Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.9. 2017 VETTVANGUR Í ræðu í Skálholti um miðjan júlíkvað ráðherra kirkjumála, Sig-ríður Á. Andersen, það vera „löngu tímabært að eigendastefna ríkisins feli í sér fækkun fasteigna með það að markmiði að geta stað- ið skammlaust að viðhaldi og nauð- synlegri uppbyggingu menningar- verðmæta á tilteknum stöðum. Skálholt er sannarlega einn þeirra staða sem eiga það skilið að staðinn sé vörður um þá“. Húrra fyrir þessu – það er að segja því síðastnefnda. Það er gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin líti á Skálholt sem þjóðareign sem þurfi að hlúa að svo reisn hvíli yfir staðnum. Óbotnað var hjá ráðherranum hvað átt var við með fækkun fast- eigna, hvaða eignum skyldi fækk- að? Ötull þingmaður úr stjórnarlið- inu, Óli Björn Kárason, tók fyrsta skrefið til að botna þessa hugsun í Morgunblaðsgrein nú í vikunni og vísar hann í „nýtingu eigna“ ríkis- ins í fyrirsögn á grein sinni. Mér skilst hugsun hans vera þessi: Með sölu eigna má byggja upp nýja innviði og þannig stuðla að aukinni velsæld og vel að merkja, minni skattbyrði. Fyrir söluandvirði eigna megi nefnilega fjár- magna nýjar framkvæmdir. Og hann nefn- ir eina eign sem gjarnan megi byrja á að selja, alþjóðaflugvöll Íslendinga, Leifsstöð. Nú vill svo til að Leifsstöð er ein afkastamesta gullgerðarvél landsmanna. Og það sem meira er, hún hefur einokunaraðstöðu. Þegar yfirstjórnin þar hafði boðið út bílastæðin og rekstraraðilinn þótti keyra verðið upp úr öllu hófi, þá var unnt að taka reksturinn til baka, þar réð almannahagur. Nú vill svo til að ég hef ekki allt- af verið sáttur við áherslur stjórn- enda Leifsstöðvar, án þess að ég fari nánar út í þá sálma hér. En þessir stjórnendur eru þó á vegum Alþingis og í góðu kallfæri og því auðveldara að eiga við þá orðastað en væru þeir í London eða Shanghai en þangað má reikna með að eignarhaldið færðist við sölu. Markaðsþenkjandi mönnum ber auk þess að hafa í huga að allan rekstur innan flughafnarinnar má bjóða út og fela þannig einkaaðil- um. En sá rekstur er að sjálfsögðu afturkræfur svo lengi sem flug- stöðin sjálf er í okkar eigu. Nú vil ég reyna að forðast að snúa út úr fyrir mönnum. Markmið fyrrnefndra stjórnmálamanna er að finna leið til að umbreyta eign- um í nýjar eignir. En hér hræða dæmin. Reykjanesbær og fleiri bæjarfélög reyndu einmitt þetta. Fylltu pyngjur sínar tímabundið með sölu eigna sinna en enduðu síðan sem leiguliðar hjá nýju eig- endunum sem að lokum reyndist skattborgurunum heldur betur þungbært. Svo er það hitt, með kirkjujarð- irnar sem ekki hlytu náð fyrir boðendum „end- urskoðaðrar eig- endastefnu,“ hvað yrði um þær? Og nú spyr ég kirkjumála- ráðherrann: Hvernig væri að ráðast í upp- byggingu þeirra í stað sölu, gera úr gömlu kirkju- jörðunum sem ekki verða setn- ar prestum, nýj- ar andlegar orkustöðvar, með sögurannsóknum, skrifandi skáld- um og að sjálfsögðu slegnum tún- um, með öðrum orðum, blómstr- andi menningarsetrum? Sveitarfélög, listamannasamtök og skólar gætu komið að eignarhald- inu auk ríkis og kirkju. Og fyrir þá sem aðeins vilja hugsa á bókhalds- vísu mætti líta á afraksturinn sem andlegan arð. Ísland var bókstaflega reist úr öskustónni á nýliðinni öld og það tókst í fámennara og fátækara þjóðfélagi en nú er. Gerandinn var samfélagið og eignarhaldið opinbert. En milliliðirnir, loðnir um lófana, voru að sönnu færri. Nýting eigna ’„Hvernig væri að ráð-ast í uppbygginguþeirra í stað sölu, gera úrgömlu kirkjujörðunum sem ekki verða setnar prestum, nýjar andlegar orkustöðvar, með sögu- rannsóknum, skrifandi skáldum og að sjálfsögðu slegnum túnum, með öðr- um orðum, blómstrandi menningarsetrum?“ Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Morgunblaðið/Ómar Almannatengillinn Andrés Jóns- son auglýsti eftir vinnu fyrir vin- konu sína á Facebook. „Ef ykkur vantar ábyggilega jákvæða 24 ára franska stelpu í vinnu þá mæli ég eindregið með leigjandanum okk- ar á Hólavallagöt- unni. Hún er á svo löngum vöktum í búðinni sem hún vinnur og á ekkert frí. Hún nær ekkert að hitta íslenska kær- astinn sinn. Sem gengur ekki :)“ Hann fékk margvísleg viðbrögð við þessu og bætti síðan sjálfur við í athugasemd: „Hún er með 1.700 kr. á tímann í núverandi starfi og fær útborgað um 250 þúsund krónur fyrir 170 tíma vinnu á mánuði. Það er heldur lít- ið finnst mér en líklega bara lág- markstaxti. Þessi stelpa er gull en eins og hún segir sjálf þá hefur það áhrif á sjálfstraustið að vera allt í einu í lægsta þrepi á vinnu- markaðnum sem útlendingur. Ég sagði henni, til að reyna að peppa hana aðeins upp, að ég hefði fyrir nokkrum árum verið beðinn að redda erlendri konu verkefnum sem væri gift Íslendingi en ætti erfitt uppdráttar sem útlendingur á vinnumarkaði … sú kona væri í dag forsetafrú Íslands!!! :)“ Heilsudrottn- ingin Ragnhildur Þórðardóttir hittir oft naglann á höfuðið í færslum sínum á síðunni sinni enda er hún kölluð Naglinn. „Kona tekur þátt í fegurðar- samkeppni. Hún fær blammer- ingar um holdarfar sitt, að vera þar sem uppfyllingarefni þar sem nálin á vigt hennar sé norðar en gengur og gerist í slíkum keppn- um. Konan sem krítíserar þessa breyttu staðla fegurðarsamkeppn- innar er kölluð uppblásin Barbí- dúkka. Plastdúkka með sílíkon- heila. Hún sé ekki með vitsmuni til að tjá sig,“ skrifar Ragnhildur og nefnir fleiri svona dæmi og hvetur fólk til að hlusta ekki á virka í athugasemdum. Skarphéðinn Guðmunds- son, dagskrárstjóri RÚV, deildi dómi screendaily.com um kvik- myndina Undir trénu með þess- um orðum: „Frábær fyrsti dómur um frá- bæra mynd. Þessi ummæli hljóta að hlýja okkur aðdáendum Eddu til áratuga alveg sérstaklega um hjartarætur. Hún lét bíða svolítið eftir sér en nú er komið að henni, heimsfrægðinni,“ skrifaði hann en í dómnum er Edda Björg- vins sögð stela senunni. Lára Björg Björnsdóttir, sagnfræðingur og framkvæmda- stjóri, deildi frétt sem segir frá því að tveimur fötl- uðum drengjum hafi verið synjað um nám í framhaldsskóla því ekki sé pláss fyrir þá en þeir eiga rétt á skólavist samkvæmt lögum. „Ég næ ekki utan um hvað þetta er mikill skandall. Og eitt hérna: Það er ekki eins og for- eldrar fatlaðra barna þurfi ekki að berjast með kjafti og klóm fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna oft, í gegnum alla þeirra skóla- göngu, þegar reynt er að spara krónur hér og þar með því að skera niður stuðning sem þessi börn eiga rétt á. Og ég tala af reynslu. Og svona ætlar kerfið að klára málið: „Það er ekki pláss fyrir ykkur“.“ AF NETINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Ný kynslóð málningarefna Eru rakavandamál? u Almatta síloxan útimálningin hleypir rakanum út en ekki inn. u Fæst einnig teygjanleg á netsprungna fleti u Einstök lausn á steypta veggi og múrklæðningar sem eru einangraðar utanfrá SÍLOXAN SMARTLAND

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.