Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Blaðsíða 26
TÍSKA
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.9. 2017
Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld greindi frá því í lok síðustu viku að hann
ynni nú að samstarfi við götutísku-merkið Vans. Línan er væntaleg þann
7. september og mun hún innihalda bæði fatnað og skó.
Karl Lagerfeld í samstarf við Vins
Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?
Ætli hann sé ekki töffaralegur í bland við rómantík og lita-
gleði á tyllidögum.
Hvað heillar þig við tísku?
Það sem heillar mig mest er að það má finna tísku í öllu og
í dag er eiginlega bara allt í tísku. Þú þarft ekki að eltast
við allt það nýjasta til að tolla í tískunni, rokkaðu bara
þinn eigin stíl og það er mjög svalt! Ég heillast mikið af
fólki sem fer eigin leiðir og er ekki eins og allir hinir, fólk á
ekki að hræðast það að klæða sig öðruvísi og það má allt,
ekkert er bannað. Blandaðu saman litum eða klæddu þig í
sama litinn frá toppi til táar … því eins og ég sagði áðan,
það má allt.
Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut?
Já, ég á einn ótrúlega fallegan pallíettukjól sem ég erfði
eftir ömmu mína og nöfnu, Hrefnu Dan. Ég hef notað
hann mjög mikið enda er hann svartur og klassískur, pass-
ar við flest tilefni sem gerir hann enn meira sjarmerandi.
Ég á líka svartan og hvítan pels frá mömmu, hún eignaðist
hann á unglingsárum og eftirlét mér hann fyrir nokkrum
árum. Ég nota hann reglulega og finnst ég alltaf
einstaklega fín þegar ég klæðist honum.
Á að fá sér eitthvað fallegt fyrir veturinn?
Já, ég fjárfesti í mjög fínum loðjakka í H&M í
Smáralind í síðustu viku. Hann á eftir að koma sér
vel í kuldanum í vetur.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl?
Svala Björgvins er með þetta, það er bara þannig.
Samkvæm sjálfri sér í klæðaburði, fer eigin leiðir og
er bara algjör helv. … töffari. Hún er ein af þeim
sem veita mér innblástur þegar kemur að fatavali.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þeg-
ar kemur að fatakaupum? Ekki hlaupa og kaupa,
hugsa fyrir hvaða tilefni ég gæti notað flíkina, hvort ég
eigi eftir að nota hana oftar en einu sinni og hvort ég geti
notað flíkina á fleiri en einn veg. Þá meina ég að klæða mig
flíkinni upp eða niður eftir tilefni.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?
Stine Goya hefur heillað mig lengi, mynstrin hennar eru
„fab“ og hún virkar líka svo mega „næs“ týpa. Ég væri
meira en til í að setjast niður með henni í góðan kaffibolla
og spjalla um allt og ekkert.
Hvar verslar þú helst föt?
Ég versla mikið af mínum fötum á asos.com, er mjög hrifin
af því að geta sest niður á kvöldin og keypt mér föt á net-
inu. Ég fer líka reglulega til vina minna í Ozone hérna á
Akranesi, þar fæ ég persónulega þjónustu sem er ekki
raunin þegar þú verslar á netinu. Ég er líka mjög dugleg
að kaupa notað og fara á nytjamarkaði, hef heimsótt þá
ansi marga en Búkolla nytjamarkaður hérna á Akranesi er
alltaf í mestu uppáhaldi. Þar hef ég líka gert mörg af mín-
um allra bestu kaupum.
Hvað er í snyrtitöskunni?
Litað dagkrem, hyljari, maskari, plokkari (það er að
aukast hárvöxturinn í andlitinu með aldrinum og því gott
að hafa plokkara við höndina!) og varalitur.
Hver hafa verið bestu kaupin þín?
Ég hef gert mörg mjög góð kaup á áðurnefndum nytja-
markaði hérna á Akranesi, Búkollu. Þar hef ég fundið nýlega 66° Norður úlpu á 250 kr., mega
fínan 66° Norður anorakk á 300 kr., ótrúlega fallegt hliðarborð á 1.500 kr og svo mætti lengi
telja. Ég á ótrúlega margar fallegar og eigulegar flíkur sem ég hef fengið á klink í Búkollu. Mæli
með ferð þangað! En mín bestu og uppáhaldskaup er fölbleikur silkikjóll skreyttur pallíettum
sem ég fann fyrir nokkrum árum á kílóamarkaði í Spúútnik.
Hvaða tískutímaritum/bloggum fylgistu með?
Ég kaupi mér alltaf danska Costume, er áskrifandi að íslenska Glamour og fylgist auðvitað með
öllu inni á trendnet.is blogginu.
Hrefna Dan segir stíl
sinn einkennast af
töffaraskap í bland við
rómantík og litagleði.
Morgunblaðið/Ófeigur
Allt leyfilegt
í tísku
Hrefna Dan, bloggari á trendnet.is, er með ákaflega
flottan fatastíl sem einkennist af litagleði. Hrefna
forðast að eltast of mikið við nýjustu tísku heldur
fer hún sínar eigin leiðir í þeim efnum
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Vefverslunin
Asos.com er í miklu
uppáhaldi.
Danska tísku-
tímaritið Costume.
Hrefna heldur upp á danska
fatahönnuðinn Stine Goya.
Töffarinn Svala Björgvins veitir
Hrefnu innblástur þegar kemur
að fatavali.