Feykir


Feykir - 19.11.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 19.11.2009, Blaðsíða 5
43/2009 Feykir 5 ( MITT LIÐ ) Nafn: Auður Hafþórsdóttir og Óli Laursen. Heimili: Melabraut 25 Blönduósi. Starf: Heimavinnandi. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? LIVERPOOL. Það bara kom ein- hvernveginn ekkert annað lið til greina. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já oft það hefur reynst mörgum aðdáendum annarra liða erfitt að sætta sig við hvað liðinu hefur gengið vel gegnum tíðina. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Það er marka- maskínan Robbie Fowler. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei við eigum eftir að láta þann draum rætast og það verður örugglega gert í náinni framtíð kannski í næsta góðæri........... Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, já, við eigum treyjur, trefla og ýmislegt smádót. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðn- ingi við liðið? Það gengur mjög vel allir á heimilinu harðir POOLARAR, börnin fengu þetta með móðurmjólkinni. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei það kæmi aldrei til greina þetta eru trúarbrögð. Uppáhalds málsháttur? Aldrei er góðum liðsmanni ofaukið. Einhver góð saga úr boltanum? Istanbúl 2005 LIVERPOOL - AC Milan, sennilega besti knatt- spyrnuleikur allra tíma. Spurning til þín frá Hans Vilberg – Hvað finnst þér að hjá Liverpool í dag og hvað viltu að verði gert í leikmannamálum? Svar... Það sem er að hjá LIVERPOOL er það að þeir spila ekki við Man´u í hverri viku, því þá værum við með fullt hús stiga og öryggir með titilinn :). En annars er það klárlega Rafael Benitez sem er höfuðverkurinn, hann virðist ekki ná því besta út úr liðinu. Það væri gaman að sjá einhvern annan í starfinu sem þekkir betur til enska boltans. Varðandi leikmannamálin þá hafa margir leikmenn sem Benitez hefur fengið til liðsins ekki staðið undir væntingum, hafa verið mikið í meiðslum og ekki náð að aðlagast enska boltanum, þannig að það þarf að taka svolítið til þar. Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Guðmund Karl Ellertsson. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hvað eru mörg ár síðan Bolton vann síðast titil og sérðu það gerast í náinni framtíð? Rafael Benitez er höfuðverkurinn Gísli Svan Einarsson framkvæmdastjóri Versins Vísindagarða, hóf leikinn á að bjóða fólki að setjast og meðan gestir voru að koma sér fyrir greindi hann frá ástæðum þess að efnt var til kynningarþingsins undir yfirskriftinni „Hvað er að gerast í Verinu?“. Að svo búnu tók Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði við fundarstjórn og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri setti kynningarþingið. Þá kynnti Gísli Svan starf- semi Versins Vísindagarða og sýndi myndir af fyrirhugaðri nýbyggingu sem áformað er að verði byggð við Verið á næsta ári. Helgi Thorarensen deild- arstjóri fiskeldis- og fiskalíf- fræðideildar Háskólans á Hólum greindi meðal annars frá þeim árangri sem náðst hefur í kynbótarstarfi með bleikju. Gunnlaugur Sighvatsson greindi frá þeim breytingum á eignarhaldi Iceprotein sem gengu í gegn fyrr á þessu ári, þá ítrekaði hann ennfremur áherslur Iceprotein er snúa að betri nýtni auðlinda og stuðla með því að sjálfbærni. Áhersla Iceprotein verður á greiningu markaðstækifæra og vöruþróun sem nýtist sem farvegur til nýtinga rannsóknaniðurstaðna. Enn sem fyrr er litið á þau tækifæri sem felast á markaði með fæðubótarefni og lyf. Þá greindi Arnljótur Bjarki Bergsson frá starfsemi Líftækni- smiðju Matís sem hefur verið starfrækt í Verinu í tæpt ár, með staðarvali fyrir líftæknismiðjuna var litið til