Feykir


Feykir - 19.11.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 19.11.2009, Blaðsíða 3
43/2009 Feykir 3 Stöndum saman SPARISJÓÐURINN ER VIÐ ÁRTORG Á SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 5555 Eggjakartöflusalat SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt KS-bókin er með 3,5% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 6,5% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 6,2% vextir Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 www.skagafjordur.is Íbúafundur um skipulagsmál á Sauðárkróki haldinn í Bóknámshúsi FNV mánudaginn 23. nóvember kl. 20:00 Á fundinum munu fulltrúar frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA kynna vinnu sína við nýtt aðalskipulag Sauðárkróks. Þar munu þau m.a. fara yfir niðurstöður íbúaþings sem haldið var fyrr á árinu og þær tillögur sem þau hafa mótað á grunni þeirra og annarra upplýsinga. Skipulags- og byggingarnefnd Blönduós Frábært Pubstarkvöld Á laugardagskvöldinu síðasta var haldin heilmikil skemmtun í Félagsheimilinu á Blönduósi sem kallast Pubstar. Ellefu fyrirtæki skráðu sig til leiks og rúmlega hundrað manns komu og fylgdust með æsispennandi keppni. Fyrirfram var búið að gefa út lagalista svo flytjendur gátu verið búnir að velja sér lag og æfa fyrir stóra kvöldið. Þá var líka hægt að hanna búninga í samræmi við lögin, en búningar skipta jú ekki litlu máli í keppnum sem þessari. Í þriðja sæti varð Hilmar fyrir Íslandspóst. Í öðru sæti urðu Sigurður Smári og Björn Sindri fyrir Stíganda og í fyrsta sæti urðu þær Solla og Signý fyrir sjúkrahúsið. Eftir stórskemmtilega Pub- star keppni var slegið upp balli með hinum frábæru Halda- pokum og gleðin hélt áfram fram eftir nóttu. Sigurvegarar kvöldsins, Signý og Solla. Skagafjörður Starf yfirlögregluþjóns auglýst í fjórða sinn Starf yfirlögregluþjóns við lögregluembættið á Sauðár- króki var á dögunum auglýst í fjórða sinn á tveimur árum. Núverandi yfirlögreglu- þjónn, Stefán Vagn Stefánsson, mun því að líkindum í fjórða sinn sækja tímabundið um stöðuna, í þetta sinn er staðan auglýst til 1. júní 2010. Dómsmálaráðherra hefur boðað sameiningu og fækkun lögregluembætta og er það líklega ástæðan fyrir því að enn er starfið aðeins auglýst tímabundið. Feykir sendi fyrirspurn á dómsmálaráðherra í síðustu viku en svör bárust ekki í tæka tíð fyrir útgáfu vikunnar. Svandís Þula Ásgeirsdóttir Minningarsjóður Minningarkort Minningar- sjóðs Svandísar Þulu eru til sölu í Sparisjóði Skagafjarð- ar og hjá Ástu Ólöfu Jónsdóttur en Svandís Þula Ásgeirsdóttir lést í bílslysi þann 2. desember 2006 aðeins fimm ára gömul. Í sama slysi slasaðist bróðir hennar, Nóni Sær, alvarlega. Minningarsjóður Svandísar Þulu var stofnaður þann 2. desember 2008 og er tilgangur sjóðsins að vinna að upp- byggingu skólastarfs, að styrkja aðhlynningu veikra barna og veita efnilegum ballett- dönsurum styrki til náms. Hægt er að ná í Ástu Ólöfu í síma 453 6342 / 861 9809.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.