Feykir


Feykir - 28.04.2009, Page 12

Feykir - 28.04.2009, Page 12
Feykir 28. apríl 2009 :: 17. tölublað :: 29. árgangur Feykigott blað! Ertu með fréttaskot? Hafðu samband! feykir@feykir.is og sími 455 7176 / 898 2597 / 861 9842 Starfsfólk vantar til framtíðarstarfa í matvöru og á kassa Æskilegt er að viðkomandi sé orðinn a.m.k. 18 ára. Nánari upplýsingar gefur verslunarstjóri á staðnum. Lokað föstudag 1. maí 20% afsláttur af grænmeti og ávöxtum fimmtudag og laugardag. Dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst Sæla hér, þar og allsstaðar Á laugardag var opnuð í Húsi frítímans málverkasýning heimamanna, í Safnahúsinu eru sýnd verk Jóhannesar Geirs auk þess sem í Bifröst var frumsýnt verkið Frá okkar fyrstu kynnum. Sjálf Sælan var síðan sett við hátíðlegan athöfn í Miðgarði á sunnudag en við sama tækifæri var menningarhúsið Miðgarður vígt. Vikan hefur síðan liðið með hverjum viðburðinum á fætur öðrum og endar sælan síðan með heljarinnar tónlistarhátíð í íþróttahúsinu á föstudagskvöldið. Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst en Sælunni var startað þetta árið með forsælu í boði skagfirsku Maddamanna sem tóku á móti gestum og gangandi með rjúkandi heitum grautarlummum á sumardaginn fyrsta. Sama dag héldu skátar í sína árlegu skrúðgöngu. Útsýnið úr Miðgarði er ekki af ódýrari gerðinni. Góðir gestir á sýningu á verkum Jóhannesar Geirs í Safnahúsinu. Frá opnun myndlistarsýning heimamanna - Litbrigði samfélags. Ungir fiðlusnillingar í Miðgarði. Maddömurnar buðu upp á forsælu á Sumardaginn fyrsta. Sýning Jóhannesar Geirs er afar forvitnilegt og margt að skoða. Tónlistarmenn framtíðarinnar léku við opnun Miðgarðs.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.