hinnar öflugu matvælaframleiðslu sem stund- uð er í Skagafirði og nágrenni, þá þakkaði Arnljótur fyrir nýveittan styrk Vaxtarsamnings Norðurlands vestra sem Hólm- fríður Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Matís, landaði samdægurs í Verinu, og sagðist vonast til að sá styrkur gæti aukið samstarfið milli Verbúa enn frekar. Matthildur Ingólfsdóttir kynnti sjálfseignarstofnunina Umhverfið þitt, sem bættist í hóp Verbúa um síðustu mánaðarmót, jafnframt greindi Matthildur frá tveimur verk- efnum sem Umhverfið þitt vinnur nú að; verkefni við þróun undirburðar fyrir hross og lífdísilverkefni. Stefán Óli Steingrímsson greindi frá rannsókn á óðals- Það var margt um manninn í Verinu á Sauðárkróki föstudaginn 13. nóvember s.l. þar sem starfsemin í Verinu var kynnt fyrir gestum og gangandi Góður dagur í Verinu atferli laxfiska, og sýndi fram á mun milli urriða og bleikju í Skagfirskum og Húnvetnskum ám, lækjum og vötnum. Ólafur Sigurgeirsson gat þess í sínu erindi að ekki er nauðsyn á að allt það prótein sem bleikja er alin á sé unnið úr fiskum, því jurtaprótein megi nýta til fóðrunar á bleikju. Jón Þór Jósepsson fór yfir umhverfislegar og fjárhags- legar forsendur þess að breyta ostamysu í arðbæra fram- leiðsluvöru. Björn Margeirsson sagði að réttara væri að tala um frost- geymslur en frysti geymslur þar sem ætlunin ætti að vera að viðhalda frosti fremur en að frysta vöru og sýndi hvaða afleiðingar það hefur að setja misheita vöru í frost, þar sem hann fór yfir nokkrar af þeim niðurstöðum sem hann hefur fengið úr vinnu samhliða doktorsnámi sínu. Hörður Kristinsson fór yfir tækifæri í lífefnavinnslu og sýndi fram á verðmun þeirra afurða sem nú eru framleiddar hér á landi og fluttar út og afurða sem eru unnar úr sama hráefni en seldar við hærra verði á vaxandi mörkuðum með fæðubótarefni. Þá greindi hann frá stöðu nokkurra rannsóknarverkefna sem unnin hafa verið á vegum Líftæknismiðju Matís. Loks opnaði Þorsteinn Ingi Sigfússon starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands í Verinu og sýndi hann viðstöddum við hverskonar starfsemi Skagfirðingar mættu búast af hálfu Nýsköpunar- miðstöðvar með myndum úr sýndarsmiðju fyrirtækisins í Vestmannaeyjum, en Ný- sköpunarmiðstöð áætlar að opna aðra sýndarsmiðju á Sauðárkróki seinna í vetur. Berglind Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri, kynnti starfsmenn Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands í Verinu, þá Val Árnason og Þorstein Broddason, til leiks. Tónlistarskóli Skagafjarðar stóð fyrir hljómsveita- tónleikum í Miðgarði mánudaginn 2. nóvember s.l. þar sem fram komu hátt í 100 nemendur úr tónlistarskólanum í Varmahlíð. M.a. komu fram strengja- sveitir af ýmsum stærðum, rokkhljómsveitin Ísbirnirnir, samspil ásláttarhljóðfæra og harmonikkuleikara af ýmsum gerðum og loks samspil 100 nemenda, sem hljómaði einkar glæsilega. Einnig sáu nemendur um kynningar á lögum með skemmtilegum hætti. Þessa sömu viku voru einnig haldnir tónfundir á Hofósi, Grunnskólanum að Hólum og Tónlistarskólanum á Sauðárkróki. Þá hefur skólinn staðið fyrir söngnámskeiðum í vetur. Helga Rós Indriðadóttir söngkona hefur verið og verður með föst helgarnámskeið í vetur en næsta námskeið verður haldið 27.- 30. nóvember. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja bæta söngtækni sína og þá sérstaklega með söngfólk í kórum í huga. Tónlistarskóli Skagafjarðar tíu ára Margt að gerast Fjöldi manns mætti á kynningarþing í Verinu síðastliðinn föstudag. Frá hljómsveitatónleikum í Miðgarði þar sem fram komu hátt í 100 nemendur úr tónlistarskólanum í Varmahlíð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.