Feykir


Feykir - 19.11.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 19.11.2009, Blaðsíða 2
Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir gudny@feykir.is & 455 7176 feykir@feykir.is Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@feykir.is & 861 9842 Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 275 krónur hvert tbl. með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7176 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum 2 Feykir 43/2009 Leiðari Góður tími framundan Ég hef eytt síðustu vikum í að undirbúa og skrifa Jólablað Feykis sem að venju kemur út í vikunni fyrir 1. sunnudag í aðventu, eða í næstu viku. Jólablaðið er að vanda fullt af jólalegu efni, viðtölum og uppskriftum. Ég játa fúslega að það var notaleg tilbreyting frá kreppufréttum og niðurskurði að skella sér í skrif um jól og jólahald íbúa á Norðurlandi vestra. Ekki síður varð ég glöð þegar ég áttaði mig á því að eftir einungis rúma viku gengur aðventan í garð. Tími ljóss, friðar og tilhlökkunar fyrir okkur flest, tími trega og ljúfsárra minninga fyrir aðra, en umfram allt sá árstími sem fjölmiðlar og aðrir leggja öll leiðindi til hliðar og einbeita sér að jákvæðari hliðum mannlífsins. Ég er ekki frá því að það sé akkúrat það sem okkur vantar þessa dagana. Gleði og frið í þjóðarsálina. Feykir er í styttra lagi þessa vikuna eða einungis átta síður en í næstu viku sendum við ykkur heim 40 síðna jólablað. Já svei mér þá, ég held að ég sé bara formlega komin í jólaskap. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Blönduós Sýknun á kröfum Jónu Fanneyjar Blönduósbær hefur í Héraðsdómi Norðurlands vestra verið sýknaður í máli sem Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Blönduós- bæjar, höfðaði gegn sveitarfélaginu vegna meints brots á jafnréttislögum. Forsaga málsins er sú að Jóna Fanney sagði upp störfum sem bæjarstjóri árið 2007 og hélt í önnur störf. Byggði Jóna Fanney mál sitt upp á því að laun eftirmanns hennar, Arnars Þórs Sævarssonar, væru hærri en laun þau er hún hafi þegið í bæjarstjóratíð sinni. Í dómsorði segir að með tilliti til biðlaunaréttar stefnanda hafi launakjör Jónu Fanneyjar ekki verið verri en eftirmanns hennar. Var því málinu vísað frá. Jónu Fanney er gert að greiða Blönduósbæ 350 þúsund króna málskostnað. Húnaþing vestra Húnar bjarga kú úr haughúsi Björgunarsveitin Húnar barst beiðni um aðstoð á bænum Stóra-Ósi í Vestur- Hún. en þar hafði kýr sloppið úr fjósinu og fallið niður í haughús, en verið var að endurnýja grindurnar yfir því. Vel gekk að koma böndum á beljuna að sögn Húnamanna og hífa hana aftur upp með talíum o.þ.h. búnaði og virtist hún fegin að vera laus úr hremmingunum. Segja má að björgunin gengið mjög vel miðað við aðstæður á staðnum, þar sem bæði var erfitt að koma böndum á beljuna og hífa hana svo upp úr haughúsinu. En allt gekk vel með góðri samvinnu bænda og björgunarsveitar. Sauðárkrókur „Hugmyndir ráðherra eins og köld vatnsgusa” Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood hf. á Sauðárkróki segir þær hugmyndir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem fram koma í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, eins og kalda vatnsgusu framan í starfsfólk fyrirtækisins og vera með öllu óskiljanlegar. Hann gagnrýnir harðlega hugmyndir í frumvarpinu sem lúta að skerðingu á geymslurétti veiðiheimilda á milli ára. Jón segir í grein, sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins í morgun og ber yfirskriftina Hvert eru stjórnvöld að fara?, að augljós tilgangur þessara hugmynda sé að koma til móts við þá aðila sem hafa byggt á því að leigja til sín veiði- heimildir og þvinga núverandi handhafa veiðiheimilda til þess að leigja þær frá sér, ef þeim tekst ekki að veiða upp sínar heimildir sjálfir. „Þessi áform ganga þvert á hagsmuni þeirra 230 starfs- manna FISK sem hafa lifibrauð sitt af vinnu hjá fyrirtækinu og starfsfólks fyrirtækja sem þjónusta FISK. Ekki þjóna þessi áform heldur þeim sveitarfélögum sem FISK starfar í, því fram hefur komið hjá forsvarsmönnum þeirra að t.d. útsvarstekjur sjómanna skila sér 100% hjá fyrirtækjum eins og FISK, en mun lakar hjá ýmsum öðrum aðilum svo sem strandveiðimönnum og leiguliðum í kvótakerfinu og það sama á væntanlega við um hátekjuskattinn til ríkisins." Ásmundur Einar Daðason Ætlar að gera Sam- fylkingunni lífið leitt Á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í vikunni sagði Ásmundur Einar Daðason þingmaður og nýbakaður formaður Heimssýnar, að hann ætli sér að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur þegar hann útskýrði hvernig hann ætlaði að taka á ESB málum ríkisstjórnarinnar þar sem hann væri orðinn formaður Heimssýnar. –Við erum komin á þessa braut, að sækja um aðild að ESB en við megum ekki hengja haus, sagði Ásmundur og sagði að stoppa þurfi umsóknarferlið á næsta þrepi enda telur hann að ekki sé meirihluti á Alþingi til að halda áfram með málið. –Við slátrum ESB kosning- unni, sagði Ásmundur og lofaði fundarmönnum því að hann muni ekki tipla í kringum Samfylkinguna í ESB málinu heldur þvert á móti að gera Samfylkingunni lífið leitt. Sauðárkrókur Maddömur óska eftir hita og rafmagni Maddömur á Sauðárkróki hafa óskað eftir að Maddömukot, húsnæði sem sveitarfélagið útvegaði félaginu, verði tengt rafmagni og hitaveitu. Byggðarráð fól sveitarstjóra að ræða við Maddömurnar um erindið og árétta að húsnæðið hafi verið afhent félagsskapnum til afnota endurgjaldslaust og án skuldbindinga fyrir sveitar- félagið. Maddömur hafa nú þegar sett nýtt þak á húsið og hyggjast þær halda þar jólamarkaði nú í lok nóvember og í upphafi aðventu. Félagsskapurinn er byggður upp af konum sem starfa í Árskóla og hefur notið velvildar fyrirtækja í bænum. Þær kynda húsið í dag með gasi og þurfa að reiða sig á Byggðasafn Skagafjarðar með aðgang að rafmagni. Húnaþing vestra Hvað á stöðin að heita? Umhverfisstjóri Húnaþings vestra hefur kallað eftir nafnatillögum á nýja sorpmóttöku- og flokkunarstöð sveitarfélagsins. Stöðin er staðsett á Höfðabraut 34a á Hvamms- tanga. Þar mun verða móttaka fyrir hverskyns úrgang frá almenningi og fyrirtækjum og verða þar staðsettir gámar fyrir flokkaðan gjaldfrían úrgang. Þeim sem hafa góðar tillögur að nafni er bent á að senda tillögur sínar á u m h v e r f i s s t j o r i @ hunathing.is eða koma þeim í umslagi í ráðhúsið að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga. Kýrin í haughúsinu. Mynd:Bjsv. Húnar/SB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.