandsfara að mæta, til að sjá hvort við höfum lært eitthvað.“ „Lærðum margt af landsliðinu“  Körfuboltaliðið Molduxar á Sauð- árkróki fjölmennti til Finnlands Ljósmynd/Páll Friðriksson Molduxar Stór hluti hópsins úr Skagafirði á pöllunum í fyrrakvöld, í leiknum gegn Finnum. Árni Egilsson er með bláa hattinn í annarri röð neðan frá. Molduxar mættu ekki á Euro- basket í Berlín árið 2015 og hörmuðu það í sérstakri ályktun allsherjarþings. Var ákveðið að fjölmenna á næsta mót, sem varð raunin í Finnlandi í ár. Tóku Molduxar á sig ábyrgð á gengi Íslands í Berlín og ákváðu að ráðstafa öllum hagnaði félagsins árið 2014 til KKÍ, tæpum 30 þúsund krónum, til að styðja frekar við A- landslið karla. Hétu KKÍ stuðningi MOLDUXAR Íslandsmót kvenna í handknattleik hefst á sunnudaginn þegar Fjölnir fær ÍBV í heimsókn. Morgunblaðið fer í dag ítarlega yfir keppnina í Olísdeild kvenna þar sem mestar líkur virðast á því að Fram og Stjarnan heyi einvígi um Íslandsmeistaratitilinn eins og í fyrra. »2-3 Verða Fram og Stjarnan í sérflokki í vetur?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.