Feykir


Feykir - 19.11.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 19.11.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 43/2009 Svar Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra við fyrirspurnum Feykis í sl. viku vakti í raun upp fleiri spurningar og í sjónvarpsfréttum sl. mánudagskvöld kröfðust Suðurnesjamenn þess að fá framlög í samræmi við framlög í Skagafirði og á Blönduósi. Feykir hafði samband við Hafstein Sæmundsson og bað um hans viðbrögð við svörum og skýringum ráðherra. • Það er byggt á misskilningi að kostnaður við heilbrigðisþjónustu sé tvöfalt hærri í Skagafirði en á Suðurlandi og meira en tvöfaldur miðað við Suðurnes. • Málið er þó flókið þar sem fjárveiting- ar koma frá tveimur ráðuneytum þar sem hjúkrunarheimili eru rekin sér og koma þá fram á fjárlögum Félags-og tryggingaráðuneytisins og einnig er allur samanburður flókinn vegna annarra aðstæðna s.s. vegalengda, legu frá stærri þjónustukjörnum, veittri þjónustu á hverjum stað, fjöldi starfsstöðva og fleiri þátta. Þetta hefðu reyndir starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins átt að vita og því koma samanburðartölur í Feyki í síðustu viku mér mikið á óvart. • Það er að vísu svo að kostnaður við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) var um 100 þúsund kr. á íbúa á árinu 2008. Á sama tíma kostaði rekstur Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki (HS) tæpar 200 þús. kr. á íbúa. Þetta segir ekki nema hálfa söguna. Á HS er öll hjúkrunarþjónusta í héraðinu veitt en á HSu er aðeins lítill Fréttaskýring -Við skorumst ekki undan niður- skurði í samræmi við aðra staði Fjárlagafrumvarp 2010 Íbúafjöldi Stofnun Framlag ríkisins Framlag á íbúa Skagafjörður 4.205 HS 806.400.000 191.772 Austur-Húnavatnssýsla 1.959 HSB 390.300.000 199.234 Austurland 10.772 HSA 2.004.400.000 Hulduhlíð 159.200.000 Uppsalir 130.700.000 2.294.300.000 212.987 Þingeyjasýslur 5.008 HSÞ 914.100.000 Hvammur 65.700.000 Naust 107.000.000 1.086.800.000 217.013 Vestmannaeyjar 4.090 HSVe 663.700.000 Hraunbúðir 253.900.000 917.600.000 224.352 Fjallabyggð 2.218 HF 445.700.000 Hornbrekka 179.700.000 625.400.000 281.966 hluti hjúkrunarþjónustu Suðurlands veittur. A.m.k. fimm hjúkrunarheimili eru starfrækt á Suðurlandi og til þeirra er áætlað að renni tæplega 1,5 milljarður króna á árinu 2010 skv. fjárlagafrumvarpi. Þarna er um að ræða kostnað uppá nálægt 75 þús. kr. per íbúa á Suðurlandi en ekki var gert ráð fyrir þessu í þeim samanburði sem að framan er nefndur. Rétt er einnig að geta þess að það eru sennilega um 65% íbúa Suðurlands í innan við 45 mínútna akstursfjarlægð frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á höfuðborgarsvæðinu. Líklegt er því að þeir noti þá þjónustu töluvert meira en við. Þegar upp er staðið og allt tekið með í reikninginn geri ég ráð fyrir að kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu sé nokkuð líkur í Skagafirði og á Suðurlandi. • Ekki er, með auðveldum hætti, hægt að bera saman Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSs) og starfsemi stofnana út á landi. Reyndar er það svolítið sérkennilegt að velja þessar stofnanir til samanburðar við HS. • Sé horft til fjárlagafrumvarps ársins 2010 og skoðað hvert framlag per íbúa er á nokkrum svæðum, þá er talið framlag til heilbrigðisstofnana og hjúkrunarheimila þegar það á við, fæst athyglisverð niðurstaða. Framlag má sjá í meðfylgjandi töflu • Byggir á fjárlagafrumvarpi og tölum Hagstofu um íbúafjölda. • Það sem vekur mesta athygli við skoðun þessarar töflu er að Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki er með töluvert lægra framlag en aðrar stofnanir sem skoðunin nær til. Við fáum t.d. um 7.500 kr. lægra framlag per íbúa en rennur til nágranna okkar í Austur-Húnavatnssýslu. Sé þessi mismunur margfaldaður með fjölda íbúa kemur í ljós að okkur vantar rúmar 31 millj.kr. til að standa jafnfætis þeim í framlögum. Það verður einnig að geta þess að við veitum töluvert víðtækari þjónustu en sumar þeirra stofnana sem til samanburðar eru. Líklega væri rétt að framlag til okkar væri svipað og það sem Þingeyingar fá en til þess að svo verði vantar okkur um 106 millj. kr. í aukið framlag á árinu 2010 m.v. frumvarpið. • Þjónusta sem veitt er á HS umfram margar aðrar stofnanir er víðtæk. Við rekum hér fæðingadeild sem er sú eina milli Akureyrar og Akraness. Margur kvartar nú yfir því að keyra minni vegalengd eftir þessari mikilvægu þjónustu. Við erum með öfluga og víðtæka þjónustu farandsérfræðinga sem koma til okkar með reglulegum hætti. Skurðstofa er starfrækt hér og margar minniháttar aðgerðir eru gerðar á stofnuninni. Sérfræðingar í lyf- og geðlækningum eru starfandi við stofnunina. Verulegur sparnaður er af þessari þjónustu fyrir Sjúkratryggingastofnun sem annars þyrfti að leggja til háar fjárhæðir í ferðakostnað. Ef sjúklingar þurfa lengra eftir þessari þjónustu þurfa þeir væntanlega einn aðstandanda með og er þar kominn verulegt vinnutap auk þess sem aukinn akstur veldur mengun og er að öllu leyti þjóðhagslega óhagkvæmur. Við vinnum nú að því að reikna þann sparnað sem fæst með því að veita þessa þjónustu á HS frekar en að íbúar hér sæki þessa þjónustu annað. Líklegt er að mikill hluti þessarar þjónustu leggist hér af ef ekki verður breyting til batnaðar á framlagi ríkisins. Við rekum aukna heimahjúkrun m.v. fjárheimildir til að gera fólki kleyft að dvelja lengur heima hjá sér. Þessi þjónustu virðist stofnunin ekki mega veita því það kemur beinlínis niður á fjárheimildum. • HBR miðar framlög sín við ákveðið reiknilíkan en að framansögðu virðist okkur sem margt sé bogið við það líkan m.v. þann mikla mismun sem er á framlögum eins og fram kemur í framanskráðri töflu. • Þegar ráðist var í sparnað ársins 2009 var okkur ljóst að grípa þyrfti til mikilla aðhaldsaðgerða og sumar aðgerðir okkar skiluðu meiru en bara sparnaði ársins en við ákváðum að vinna okkur í haginn fyrir komandi niðurskurðarár. Ekki finnst mér sanngirni í því að refsa okkur fyrir það með verulega auknum niðurskurði m.v. flestar aðrar stofnanir. • Margir hafa spurt mig hvort nú sé verið að refsa okkur fyrir að sameinast ekki öðrum. Ég vil ekki trúa því að svo sé og tel ástæðulaust að velta frekar vöngum yfir því. • Við skorumst ekki undan því að taka á okkur niðurskurð í samræmi við það sem almennt er krafist og teljum það eðlilegt. En við biðjum um sanngirni í því sem öðru og óskum eftir því að á okkar sjónamið sé hlustað og tillit tekið til þeirra þátta sem hér hafa verið taldir upp.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.