Feykir


Feykir - 19.11.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 19.11.2009, Blaðsíða 7
43/2009 Feykir 7 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Gógó og Pétur kokka Tveir frábærir lifrarréttir Uppáhald Péturs Lifrarbuff 1 kg. lifur 1-2 stk. laukar 1/2 kg. kartöflur (hráar) Þetta er mixað saman og síðan sett í fat. Salt og pipar (eftir smekk) + hveiti og mjólk er bætt út í og hrært saman við með sleif. (Þykktin á að vera ca. eins og lummudeig) Síðan eru búnir til litlir klattar (með matskeið) og steikt á pönnu. Borið fram með kreppulausri hugsun, kartöflumús, rabbar- barasultu og rauðkáli. Sérréttur Gógóar Masala lifur (FYRIR FJÓRA) 2 stk. lambalifur 3 stk. laukur 1 stk. hvítlauksrif 3 stk. Garam Masala krydd 1 ds. jógúrt (án ávaxta) 1 ds. rjómaostur (lítil) 1/2 bolli rjómi 1 ds. niðursoðnir tómatar 3 msk. shoyu sósa Smjör, arómat og salt eftir smekk. Lifrin skorin í sneiðar, krydduð létt með arómat og salti og snöggsteikt á pönnu. Síðan látin í eldfast fat. Laukurinn saxaður smátt og hvítlaukurinn marinn saman við og steikt í smjöri á pönnunni. Masala kryddið, jógúrtin, rjómaosturinn, tómatarnir, rjóminn og shoyu sósan sett út á og látið krauma í 5-10 mín. Sósunni er síðan hellt yfir lifrina og sett í heitan ofn í 5-10 mínútur. Borið fram með bros á vör, rabarbarasultu, hrísgrjónum og eða soðnum kartöflum :) Það er kreppa og lambalifur er ódýr matur og má elda á ýmsa vegu. Við ætlum að gefa ykkur tvær uppskriftir með lambalifur í aðalhlutverki og okkur þykja góðar, segir Gógó og byrjar á uppáhaldi Péturs. Við skorum á meistaramatráðinn á Krílakoti, Petru Jörgensdóttur og hennar karl, Hörð Sigurjónsson Sauðárkróki, að koma með næstu uppskrift. Látum fylgja með eina þá ljúffengustu tertu, sem til er í heimi og heitir hún líka Heimsins besta. Heimsins besta 4stk. eggjahvítur 2 bollar mulið kornflakes 200 gr. sykur 1 tsk. lyftiduft Eggjahvíturnar stífþeyttar og sykrinum bætt út í og þeytt áfram. Kornflakes og lyftidufti bætt varlega saman við. Sett í tvö lausbotna kökuform. Bakað í 1 klst. við 120 gr. Lagt saman með 1/2 lítra af þeyttum rjóma, sem í er brytjað súkkulaði (ca. 1-2 plötur) Krem: 4 stk. þeyttar eggjarauður með 100 gr. bræddu suðusúkkulaði + 100 gr. flórsykur og hellt yfir tertuna Borðuð í góðra vina hópi, þar sem aðallega er rætt um húsnæðismál og rennt niður með ljúffengu kaffi Verði ykkur að góðu! Ketilssaga – ástir og örlög Framhaldssagan : Þriðja saga Hér er þriðji hluti Ketilssögu – ástir og örlög, og eru það hinir vösku drengir úr Göngufélaginu Brynjólfi á Hvammstanga sem tekið hafa þeirri áskorun að semja ástarsögu á fjöllum. Þeir sem skrifa söguna eru: Ragnar Karl Ingason, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, Gústav Jakob Daníelsson og Ágúst Jakobsson sem fær einmitt það hlutverk að setja punktinn yfir i-ið að þessu sinni. ...Sæli leit forviða á Ketil við ástarjátn- ingu hans. „Ertu nú endanlega orðinn snarbilaður mannfýlan þín?“ hreytti hann út úr sér milli samanbitinna tannanna og kippti að sér hendinni. „Þú ert enn við saman heygarðshornið, eltandi okkur strákana þó að lögulegasti kvenmaður sveitarinnar vilji ekkert frekar en þig, fíflið þitt. Þú ættir að taka þig saman í andlitinu og hætta þessum fíflalátum, það skilur þetta heldur ekki nokkur maður ennþá, alveg níu ár þangað til Hörður Torfa kemur út úr skápnum..!!“ (Eins og lesendum mun kunnugt gerist saga þessi haustið 1966 – innskot höfundar) „Og ég er sko ekkert tilbúinn að fara að hrekjast til Danmerkur eða eitthvað vegna ofsókna, talaðu við mig eftir svona 40 ár, þá getum við skoðað þetta, þangað til geturðu bara andskotast til að vera almennilegur við hana Jónu, eins og þú ætlaðir!“ Ketill leit á vin sinn heldur beygður og þurrkaði framan úr sér tár og slef, hann mundi hvernig fyrri ástarjátning hans hafði nær eyðilagt vinskap þeirra síðastliðið sumar, hann mundi líka að þegar hann lagði af stað norður í gær hafði hann verið ákveðinn í að bæla tilfinningar sínar og biðja Jónu, en það að sjá Sæla svona hraustlegan og útitekinn í haustloftinu hafði hreinlega borið hann ofurliði. Ketill þóttist svosem vita að innst inni hefði Sæli alltaf verið skotinn í honum, en hann vissi líka að samband þeirra á milli gæti aldrei orðið annað en tímaskekkja. Og Katli var ljóst að sú tækni sem þyrfti til að breyta Jónu Guðbjörns þannig að hún (eða þá hann) hugnaðist honum betur væri ekki enn fyrir hendi. Svona var nú lífið í gamla daga gott fólk! En jæja, til að gera langa sögu stutta þá ákváðu þeir þarna, Ketill og Sæli, að salta málið í 40 ár eða svo. Að loknum göngunum bað svo Ketill um hönd Jónu og lifðu þau vel og lengi, eða allavega lengi vel, í ástlausu hjónabandi. Þetta allt er hins vegar bara forsagan að því hvernig á því stóð að í göngum haustið 2006 ultu tveir karlhlunkar, komnir fast að sextugu, í faðmlögum niður hlíðarnar svo bæði fé og fólki stóð af því hin mesta hætta. Var það bæði hjákátleg, en á sinn hátt, dálítið fögur sjón. Boðskapur sögunnar er auðvitað sá að allt hefur sinn tíma og að sjálfsögðu að ástin sigrar að lokum. Það er hins vegar af Jónu Guðbjörns að segja að henni var svosem alveg sama um þetta allt saman, það kom reyndar upp úr dúrnum þegar hún gaf út æviminningar sínar í fyrra að lagið fræga „Lóa litla á Brún“ hafði reyndar verið samið um hana, nöfnunum hafði bara verið breytt. „Já já, ég hef alltaf séð um mig“ sagði Jóna í viðtali við Feyki í tilefni af sextugsafmæli hennar nú síðsumars. „Það var nú svosem engin launung á því á milli okkar Ketils að hann giftist mér bara til sauðfjár. En hann var alltaf snyrtimenni og frekar þægilegur í sambúð svona þannig séð, seisei já.“ Þannig var nú það – endir! Ágúst Jakobsson 4 HLUTI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.