Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Blaðsíða 12
Y
eonmi Park er einn fárra Norður-
Kóreubúa sem hafa náð að flýja
harðræði og ógnarstjórn í heima-
landi sínu. Þegar hún flúði var
hún 13 ára gömul, 27 kíló og gat
varla gengið eftir erfiðan uppskurð. Eftir
hættuför yfir landamærin biðu hennar þó tvö
ár af enn frekari hörmungum í Kína áður en
hún náði að komast til Suður-Kóreu. Yeonmi,
sem fyrir örfáum árum talaði ekki ensku,
ferðast nú um heiminn og segir frá því eins
víða og hún getur hvernig líf Norður-
Kóreubúa raunverulega er, í landi þar sem 25
milljónir manna búa.
Það er hálfótrúlegt eftir að hafa lesið bók
Yeonmi Park, Með lífið að veði, að hún gangi
um hús Vigdísar Finnbogadóttur þennan
haustdag, á lífi og vel útlítandi, og tali á mjög
góðri ensku um þá von að líf samlanda hennar
í Norður-Kóreu verði einn daginn bærilegt.
Yeonmi hefur þurft að nota nokkur „extra líf“
eins og hún orðar það sjálf, fleiri líf en kött-
urinn, til vera þar sem hún er í dag. Þrátt fyr-
ir að hún sé í lífshættu í dag og viti af því að
um hana sé stöðugt njósnað af yfirvöldum í
Norður-Kóreu, sem líta á hana sem mikinn
óvin ríkisins vegna frásagna hennar um lífið í
heimalandinu, heldur hún ótrauð áfram.
„Ég varð mjög hissa þegar ég flutti mína
fyrstu ræðu um ástandið í Norður-Kóreu árið
2014 í Dublin. Ég áttaði mig á því að fólk vissi
ekki hvað var að gerast. Ég hafði gert ráð
fyrir að fólk vissi það en stæði hreinlega á
sama. Ég komst að raun um að sú var ekki
raunin, fólk hefur ekki fengið upplýsingar um
og skilur ekki hvað er í gangi, það skilur ekki
að í Norður-Kóreu er ekki neitt sem heitir
einhvers konar eðlileg ríkisstjórn og líf. Í
Norður-Kóreu eru menn á borð við nasista
við völd og þrælkunarbúðir þeirra eru á við
útrýmingarbúðir. Þeir eru að drepa heila
þjóð,“ segir Yeonmi.
Svartar frosnar kartöflur malaðar
Norður-Kórea er einangrað ríki og líf íbúanna
þar hefur verið umheiminum sem lokuð bók.
Yeonmi hefur verið óeigingjörn á það að deila
sannleikanum og sviðsmyndum úr lífi sínu
sem hún segist stundum upplifa sem sviðs-
myndir úr gleymdri martröð.
Yeonmi ólst upp í Hyeasan, kaldasta hluta
Norður-Kóreu, rétt við landamæri Kína. Það
fyrsta sem hún man eftir er myrkur og kuldi.
Rafmagnsleysi var viðvarandi og þegar ljós
kviknuðu var það slíkt fagnaðarefni að allir í
bænum fóru á fætur og klöppuðu og dönsuðu,
þótt um miðja nótt væri. Enginn þurfti þó að
vera lengi á fótum því ljósin voru fljót að
slokkna aftur. Kerti voru munaðarvara svo að
börn vöndust því að leika sér í myrkrinu.
Þetta með að gleðjast yfir litlu er eitthvað
sem Yeonmi kann enn í dag og er jafnframt
eitt af því fáa sem hún saknar frá Norður-
Kóreu.
Þegar Yeonmi fæddist foreldrum sínum,
Park Jin Sik og Keum Sook Byeon, var
tveggja ára dóttir fyrir á heimilinu, systir
hennar Eunmi. Þær voru nánar enda áttu
þær eftir að þurfa að treysta hvor á aðra.
Lífsbaráttan var hörð en átti eftir að verða
miklu harðari. Mikil hungursneyð skall á í
kringum 1994 og á næstu fjórum árum er tal-
ið að nokkrar milljónir Kóreubúa hafi dáið.
Sem dæmi má nefna að máltíð góðu áranna
samanstóð af hrísgrjónum, súrkáli, baunum
og þarasúpu. Á mögru árunum var það þunn-
ur grautur úr hveiti eða byggi, svartar frosn-
ar kartöflur sem voru malaðar og notaðar í
kökur sem voru fylltar af káli. Oft varð að
duga að borða einu sinni á dag. Áður en kalda
stríðinu lauk skammtaði ríkið íbúum fatnað,
heilbrigðisþjónustu og mat. Efnahagskerfið
hrundi þegar kommúnistaríkin sem höfðu að-
stoðað Norður-Kóreu klipptu á strenginn og
eftir það snérust andvökunætur allra foreldra
um hvernig þeir ættu að brauðfæða börnin
sín.
„Ofan á þetta allt lifðu allir í ótta og nær
allir höfðu persónulega reynslu af því að það
var hættulegt að tala. „Gættu að hvað þú seg-
ir,“ voru kveðjuorð móður minnar áður en ég
lagði af stað í skólann. Margir eiga erfitt með
að skilja að okkur var innrætt að hafa ekki
sjálfstæðar skoðanir, við þekktum ekki hvað
það var að hafa persónulega skoðun á ein-
hverju. Einræðið í Norður-Kóreu er þetta al-
gjöra vald sem leiðtogarnir hafa náð á tilfinn-
ingum íbúanna. Gagnrýnin hugsun er í hluta
af heilahvelinu sem heilaþvottur hefur náð að
blokkera í íbúum Norður-Kóreu. Það er ekki
það að íbúar Norður-Kóreu séu eitthvað verr
gefnir en annað fólk, þetta er bara það sem
Kim-arnir tveir lærðu; að ná algjöru valdi yfir
fólki og koma í veg fyrir að það hefði for-
sendur og getu til að mynda sér eigin skoð-
Hélt að öllum stæði á sama
Einn þekktasti flóttamaður Norður-Kóreu er orðinn Yeonmi Park, hugrökk 23 ára
gömul kona sem flúði heimaland sitt 13 ára gömul. Hún segir alþjóðasamfélagið
þurfa að hjálpa Norður-Kóreubúum því líf þeirra sé martröð.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Yeomni Park segir marga eiga erfitt
með að skilja að leiðtogarnir í
Norður-Kóreu hafa náð algjöru
valdi á tilfinningum landsmanna.
Heilaþvottur hafi blokkerað
gagnrýna hugsun.
’Einræðið í Norður-Kóreu erþetta algjöra vald sem leið-togarnir hafa náð á tilfinningumíbúanna. Gagnrýnin hugsun er í
hluta af heilahvelinu sem heila-
þvottur hefur náð að blokkera í
íbúum Norður-Kóreu.
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.9. 2017